Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 58
38 27. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is METSÖLULISTINN Tíu mest seldu bækurnar í öllum flokkum dagana 19. -25. nóv EYMUNDSSON OG BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR 1. Myrká Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell/Forlagið 2. Fíasól er flottust Kristín Helga Gunnarsdóttir Mál og menning/Forlagið 3. Auðnin Yrsa Sigurðardóttir Veröld 4. Vetrarsól Aðunn Jónsdóttir Mál og menning/Forlagið 5. Jólasyrpa 2008 Walt Disney Edda útgáfa 6. Ofsi Einar Kárason Mál og menning/Forlagið 7. Fyrir frostið – kilja Henning Mankell Mál og menning/Forlagið 8. Silfurskeiðin Ýmsir Bjartur 9. Útkall - Flóttinn frá Heimaey Óttar Sveinsson Útkall 10. Bríslingur Christopher Paolini JPV útgáfa/Forlagið HAGKAUP 1. Þú getur Jóhann Ing og fleiri Hagkaup 2. Myrká Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell/Forlagið 3. Jólasyrpa 2008 Walt Disney Edda útgáfa 4. Minnisbók handa … Helen Exley Steinegg 5. Bríslingur Christopher Paolini JPV útgáfa/Forlagið 6. Af bestu lyst 3 Nanna Rögnvaldsdóttir ritstýrir Vaka-Helgafell/Forlagið 7. Fíasól er flottust Kristín Helga Gunnarsdóttir Mál og menning/Forlagið 8. Heimsmetabók Guinnes 2009 Ýmsir Vaka-Helgafell/Forlagið 9. Útkall – Flóttinn frá Heimaey Óttar Sveinsson Útkall 10. Auðnin Yrsa Sigurðardóttir Veröld > Ekki missa af Á hverju fimmtudagskvöldi fram að jólum verður samræðusam- koma undir heitinu Ljáðu þeim eyra klukkan 20 á Súfistan- um. Þar munu tveir höfundar kynna bækur sínar og einn framsögumaður frá Reykjavíkur- Akademíunni spjalla um þema sem tengist bókunum út frá sínum sjónarhóli. Tónlist verður í umsjá Hjörleifs Valssonar fiðlu- leikara. Síðan verða almennar samræður og gestir hvattir til að leggja orð í belg. Í kvöld eiga stefnumót kl. 20 þeir Guðjón Friðriksson og Einar Kárason og kynna texta úr sögum sínum: Saga af forseta og Ofsa. Á eftir framsögu og bókakynningum verða samræður fram eftir kvöldi. Í kvöld verður upplestrarkvöld á vegum bóka- útgáfunnar Sölku á Lokakaffi beint á móti Hall- grímskirkju. Að þessu sinni verður Sölkukvöldið tileinkað fræðibókunum. Þær bækur sem leika aðalhlutverkið þetta kvöldið eiga það sameiginlegt að spyrja spurninga, lýsa annars konar ljósi á sög- una og varpa upp nýjum sannleika. Bækurnar og höfundar þeirra eru: Ást, kynlíf og hjónaband eftir dr. Sólveigu Önnu Bóasdóttur. Sólveig Anna veltir því fyrir sér hvort kristin kynlífssiðfræði líti niður á líkamann, torveldi konum og börnum að ráða yfir eigin líkama og hvort geti verið að neikvæð sýn á konur og líkamann hvetji til ofbeldis gegn þeim? Þá verður lesið úr bókinni María Mag- dalena – vændiskona eða vegastjarna eftir sr. Þórhall Heimisson. Hver var María Magdalena? Hvers vegna hvílir svo mikill leyndardómur yfir sögu hennar og hvers vegna hafa svo margir augljóslega lagt mikið á sig til að hylja sporin sem hún markaði, spyr Þórhallur. Hildur Hákonardóttir les upp úr bók sinni um kartöfluna, Blálandsdrottningunni, og segir frá því þegar Van Gogh ætlaði að gera vinkonu sinni kartöflunni greiða en endaði með því að gera henni óleik. Slæðusviptingar eftir Höllu Gunn- arsdóttur blaðamann er ferðasaga sem byggist á viðtölum við þrettán íranskar konur um líf þeirra og störf. Lesandinn kynnist sögu og menningu fólksins sem byggir þetta umtalaða land og við kynnumst röddum þeirra sem sjaldan heyrist í. Upplesturinn á Lokakaffi hefst kl. 20 í kvöld. Sölkukvöld á Lokakaffi Píanóleikarinn Philip Jenkins verður sérstak- ur gestur Tríós Reykja- víkur í Hafnarborg, á hljómleikum á sunnu- dagskvöld kl. 20. Á efn- isskránni núna verður sónata í a-moll fyrir fiðlu og píanó eftir Schumann, dúett fyrir fiðlu og selló eftir Haydn og píanótríó í B-dúr eftir Schubert, sem jafnframt er eitt vinsælasta kamm- erverk allra tíma. