Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 64
44 27. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR bio@ Hver er þín eftirlætiskvikmynd? Ég verð að fá að segja tvær. Fight Club, ég man alltaf þegar ég kom út af henni í fyrsta skiptið, og La vita e bella. Það er eitthvað frábært við hana sem kemur manni í gott skap. Hvort finnst þér betra að fara í bíó eða að horfa heima? Engin spurn- ing, bíó. Það er upplifun sem þú nærð ekki fram heima í stofu. Hver er þinn eftirlætis- kvikmyndaleikstjóri? Joel og Ethan Coen. Nýjasta myndin Burn after Reading er algjör snilld ásamt öðrum myndum þeirra. Hver er ofmetnasta kvikmynd allra tíma? Vá, held að þær séu allt of margar. Ég hef t.d. aldrei séð neitt við Pirates of the Caribbean. En hver er vanmetnasta kvikmynd- in? Mitt liv som hund, frábær sænsk mynd, leikstýrð af Lasse Hallström. Ég sá hana í Laugarásbíói þrivar sinnum og bróðir minn sá hana held ég átta sinnum í kringum 1988, minnir mig. Hvaða kvikmynd myndirðu vilja endurgera og hvernig myndirðu breyta henni? Trading Places á vel við núna, þarf líklega ekki að breyta miklu. Fengirðu fjármagn og frjálsar hendur til að gera hvaða kvikmynd sem er, hvað myndirðu gera? Ég myndi gera mynd um Jón Hreggviðsson og taka hana upp á falleg- asta fjalli landsins, Akrafjalli. KVIKMYNDANJÖRÐURINN JÓN EIRÍKUR JÓHANNSSON REKSTRARSTJÓRI Mynd um Jón Hreggviðsson á Akrafjalli Leikstjórinn Kevin Smith hefur sent frá sér gaman- myndina Zack and Miri Make a Porno sem verður frumsýnd hérlendis um helgina. Freyr Bjarnason leit yfir feril þessa athyglis- verða leikstjóra. Hinn 38 ára Kevin Smith er fædd- ur og uppalinn í New Jersey þar sem flestar myndir hans gerast. Hann vakti fyrst athygli með Clerks sem kostaði einungis rúma 27 þúsund dollara og var tekin upp í sömu verslun og Smith starfaði í á sínum yngri árum. Eftir að hafa fengið tvenn verðlaun á Cannes- hátíðinni 1994 var hún sýnd í Bandaríkjunum þar sem hún náði inn 3,1 milljón dollara þrátt fyrir að vera sýnd í frekar fáum kvik- myndahúsum. Allir vegir færir Næsta mynd Smiths, Mallrats, fékk dræmar viðtökur og græddi aðeins 2,2 milljónir á miðasölunni vestanhafs þrátt fyrir að vera sýnd í mun fleiri bíósölum en Clerks. Smith lagði ekki árar í bát því gamanmyndin Chasing Amy festi hann í sessi sem einn efnilegasta leikstjóra Bandaríkjanna. Ben Affleck var í einu aðalhlutverk- anna og náði myndin inn tólf milljónum dollara og varð þar með langvinsælasta mynd Smiths. Chasing Amy varð ofarlega á lista yfir bestu myndir ársins 1999 og leikstjóranum voru allir vegir færir. Dogma hét næsta mynd Smiths, sem gat, þegar þarna var komið sögu, valið úr stjörnum í myndir sínar. Ben Affleck var mættur aftur til leiks, núna ásamt vini sínum Matt Damon, Chris Rock, Sölmu Hayek og Alan Rickman. Einnig komu við sögu fastaleikarar úr eldri myndum Smiths, þeir Jason Lee og Jason Mewes. Myndin vakti reiði kaþólskra siðapostula í Bandaríkjunum vegna viðkvæms umfjöllunarefnis en náði engu að síður miklum vin- sældum þrátt fyrir að hafa einnig fengið misjafna dóma gagnrýn- enda. Misheppnuð rómantík Eftir fjaðrafokið í kringum Dogma ákvað Smith að gera „örugga“ mynd og varð Jay and Silent Bob Strike Back fyrir valinu. Þar voru tvær persónur sem höfðu verið í litlum hlutverkum í myndum hans til þessa, þar á meðal hann sjálfur, komnar í aðalhlutverkin. Myndin varð álíka vinsæl og Dogma en fékk einnig svipaðar viðtökur gagnrýnenda, sem voru sumir farnir að efast um snilli Smith. Næst á dagskrá var rómantíska gamanmyndin Jersey Girl með Ben Affleck og Liv Tyler í aðalhlut- verkum. Skemmst er frá því að segja að hún hlaut slæmar viðtök- ur, enda Affleck enn að jafna sig á hörmunginni Gigli og misheppn- uðu ástarsambandi við Jennifer Lopez. Myndin náði ekki inn fyrir kostnaði og Smith var kominn í vanda. Lætur ekki deigan síga Í Clerks II, sem kom út fyrir tveimur árum, reri hann á örugg- ari mið. Myndin gerðist tíu árum á eftir fyrstu myndinni og fjall- aði um sömu vitleysingana, þá Dante og Randal. Hún hlaut fínar viðtökur