Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 69
FIMMTUDAGUR 27. nóvember 2008 HVERT Á LAND SEM ER JÓLAPAKKA SENDU Sími 525 7700 www.flytjandi.is Gle ðile g jó l Viðkomustaðir um allt land. Kynntu þér afgreiðslutíma og síðustu ferðir fyrir jól á vefsíðunni www.flytjandi.is. Hljómsveitin Dr. Spock var á framandlegum slóðum í hádeginu í gær þegar hún hélt útgáfutón- leikana sína í spinningsal Sport- hússins í Kópavogi. Múgur og margmenni svitnuðu við grjóthart rokkið með gula hanska á höndun- um. Voru gestir ekki bara aumir í afturendanum eins og vanalega eftir spinningtíma heldur flestir með hvínandi són í eyrunum líka. „Þetta var frábærlega skemmti- legt,“ sagði Óttarr Proppé, sem útilokar ekki frekari spilamennsku fyrir líkamsræktarfólk. Verið var að kynna aðra breið- skífu Spocksins í fullri lengd, Fal- con Christ. Fyrsta upplag plötunn- ar inniheldur auka DVD-disk með tónleikum Dr. Spock á Nasa á Ice- land Airwaves í fyrra. Þetta voru fyrstu tónleikarnir í svokölluðum Skítatúr sem hljómsveitin fer með sveitunum Agent Fresco og Slugs. Báðar þessar sveitir gefa nú út sínar fyrstu plötur. Í kvöld spila sveitirnar á Laugarvatni. Á föstu- dagskvöldið verða þær á Paddy‘s í Keflavík og á laugardagskvöldið í félagsmiðstöðinni X-ið á Stykkis- hólmi. Skítatúrnum lýkur svo í Bíóhöllinni á Akranesi á sunnu- dagskvöldið. - drg Skítatúr Spocks í spinningsal ROKK Á FRAMANDI SLÓÐUM Dr. Spock passaði furðu vel við sveitt fólk á spinning- hjólum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jólabókaflóðið er hafið og yfir þjóðina flæða bóka- titlar af öllum stærðum og gerðum. Fréttablaðið rann- sakaði málið og komst að því að sumir titlarnir ættu kannski betur við bækur sem hefðu átt að koma út um þessi jól. Hinir réttu höfundar VARGURINN Björgólfur Thor er hér í fantaformi þegar hann segir á hisp- urlausan hátt frá samskiptum sínum við Varginn; Davíð Oddsson. Lipur og léttur frásagnarmáti Björgólfs hefur aldrei fengið að njóta sín jafnvel og í Varginum. ÓDÁÐAHRAUN Saga af einstakri leit Vilhjálms Bjarnasonar. Hann fór í berjamó í Ódáðahrauni og fann poka, full- an af hlutabréf- um FL Group og nokkra kaupréttar- samninga frá Glitni. Vilhjálm- ur sneri aftur og reyndi að finna svör en var að lokum hundeltur af auðjöfrum Íslands. Villi er mættur aftur í sínu besta formi og Ódáðahraun spyr spurninga sem enginn virðist eiga svör við. OFSI Sjón- varpsmaðurinn Egill Helgason veit hvað það er að vera á milli tannanna á sinni litlu þjóð. Í þessari einstöku sögu svarar Egill ótrúlegum gróusögum og upplýsir hvað fór honum og Jóni Ásgeiri á milli áður en frægt viðtal þeirra fór í loftið. Var Jóni Ásgeiri svona illa við Abba? Og lét hann Egil vita af óánægju sinni með sænsku súper- grúppuna? Er það ástæðan fyrir því að Egill sagðist ætla að fara á Mamma Mía; singalong-sýninguna? Ofsi er bók sem enginn má láta fram hjá sér. MYRKÁ Nú er það ekkert elsku mamma. Nei, nú er það Myrká, framtíð- arsýn Davíðs Oddssonar á það hvað hefði gerst ef hann hefði ekki orðið borgarstjóri, forsætis- og utanríkis- ráðherra og seðlabanka- stjóri. Skelfileg