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð tríósins í samstarfi við Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnar- fjarðar og bera yfirskriftina: Klass- ík við kertaljós. Þeir eru nú orðnir árviss viðburður í tónleikaröð tríós- ins þar sem sérstök stemning skap- ast við hlustun fagurrar tónlistar við kertaljós í svartasta skamm- deginu. Efnisskráin miðast við að veita birtu og yl inn í vitund áheyr- enda. Tríó Reykjavíkur kemur nú fram 19. árið í röð í samvinnu við Hafn- arborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Á þessum tíma hefur tríóið haldið marga tugi tón- leika í Hafnarborg, frumflutt fjölda nýrra verka auk þess að gefa áheyr- endum sínum ávallt kost á að heyra hin hefðbundnu verk gömlu meist- aranna. Fjöldi listamanna í hæsta gæðaflokki, bæði erlendir og íslenskir, hafa komið fram á tón- leikaröðinni. Philip Jenkins er Íslendingum að góðu kunnur, en hann starfaði á Akureyri um tíma snemma á áttunda ártugnum. Seinna var hann prófessor við Royal Academy of Music í Lundúnum, yfirmaður píanódeildar við Royal Scottish Academy of Music í Glasgow, en kenn- ir nú við hinn virta Guild- hall School of Music í Lundúnum. Meðal kenn- ara hans á námsárunum var Dame Myra Hess. Philip hefur átt afar gæfuríkan feril sem einleikari og jafnframt í kammertónlist. Sem slíkur hefur hann ferðast heimshorna á milli. Hann hefur leikið inn á hljómdiska m.a. fyrir Chandos, Saga, Gaudeamus og Merlin. Philip er mjög eftirsóttur kennari og heldur reglulega mastersnámskeið í Evr- ópu, Bandaríkjunum og Austur- löndum fjær. Hann situr oft í dóm- nefndum alþjóðlegra keppna. Margir nemenda hans hafa unnið til verðlauna í alþjóðlegum keppn- um. Philip Jenkins hefur margoft komið fram á Íslandi og unnið með nokkrum helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar t.a.m. Einari Jóhannes- syni og Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Um tíma starfaði hann í píanótríói ásamt Guðnýju Guðmundsdóttur og Hafliða Hallgrímssyni. Tríóið kom fram víða, m.a. á alþjóðlegu listahátíðinni í Bergen og á Listahá- tíð í Reyjavík. pbb@frettabladid.is Philip Jenkins í heimsókn BÓKMENNTIR Þórhallur Heimisson prestur les upp úr bók sinni um Maríu Magdalenu í kvöld á vegum Sölku. TÓNLIST Philip Jenkins ATH kl. 20. Í ár hafa staðið yfir hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis Hafnarfjarðar. Af því tilefni kom út diskurinn ALDARBLIK sem hefur að geyma mörg ástsæl einsöngslög; Draumalandið, Maí- stjörnuna, Sjá dagar koma, Ég bið að heilsa, Á Sprengisandi, Í fjarlægð og Sólsetursljóð. Í kvöld fara fram útgáfutónleikar í Hafnarborg. Flytjendur verða Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Ágúst Ólafsson barítón og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó- leikari, Kór Flensborgarskólans og úrval hafnfirskra hljóðfæraleikara. Aðgangur er ókeypis. Nú er kominn sá tími að leikhúsin dusta rykið af árlegum jólasýningum og yngstu áhorfendur fá tæki- færi til að herða hugann við jólagaman af ýmsu tagi. Það eru bæði sjálfstæðir leikhópar og stofnanir sem setja jólaleiki á svið. Aðventusýning Þjóðleikhússins, Leitin að jólunum, fer nú á fjalirnar fjórða árið í röð. Fyrsta sýning verður á laugardag en sýnt er allar helgar á aðventunni. Höfundur verksins er Þorvaldur Þorsteinsson en tónlistina semur Árni Egilsson. Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar, Raunar og Reyndar, taka á móti litlum leikhúsgestum í and- dyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og saman leiða þeir börnin með leik og söng vítt og breitt um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýraver- öld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og í nútímanum. Raun- ar og Reyndar eru ekki alveg sam- mála um ýmislegt sem tengist þess- ari hátíð ljóss og friðar og fleiri fígúrur skjóta upp kollinum, t.d. jólakötturinn og hin umtalaða kven- snift Grýla. Leikarar í sýningunni eru Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Þóra Karítas Árnadóttir og Þórunn Lárusdóttir. Hljóðfæra- leikararnir Darri Mikaelsson og Vadim Federov taka einnig þátt í sýningunni. Norðan heiða Norður á Akureyri var á laugardag frumsýning á Láp, Skráp og jóla- skapinu eftir Snæbjörn Ragnars- son. Sýningunni var afar vel tekið af börnum jafnt sem fullorðnum. Mikil eftirspurn er þegar eftir miðum á sýningarnar sem verða allar helgar fram að jólum. Lápur og Skrápur eru einu tröllabörnin í Grýluhelli sem hafa ekki enn kom- ist í jólaskap. Grýla, mamma þeirra, rekur þá því af stað úr hellinum og bannar þeim að koma aftur fyrr en þeir eru búnir að finna jólaskapið. Lápur og Skrápur leita um allt og leitin ber þá inn í svefnherbergi Sunnu litlu. Hún ákveður að hjálpa þeim bræðrum og saman lenda þau í alls konar ævintýrum. Það er Guð- jón Þorsteinn Pálmarsson (Denni) sem leikstýrir en hann lék í Maríu- bjöllunni og Litlu hryllingsbúðinni hjá LA leikárið 2006-2007. Leik- mynd hönnuðu og unnu Dýri Bjarn- ar Hreiðarsson og Bjarki Árnason. Búninga hannaði Sunna Björk Hreiðarsdóttir og gervin vann leik- hópurinn. Í Hafnarfirði Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir í desember í Hafnarfjarðarleikhús- inu Ævintýrið um Augastein en sýningin var líka á fjölum leikhúss- ins í fyrra. Steinn gamli í minja- gripabúðinni segir okkur uppá- haldsjólaævintýrið sitt, söguna af litla drengnum sem lenti fyrir til- viljun í höndum jólasveinanna rétt fyrir jól. Á þeim tíma voru jóla- sveinarnir engir aufúsugestir, enda þjófóttir og stríðnir. Lukkuleikhúsið býður upp á leik- inn um Lísu og jólasveininn eftir Bjarna Ingvarsson. Sýningartími er 40 mínútur og undirbúningur tekur annað eins: Lísa er 8 ára stelpa sem býr með mömmu sinni og pabba á ótilgreindum stað á Íslandi. Það er komið fram í desem- ber og jólaspenningurinn farinn að gera vart við sig. Kvöld eitt þegar Lísa er að fara að hátta finnur hún jólasvein inni í herberginu sínu. Sýningin er ætluð börnum frá 2 til 10 ára. Sýningapantanir og nánari upplýsingar eru veittar í síma 5881800 eða 8977752. Möguleikhúsið Möguleikhúsið býður upp á sýning- una Hvar er Stekkjastaur? sem hefur verið á ferðalagi um Norður- land þessa vikuna. Það er kominn 12. desember, en jólasveinninn Stekkjastaur kemur ekki til byggða. Þegar Halla fer að athuga hvernig á því standi kemst hún að því að jólasveinunum er orðið svo illa við allan ysinn og þysinn í mannheim- um að þeir hafa ákveðið að hætta að fara til byggða um jólin. Tekst Höllu að fá þá til að skipta um skoð- un? Sýningartími er um 45 mínútur og er sýningin ætluð krökkum á aldrinum 2-9 ára. Möguleikhúsið býður einnig upp á aðra sýningu á aðventunni: „Þegar hátíð fer í hönd, búa menn sig undir hana, hver á sína vísu.