Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 56
32 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Sýningin Jólakjólar verð- ur opnuð í Listasafni ASÍ á morgun. Þar svífa fimmt- án rauðir jólakjólar eftir ís- lenska fatahönnuði um sal- ina en á milli þeirra gefur að líta málverk af konum. „Þarna mætast ólíkir tímar. Kjólarnir urðu allir til á síðustu mánuðum en málverkin, sem eru eftir Júlíönu Sveinsdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Jón Engil- berts og fleiri, eru frá síð- ustu öld,“ segir Steinunn Helgadóttir sýningarstjóri. En hvernig datt henni þetta snjallræði í hug? „Það losnaði rými hjá okkur um jólin en þessi árstími er oft mjög erfiður fyrir lista- söfn enda hefur fólk mikið á sinni könnu. Okkur datt því í hug að gera eitthvað huggu- legt til að lýsa upp myrkrið. Við settum okkur í samband við hina ýmsu fatahönnuði og það kom mér rosalega á óvart hvað allir tóku vel í hugmyndina.“ Hönnuðirnir fimmtán eru ýmist nýútskrifaðir eða með áratuga reynslu. „Þetta eru allt íslenskir fatahönnuðir og margir menntaðir frá Lista- háskóla Íslands. Það kom mér því verulega á óvart að sjá hvað þetta eru allt ólíkir listamenn,“ segir Steinunn. Á sýningunni má meðal ann- ars sjá barnakjól með litlum leynivini sem er hægt að leiða eftir Sunnu Dögg Ás- geirsdóttur og fimm hundr- uð króna-kjól eftir Ásgrím Friðriksson sem er gerður úr fánaefni. „Einu skorðurnar sem hönnuðum voru settar voru að hafa kjólinn rauðan en rauði jólakjóllinn á sinn sess í mörgum hjörtum. Á árum áður var þó oft lítið um pen- inga á íslenskum heimil- um og jólakjólar ekki ofar- lega í þarfapíramídanum. Íslenskar konur þurftu því að þróa með sér nýtni og færni með saumnálarnar. Fatahönnuðirnir sem töfra fram jólakjólana á sýning- unni eru augljóslega af- komendur þessara kvenna en þeirra veröld er önnur,“ segir Steinunn og fullyrð- ir að jólakjólarnir á sýning- unni sýni enn og aftur að ís- lenskir fatahönnuðir séu í fremstu röð. Sýningin á vel heima í húsi myndhöggvarans Ás- mundar Sveinssonar og konu hans Gunnfríðar Jóns- dóttur að Freyjugötu 41 þar sem Gunnfríður var þekkt saumakona og fatahönnuð- ur og voru evrópskar aðal- skonur á meðal viðskipta- vina hennar. Sýningin opnar klukkan 15 á morgun og gefst þar kostur á að upplifa bjartsýni og kraft í rauðum bjarma. vera@frettabladid.is SÝNINGIN JÓLAKJÓLAR: VERÐUR OPNUÐ Í LISTASAFNI ASÍ Á MORGUN Tímar mætast í kjólum og list Fimmtán jólakjólar eftir íslenska fatahönnuði svífa um salina í Listasafni ASÍ og kallast á við málverk af konum frá síðustu öld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Virkjum auð kvenna var yfirskrift tíu vikna leið- toganámskeiðs sem tut- tugu konur hjá Samskipum sóttu á vegum fyrirtækis- ins. Námsefnið snerist meðal annars um mann- leg samskipti, aukið sjálfs- traust og bætt tengslanet. Kennarar voru Lára Ósk- arsdóttir frá Dale Carn- egie sem naut aðstoð- ar Heiðrúnar Arnsteins- dóttur og Jóhönnu Lindar Þórisdóttur hjá Samskip- um og nemendur voru úr nær öllum deildum fyrir- tækisins. Í lok námskeið- isins var forstöðumönn- um og framkvæmdastjórn Samskipa boðið á líflega kynningu á afrakstri nám- skeiðsins og metnaðarfull- um umbótaverkefnum. Þess má geta að Samskip hlutu á dögunum starfs- menntaverðlaunin 2008 í hópi fyrirtækja. Virkja auð kvenna Á leiðtoganámskeiði Samskipa. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ásta Katrín Jónsdóttir, Háteigi, Borgarfirði eystra, verður jarðsungin frá Bakkagerðiskirkju mánudaginn 1. desember kl. 