Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 16
16 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Staða tryggingar- félaganna er ágæt að mati Fjár- málaeftirlitsins. Þetta kom fram í máli fulltrúa eftirlitsins þegar þeir mættu á fund viðskipta- nefndar Alþingis í gær. „Það er ástæða til að fylgjast vel með tryggingamarkaðnum. Hann er ekki eins og hver annar markaður,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskipta- nefndar Alþingis. „Þarna á almenningur mikla hagsmuni, ekki síst í bótasjóðnum eða vátryggingaskuldunum. Það þarf að vera öruggt að tryggingarfélög geti mætt þeim skuldbindingum sem á þeim hvíla. Fulltrúar Fjár- málaeftirlitsins sögðu að þeir teldu að svo væri.“ Ágúst bætir við að Fjármála- eftirlitið hefði sagt að trygging- arfélögin væru í sífelldri skoðun og að staða félaganna væri ágæt. „Við heyrðum þetta svo sem líka með bankana þar til daginn að þeir féllu þannig að þessi mál þarf stöðugt að vakta,“ bendir Ágúst á. Aðspurður hvort rannsóknir Fjármálaeftirlitsins á bankakerf- inu hefði borið á góma á fundi viðskiptanefndarinnar í gær segir Ágúst svo ekki hafa verið. „Þetta voru ekki þeir embættis- menn sem sjá um það en við fáum þá hins vegar reglulega á fundi nefndarinnar til að gefa upplýs- ingar. Við erum allaf að kalla eftir auknu gegnsæi og að jafn- ræði sé tryggt.“ - gar NEYTENDUR Viðskiptavinum Hagkaups gefst nú kostur á að borga fyrir jólainnkaupin með vaxtalausum lánum. Þjónustuna nefna forsvarsmenn verslunar- innar Jólalán Hagkaups. Lánin bera þriggja prósenta lántöku- gjald en viðskiptavinum gefst kostur á allt að sex mánaða greiðsludreifingu og að borga fyrstu afborgunina í mars á næsta ári. Samkvæmt tilkynningu frá Hagkaupum þurfa viðskipta- vinir sem hyggjast nýta sér jólalán að eiga greiðslukort og uppfylla skilyrði um raðgreiðslu- lán samkvæmt almennum venjum og heimildum. - ovd Sex mánaða greiðsludreifing: Bjóða lán fyrir jólainnkaupum EFNAHAGSMÁL Íbúðalánasjóður hefur fengið heimild til að yfirtaka íbúðaveðlán fjármálafyrirtækja. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra undirritaði reglu- gerð þessa efnis í vikunni. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Íbúðalánasjóði sé heimilt að kaupa skuldabréf fjármálafyrir- tækja sem tryggð eru með veði í íbúðarhúsnæði hér á landi að því tilskildu að kaupin séu til þess fallin að tryggja öryggi lána á íbúðalánamarkaði og hagsmuni lántakenda. Þá segir að heimildin eigi jafnt við um lán í íslenskum krónum og erlendri mynt. Hvorki Íbúðalánasjóður né einstaklingar geta haft frumkvæði að því að lán flytjist til sjóðsins heldur þurfa fjármálastofnanir sjálfar að óska eftir að sjóðurinn yfirtaki veðlán á þeirra vegum. - ovd Íbúðalánasjóður yfirtekur lán: Ráðherra heim- ilar yfirtökur SAMFÉLAGSMÁL Dauðaslysum og alvarlegum slysum í umferðinni í Reykjavík fækkaði um 46 prósent á árunum 2005 til 2007 miðað við árabilið 1992 til 1996. Í umferðaröryggisáætlun Reykjavíkurborgar var stefnt að fimmtíu prósenta fækkun slíkra slysa á tímabilinu. Dauðaslys í Reykjavík hafa að meðaltali verið tvö á ári, á árunum 2002 til 2007. Það er umtalsverð fækkun frá árinu 1992 en það ár urðu sjö dauðaslys í Reykjavík. Þá hefur minni háttar slysum einnig fækkað. Þau voru á tímabilinu 2006 til 2007 að meðaltali 325 en 525 á árinu 1996. Ekki náðist tilætlaður árangur í öllum tilfellum. Stefnt var að fækkun umferðaróhappa þar sem börn og unglingar áttu í hlut. Það tókst ekki því 57 börn, 15 ára og yngri, slösuðust í umferðarslysum á árinu 2007 miðað við 51 árið 1992. Bifhjólaslysum hefur einnig fjölgað enda hefur slíkum farartækjum fjölgað verulega á götum Reykjavíkur. Bifhjólaslys voru fjörutíu árið 2007, miðað við 18,7 að meðaltali á þriggja ára tímabili, 1996 til 1998. Eitt af markmiðum næstu umferðarör- yggisáætlunar er að rannsaka þau slys og leggja á ráðin um mótvægis aðgerðir. - hhs Dregið hefur úr umferðarslysum í Reykjavík á undanförnum árum: Dauðaslysum hefur fækkað UMFERÐARSLYS Dauðaslysum og öðrum alvarlegum slysum hefur fækkað í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ / TEITUR Það er ástæða til að fylgj ast vel með trygginga- markaðnum. Hann er ekki eins og hver annar markaður. ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON FORMAÐUR VIÐSKIPTANEFNDAR ALÞINGIS KJARAMÁL Fundur forsvarsmanna allra stærstu samtaka á vinnu- markaði og fulltrúa ríkis og sveitarfélaga var haldinn í gær. Stefnt er að mótun sameiginlegr- ar kjarastefnu til næstu missera. Vonir eru bundnar við samstarf- ið og gæti það markað þáttaskil í baráttunni gegn efnahagsvanda þjóðarinnar. Um það eru forsvars- menn samtakanna sammála. Geir H. Haarde forsætis- ráðherra tekur undir mikilvægi þessa samstarfs og bindur vonir við að það skili árangri með stöðugleika í kjaramálum. Mörg verkefni séu framundan sem nauðsynlegt sé að hafa samstarf um jafnframt því sem nauðsyn- legt sé að horfa til lengri tíma. Fundur stjórnvalda ásamt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og BSRB er áætlaður í dag. - shá Samtök funda um kjaramál: Lofandi undir- búningsfundur Fjármálaeftirlitið sem vaktar tryggingamarkaðinn gaf Alþingi skýrslu í gær: Staða tryggingafélaga ágæt ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON Formaður viðskiptanefndar Alþingis segir miklvægt að tryggingafélögin geti ávalt mætt skuldbindingum sínum til að greiða bætur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA LEIÐINDADAGUR Í DÝRAGARÐI Hann geispaði alveg ógurlega í gær þessi myndarlegi api í dýragarðinum í Búdapest. Ætli honum hafi ekki leiðst letilífið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.