“ Þannig hefst saga Gunn- ars Gunnarssonar, Aðventa. Hér er sagt frá svaðilförum vinnumanns- ins Benedikts sem fer til fjalla í vetrarríki aðventunnar að leita þess fjár sem eftir varð er smalað var um haustið. Það er köllun hans að koma þessum villuráfandi sauð- um í öruggt skjól fyrir hátíðirnar. Þetta er klassísk saga um náunga- kærleika og fórnfýsi. Fyrir áhorfendur frá 13 ára aldri og er sýningartími um 60 mínútur. Nánari upplýsingar: s. 562 2669/897 1813 - moguleikuhusid@moguleiku- husid.is Brúðuleikur Bernts Fígúra sýnir Pönnukökuna henn- ar Grýlu. Enn á ný kemur Bernd Ogrodnik með pönnukökuna rúll- andi, inn í líf barnanna á aðvent- unni, eins og hann hefur gert síð- ustu ár við miklar vinsældir. Pönnukakan hennar Grýlu er skemmtileg og falleg jólasaga sem er unnin upp úr evrópskri þjóðsögu sem flestir ættu að kannast við. Sýningartími er um 40 mínútur og hún er ætluð krökkum frá 0–8 ára. Allar nánari upplýsingar og bókan- ir í símum 466 1520 og 895 9447. Önnur brúðusýning í boði er Jesúbarnið sem Sögusvuntan bygg- ir á rússnesku jólaævintýri. Bland- að saman lifandi hörputónlist og brúðuleik. Sögumaður og brúðu- leikari: Hallveig Thorlacius. Hörpu- leikari: Marion Herrera. Pantanir má gera á: hallveig@xx.is. Kómedíuleikhúsið sýnir Jóla- sveina Grýlusyni, sprellfjörugan leik um gömlu íslensku jólasvein- anna og ýmsum spurningum reynt að svara um þessa skrítnu kalla. Hvers vegna er Stúfur minnstur jólasveinanna? Af hverju er Stekkj- astaur svona hár til hnésins? Var fjórtándi jólasveinninn til? Eru Askasleikir og Bjúgnakrækir tví- burar? Allt þetta og miklu meira fáum við að heyra um í sýningunni um Grýlusynina. þetta er ferðasýn- ing sýnd á höfuðborgarsvæðinu dagana 1.–11. desember 2008. Sýn- ingartími er um 55 mín. og hún er ætluð 2ja ára og eldri. Pantanir má gera á :komedia@komedia.is Stelpur á jólum Stopp leikhópurinn býður upp á ferðasýninguna Jólin hennar Jóru. Þar segir frá Jóru litlu en hún er tröllastelpa sem býr uppi í fjöllum. Einn daginn stelur hún jólakíkinum hans Skrepps en hann er einn besti aðstoðarmaður jólasveinanna. Allt er í pati því án kíkisins góða geta þeir ekki vitað hvort börnin séu þæg og góð til að fá í skóinn. Fer Skreppur því af stað til að hafa upp á kíkinum en það verður ekki auð- velt því Jóra er farin til manna- byggða, að upplifa þessi jól sem allir eru að tala um. Sýningin er um 30 mínútur og er ætluð krökkum að níu ára aldri. Nánari upplýsingar og pantanir: eggert@centrum.is Ein leikhúsið er á ferð með Óskina sem fjallar um vináttu lítill- ar stúlku og snjókalls. Hún heitir Þrúður og vill vera trúður, hann heitir Snjólfur snjókall og þarf að komast upp í fjall – því hann er að bráðna. Á leiðinni upp í fjall lenda þau í ýmsum ævintýrum. Á vegi þeirra verða meðal annars úlfurinn ógurlegi, Grýla skítafýla og bangsi bestaskinn sem huggar við kinn. Nánari upplýsingar: sigrunsol@hive.is Jólasýningar á aðventunni HVAR ER STEKKJASTAUR? Mögu- leikhúsið býður upp á sýninguna sem hefur verið á ferðalagi um Norðurland þessa vikuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.