Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 74
54 27. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Tony Adams, knatt- spyrnustjóri Portsmouth, gaf í gær í skyn að Hermann Hreiðars- son og Kanu gætu hugsanlega verið í byrjunarliði Portsmouth fyrir leikinn gegn AC Milan í UEFA-bikarnum í kvöld. „Margir leikir eru fram undan hjá okkur á næstunni þannig að allir ættu að fá tækifæri. Leikmenn eins og Hermann Hreiðarsson og Kanu gætu komið inn í liðið nú fyrir UEFA- bikarleikinn. Ég gæti hugsað mér að nota Kanu í framlínunni ásamt Peter Crouch og Hermann er frábær liðsmaður og ég þarf að fá að skoða hann betur í leik, þannig að við sjáum til með hvort hann spili ekki,“ sagði Adams í viðtali við Portsmouth News. - óþ Tony Adams, Portsmouth: Hermann gæti mætt AC Milan HERMANN Gæti fengið tækifæri með Portsmouth í kvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Tevez-málið svokallaða lifir enn góðu lífi í lagakerfinu á Englandi en í gær varð ljóst að áfrýjun West Ham til áfrýjunar- dómstóls íþrótta í Frakklandi (CAS), vegna gerðardóms um að Carlos Tevez hafi verið ólöglegur með félaginu tímabilið 2006-2007, var tímabundið vísað frá. West Ham mun berjast áfram fyrir áfrýjuninni og hún verður tekin frekar fyrir á næstu dögum. Ef henni verður hins vegar endanlega vísað frá þá færist Lundúnafélagið væntanlega skrefi nær því að þurfa að borga í það minnsta þær 30 milljónir punda sem Sheffield United fer fram á í skaðabætur vegna málsins. - óþ Áfrýjun West Ham vísað frá: Áfangasigur hjá Sheffield Utd. Meistaradeild Evrópu A-riðill: Bordeaux-Chelsea 1-1 0-1 Nicolas Anelka (60.), Alou Diarra (83.). CFR Cluj-Roma 1-3 0-1 Matteo Brighi (11.), 0-2 Francesco Totti (23.), 1-2 Yssouf Kone (30.), 1-3 Matteo Brighi (64.). B-riðill: Inter-Panathinaikos 0-1 0-1 Josu Sarriegi (69.). Anorthosis-Werder Bremen 2-2 1-0 Nicos K. Nicolaou (62.), 2-0 Bortolini Savio (68.), 2-1 Diego (72.), 2-2 Hugo Almeida (87.) C-riðill: Shakhtar Donetsk-Basel 5-0 1-0 Rodrigues Jadson (32.), 2-0 Willian da Silva (50.), 3-0 Rodrigues Jadson (65.), 4-0 Rodrigues Jadson (73.), 5-0 Yevhen Seleznyov (75.). Sporting-Barcelona 2-5 0-1 Thierry Henry (14.), 0-2 sjálfsmark (17.), 0-3 Lionel Messi (50.), 1-3 Miguel Veloso (65.), 2-3 Lledson da Silva Muniz (66.), 2-4 sjálfsmark (67), 2-5 Bojan Krkic (73.). *Barcelona og Sporting eru komin áfram D-riðill: Atletico Madrid-PSV 2-1 1-0 Simao (14.), 2-0 Maxi Rodriguez (28.), 2-1 Danny Koevermans (47.). Liverpool-Marseille 1-0 1-0 Steven Gerrard (23.). *Atletico og Liverpool eru komin áfram Iceland Express-deildin Haukar-Keflavík 80-77 (38-46) Stig Hauka: Kristrún Sigurjónsdóttir 28, Slavica Dimovska 16 (11 stoðs., 9 frák.), Telma Björk Fjalarsdóttir 13 (13 frák.), Ragna Margrét Brynjarsdóttir 11 (20 frák., 3 varin), Guðbjörg Sverrisdóttir 8, Bryndís Hreinsdóttir 3, Sara Pálmadóttir 1 Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 31 (9 frák., 3 varin), Svava Ósk Stefánsdóttir 22 (9 frák., 6 stoðs., 5 stolnir), Hrönn Þorgrímsdóttir 11, Pálína Gunnlaugsdóttir 8 (7 stolnir), Rannveig Randvers- dóttir 3, Halldóra Andrésdóttir 2. Valur-Fjölnir 79-59 Snæfell-Hamar 52-80 STAÐAN Í DEILDINNI 1. Haukar 8 7 1 574-509 14 2. Hamar 8 6 2 633-507 12 3. Keflavík 8 5 3 642-538 10 4. KR 8 5 3 534-497 10 5. Valur 8 4 4 489-479 8 6. Grindavík 8 3 5 543-554 6 7. Fjölnir 8 1 7 444-641 2 8. Snæfell 8 1 7 482-616 2 ÚRSLIT 9. H VER VIN NUR ! Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já E LK O L in du m – S kó ga rli nd 2 . M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 99 k r/ sk ey tið . ABBA á Singstar SENDU SMS EST STA Á NÚMERIÐ 1900 AÐALVINNINGUR ER ABBA SINGSTAR ÁSAMT HLJÓÐNEMUM, MAMMA MIA MYNDINA Á DVD OG TÓNLISTINA ÚR MYNDINNI! AUKAVINNINGAR: ABBA SINGSTAR · MAMMA MIA! Á DVD · TÓNLISTIN ÚR MYNDINNI MAMMA MIA! PEPSI MAX · FULLT AF ÖÐRUM DVD MYNDUM OG TÖLVULEIKJUM. KÖRFUBOLTI Haukakonur unnu annan toppslaginn í röð í Iceland Express-deild kvenna þegar þær lögðu Íslandsmeistara Keflavíkur af velli, 80-77, í spennuleik á Ásvöllum í gær. Haukar unnu Hamar undir sömu kringumstæð- um fyrir viku síðan þegar þær komust á toppinn og þær voru ekkert á því að gefa frá sér topp- sætið þótt að Keflavík hafi byrjað leikinn miklu betur í gær. Keflavíkurliðið mætti grimmt til leiks, þrátt fyrir að leika án fyr- irliða síns og lykilmanns, Ingi- bjargar Elvu Vilbergsdóttur. Liðið var 26-19 yfir eftir fyrsta leik- hluta og komið ellefu stigum yfir í hálfleik, 35-46. Keflavík hélt frum- kvæðinu áfram í upphafi seinni hálfleiks en ellefu Haukastig í röð í lok þriðja leikhluta komu munin- um niður í eitt stig. Keflavík náði aftur sex stiga forskoti í fjórða leikhlutanum en Haukaliðið gafst ekki upp, vann sig inn í leikinn og tryggði sér sigurinn á spennu- þrungnum lokamínútum. „Það verður erfitt fyrir liðin að koma á Ásvelli í vetur og sækja sigur. Við erum ekkert að fara að gefa neitt þótt að við lendum undir,“ sagði Kristrún Sigurjóns- dóttir, fyrirliði Hauka og besti maður liðsins í gær. „Það er kar- akter í liðinu og ég er virkilega ánægð með stelprunar,“ sagði Kristrún sem segir að aðalbreyt- ingin í leiknum hafi verið í vörn liðsins. „Við ætlum að setja allan okkar karakter í vörnina og stefn- um að því að vera besta varnarlið- ið í deildinni. Með því að halda vörninni gangandi allan tímann þá trúum við því að sóknin kæmi og það gerðist í dag,“ sagði Kristrún sem segir að Haukaliðið ætli ekki að slaka neitt á þó að þær séu á toppnum. „Það verður enginn leik- ur auðveldur fyrir okkur og nú eigum við Val í næsta leik sem er eina liðið sem við eigum eftir að vinna í betur,“ sagði Kristrún. Kristrún átti flottan leik í gær eins og Ragna Margrét Brynjars- dóttir sem tók 20 fráköst og skor- aði 11 stig. Þær fengu einnig góðan stuðning frá þeim Slavicu Dimov- sku (16 stig, 11 stoðsendingar, 9 fráköst) og Telmu Björk Fjalars- dóttur (13 stig og 13 fráköst) sem léku báðar mjög vel. „Liðið er fínu formi en við hætt- um að spila sóknarbolta og ein- hvern hluta vegna þá hrundi sjálfstraustið í seinni hálfleik. Styrkur liðsins var sýndur í fyrri hálfleik en ekki þeim seinni,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. „Við vorum að spila við besta liðið í deildinni, þær voru efstar fyrir þennan leik og eru það enn þá. Ég skammast mín ekkert fyrir að tapa þessum leik þó að ég sé óánægður með það. Þær eiga bara hrós skilið fyrir góðan seinni hálf- leik,“ bætti Jón Halldór við. Birna Valgarðsdóttir var frá- bær í liði Keflavíkur með 31 stig og 9 fráköst og eins var Svava Ósk Stefánsdóttir allt í öllu í uppspili liðsins með 22 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta. - óój Æsispennandi toppslagur í Iceland Express-deild kvenna á Ásvöllum í gærkvöld: Haukaliðið með stáltaugar ÖFLUG Haukastúlkan Slavic Dimovska átti fínan leik í sigrinum á Keflavík í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Liverpool og Atletico Madrid tryggðu sig áfram í 16-liða úrslitin úr D-riðli, Inter úr B-riðli og Barcelona tryggði sér toppsæti C-riðils í Meistaradeild Evrópu í gær en spennan er enn mikil í riðl- um A og B. Liverpool endurheimti fyrirlið- ann Steven Gerrard í byrjunarlið sitt eftir meiðsli fyrir heimsókn Marseille á Anfield í