Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 2
2 29. nóvember 2008 LAUGARDAGUR UMFERÐ „Síðan að kreppan mikla skall á höfum við séð umferðina falla,“ segir Björg Helgadóttir, landfræðingur á samgönguskrif- stofu umhverfis- og samgöngu- sviðs Reykjavíkurborgar. „Við erum með mælingar á Kringlu- mýrarbraut, Sæbraut og Ártúns- brekku og á öllum þessum stöð- um hefur umferðin dregist verulega saman. Umferðarþungi er nokkuð breytileg stærð, það eru miklar sveiflur í þessu en þegar það er litið heildstætt yfir þetta má segja að það sé komin svipuð umferð og var á árunum 2002 og 2003.“ Hún segir að samkvæmt mæl- ingum þessa vikuna hafi meðal- umferð á virkum degi um Kringlumýrarbraut verið 60.961 bílferð sem er um sex þúsund ferðum minna en á sama tíma í fyrra. Munurinn er rúm níu pró- sent sem er sami samdráttur og mælst hefur í umferð um Ártúns- brekku. En hvað veldur? Björg nefnir þrjú atriði. „Það hefur verið meiri aðsókn í strætó, eins vitum við að margir hafa misst vinnuna undanfarið og eru því ekki að aka til vinnu og síðan hefur þeim fjölgað töluvert sem fara leiðar sinnar á reiðhjólum.“ Björg segir að fyrst á haustin, þegar skólar byrji, sé umferðar- þunginn oftast mestur. „En síðan er eins og fólk finni rétta taktinn og þá liðkast aðeins um.“ Kristján Ó. Guðnason, yfirmað- ur umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að þar hafi menn orðið varir við þennan samdrátt. Hann ítrekar að þótt umferðarþunginn sé mestur frá hálfsjö til níu megi finna „gloppur“ á því tímabili þar sem færri eru á ferli. „Flestir eiga greinilega að mæta klukkan átta og því er umferðarþunginn afar mikill síðustu tuttugu mínút- urnar fyrir átta,“ segir hann. „Það er því alveg gráupplagt ef einhverjir fá leyfi vinnuveitenda til að mæta aðeins síðar, þá geta þeir lagt af stað upp úr átta þegar umferðin er ekki eins þung og mætt í betra skapi til vinnu. Það er algjör óþarfi að allir séu á ferðinni á sama tíma.“ - jse Finnur, er BT-músin orðin að Hagamús? „Já, það er ljóst að hún er í fjöl- skyldunni.“ Raftækjaverslunin BT, sem nú er í eigu Haga hf., verður opnuð á ný í dag. BT- músin er auglýsingaandlit verslunarinnar, en Finnur Árnason er forstjóri Haga. Umferðin orðin eins og hún var árið 2002 Dregið hefur úr umferðarþunga síðan kreppan skall á. Mælingar Reykjavíkur- borgar sýna að umferðin nú er svipuð og hún var árin 2002 og 2003. Tíu pró- senta samdráttur frá því í fyrra. Fólk hjólar meira og tekur strætó. BÍLL VIÐ BÍL Morgunumferðin hefur orðið skaplegri síðan kreppan skall á. Roberto Saviano smyglaði sér í raðir mafíunnar í Napolí, sem er ein sú harðsvíraðasta á Ítalíu, og flettir ofan af henni í þessari mögnuðu bók. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK D Y N A M O D Y N A M O R E Y K J R E A V ÍK EIN UMTALAÐA STA BÓK Í EVR ÓPU Í DAG! 60 .9 61 67 .0 28 82 .8 01 91 .3 99 MEÐALUMFERÐ Á VIRKUM DEGI Kringlu- mýrarbraut Ártúns- brekka Þessi vika Á sama tíma í fyrra -9 ,4 % -9 ,3 % VIÐSKIPTI Aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga sem haldinn var í gær, hyggst láta rannsaka hvers vegna illa fór fyrir Fjárfestingarfélaginu Gift. Félagið tapaði mörgum milljörð- um á bankahruninu og er á hausnum. Það var stofnað upp úr Eignarhaldsfélagi Samvinnu- trygginga í fyrrasumar. Aðal- fundur SÍS vill líka að lögmæti slitanna og störf skilanefndar félagsins verði rannsökuð. Samvinnumenn eru reiðir, en SÍS átti von á stórum hlut í Gift. Yfir 50 þúsund manns sem eitt sinn tryggðu hjá Samvinnutrygg- inum áttu líka von á hlutum. Fólk- ið fær nú ekkert. - ikh / sjá síðu 16 Mikil reiði á aðalfundi SÍS: Rannsaka Gift TAÍLAND Íslendingarnir, sem voru strandaðir vegna mótmælanna í Taílandi, áttu að fara með flugvél Finnair og jafnvel Thai Air til Par- ísar og London í nótt. Sigurður Yngvason, bóndi í Kelduhverfi, átti von á því í gærkvöldi að sendi- ráðsstarfsmaður myndi hitta sig og fjölskyldu sína á flugvellinum þegar þau lentu í París í dag. Sigurður segir að vel hafi farið um fjölskylduna síðustu daga fyrir utan nóttina sem þau voru strönduð á alþjóðaflugvellinum í Bangkok. Börnin hafi þá sofið í stólum á flugvellinum. Í dag skýr- ist væntanlega hvernig þau kom- ist heim en hugsanlega þurfi þau einhvern veginn að koma sér til Stokkhólms því að þau hafi farið í gegnum Stokkhólm á útleiðinni en hann hafi