Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 60
40 27. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR Peter Matthiessen, rithöfundur og stofnandi Paris Review, hlaut á miðvikudag National Book Award fyrir skáldsögu sína Wednesday night for Shadow Country sem er endurritun á verki hans frá átt- unda áratugnum. Hann hefur áður fengið þessi verðlaun fyrir eitt sitt frægasta verk, The Snow Leopard. Baráttumaðurinn og umhverfisverndarsinninn er á átt- ugasta og fyrsta aldursári. Sagan er steypt úr þremur skáldsögum sem gerast í Flórída-fenjunum í Shadow County og lýsir hnignun á plantekru frá borgarastyrjöldinni til kreppuáranna í fjölskylduhög- um, atvinnu- og umhverfismálum. Það tók hann sex ár að umskrifa verkið, stytta það og breyta og loks að skrifa það að nýju. Önnur verk sem voru tilnefnd voru Home eftir Marilynne Robin- son, The Lazarus Project eftir Aleksandar Hemon, The End eftir Salvatore Scibona, Telex from Cuba eftir Rachel Kushner. Vinn- ingsverkið í almennum flokki var The Hemingses of Monticello sem er líka fjölskyldusaga sem rekur örlög afkomenda Sally Hemings sem var ambátt á heimili Thomas- ar Jefferson. Höfundur hennar er Annette Gordon-Reed, lagapróf- essor við New York Law School og prófessor í sögu við Rutgers- háskólann. Þetta er önnur bók hennar um efnið; hún kannaði samband þeirra Jeffersons og Hemings í verkinu Thomas Jef- ferson and Sally Hemings: An American Controversy. Barnabókaverðlaunin vann Judy Blundell, sem skrifar undir nafninu Jude Watson. Saga hennar heitir What I Saw and How I Lied, sem lýsir ungri konu sem rýfur blekkingavef þegar faðir hennar kemur heim með ókunnan mann frá vígvöllum seinna stríðs. Ljóða- bók ársins er safn úr fyrri ljóða- bókum Marks Doty, Fire to Fire, Each winner of the awards found- ed in 1950 and sponsored by the non-profit National Book Founda- tion gets $10,000. Verðlaunin voru sett á stofn 1950 og fylgir hverri viðurkenn- ingu peningaupphæð sem nú eru tíu þúsund dalir. Verðlaunaaf- hendingin var tilfinningaþrungin því margir ræðumenn lýstu von sinni um breytta tíma undir nýrri ríkisstjórn Bandaríkjanna. - pbb Bandarísk bók- menntaverðlaun Á morgun heldur Sinfóníuhljóm- sveit Íslands tónleika í Háskóla- bíói þar sem flutt verður hið sívin- sæla verk Myndir á sýningu eftir Modest Músorgskíj í hljómsveit- arbúningi Maurice Ravel. Verkið samdi Músorgskíj fyrir píanó, innblásinn af yfirlitssýningu á verkum vinar síns, listmálarans og hönnuðarins Victors Hart- mann. Í snilldarlegri hljómsveit- arútsetningu Ravels hefur verkið verið eitt það vinsælasta á efnis- skrám hljómsveita allar götur síðan. Þá mun Sif Tulinius, 2. konsert- meistari hljómsveitarinnar, leika einleik í fiðlukonsertinum Fylgj- um eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Sif hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár, leikur með öllum helstu tónlistarhópum landsins og kemur reglulega fram sem einleikari bæði með Kamm- ersveit Reykjavíkur og Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Fylgjur samdi Þorkell árið 1978 fyrir fiðluleikar- ann og stjórnandann Paul Zukof- sky, en umskrifaði verkið síðar fyrir hjónin Leif og Hannele Segerstam. Að lokum er á dagskránni Sin- fónía nr. 98, sú er ein af Lundúna- sinfóníum Haydns, en þar samdi tónskáldið mörg af sínum merk- ustu verkum sem talin eru meðal helstu meistaraverka klassíska tímans. Stjórnandi á tónleikunum er Rumon Gamba og hefjast þeir kl. 19.30. Tónleikakynningar Vinafélags Sinfóníuhljómsveitarinnar eru skemmtileg viðbót við upplifun- ina. Þær hefjast kl. 18 á Hótel Sögu og kosta 1.200 kr. Að þessu sinni mun Ingibjörg Eyþórsdóttir segja frá verkunum sem flutt verða. - pbb Sinfónían í kvöld PETER MATTHIESSEN TÓNLIST Modest Mussorgsky tónskáld. FRÉTTABLAÐIÐ/ Það verður gaman á Græna hatt- inum um helgina: á föstudags- kvöld er það Margrét Guðrúnar og Bandið hans pabba en þá sveit skipa ekki ómerkari menn en: Ásgeir Óskarsson (Pelican, Stuð- menn, Þursaflokkurinn) tromm- ur, Björgvin Gíslason (Náttúra, Pelican), gítar, Tómas Tómasson (Stuðmenn, Þursaflokkurinn) bassi og Margrét Guðrúnar píanó og söngur. Efnið sem þau flytja er að mestu leyti lög og textar Mar- grétar sem eru blús- og popp- blendin auk þess sem blúsættuð lög úr ýmsum áttum fá að fljóta með. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og opnar húsið kl.21. Á laugardagskvöld er það svo stórsveitin Dúndurfréttir sem flytur „Dark side of the Moon“ í heild sinni ásamt Andreu Gylfa- dóttur og Steinari Sigurðssyni saxófónleikara. Auk þess flytja þeir önnur stórvirki Pink Floyd eins og „Shine on you Crazy Dia- mond“, „Comfortably Numb“ o. fl. Tvennir tónleikar verða haldn- ir, þeir fyrri kl.20.00 en þeir seinni kl.23.00. Húsið opnar kl.19.00. Miðasala er á midi.is. - pbb Gaman á Græna hattinum TÓNLIST Björgvin þenur strengi á Græna hattinum annað kvöld. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/ www.forlagid.is Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson sun. 30/11, örfá sæti laus Allra síðasta sýning Gjafakort á Kardemommubæinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV fös. 28/11 uppselt lau. 29/11 örfá sæti laus Sýningum lýkur 13. desember! Hart í bak Jökull Jakobsson Verk sem snertir okkur öll. EB, FBL fim. 27/11 uppselt, fös. 28/11 uppselt, lau. 29/11 uppselt Aukasýningar í sölu Leitin að jólunum Þorvaldur Þorsteinsson Aðventusýning Þjóðleikhússins hefst 29/11 Örfá sæti laus í desember Gefum góðar stundir Gjafakort Þjóðleikhússins er sígild gjöf kynntu þér málið á www.leikhusid.is „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.