gagnrýnenda og þénaði jafnframt 25 milljónir dollara. Smith var kominn á beinu brautina á ný og þar hefur hann haldið sig með Zack and Miri Make a Porno sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Fjallar hún um þau Zack (Seth Rogen) og Miri (Elizabeth Banks) sem hafa verið vinir ævilangt. Vegna peningaleysis ákveða þau að búa til klámmynd en þegar kvikmyndavélarnar fara að rúlla átta þau sig á að þau bera meiri tilfinningar hvort til annars en þau héldu. Þrátt fyrir að hafa misstigið sig nokkrum sinnum á ferli sínum hefur Kevin Smith aldrei látið deigan síga og sannast það á þessari nýju mynd. Forvitni- legt verður að sjá hvernig hann heldur á spöðunum í framtíð- inni. Kominn á beinu brautina Á FRUMSÝNINGU Kevin Smith (lengst til hægri) ásamt aðalleikurum Zack and Miri Make a Porno, þeim Seth Rogen og Elizabeth Banks. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGESVestrinn Appaloosa, teiknimyndin Madagascar: Escape 2 Africa og heimildarmyndin Religulous verða frumsýndar um helgina. Ed Harris leikstýrir og fer með aðalhlutverk- ið í Appaloosa sem fjallar um tvo vini sem eru ráðnir til að sjá um löggæslu í litlum bæ. Starfið verð- ur flóknara en þeir bjuggust við þegar ung ekkja kemur í bæinn. Á meðal fleiri leikara eru Jeremy Irons og Viggo Mortensen. Myndin fær 7,3 af 10 á síðunni Imdb.com og 78% á Rottentomatoes.com. Madagascar: Escape 2 Africa er framhald af Madagascar sem kom út fyrir þremur árum. Í þetta sinn eru vinir okkar strandaglópar á Madagascar og búa til ótrúlega áætlun um að komast aftur heim til New York. Á meðal þeirra sem tala fyrir dýrin eru Ben Stiller, Chris Rock, Jada Pinkett Smith, David Schwimmer og Sacha Baron Cohen. Myndin fær 7,3 á Imdb. com og 60% á Rottentomatoes. com. Græna ljósið sýnir heimildar- myndina Religulous þar sem Larry Charles, leikstjóri Borat, gerir hinn þekkta grínista Bill Maher út af örkinni til að kryfja trúarbrögð heimsins eins og þau hafa aldrei verið krufin áður. Myndin fær góða dóma, eða 7,6 á Imdb.com og 71% á Rottentomatoes. Eitthvað fyrir alla MADAGASCAR Teiknimyndin Madagascar: Escape 2 Africa verður frumsýnd um helgina. Nýjasta mynd Davids Fincher, The Curious Case of Benjamin Button, fær frábæra dóma á bandarísku kvikmyndasíðunum Variety.com og Hollywoodre- porter.com. Myndin, sem skartar Brad Pitt í aðalhlutverki, verður frumsýnd um jólin vestanhafs en kemur hing- að til lands í janúarlok. Hún er byggð á smásögu F. Scott Fitzgerald frá árinu 1921 og fjallar um mann sem fæðist gamall en yngist eftir því sem árin líða. „The Curious Case of Benjamin Button er virki- lega gefandi upplifun sem er sögð af meiri dýpt en Hollywood er þekkt fyrir,“ segir í dómi Variety. „Þessi skrítna, sögulega frásögn af manni sem eldist aftur á bak er sögð á fullkominn og sígildan hátt þar sem nostrað er við hvert smáatriði. Myndin er bæði nógu aðgengileg og sérstæð til að ná almennum vinsældum, ef heppnin og tíðarandinn eru með í för.“ Gagnrýnandi Hollywood Reporter er einnig afar hrifinn og líkir myndinni við Forrest Gump rétt eins og gagnrýnandi Variety. Kemur það ekki á óvart enda er sami handritshöfundurinn á bak við þær báðar, Eric Roth. „Frábærlega vel gerð og vel leikin af Brad Pitt, sem sýnir þarna sína bestu frammistöðu til þessa,“ sagði í dómi Variety. Benjamin fær frábæra dóma THE CURIOUS CASE OF BENJAMIN BUTTON Nýjasta mynd Dav- ids Fincher og Brads Pitt verður frumsýnd vestanhafs um jólin. > GIBSON Í DÓMSMÁLI Dómari í Los Angeles hefur gert leikaranum og leikstjóranum Mel Gibson að svara til saka fyrir dóm- stólum hörðum ásökunum Bene- dicts Fitzgerald, handritshöfundar The Passion of the Christ. Fitzger- ald telur að Gibson skuldi sér tíu milljónir doll- ara fyrir starf sitt við myndina og krefst þess að sinn fyrrver- andi vinnuveitandi útskýri mál sitt. Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já E LK O L in du m – S kó ga rli nd 2 . M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . FRUMSÝND 28. NÓVEMBER SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.