Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 29. nóvember 2008 — 327. tölublað — 8. árgangur 38 FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohn- sen lýsti því yfir í spænsk- um fjölmiðlum að hann ætlaði að velja sér landsleiki í framtíðinni. Samkvæmt úttekt Frétta- blaðsins er það ekkert nýtt að Eiður Smári missi af landsleikjum því hann hefur aðeins spilað 12 af 38 vináttuleikjum Íslands frá árinu 2000. Eiður Smári skilar líka mun minna til landsliðsins í æfingaleikjunum en hann gerir í landsleikjum í undankeppnum HM og EM. - óój / Sjá íþróttir bls. 82 Eiður Smári Guðjohnsen: Mætir ekki vel í æfingaleikina DAVÍÐ ÞÓR OG KRISTÍN HELGA Á RÖKSTÓLUM Krakkarnir eiga eftir að redda þessu ENGIN AFSÖGUÐ HAGLABYSSA Guðmundur Andri Thorsson er í and- spyrnu við stefnu íslenskra bókmennta VIÐTAL 26 Slegist um Aron Það er hart barist um þjónustu handbolta- kappans Arons Pálm- arssonar þessa dagana. ÍÞRÓTTIR 80 H j á l p a r s t a r f k i r k j u n n a r Mánuðirnir fyrir jól eru venjulega annatími hjá Vilborgu Oddsdóttur, félags-ráðgjafa, sem veitir inn-anlandsstarfi Hjálparstarfs kirkjunnar forstöðu. Vilborg hefur unnið í sex ár hjá Hjálparstarfi kirkjunnar en þangað leita margir fyrir jólin með beiðni um aðstoð. Matarúthlutun og aðstoð er þó allt árið um kring og segir Vilborg aukninguna greinilega í ár: „Ef við berum saman júlí, ágúst og september, þá er 20% aukning milli ára. Við finnum það á haustin þegar skólinn er að byrja, þá eiga sumir ekki fyrir skólavörum. Þegar fólk hefur takmörkuð fjárráð og matvælin hækka, þá hreinlega endast pen-ingarnir ekki.“ Í október sóttu 286 um aðstoð sem er 100% aukning frá sama tíma í fyrra og svipað er uppi á teningnum hvað nóv-ember varðar. „Um 95% eru að koma til að fá mat og það er aðalaðstoðin sem við veitum. En við veitum einnig aðstoð vegna lyfja og vegna barna, til dæmis til að styðja við skólagöngu þeirra.Við finnum núna að hluti fólks er í virkilegum vandræðum, en margir glíma meira við andlega vanlíðan en fjárhagslega. Fólk erekki endilega k ið Við bjóðum upp á viðtöl fyrir þá sem koma. Fólk getur komið í viðtöl hér á miðvikudögum og fimmtudögum án þess að panta tíma. Við höfum samstarf við prestana hér í húsinu og félags-ráðgjafa hjá Fjölskylduþjón-ustu kirkjunnar til að geta sinnt öllum sem koma. Ég hef í sjálfu sér ekki áhyggjur af jólunum, en ég hef miklar áhyggjur af því hvernig fer eftir áramót, þá verður fólk í auknum mæli búið með öll önnur úrræði því að það er ekki það fyrsta sem fólk gerir að leita til hjálparsamtaka. Oft líða nokkrir mánuðir áður en ástand-ið verður þannig.Við höfum fengið sjálf-boðaliða fyrir úthlutunardagana, miðvikudaga og fimmtudaga. Höfum ekki þurft slíkt áður nema fyrir jól og páska. Það hefur reyndar gengið mjög vel. Fólk hefur hringt og boðið aðstoð, frábært fólk, sem t.d. hefur verið að vinna í bankageir-anum og misst vinnuna og vill gjarnan vera virkt. Við höfum fengið mikið af mjög góðum sjálfboðaliðum.