Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 68
48 27. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR „Þegar ég heimsótti einn skólann hlaut ég hátíðlegar viðtökur, krakkar stóðu í röðum og vildu fá bókina áritaða og hljómsveit skólans tók mergjaða útgáfu af „Season of the Witch“, segir Árni Þórarinsson rithöfundur. Árni er nýlega kominn frá Frakklandi þar sem hann var að kynna og árita bækur sínar. Blaðið greindi nýverið frá því að franskir útgefendur Árna á forlaginu Métalié væru ánægðir með sinn mann en Tími nornar- innar hefur verið að gera það gott á metsölulistum í Frakklandi. Árni fékk heldur betur staðfest- ingu á því að franskir lesendur kunni að meta bókina og kom honum í opna skjöldu hversu víðlesnar bækur hans eru orðnar í Frakklandi. Er Árni jafnvel á því að þarlendir stúderuðu og skildu bækur hans betur en menn gera hér. Tími nornarinnar er nú orðin skyldulesning í sumum menntaskólum í Frakklandi og franskir menntskæling- ar leggja mun dýpri og úthugsaðri skilning í plottið en hann hefur áður kynnst. - jbg Árni Þórar- ins kenndur í Frakklandi „Ég er búin að vera að syngja í þrjú fjögur ár,“ segir Elín Eyþórsdóttir átján ára sem hefur gefið út sína fyrstu plötu, See you in dreamland. „Ég söng fyrst á kaffi Hljómalind þegar ég sá að maður gæti troðið þar upp og lét bara mína nánustu vita. Þar söng ég frumsamin lög og spilaði á gítar, sem ég var þá að byrja að læra á. Mamma og pabbi reyndu svo að koma mér á framfæri í einhverjum afmælum hjá ættingjum,“ útskýrir Elín sem á ekki langt að sækja tónlistarhæfi- leikana því hún er dóttir söngkon- unnar Ellenar Kristjánsdóttur og tónlistarmannsins Eyþórs Gunnarssonar. Aðspurð segist hún ekki upplifa það sem pressu og segist njóta mikils stuðnings foreldra sinna. „Mamma og pabbi hafa alveg stutt mig í þessu og það er væri ekki hægt að ímynda sér betri foreldra í þessari stöðu,“ segir Elín. „Á plötunni er átta lög eftir mig og tvö bónus lög sem eru upptök- ur af þekktum lögum sem ég söng á Q-bar með blúsbandinu Köttum. Eitt laganna samdi ég með vinkonu minni Myrru Rós Þrastardóttur sem teiknaði einnig myndina framan á plötuumslagið og svo söng Sigga systir mín bakraddir,“ bætir hún við og segist ánægð með viðtökurnar sem diskurinn hefur fengið. „Nú erum við að vinna í að koma honum á fleiri staði,“ segir Elín sem heldur á Vestfirði í næsta mánuði og spilar á Café Rosen- berg 5. og 6. desember. - ag Mamma og pabbi hjálpa ELÍN EYÞÓRS Semur lögin, syngur og spilar á gítar á sinni fyrstu plötu, See you in dreamland. Hið rúmlega áttræða unglamb Skapti Ólafsson býr yfir einhverri alsvölustu rödd Íslandssögunnar. Þessi frábæra rödd hefur verið heldur vannýtt í gegnum tíðina, og þess vegna löngu kominn tími á plötu í fullri lengd með þessum frumherja rokksins á Íslandi. Víst er að margir gleðjast, enda hefur djúp röddin hreiðrað um sig í þjóð- arsálinni í gegnum lög eins og Allt á floti og Ó nema ég. Á skífunni leitar Skapti í upprun- ann og kyrjar sígild djass- og dæg- urlög frá þeim tíma sem hann hóf feril sinn sem söngvari, auk Lou Reed-lagsins Perfect Day, sem Skapti flutti á síðasta ári í söng- leiknum Ást. Kvartettinn sem sér um létt-djassaðan undirleikinn er vel skipaður hæfileikamönnum og hentar rólyndisyfirbragði Skapta vel í flestum tilvikum, auk þess sem spilararnir komast oft á flug milli erinda. Það gefur fyrirheit um að tónleikar með þessum herramönnum yrðu eflaust afbragðsskemmtun. Hins vegar má setja spurning- armerki við lagavalið. Sú hug- mynd sem lagt var upp með, að söngvarinn túlki þau lög sem vin- sæl voru á sokkabandsárum hans, er góð og gild, en örlítið meiri ævintýramennska hefði verið vel þegin. Sum lögin, eins og Smoke Gets in your Eyes, Everybody Loves Somebody og Pennies from Heaven eru svo margspiluð og rótgróin að annað tveggja þyrfti til að gera þau áhugaverð á nýjan leik; kraftaverk eða gjörbreyttar útsetningar. Skapti býður upp á hvorugt. Einnig verður að segjast að það fer Skapta mun betur að syngja á íslensku en ensku. Höfundarein- kenni Þorsteins Eggertssonar eru greinileg í tveimur textum sem samdir voru fyrir plötuna, Ama- póla og Kátínulagið. Að hluta til þess vegna koma þau lög, auk sænska þjóðlagsins Kata mín og ég, betur út en flest önnur á plöt- unni. Að því sögðu má þó ljóst vera að rödd Skapta Ólafssonar er ein af gersemum íslenskrar tónlistar- sögu. Hún ein, auk fínnar frammi- stöðu undirleikaranna, gerir Skapta að ágætis skemmtun. Tón- leikaprógramm hlýtur að vera næst á dagskrá. Kjartan Guðmundsson Alsvalasta röddin TÓNLIST Skapti Skapti Ólafsson ★★★ Dásamleg röddin og góð frammistaða undirleikara gera fyrstu breiðskífu Skapta að ágætis skemmtun, þótt lagavalið sé heldur óspennandi. ÁRNI ÞÓRARINS- SON Hlaut höfð- inglegar móttökur í Frakklandi á dögunum. Kópavogur: Smiðjuvegi 2, Reykjavík: Fákafeni 11, Hringbraut 119, Langarima 21, Hafnarfjörður: Hjallahrauni 13, Mosfellsbær: Þverholti, Selfoss: Austurvegi 22. Sæktu tvær 15“ pizzur með tveimur áleggs-tegunundum, 2 ltr. Coke og stóran skammt af brauð- stöngum á 4.500.- kr. og þú færð dvd mynd- ina --3:10 To Yuma– frítt með. Sæktu tvær 15“ pizzur með tveimur áleggs-tegunundum, 2 ltr. Coke og stóran skammt af brauð- stöngum á 4.500.- kr. og þú færð dvd mynd- ina --Sex and the City– frítt með. Stelpupakki Strákapakki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.