Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 60
36 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Listakonur eru fyrirferðar- miklar í myndlistarsölum þessa dagana og kennir í verkum þeirra frá liðnu ári margra grasa. Hér er líka uppi athyglisverð sýning hollenskrar listakonu þar sem bent er á hlut horfinna kvenna í myndlistinni. Sigrún Eldjárn opnaði sýningu í gær í StartArt við Laugaveg 12b og eru það kyrralífsmyndir sem hún sýnir, allar í grunninn unnar með olíu, en listakonan blandar í verkin póstkortum með vísanir í eldri verk, umslögum, pappírs- blöðum og minnismiðum, svona eins og til áminningar því að „lífið snýst meðal annars um að muna og gleyma“ eins og segir í orðum listakonunnar með sýningunni. Í kynningu sinni segir Sigrún: „Á tímum hrynjandi banka og fallandi krónu er gott að staldra við frammi fyrir kyrralífsmynd. Þar eru engin læti á yfirborðinu en undir niðri geta þó leynst heilu sögurnar. Uppstillingar eða kyrra- lífsmyndir hafa fylgt mannkyninu um aldir, allt frá tímum Forn- Egypta til okkar daga. Þær hafa þróast á ýmsa vegu gegnum tíðina og innihald þeirra og útfærsla er fjölbreytileg.“ Sýning hennar í StartArt verður uppi til 7. janúar. Auk Sigrúnar eru fleiri listakon- ur með sýningar í Start Art. Leik- hlé – Time out, fimmtánda einka- sýning Hrafnhildar Sigurðardóttur. Á sýningunni getur að líta myndir sem hún vann í tveggja mánaða vinnustofudvöl sinni á Spáni vorið 2007 en þar vann hún eingöngu með svart blek á japanskan pappír. Eins og titill sýningarinnar gefur til kynna var þessi vinnutími á Spáni eins konar leikhlé – hlé frá hversdagslegu amstri hér heima, samþjappaður tími þar sem gefst tækifæri til endurskoðunar og jafnframt tími til að gera breyt- ingar. Þessar breytingar felast helst í því að undanfarin ár hefur Hrafnhildur frekar unnið þrívídd- arverk með þræði en málað með pensli. [spam] er heiti sýningar Sigrúnar Sigvaldadóttur, þar eru textar settir á ljósaperur. Textinn sem upprunninn er úr rusl-tölvupósti og flestir tengja áreiti, er settur í nýtt samhengi á þrívíða hluti. Sig- rún Sigvaldadóttir hefur unnið sjálfstætt sem grafískur hönnuð- ur undir nafninu „hunang • sig- rún“ frá 1993. Þetta er fyrsta einkasýning Sigrúnar. Þá sýnir Lára Garðarsdóttir líka í StartArt. Húnhefur stundað nám við klassíska teikningu í The Drawing Academy í Danmörku og útskrifaðist með BA gráðu frá Character Animation frá The Animation Workshop.Á námsár- unum og eftir skóla hefur Lára kynnst hinum ýmsum hliðum fags- ins og unnið við hreyfimyndagerð, myndskreytingar og hönnun. Hún vinnur nú sem animator fyrir Fra- mestore Iceland. Myndirnar á sýningunni eru veggverk unnin með blandaðri tækni. Sýningin í StartArt er fyrsta einkasýning Láru Í galleríinu 101 Projects sem Birta Guðjónsdóttir myndlistar- maður annast nú um stundir var í síðustu viku sett upp sýning á inn- setningu Mathilde ter Heijne, hol- lenskrar listakonu. Hún er fædd 1969 í Strasbourg en býr og starfar í Berlín. Ter Heijne vinnur með ýmsa miðla en er einna þekktust fyrir innsetningar sínar og mynd- bandsverk. Verk Mathilde ter Heijne „Woman to go“ er nú sýnt í 101 Projects en hún hóf vinnu við það árið 2005 og er verkið í stöðugri vinnslu. Titill verksins skírskotar til stöðu kvenna í mannkynssög- unni og er gestum sýningarinnar boðið að taka með sér póstkort af sýningunni, taka með sér kven- fyrirmynd, minjagrip um merkar konur, sem fallið hafa í gleymsku en hafa