Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 72
52 27. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Topplið KR-inga er ekki bara með frábært byrjunarlið því þeir eiga líka mjög sterkan bekk og besta sjötta mann Iceland Express-deildar karla í Darra Hilmarssyni. Það er því ekkert skrítið að KR-ingar hafi unnið átta fyrstu leiki sína í deildinni og séu komnir áfram í 16 liða úrslit bikarsins þegar framlag varamanna liðsins er jafnmikið og raun ber vitni. Darri Hilmarsson er búinn að vera frábær í fyrstu átta leikjum KR og er á leiðinni að ná sínum besta persónulega árangri í öllum helstu tölfræðiþáttum leiksins. Þetta er fjórða alvörutímabilið hans með meistaraflokknum og hefur Darri hækkað sig í stigum og framlagi á hverju einasta tímabili en þó aldrei meira í einu en í vetur. Darri var með 6,6 stig í leik, 2,4 fráköst í leik og 7,2 framlagsstig að meðaltali með KR- liðinu í fyrra en allar þessar tölur hafa hækk- að mikið hjá honum það sem af er vetri. Darri er með 10,3 stig og 5,1 frákast að meðaltali á þeim 22,4 mínútum sem hann hefur spilað í leik í fyrstu átta umferðunum. Darri hefur líka aldrei gefið fleiri stoðsendingar (2,3), stolið fleiri boltum (1,5), hitt betur úr skotum sínum (56,9 prósent) eða nýtt vítin betur (83,3 prósent). Þrátt fyrir að spila sem sjötti maður þá er Darri 4. stigahæsti leikmaður liðsins, hann er í 5. sæti í framlagi, í 3. sæti í fráköst- um og í 5. sæti í stoðsendingum. Bekkurinn er ekki bara Darri því KR-ingar eiga líka tvo aðra leikmenn meðal efstu sex á listanum, Pálmi Freyr Sigurgeirsson er í 5. sæti og Skarphéðinn Freyr Ingason er í því sjötta. Í öðru sætinu er Björgvin Valentínus- son hjá FSU, 4,7 framlagsstigum á eftir Darra en 0,3 á undan ÍR- ingnum Steinari Arasyni sem er þriðji á listanum. Steinar skorar mest af bekkn- um Þegar litið er á helstu tölfræði- þætti og efstu varamenn á þeim komast fleiri leikmenn í efstu sætin. ÍR-ingurinn Steinar Arason skorar mest af bekknum (10,8 stig að meðaltali í 6 leikjum af bekk) og setur niður flesta þrista (2,5). Trausti Eiríksson úr Skalla- grími tekur flest frák- öst (5,8 fráköst að meðaltali í 5 leikjum af bekk) og stelur flestum boltum (1,8). Það er síðan KR-ingurinn Skarphéðinn Freyr Ingason sem gefur flestar stoð- sendingar eða 2,5 stoðsendingar að meðal- tali í þeim 8 leikjum sem hann hefur komið inn af bekknum. Miklir yfirburðir Til að setja yfirburði framlags bekkjar KR-liðsins í enn betra samhengi þá munar 15,3 framlagsstigum á KR og Grindavík sem er næsta liðið á listanum en það er meira en fimm af liðum deildarinnar fá í heildarframlagi frá sínum varamönnum. KR-ingar fá líka flest stig, flest fráköst og flestar stoð- sendingar frá bekknum og eru einnig með bestu skotnýting- una og bestu vítanýtinguna hjá varamönnum liðanna. Það munar líka mjög miklu á framlagi bekkjar KR-inga og bekkjar Njarðvíkur sem rekur lestina. Njarðvíkingar hafa aðeins fengið 9,0 fram- lagsstig að meðaltali í leik sem er aðeins 58 prósent af því sem Darri einn skilar til KR-liðsins. Þar eru