Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 32
 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR4 BARNA- OG UNGLINGALEIKHÚSIÐ BORGARBÖRN frumsýnir Jólasöngleik eftir Erlu Rut Harðardóttur og Hrefnu Hallgrímsdóttur í Iðnó á sunnudaginn. Miðinn kostar 1.000 krónur. Áhorfendur geta komið með jólapakka til Mæðrastyrksnefndar sem jólaálfar taka á móti. „Í tíð Halldórs og Auðar var Gljúfrasteinn óopinbert sendiráð þar sem móttökur voru haldnar og margt var um manninn, fyrir utan að þau stóðu sjálf fyrir tónleika- haldi og fleiri uppákomum í stof- unni heima. Því er eðlilegt fram- hald þeirrar sögu að bjóða til viðburða og veislna á Gljúfrasteini, enda viljum við hafa sem mest líf í húsinu,“ segir Guðný Dóra Gests- dóttir framkvæmdastjóri Gljúfra- steins, sem um hálfrar aldar skeið var heimili og vinnustaður Hall- dórs Kiljan Laxness og fjölskyldu hans. „Gljúfrasteinn var opnaður almenningi í september 2004 og á aðventu sama ár buðum við rithöf- undum fyrst að koma og lesa úr nýútkomnum bókum sínum sunnu- dagana fjóra í aðventu. Síðan höfum við haldið fast í þessa hefð sem hefur verið mjög skemmtileg, og vel þegið í skammdeginu að koma hingað í kyrrðina og friðinn,“ segir Guðný Dóra sem opnar áhugasöm- um bókaunnendum stofuna að Gljúfrasteini á sunnudag klukkan 16, eins og næstu þrjá sunnudaga í aðventu á eftir. „Það er viðeigandi að lesið sé úr bókum á heimili rithöfundarins og virkilega notalegt að tylla sér í stof- una, enda heimilislegt andrúmsloft í húsinu. Vissulega væri indælt að bjóða upp á sérrítár með upplestr- inum, en við bjóðum bara andlega næringu í staðinn,“ segir Guðný Dóra þar sem hún flytur heila þjóð á milli hæða á Gljúfrasteini. „Jólin voru ekki tími glingurs hjá Halldóri og Auði, en Halldór keypti mikið af brúðum handa dætrum sínum á ferðalögum vítt og breitt um heiminn. Þær voru alla jafnan geymdar í vinnuherbergi hans, en á jólum færði fjölskyldan dúkkurnar niður í stofu og stilltu þessu smá- gerða fólki, sem þau kölluðu alltaf Þjóðina, sem jólaskrauti á skenk- inn. Í þá jólahefð höldum við líka, sem og að setja jólakort í skál, eins og þau gerðu alltaf, og leggja á borð eins og gert var á aðfangadags- kvöld, með malti, appelsíni og fleiru sem þótti ómissandi á jólum,“ segir Guðný Dóra í heimsborgaralegri stofu Nóbelskáldsins, sem rúmar vel sextíu manns. Dagskráin skiptist í lestur ljóða og skáldsagna. Á sunnudag lesa upp úr verkum sínum þau Ingunn Snædal, Magnús Sigurðsson og Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir, en Ingunn les einnig upp úr Sjálfstæðu fólki. Dagskrá Gljúfrasteins á aðventu má skoða á www.gljufra- steinn.is. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. thordis@frettabladid.is Jól í stofunni hjá Laxness Gljúfrasteinn er heillandi staður í kyrrlátri sveit við borgarmörkin. Staður með mikla sögu og minningar. Þar var jafnan gestkvæmt í búskapartíð Nóbelskáldsins, og enn er boðið til stofu skáldsins á aðventu. Það eru hátíðlegt að koma heim að Gljúfrasteini á aðventunni, en alla sunnudaga á aðventu býður Guðný Dóra Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Gljúfrasteins, gestum að hlýða á rithöfunda lesa upp úr nýútkomnum verkum sínum í stofu Nóbelskáldsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Basar KFUK verður haldinn á morgun, laugardaginn 29. nóvem- ber, frá klukkan 14-17 að Holta- vegi 28 í Reykjavík. Mikið úrval fallegra muna og góðgætis verður á boðstólum. Þar má nefna hand- gert jólaskraut og ljúffengar heimabakaðar kökur. Einnig lukkupakkar fyrir börn. Sérstakt horn verður á basarnum með nýjum og notuðum slæðum, töskum, hönskum og öðrum fylgihlutum. Í kaffiteríunni verða nýbakaðar vöfflur, kaffi, súkkulaði og djús. Allur ágóði af basarnum rennur til starfs KFUM og KFUK á Íslandi sem býður upp á ókeypis félags- starf fyrir börn og unglinga á yfir 20 stöðum á landinu. - gun Jólaskraut og góðgæti Ljúffengar jólasmákökur, hand- gert jólaskraut og slæðuhorn verða á basar KFUK á morgun. Kökur, lukkupakkar og skraut einkennir jólabasar KFUK. Þéttikantar framleiddir eftir máli á allar gerðir kælitækja. NÝVAKI Dvergshöfða 27 • S. 557 2530 F ru m teg. 4331 - létt fylltur toppur með spöngum í BC skálum á kr. 4.685,- buxur í stíl kr. 1.950,- Dvöl opið hús alla laugardaga Dvöl, Reynihvammi 43, Kópavogi sími 554 1260, dvol@redcross.is, www.redcross.is/dvol Markmið með starfsemi Dvalar er að rjúfa félagslega einangrun, auka lífsgæði og efla andlega, líkamlega og félagslega vellíðan. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar bjóða gesti velkomna í Dvöl á laugardögum, boðið er upp á léttan hádegisverð. Hægt er að kynna sér starfsemi Dvalar, spila, mála, slaka á eða tala saman. Dvöl er samstarfsverkefni Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands, Kópavogsbæjar og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi. Almenn starfsemi fer fram í húsinu alla virka daga kl. 9-16 (10-16 á fimmtudögum) Miðvikudaga og laugardaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.