“ JólaúthlutuninHjálparstarf kirkjunnar, Rauði kross Íslands og Mæðrast k nefnd standa saman að úthlutun fyrir jólin. Í fyrra nutu 1500 fjölskyldur aðstoðar, sem var fækkun frá fyrra ári, en í ár er búist við aukningu, hugsanlega um 2000 fjölskyldum en Vilborg segir þó erfitt að segja til um það fyrirfram. Jólaúthlutunin er með öðrum hætti en venjubundnar úthlut-anir Hjálparstarfs kirkjunnarAllir sem þ f Mæðrastyrksnefnd eða í gegnum djákna hjá Öryrkjabandalaginu. Umsókn er nauðsynleg svo að samtökin viti hversu miklu þarf að dreifa og geti undirbúið það. Þau sem búá úti á landi geta sótt um hjá prestum. Matarpakkar eru sendir til fólks í grennd við höfuðborgarsvæðið og á Akur-eyri er aðstaða til að d il úf hjálparstofnana ákaflega mik-ilvægt. „Það er grundvallaratriði í þessum erfiðu aðstæðum að fólk þurfi ekki að fara á marga staði til að leita aðstoðar. Það á að mæta þeim af virðingu og það á að fá aðstoð við hæfi, eftir því sem hægt er.“ Viðurkenning á starfi hjálparsamtakaNúverandi ástand hefur leitt til þess að samstarf hjálparsam-taka og hins opinbera er meira á dagskrá. Það er ákveðin við-urkenning á því að það sé þörf fyrir samtök eins og okkar. Við höfum sveigjanleika og getum brugðist fljótt við aðstæðum, sem eðlilega tekur eitthvað lengri tíma hjá hinu opinbera. Við getum aðstoðað þau sem falla á milli reglugerða, t.d. þau sem ekki eiga rétt á atvinnuleys-isbótum strax, ekki rétt á fram-færslu hjá félagsþjónustunni næstu mánuði, eru yfir viðmið-unarmörkum sveitarfélaganna, eins og allir sem eru á atvinnu-leysisbótum. Við getum brugðist við þessu og veitt aðstoð straxÞetta hef l Beiðni um aðstoð hefur tvöfaldast Vilborg Oddsdóottir félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar. VEÐRIÐ Í DAG Opið 10-18 BJART SYÐRA Í fyrstu verður norðan stormur við SA-ströndina, annars mun hægari. Snjókoma eystra, stöku él norðan til en bjart- viðri sunnanlands og vestan. Frost 4-15 stig, kaldast til landsins. VEÐUR 4 -6 -5 -3 -5-5 VIÐSKIPTI „Gjaldeyrishöftin eru högg fyrir Kauphöllina og stefna hlutabréfamarkaði í tvísýnu,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kaup- hallar Íslands. Erlendir fjárfestar eru umsvifa- miklir í nokkrum stærstu félaga Kauphallarinnar og sitja þar nú fastir miðað við ströngustu skil- greiningu á lögum um gjaldeyris- viðskipti sem samþykkt voru á Alþingi í fyrrinótt. Í stefnuyfirlýsingu Seðlabankans frá í gær segir að gjaldeyrishöml- urnar verði afnumdar í áföngum og verði hömlum vegna fjármagns- hreyfinga aflétt eins fljótt og aðstæður leyfi. Þórður og fleiri heimildarmenn blaðsins telja líkur á að kauphallar- félög óski eftir afskráningu hér og telji hag sínum betur borgið á erlendum hlutabréfamarkaði. Jafn- framt telur Þórður hættu á að við- skipti verði útilokuð með bréf fær- eysku félaganna fjögurra, sem hér eru skráð, nema með sérstakri und- anþágu frá Seðlabankanum. „Ég vona að menn finni leiðir til að koma í veg fyrir að færeysku félögin hrekist af markaðnum,“ segir Þórður og bætir við að hætta sé á að hömlurnar hægi fremur á aðlögun efnahagslífsins og seinki bata. Þá vonast hann til að gjaldeyr- ishömlurnar séu til skamms tíma, enda séu þær síst til þess fallnar að efla traust á krónunni. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir ljóst að gjaldeyrishöftin vinni tíma og skammtímatjóni kunni að hafa verið forðað vegna þess að efna- hagslífið hafi ekki verið reiðubúið til að takast á við fleytingu krón- unnar sem hefði mögulega falið í sér mikla hækkun vaxta og útflæði fjármagns. „En allt veltur þetta á næstu skrefum,“ segir hann og kveður einu röksemdina með gjaldeyris- höftum nú vera að næstu þrír mán- uðir verði notaðir til þess að bæta stöðuna og auka líkur á að fleyting krónunnar heppnist að þeim tíma loknum. „Gjaldeyrishöft hafa lam- andi áhrif á atvinnulífið og skelfi- leg tilhugsun eigi þau að vara í lengri tíma. Þetta hlýtur að vera skammtímaráðstöfun meðan hugað er að þáttum á borð við að tryggja betur starfsgrundvöll bankanna, losun á krónustöðum erlendra spá- kaupmanna eða eflingu trúverðug- leika Seðlabankans. Síðan verður ekki flúið að krónan lúti lögmálum framboðs og eftirspurnar.“ Þá segir Ásgeir að yfirlýsing um að taka ætti upp aðildarviðræður við Evrópusambandið myndi auka líkurnar á að fleyting krónunnar heppnist. „Þá kæmist í augsýn að Myntbandalag Evrópu myndi kaupa upp krónur og væntanlega á hærra gengi en núna er.“ Eins segir Ásgeir þyngra um vik að efla trú á krónunni eftir að gjald- eyrishöftum hefur verið komið á, því sú aðgerð í sjálfu sér auki van- traust á gjaldmiðlinum þar sem fjárfestar muni óttast að lokast aftur inni með óseljanlegar krónu- eignir. -jab, óká / sjá síður 6 - 11 og 16 Höftin lama Kauphöllina Forstjóri Kauphallarinnar segir ný lög um gjaldeyrisviðskipti setja hlutabréfamarkaði miklar skorður. Stórfyr- irtæki kunna að hverfa úr landi. Gjaldeyrishöft gætu unnið tíma á meðan hugað er að næstu skrefum. DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært þrjá menn fyrir tilraun til að kúga tugmilljónir króna út úr manni. Þá er einn þremenninganna ákærður fyrir ofbeldisbrot að auki og annar fyrir fíkniefnabrot. Menn- irnir eru á þrítugs- og fertugs- aldri. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa í apríl ruðst inn í skrifstofuhúsnæði þess sem kúga átti, þar sem hann var við störf. Þeir ógnuðu honum með öxi, hamri og klaufhamri sem þeir höfðu meðferðis. Þeir hótuðu manninum líkamsmeiðingum greiddi hann ekki tugmilljónir króna, sem einn innrásarmannanna taldi hann skulda. Innbrotsmenn- irnir hurfu á brott eftir að maður- inn hafði lofað að greiða þeim þrjár milljónir króna á tilteknum degi. Þá er einn innrásarmannanna ákærður fyrir að hafa á ófyrirleit- inn hátt stofnað lífi og heilsu mannsins sem þeir voru að kúga í hættu, þegar sá fyrrnefndi fleygði klaufhamri í átt til hans. Hamarinn hafnaði í hillu nokkrum sentimetr- um frá höfði mannsins. Annar innbrotsmannanna er svo ákærður fyrir fíkniefnabrot. Hann var í apríl tekinn með fíkniefni á sér og heima hjá sér. - jss Þrír menn ákærðir fyrir að ógna manni með öxi og klaufhamri: Reyndu að kúga út tugmilljónir EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN NUNNUR UNDIRBÚA JÓL Nunnurnar í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði opna í dag hið árlega Jólaþorp með því að kveikja á jólatré á Thorsplani. Í jólahúsunum verður boðið upp á handverk og ýmsan jólavarning. Við opnunina skemmta Raggi Bjarna og Tjarnar- systur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Gjaldeyrishöft hafa lam- andi áhrif á atvinnulífið og skelfileg tilhugsun eigi þau að vara í lengri tíma. ÁSGEIR JÓNSSON FORSTÖÐUMAÐUR HJÁ KAUPÞINGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.