sett mark sitt á heiminn. pbb@frettabladid.is Kvennasýningar blómstra MYNDLIST Úr innsetningu hollensku listakonunnar Mathilde ter Heijne í gallerí 101 Projects milli Laugavegar og Hverfisgötu. MYND 101 PROJECTS/ MATHILDE TER HEIJNE Menningar- og safnanefnd Garðabæjar stendur á þessum vetri fyrir klassískri tónleikaröð í Kirkjuhvoli – safnaðarheimili Vídalínskirkju – í Garðabæ. List- rænn stjórnandi tónleikaraðar- innar er píanóleikarinn Gerrit Schuil en hann hefur fengið til liðs við sig úrvalslið tónlistar- fólks sem kemur fram á tónleik- unum. Góð aðsókn hefur verið að tónleikunum á þessari önn. Síð- ustu tónleikarnir fyrir hátíðir verða á morgun kl. 17. Á tónleikunum flytur fiðluleik- arinn Ari Þór Vilhjálmsson Kreutzer-sónötuna eftir Beet- hoven og verk eftir Mozart og Chausson. Ari er eini Íslending- urinn sem hefur verið konsert- meistari Orkester Norden, sumarhljómsveitar ungra tón- listarnema á Norðurlöndum, og leiddi hljómsveitina meðal annars undir stjórn Esa-Pekka Salonen árið 2002. Þessi ungi tón- listarmaður hefur haldið ein- leikstónleika í Salnum og leikið einleik með fjölmörgum sinfón- íuhljómsveitum. Tónlistarflutn- ingur hans hefur fengið verð- skuldaða athygli hjá bæði áhorfendum og gagnrýnendum. Píanóleikarinn og listræni stjórnandinn Gerrit Schuil hefur verið leiðandi í íslensku tónlist- arlífi bæði sem píanóleikari og stjórnandi, m.a. hjá Sinfóníu- hljómsveit Íslands og Íslensku óperunni. Gerrit starfar einnig sem kennari hjá Listaháskóla Íslands og söngskóla Sigurðar Demetz. Miðasala fer fram á tón- leikastað. Ari í Kirkjuhvoli TÓNLIST Ari Þór Vilhjálmsson spilar í safnaðarheimili Garðakirkju á morgun. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/ Í dag er opnuð sýning í Hafnarborg á nýjum myndskreytingum eftir Brian Pilkington af íslensku jólasveinunum, foreldrum þeirra, Grýlu og Leppalúða, þessari séríslensku vandamálafjölskyldu. Sýningin mun standa fram á þrettándann og er tilvalið að fara með börnin í Fjörðinn til að skoða þessar teikningar Brians. Brian Pilkington er fæddur í Englandi 1950. Hann er þekktur fyrir snjallar bókaskreytingar og hefur skrifað og myndskreytt fjölda barnabóka, bæði fyrir íslenskan og erlendan markað. Meðal bóka Brians má nefna Örkin hans Nonna (1988), Afi gamli jólasveinn (1990), Ástarsaga úr fjöllunum (höfundur texta: Guðrún Helgadóttir 1981), Hundrað ára afmælið (höf. texta: Þráinn Bertelsson 1984) og Blómin í túninu (höf. texta: Ingibjörg Sigurðardóttir, 1985). Árið 2003 hlaut Brian Dimmalimm, íslensku myndskreyti- verðlaunin, fyrir bók sína Mánasteinar í vasa. Á síðustu árum hafa bækur Brians um íslenska þjóðtrú og vættir vakið athygli innanlands og utan og eru myndskreytingar hans af jólasveinunum skemmtileg viðbót í þá flóru. Sýningin er í veitinga- stofu Hafnarborgar sem er opin alla virka daga frá kl. 11-19, fimmtudaga til kl. 21 og um helgar frá kl. 11-17. Veitingasala Hafnarborgar er rekin af Manni lifandi en fyrirtæk- ið er þekkt fyrir frábæra heilsurétti og kökur. Grýla og familía MYNDLIST Brian Pilkington myndlistarmaður. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ekki missa af … Síðustu sýningarhelgi í Norræna húsinu á sérhönnuðum prjóna- fatnaði frá norska hönnunarfyrir- tækinu DUODU í Þrándheimi. Henni lýkur nú um helgina en hún er fyrsta sýningin í röð vest- norrænna hönnunarsýninga í húsinu. Lína sem sýnd er heitir ICI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.