Njarðvíkingar neðar en Skallagrímsmenn sem hafa tapað öllum átta leikjum sínum í vetur. ooj@frettabladid.is Darri er besti sjötti maðurinn KR-ingar eru með langbesta bekkinn í Iceland Express-deild karla eftir fyrstu átta umferðirnar en Njarð- víkingar fá aftur á móti minnsta framlagið frá sínum varamönnum. Fréttablaðið skoðar bekk liðanna. FLOTTUR Í VETUR Darri Hilmarsson er að skila yfir tíu stigum í leik hjá KR þrátt fyrir að taka aðeins 8 skot í leik og spila aðeins í rétt rúmar 22 mínútur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HÆSTA FRAMLAG AF BEKK Leikmenn (lágmark 5 leikir af bekk) Darri Hilmarsson, KR (8 leikir) 15,5 Björgvin Valentínusson, Fsu (5) 10,8 Steinar Arason, ÍR (6) 10,5 Magni Hafsteinsson, Snæfell (7) 8,4 Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR (8) 8,0 Skarphéðinn F. Ingason, KR (8) 7,5 Vilhjálmur Steinarss., Keflavík (7 6,7 Emil Þór Jóhannsson, Breiðab.(6 6,7 Guðlaugur Eyjólfsson, Grindav.(7) 6,6 Nicholas Mabbutt, Fsu (5) 6,4 Hæsta framlag liða af bekk í leik: 1. KR (1. sæti í deildinni) 41,6 2. Grindavík (2.) 26,3 3. ÍR (10.) 20,6 4. Fsu (8.) 18,9 5. Stjarnan (11.) 18,1 6. Keflavík (4.) 18,0 7. Tindastóll (3.) 16,1 8. Þór Ak. (7.) 14,9 9. Snæfell (5.) 14,1 9. Breiðablik (9.) 14,1 11. Skallagrímur (12.) 11,6 12. Njarðvík (6.) 9,0 STIGAHÆSTUR ÍR-ingurinn Steinar Ara- son skilar 10,8 stigum í leik af bekknum í fyrstu 8 umferðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > Guðjón til þjónustu reiðubúinn Guðjón Þórðarson staðfesti í samtali við útvarp BBC í Stoke að hann hefði sett sig í samband við forráðamenn Crewe, sem leikur í þriðju efstu deild á Englandi, um möguleikann á taka við stöðu knattspyrnustjóra félagsins. „Ég veit hvað félagið vantar. Þjálfara sem getur unnið með ungum leikmönnum og hefur góða reynslu af þjálfun og ég tel að ég hafi allt til brunns að bera hvað það varðar. Crewe er gott félag sem lifir á að búa til fótboltamenn og það er góð leið til þess að reka félag og þess vegna hef ég áhuga á starfinu,“ segir Guðjón sem hefur áður verið knattspyrnustjóri Stoke, Barnsley og Notts County á Englandi. FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen segir í viðtali við spænska íþrótta- blaðið Sport að hann muni fram- vegis velja af kostgæfni þá lands- leiki sem hann muni spila með íslenska landsliðinu. Eins og kunnugt er meiddist hann í síðasta landsleik sem var gegn Makedóníu um miðjan okt- óber og missti þar af leiðandi af nokkrum leikjum með Barcelóna. Hann segir að það hafi verið mikið áfall fyrir sig en segir svo, „með fullri virðingu fyrir þjóð minni og landsliðinu þá hef ég velt því stundum fyrir mér hvort það sé þess virði að spila fyrir lands- liðið.“ Blaðamaður spyr um áhættuna og Eiður Smári svarar „þetta er mikil vinna, sjáðu til, ég held að Ísland sé ekki að fara að vinna heims- meistarakeppnina.“ Aðspurður hvort hann muni því hætta að leika með landslið- inu segir hann, „nei, ég er enn mjög stoltur að spila fyrir þjóð mína og landar mínir vænta mikils af mér. Ég nýt þess að miklu leyti að spila hvern leik en ég mun framvegis velja leik- ina sem ég spila.