örlög þjóðar sem hefði verið föst í fjötrum líkt og djákninn á Myrká. Frásagnarlist Davíðs eins og hún gerist best í þessari mögnuðu bók. DIMMAR RÓSIR Geir H. Haarde sýnir að það eru ekki bara leiðtoga- hæfileikar sem fylgja starfi formanns Sjálfstæð- isflokksins heldur svífur andi skálda- gyðjunnar yfir vötnum Valhallar. Í þessari fyrstu ljóðabók Geirs er að finna súrrealísku meistaraverkin „IceSave“ og „IMF“ auk duldu ástarjátningarinnar „Dimmar rósir“, prósaljóðsins um Svörtuloft. Kvikmyndin W. er sagan um George W. Bush, fráfarandi Bandaríkjafor- seta, sem vart þarf að taka fram að er einn óvinsælasti stjórnmálamað- ur síðari tíma. Myndin skiptist á því að segja frá lífi hans fyrir for- setatíðina annars vegar og það sem gekk á hjá honum og stjórn hans í aðdraganda Íraksstríðsins hins vegar. Upprunasagan er heillandi; Bush var til langs tíma eirðarlaus drykkjumaður og George Bush eldri, sem varð síðar meir sjálfur forseti, tjáði í sífellu vonbrigði sín með hann og hélt meira upp á hinn soninn, Jeb Bush. En Bush yngri vildi sanna sig; hann fann Jesú, hætti drykkjunni og varð að lokum sjálfur forseti, með það í huga að gera það sem faðir hans hafði ekki kjark til, að steypa Saddam Huss- ein af stóli í Írak. Efniviður W. er við fyrstu sýn til- valinn fyrir Oliver Stone, sem hefur einnig gert myndir í kringum forsetana Nixon og JFK. Stone hefur gjarnan þorað á meðan aðrir þegja og gert umdeildar myndir, en sagan um Bush skortir einmitt ekki efnið í það. En það kemur fljótt í ljós að með myndinni vill Stone fyrst og frest ná fram samkennd með manninum, og tekst þónokkuð vel til við það og að skýra þanka- gang hans. Myndin er þannig hvorki satíra né harmleikur og er merkilega bitlaus komandi frá Oli- ver Stone. Josh Brolin (No Country for Old Men) fær það hlutverk að leika Bush og tekst einstaklega vel til við það. Brolin hefur talsmátann og hreyfingarnar, forðast þó að herma of mikið eftir honum, en reynir í staðinn að gefa góða frammistöðu. Það er svo einvala lið leikara í öðrum hlutverkum sem hafa góð tök á persónum sínum; þar helst leikur Elizabeth Banks Lauru Bush, James Cromwell er Bush eldri, Richard Dreyfuss er Dick Cheney og Jeffrey Wright (Quantum of Sol- ace) er Colin Powell. En það er óumdeilanlegur sjón- varpsmyndabragur yfir myndinni og stílbrigði hennar eru einum of hefðbundin. Það er einnig nokkur galli við myndina að hún er í raun endaslepp í því að ná ekki yfir alla forsetatíð Bush; Stone á að hafa drifið sig við að skila myndinni inn fyrir forsetakosningarnar. En mig grunar að W. muni verða sterkari sem söguleg mynd, jafnvel þótt hlaupið sé yfir mörg lykilatriði, enda munu atriðin með stríðsáætl- unum Bush-stjórnarinnar með Dick Cheney í fararbroddi líklega reyn- ast merkileg síðar meir. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is Merkilega bitlaus Stone-mynd KVIKMYNDIR W. Leikstjórn: Oliver Stone. Aðalhlut- verk: Josh Brolin. ★★★ Josh Brolin túlkar forsetann vel. Myndin er þó frekar bitlaus, miðað við aðrar myndir Olivers Stone.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.