Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 54
 27. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR Fyrir 60 árum stofnaði August Håkanson, skiltamálari og myndlistarmaður, Skiltagerðina sem gerði líkt og nafnið gefur til kynna skilti en verslaði aðallega með myndlistarvör- ur. Út frá því fyrirtæki varð síðar til verslunin Litir og fönd- ur sem fagnar nú þrjátíu ára afmæli. „Skiltagerðin var stofnuð árið 1948 og er jafngömul mér en árið 1978 var fyrirtækinu deilt niður og Skiltagerðin var rekin sem innflutningsverslun en verslunin Litir og föndur komst í mína eigu,“ segir Guðfinna Hjálmarsdóttir mynd- listarkona og eigandi Lita og föndurs. Nokkrum árum síðar tók hún við innflutningsversluninni sem þá hlaut nafnið Handlist. Árið 1997 voru fyrirtækin sameinuð undir nafn- inu Litir og föndur – Handlist ehf. „Upphaflega var þetta lítil verslun á Skólavörðustíg 15. Síðan færðum við okkur á númer 14 og 16 og við höfum stækk- að við okkur smám saman en höfum þó haldið okkur við Skóla- vörðustíginn,“ útskýrir Guðfinna en nú er verslunin til húsa í gamla Vogue-húsinu á Skólavörðustíg 12. „Þegar við stækk- uðum við okkur gátum við sameinað föndurdeildina og mynd- listardeildina undir eitt þak. Fyrir um fjórum árum síðan opn- uðum við svo aðra verslun á Smiðjuvegi 4 í Kópavogi.“ Móðir Guðfinnu, Þórunn Thorlacius, hvatti hana á sínum tíma til að fara út í sjálfstæðan rekstur. „Hún var Vestur- Íslendingur og viðskiptamenntuð frá Kanada. Á þeim tíma var ég komin talsvert í myndlistina og hafði verið í Mynd- listaskólanum í Reykjavík í nokkur ár. Þá var búðin auglýst og móður minni þótti þetta henta mér vel en faðir minn var þá nýlátinn og nýtti ég föðurarfinn til kaupa á versluninni,“ segir Guðfinna en móðir hennar átti líka hlut í versluninni og fylgdist vel með meðan hún lifði. „Nú er eldri sonur minn mín hægri hönd og maðurinn minn er líka þarna þannig þetta er fjölskyldufyrirtæki með mikla sál og góða reynslu.“ Rekstur- inn hefur að sögn Guðfinnu gengið vel en yfirbyggingin hefur ávallt verið lítil og skynsemi fylgt í fjárútlátum. „Þó að ég sé búin að vera hér innanbúðar í þrjátíu ár þá hefur aldrei komið sá dagur að mér hafi leiðst í vinnunni því þetta er allt á mínu áhugasviði,“ segir Guðfinna ánægð og nefnir að kúnnahópurinn sé einstaklega skemmtilegur. „Þetta er allt skapandi fólk sem vill gera eitthvað fallegt og heilbrigt og það er svo gefandi. Viðskiptavinirnir eru allt frá börnum upp í ellilífeyrisþega sem hafa nú tíma til að sinna áhugamál- um. Við reynum að vera lifandi verslun og bjóðum líka upp á ýmis námskeið í myndlist og föndri.“ hrefna@frettabladid.is LITIR OG FÖNDUR: 30 ÁRA VERSLUN Alltaf gaman timamot@frettabladid.is ÞJÓNA MYNDLISTARMÖNNUM Guðfinna segir að fyrirtækið muni gera sitt besta til að halda áfram að veita góða þjónustu líkt og verið hefur. JIMI HENDRIX FÆDDIST ÞENN- AN DAG ÁRIÐ 1942. „Margir eru duglegir að apa eftir mér, jafnvel þegar ég geri mistök.“ Jimi Hendrix andaðist árið 1970, 27 ára gamall. Hann er mesta gítargoðsögn sam- tímans. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Við hönnum legsteininn að þínum óskum. Komdu við eða kíktu á heima- síðuna og skoðaðu úrvalið. 15% lækkun á innfluttum legsteinum. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Þorvaldur Halldórsson skipstjóri og útgerðarmaður, Vörum, Garði, sem lést laugardaginn 22. nóvember, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju laugardaginn 29. nóvember kl. 14.00. Ingibjörg Jóhannsdóttir Valgerður Þorvaldsdóttir Bragi Guðmundsson Halldór Kristján Þorvaldsson Kolbrún Þórlindsdóttir Ingimar Jón Þorvaldsson Elín Kjartansdóttir Vilberg Jóhann Þorvaldsson Helena Rafnsdóttir Þorvaldur Þorvaldsson Mikkalína Þ.K. Finnbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru, Elínar Þórðardóttur frá Miðhrauni, Reykjavíkurvegi 31, Reykjavík. Vandamenn. Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, Ásta Gunnþórunn Þórarinsdóttir frá Höfða, Vatnsleysuströnd, er lést að heimili sínu, Sóltúni 2 í Reykjavík, sunnu- daginn 16. nóvember sl., verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 28. nóvember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð hjúkrunarheimilisins Sóltúns. Guðrún Jóna Jónsdóttir Karl Hirst Þórunn Bjarndís Jónsdóttir Guðbjörg Kristín Jónsdóttir Örn Harðarson Anna Jónsdóttir Friðrik Georgsson Gróa Margrét Jónsdóttir Hákon Guðmundsson Ingigerður Jónsdóttir Stefán Eggertsson Jón Ástráður Jónsson Ingibjörg Elín Bjarnadóttir Elsku drengurinn okkar og bróðir, Kristinn Kolbeinsson Birkimörk, Hveragerði, sem andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 19. nóvember, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 28. nóvember kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Kolbeinn Sigmundsson Hólmfríður Halldórsdóttir Þorgrímur Kolbeinsson Hulda Kolbeinsdóttir Elskuleg frænka okkar, Þóra Helgadóttir frá Merkigarði, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks sunnudaginn 16. nóvember, verður jarðsungin frá Reykjakirkju laugardaginn 29. nóvember kl 14.00. Elín I. Karlsdóttir Arnþór Pálsson Ólafur Guðmundsson Sigríður Sæmundsdóttir Sigurbjörg Guðmundsdóttir Auðunn Ágústsson Helgi Þór Sigurðsson og fjölskyldur. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Helgi Magnús Arngrímsson Réttarholti, Borgarfirði eystri, sem lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 22. nóvember, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 29. nóvember kl 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en til minningar um Helga bendum við á minningarsjóð Helga Magnúsar, 0305-13-301330 kt. 300456-5299 eða Sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Bryndís Snjólfsdóttir Birgitta Ósk Birgisdóttir Guttormur Pálsson Hafþór Snjólfur Helgason Berglind Ósk Guðgeirsdóttir Elsa Arney Helgadóttir Gunnlaugur Garðarsson Eyrún Hrefna Helgadóttir og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, Vilborg Bjarnadóttir frá Skáney, lést á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, sunnudaginn 16. nóvember. Útförin fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 29. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er vin- samlegast bent á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Bjarni Marinósson Birna Hauksdóttir Jakob Marinósson Anna Sigurðardóttir Þorsteinn Marinósson Agnete Kristoffersen barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Garðar Rafn Ásgeirsson Svarfhóli, Stafholtstungum, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 24. nóvember síðastliðinn. Ragnhildur Einarsdóttir Jósef Jóhann Rafnsson Líney Traustadóttir Sólrún Anna Rafnsdóttir Jón Finnsson Ásgeir Rafnsson Rebekka Guðnadóttir Hrafnhildur Jónína Rafnsdóttir Nelson Patricio De Brito barnabörn og barnabarnabörn. Akurnesingar og nágrannar athugið ! LJÓS Á LEIÐI verða afgreidd í kirkjugarðinum eftirtalda daga: Laugardaginn 29. nóvember kl. 11 – 16. Sunnudaginn 30. nóvember kl. 11 – 16. Sunnudaginn 7. desember kl. 13 – 16. ATHUGIÐ ! Afgreiðsla er í vinnuskúr í kirkjugarðinum. Gjald fyrir krossinn verður óbreytt kr. 4.800.- Lionsklúbbur Akraness. Nánari upplýsingar veita Valdimar Þorvaldsson í síma 899-9755 og Benjamín Jósefsson í síma 861-3951. Athygli skal vakin á því að þessa daga verður einungis leyfður einstefnuakstur í kirkjugarðinum. Ekið verður inn í garðinn á núverandi stað, en útakstur verður um hliðið í ofanverðum garðinum að austanverðu. Annar akstur vélknúinna ökutækja um garðinn er ekki leyfður á áðurnefndum dögum. Bent skal á að hægt er að leggja bifreiðum á bílastæðinu við Garðahúsið. Kirkjugarður Akraness. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.