“ Hann segist ánægður með dvöl sína í Barcelóna en að hann hafi verið harðákveðinn í því að fara í lok síðasta keppn- istímabils en nýi þjálfarinn breytti öllu. „Guardiola breytti lífi mínu,“ segir Eiður Smári. „Hann kom mér á óvart á undirbún- ingstíman- um. Hann sagði „Sjáðu til Guddy, ég hef trú á þér og nú verður þú aðeins að sýna mér fram á að sú trú sé ekki reist á sandi.“ Eftir það breytist viðhorf mitt og ég fór aftur að einbeita mér að Barca.“ Það virðist hafa gefið góða raun því Eiði Smára hefur verið lofað fyrir leik sinn á tíma- bilinu og kom strax inn í byrjun- arliðið eftir að hann náði sér eftir meiðslin dýrkeyptu. - jse Eiður segist hafa velt því fyrir sér hvort landsleikir séu áhættunnar virði: Landsleikirnir verða að víkja NÝTT LÍF Eiður Smári talar um að knattspyrnustjórinn Pep Guar- diola hafi breytt lífi hans til hins betra hjá Barcelona. NORDIC PHOTOS/GETTY Kvennalandslið Íslands í handbolta lék sinn fyrsta leik í undankeppni HM sem fram fer í Póllandi þessa dagana þegar liðið vann tíu marka sigur, 37-27, gegn Lettlandi í gær. Hanna G. Stefánsdóttir var atkvæðamest hjá íslenska liðinu með hvorki fleiri né færri en sextán mörk þar af voru fimm úr vítum, Arna Sif Pálsdóttir kom næst með fimm mörk og Dagný Skúladóttir skoraði fjögur. Landsliðs- þjálfarinn Júlíus Jónasson var engu að síður alls ekki nógu sáttur með leik liðsins þrátt fyrir auðveldan sigur. „Við vorum ekki að sýna neitt frábæra spila- mennsku sama þótt sigurinn hafi í raun aldrei verið í hættu. Ég var alls ekki nógu sáttur með leikinn en þó sáttur með að hafa unnið, að sjálfsögðu. Það var náttúrulega mikilvægt að byrja undankeppnina á sigri,“ segir Júlíus. Júlíus viðurkennir að það hafi verið viðbrigði fyrir íslenska liðið að fara úr því að leika gegn sterkustu þjóðum heims, Noregi, Rússlandi og Danmörku, á æfingamótinu Möbelringen Cup, í það að spila á móti Lettlandi. „Það var vissulega allt öðruvísi að mæta liði eins og Lettum eftir að hafa mætt svo sterkum þjóðum í undirbúningnum en ég held að við höfum bara dottið niður á þeirra plan allt of oft í leiknum. Við vorum að gera mikið af mistökum og varnarlega stóðum við ekki nógu vel,“ segir Júlíus. Íslensku stelpurnar mæta Sviss í öðrum leik sínum í undan- keppninni í dag og telur landsliðsþjálfarinn að liðið þurfi þá að eiga talsvert betri leik en það átti gegn Lettum. „Við þurfum að eiga góðan leik og spila mun betri handbolta til þess að klára Sviss. Þær svissnesku eru mun sterkari en þær lettnesku en ég veit líka að við eigum talsvert inni. Við spiluðum kannski ekki út öllum trompunum gegn Lettlandi og eigum til að mynda eftir að útfæra hraðaupphlaupin hjá okkur betur, en ég vonast til að það verði svona ákveðinn stígandi í okkar leik í undankeppninni,“ segir Júlíus vongóður að lokum. JÚLÍUS JÓNASSON: VAR EKKI NÓGU ÁNÆGÐUR MEÐ LEIK ÍSLENSKA LIÐSINS ÞRÁTT FYRIR STÓRSIGUR GEGN LETTUM Verðum að spila mun betur gegn Sviss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.