Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 64
40 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Áttu ömmubarn, frænku, frænda eða vin sem þú vilt gleðja með skemmtilegu lesefni í hverjum mánuði? Gjafaáskrift að vönduðum myndasögublöðum eða bókum frá Disney er þroskandi gjöf sem lifir lengi. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Samband Madonnu og hafna- boltaleikmannsins Alex Rodriguez virðist allt að því óumflýjanlegt. A-Rod, eins og hann er kallaður í Banda- ríkjunum, sat á fremsta bekk á tónleikum söng dívunnar í Miami og virtist kunna því vel. Enda sat sjálft poppgoð- ið Rod Stewart honum á hægri hönd. Madonna virðist kunna þá list manna best að senda tvíræð skilaboð. Mad- onna sagði, áður en hún flutti lagið I’m So Far Away, að allir ættu að þekkja þá til- finningu að vera ástfanginn í fjarbúð. Nærstaddir þóttust einn- ig greina að þau Madonna og A-Rod hefðu skipst á ástríðufullum augnagotum á meðan á flutningi nokkurra rómantískra laga stóð á tón- leikunum. Hvernig svo sem menn greina slíkt á jafn fjöl- mennum tónleikum og Mad- onna heldur yfirleitt. Annars virðist A-Rod hafa aflað sér töluverðra óvinsælda heima- fyrir með sambandi sínu við Madonnu enda sjálfur í hjóna- bandi. Saga hans er óneitan- lega farin að minna eilítið á sögu hálfnafna hans, K-Fed. Madonna og A-Rod nálgast ÁSTFANGIN Á NÝ Madonna virðist hrifin af hafnaboltakappanum A-Rod og hættir ekki að senda frá sér tvíræð skilaboð. Ástarmál Siennu Miller eru jafn flókin og fjármál íslenska ríkis- ins. Stundum er hún laus og liðug en á sama tíma virðist hún vera ástfangin upp fyrir haus. Breskir fjölmiðlar þreytast hins vegar seint á að fjalla um örvarnar sem Amor hefur engan veginn gefist upp á að skjóta í hjarta hennar. Nú virðist sem hringavitleysan í kringum millj- arðamæringinn Baltazar Getty sé komin aftur á fullt því veg- farendur í London sáu Siennu vefja handleggjum sínum um Getty og reka honum rembings- koss. Og mynduðu að sjálfsögðu athæfið og sendu til The Sun. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan leikkonan tilkynnti að hún væri nú á lausu og nyti þess til fullnustu. Sú sæla virðist hafa verið skammvinn. Samband Siennu og Getty vakti mikla athygli. Enda var Getty kvæntur maður þegar paparazzar náðu myndum af innilegum atlotum þeirra. Myndirnar voru síðar birtar á forsíðum allra helstu götublaða. Getty flutti síðan frá Siennu og til eiginkonu sinnar en virðist hafa fengið nóg af þeirri gömlu. Ef marka má fréttir The Sun virðast skötuhjúin kunna ákaf- lega vel við hvort annað og talið er líklegt að framhald verði á fundum þeirra í nánustu framtíð. Sienna ekki lengur á lausu FLÓKIN ÁSTAMÁL Sienna Miller er ekki þekkt fyrir að lifa einföldu ástalífi. Hún hefur nú aftur tekið saman við auðkýf- inginn Baltazar Getty. > KYLIE GEFUR ÚT BOOMBOX Ástralska söngkonan Kylie Minogue ætlar að gefa út safn- plötu með endurhljóðblönduðum lögum sínum. Platan, sem nefnist Boombox, er væntanleg fimmta janúar. Á plötunni verða sextán lög frá farsælum ferli söngkonunnar, þar á meðal ofurslag- arinn Can´t Get You Out of My Head sem kom út árið 2001. Einnig verður þar hennar útgáfa af lagi New Order, Blue Mon day, sem hún söng á Brit- verðlaunahátíðinni árið 2002. Að auki verða á plötunni endurhljóð- blandanir eftir The Chemical Broth- ers, Mylo, La Riots og fleiri listamenn. Nærvera dýraverndunarsamtak- anna PETA hér á landi vakti mikla athygli í gær. PETA hafa verið áberandi úti í heimi við að vekja athygli á notkun dýrafelds í klæðn- að en þetta er í fyrsta skipti sem þau mæta til Íslands. Blaðamenn voru að sögn viðstaddra óvenju stundvísir og óvenju margir á blaðamannafundinum enda hafa íslenskir mótmælendur á Austur- velli verið kappklæddir. Mótmæl- endurnir frá PETA voru hins vegar fáklæddir, skýldu sér með lopahúfum, lopavettlingum og mótmælaskiltum. Lilja Björk Haraldsdóttir er einn fárra Íslendinga sem er virk- ur meðlimur í samtökunum. Hún hefur þó enn ekki farið og mót- mælt á vegum PETA. Hana hafi þó lengi langað að fara á nautahlaup- ið í Pamplona þar sem PETA hefur framkvæmt gjörninga á ári hverju. „Hver veit nema þessi heimsókn verði til þess að maður drífi sig bara og láti til sín taka á þessu sviði,“ segir Lilja sem átti jafnframt heiðurinn að því að hafa þýtt mótmælendaspjöldin sem konurnar báru í dag. Fréttablaðið hafði samband við Eggert feldskera og innti hann eftir því hvort fáklæddir mótmæl- endur hefðu komið í heimsókn til hans. Eggert sagðist ekkert hafa orðið var við slíkt. „Ég hef annars ekkert út á þessi samtök að setja, í lýðræðisríki hafa allir rétt á sinni skoðun svo lengi sem þeir eru ekki að þröngva henni upp á aðra.“ - fgg Þýddi PETA-skilt- in yfir á íslensku FÁKLÆDDAR Í KULDANUM Mótmælendurnir frá PETA voru heldur fáklæddir og höfðu viðstaddir nokkrar áhyggjur af heilsu þeirra eftir blaðamannafundinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það seldist upp samdægurs á tón- leika Emilíönu Torrini í Háskóla- bíói 13. desember og því hefur öðrum tónleikum verið bætt við kvöldið eftir. Miðaverð er 4.900 krónur en þar sem sérstakt ung- mennaverð fyrir 13-16 ára gafst vel á Sigur Rósar tónleikana í Höllinni á dögunum verður sama tilboð í gangi á seinni tónleika Emilíönu. Miðasalan hefst í dag á midi.is en unglingamiðana er hægt að nálgast í verslun Skífunnar á Laugavegi gegn skilríkjum. Þessir miðar kosta eitt þúsund krónur og getur hver unglingur keypt tvo miða. - drg Emilíana með aðra tónleika VINSÆL Emilíana Torrini spilar tvisvar í Háskólabíói í desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.