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir og afi, Vigfús Þorsteinsson Patreksfirði, lést 22. nóvember á Heilbrigðisstofnuninni Patreksfirði. Jarðsungið verður frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 29. nóvember kl.14.00. Páley Jóhanna Kristjánsdóttir Kristján P. Vigfússon Sigríður Margrét Vigfúsdóttir Friðþjófur Sævarsson Jóhannes Ægir Baldursson Ingibjörg Erna Arnardóttir og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Sigurbergs Árnasonar Grundarlandi 18, Reykjavík. Hilda-Lis Siemsen Theodór S. Sigurbergsson Hrefna Ásgeirsdóttir Steinunn Sigurbergsdóttir Jón Þorkelsson Árni Siemsen Sigurbergsson Martin R. Siemsen og afabörn. Lestrarátak hefur staðið yfir í öllum bekkjum Ártúnsskóla í Reykjavík síð- asta hálfa mánuðinn og las hver ár- gangur bækur eftir valda rithöfunda. Einnig voru unnin fjölbreytt verk- efni út frá bókunum og fékk sköp- unargáfa nemenda þar útrás. Bók- menntaspil, lestrarland eðlanna, of- vaxin bók, bókaórói og sitthvað fleira spratt þar fram og að sögn Ernu Björnsdóttur og Birgittu Thorsteins- son bókasafnskennara var greinilegt að verkefnið höfðaði bæði til nem- enda og kennara. „Það var gífurlegur áhugi meðal nemendanna sem eru 153 að tölu. Þeir lásu samtals 65.858 blaðsíður og útlán skólasafnsins hafa stóraukist í kjöl- far átaksins,“ segja þær. Þeim bekkjum sem þóttu skara fram úr verða afhentir farandbikarar og bókagjafir í dag klukkan 10.20 og allir nemendur skólans fá viðurkenn- ingarskjal fyrir þátttökuna. Lestrarátakið er orðinn fastur liður í starfi skólasafns Ártúnsskóla. Að sögn kennaranna þar er markmiðið að efla áhuga nemenda á bókalestri og tryggja að þeir kynnist verkum ákveðinna höfunda, jafnt íslenskra sem erlendra. -gun Bókmenntaspil og lestrarland RÉTT LITIÐ UPP ÚR BÓKUNUM Guðrún Ísold Hafþórsdóttir, Amanda Lind Davíðsdóttir og Júlía Hrönn Petersen, nemendur Ártúnsskóla. ENSKA SKÁLDIÐ WILLIAM BLAKE FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1757. „Tréð sem laðar gleðitár fram í augu sumra er öðrum að- eins grænn hlutur sem er fyrir þeim.“ Blake hóf að gera tilraunir með ætingar sem hann síðan not- aði til að gera flestar bækur sínar. Með því móti var hægt að blanda saman texta og myndskreytingum. Þrjú skip undir stjórn Portúgalans Ferdinands Magellan sigldu inn á Kyrrahaf þennan dag árið 1520. Árið 1519 héldu 237 menn á fimm skipum undir stjórn Magell- ans frá Spáni til að finna vestur- leiðina til Asíu. Kristófer Kólumbus var sjálfur sannfærður um að hann hefði fundið Asíu þegar hann lést árið 1506. Síðan uppgötvuðu menn að það var annað haf vest- an megin við Ameríku. Sæfarinn og kortagerðarmaðurinn Amerigo Vespucci var svo fyrstur til að benda á að landsvæðið sem Kólumbus hefði fundið væri ekki Asía heldur ný heimsálfa. Síðan var heims- álfan nefnd í höfuðið á honum, Ameríka. Enn átti eftir að uppgötva sjóleiðina yfir Amer- íku til þessa nýja hafs. Magellan fann þetta sund, 560 kílómetra langt og 5 til 30 kílómetra breitt, þar sem nú er syðri hluti Chile. Hann nefndi það Allraheilagrasund en síðan var það nefnt Magellansund. Magellan nefndi síðan hafið Mar Pacifico eða friðsæla haf, sem á íslensku hefur fengið nafnið Kyrrahaf. Magellan sigldi síðan yfir Kyrrahafið, fyrstur Evrópubúa, en honum sjálfum tókst ekki að sigla kringum hnöttinn. Hann lést í orrustu við innfædda á Filippseyjum rúmlega ári áður en leiðangurinn náði höfn á Spáni 6. september 1522. Aðeins átta menn á einu skipi náðu að ljúka leiðangrinum. Farmur þess skips náði þó að borga allan kostnað við ferðina. ÞETTA GERÐIST: 28. NÓVEMBER 1520 Magellan siglir inn á Kyrrahaf MERKISATBURÐIR 1700 Gregoríska tímatalið gengur í gildi á Íslandi. 1893 Konur fá í fyrsta sinn að taka þátt kosningum á landsvísu, í alþingiskosn- ingum á Nýja-Sjálandi. 1918 Þing Búkóvínu ákveður að sameinast Rúmeníu. 1921 Til átaka kemur í Reykja- vík þegar lögregla sækir rússneskan dreng heim til Ólafs Friðrikssonar ritstjóra. 1960 Máritanía fær sjálfstæði frá Frakklandi. 1971 Palestínsku hryðjuverka- samtökin Svarti septem- ber taka forsætisráðherra Jórdaníu, Wasfi Tel, af lífi. 1994 Norðmenn hafna því að ganga í Evrópusam- bandið í þjóðaratkvæða- greiðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.