gær og miðju- maðurinn snjalli var ekki lengi að stimpla sig inn því hann opnaði markareikning heimamanna strax á 23. mínútu með góðu marki. Xabi Alonso átti þá frábæra fyrirgjöf af hægri kantinum og Gerrard var mættur á fjærstöngina og skallaði boltann af harðfylgi í netið, hans fimmta mark í riðlakeppni Meist- aradeildarinnar. Liverpool réði ferðinni í fyrri hálfleik en gestirnir komu beittari til leiks í seinni hálfleik og börðust fyrir lífi sínu í keppninni. Leik- menn Marseille komust nokkrum sinnum nálægt því að jafna leik- inn en allt kom fyrir ekki og Liver- pool vann að lokum 1-0. PSV var líkt og Marseille á síð- asta sjéns gegn Atletico Madrid á Vicente Calderón-leikvanginum í gær en varða að sætta sig við 2-1 tap og Liverpool og Atletico eru því komin áfram upp úr riðlinum en heyja harða baráttu um topp- sætið í lokaumferðinni. Rómverjar á toppinn Chelsea mistókst að tryggja sig áfram í 16-liða úrslitin í gær þegar liðið gerði aðeins jafntefli gegn Bordeaux. Nicolas Anelka kom Chelsea yfir með marki á 60. mín- útu en Alou Diarra náði að jafna í 83. mínútu og þar við sat. Rómverjar héldu hins vegar áfram á sigurbraut í Meistara- deildinni gegn CFR Cluj með 1-3 sigri og gerðu þar með út um vonir Rúmenanna að komast í 16-liða úrslitin. Rómverjar komust jafn- framt á topp A-riðils með sigrin- um en spennan er mikil í riðlinum fyrir lokaumferðina. Markasúpa í Portúgal Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í toppsæt- isslag C-riðils við Sporting en bæði félögin voru fyrir leikinn komin áfram í 16-liða úrslitin. Barcelona tryggði sér hins vegar toppsætið endanlega í gær með 2- 5 sigri. Thierry Henry skoraði fyrsta markið á 14. mínútu eftir góðan undirbúning argentíska snillings- ins Lionel Messi. Eiður Smári átti þátt í skrautlegu öðru marki Bör- sunga stuttu síðar þegar sending fyrir markið barst af bakinu á honum til Gerard Piqué en skot Piqué klöngraðist svo í markið af varnarmanninum Anderson Polga. Messi skoraði svo beint úr auka- spyrnu strax í upphafi síðari hálf- leiks og kom Börsungum í 0-3 en á 65. mínútu tók við ótrúlegur leik- kafli þar sem þrjú mörk voru skor- uð á þremur mínútum. Heima- menn minnkuðu fyrst muninn í 2-3 með tveimur mörkum í röð áður en þeir urðu fyrir því óláni að skora sitt annað sjálfsmark í leikn- um og staðan því 2-4. Bojan Krkic innsiglaði sigurinn og toppsætið með marki úr vítaspyrnu á 73. mínútu. Í hinum leik C-riðils var einnig skorað mikið en þar unnu heima- menn í Shakhtar Donetsk 5-0 stór- sigur gegn Basel en Kristinn Jak- obsson dæmdi sem kunnugt er leikinn. Inter komið áfram þrátt fyrir tap José Mourinho og lærisveinar hans í Inter urðu að sætta sig við 0-1 tap á San Siro gegn Panathina- ikos en komust þó áfram í 16-liða úrslitin þar sem Kýpverjarnir í Anorthosis Famagusta og Werder Bremen skildu jöfn, 2-2. Jafnteflið þýðir að Þjóðverjarnir eiga ekki lengur möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin en Anort- hosis og Panathinaikos leika algjöran úrslitaleik í lokaumferð- inni hvort liðið fylgir Inter upp úr riðlinum. omar@frettabladid.is Gerrard með sigurmarkið Steven Gerrard lék með Liverpool á ný eftir meiðsli og skoraði eina mark leiks- ins gegn Marseille. Chelsea náði hins vegar aðeins jafntefli gegn Bordeaux. Eiður Smári var í byrjunarliði Barcelona sem vann sigur á Sporting í markaleik. FYRIRLIÐINN Steven Gerrard skoraði sigurmark Liverpool gegn Marseille á Anfield í gær en Liverpool var langt frá sínu besta í leiknum. Sigurinn þýðir það að Liverpool er komið áfram í 16-liða úrslitin. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.