bara fengið skæting sem svör frá Icelandair. Sex Íslendingar hafa verið stopp í Taílandi síðustu daga. Holberg Másson er einn Íslendinganna. Hann sagði í gærkvöldi að hópur- inn væri á leið á herflugvöll en þaðan átti að reyna að fljúga hópn- um frá Taílandi. Holberg var sam- ferða Sigurði og fjölskyldu hans í rútunni á flugvöllinn í gær en átti von á því að síðan myndu leiðir skilja því að Holberg átti að fara með vél til Parísar. Holberg hefur verið í forsvari fyrir ferðamenn- ina og átti von á því að þrjár til fjórar flugvélar fengju að fara í loftið. Urður Gunnarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi utanríkisráðuneytis- ins, segir að fólk á leið til og frá Taílandi hafi sett sig í samband við ráðuneytið en vissi ekki til þess að neinn hefði beinlínis óskað eftir aðstoð. - ghs FLJÚGA FRÁ TAÍLANDI Holberg Másson og fimm manna fjölskylda úr Keldu- hverfi áttu von á því að komast um borð í vélar til London og Parísar í gærkvöldi og nótt. Holberg Másson, einn Íslendinganna í Taílandi, vonast til að vera á heimleið: Þrjár flugvélar fá að fljúga VIÐSKIPTI Lausafjárstaða Árvak- urs, útgáfufélags Morgunblaðsins, er afar erfið, og þurfti félagið að fresta því að greiða hluta starfs- manna laun þar til eftir helgi. Þetta var tilkynnt á fundi með starfsmönnum í gær. Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs, segir félagið ekki komið í greiðslustöðvun, vandinn sé lausafjárstaðan. Hann segir að reynt verði til þrautar að leysa úr þeirri stöðu sem uppi er um helgina, í samráði við hluthafa og Glitni, viðskiptabanka Árvakurs. Einar segir gríðarlegar breyt- ingar á auglýsingamarkaði, og erfiðleikar vegna lána í erlendri mynt vega þungt á félaginu. - bj Erfið fjárhagsstaða Árvakurs: Launagreiðslur sumra dragast HANDVERK Spiladósir sem eru íklæddar ull og flytja íslensk þjóðlög eru nýlega komnar á markað. Listakonan bak við þær er Margrét Guðnadóttir og hún fékk viðurkenningu fyrir þær á sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsinu. Áður hefur Margrét gert spiladósir úr tágum. Lögin sem spiladósirnar flytja eru fjögur. „Ég byrjaði með Vísur Vatnsenda-Rósu og Krummavís- ur. Fyrir tveimur árum bættist við jólalagið Það á að gefa börnum brauð eftir Jórunni Viðar og núna var ég að fá Sofðu unga ástin mín,“ segir listakonan. - gun/sjá Heimili og hönnun Ný hönnun á markað: Hannar þjóð- legar spiladósir MARGRÉT SKREYTIR Spiladósirnar með birkigreinum, hrosshári og fjöðrum. SKIPULAGSMÁL Líkur eru á að Aust- urhöfn, félag í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar, taki yfir byggingu tónlistarhússins. Portus, sem ætlaði að byggja og reka húsið, er komið í þrot og mun ekki koma frekar að málinu. Júlíus Vífill Ingvarsson, sem situr í stjórn Austurhafnar, segir viðræður standa yfir milli Austur- hafnar, Íslenskra aðalverktaka, stærsta verktakans sem kemur að byggingunni, og Landsbankans, aðaleiganda Portus. Allra leiða sé leitað til að ekki þurfi að koma til stöðvunar framkvæmda. „Það er mikið í húfi fyrir alla að fram- kvæmdir stöðvist ekki. Það er svo dýrt. Við viljum halda uppi atvinnustigi eins og kostur er. Fyrir utan að við viljum ekki skilja þetta hálfbyggða hús þarna eftir, sem minnisvarða um eitthvað sem ekki varð.“ Ljóst sé þó að verkið muni dragast og húsið verði ekki tilbúið í desember 2009, eins og upphaflega var lagt upp með. Talið er að það muni kosta níu til tíu milljarða króna að ljúka bygg- ingu hússins. Ríkið og Reykjavík- urborg áttu að leggja 600 milljónir árlega í rekstur hússins í 35 ár. Júlíus Vífill segir leitast við að breyta aðkomu Austurhafnar að verkefninu þannig, að skuldbind- ingarnar verði ekki meiri þegar upp er staðið heldur en áður var lagt upp með. Þær verði hins vegar með breyttu sniði og beinu eignarhaldi. - hhs Ríki og borg leita leiða til að framkvæmdir við tónlistarhúsið stöðvist ekki: Taka tónlistarhúsið líklega yfir TÓNLISTARHÚSIÐ Má ekki verða minn- isvarði um eitthvað sem ekki varð. Ríkið og borgin taka það líklegast yfir. FÓLK „Þarna er okkar eigin hönnun sem samanstendur af gömlum hlutum sem hafa verið unnir upp á nýtt með það fyrir augum að búa til eitthvað alveg einstakt,“ segir Karitas Pálsdótt- ir, einn eigenda verslunarinnar Krakk, þar sem gömul leikföng, föt og húsgögn ganga nú í endurnýjun lífdaga. Að hennar sögn getur almenn- ingur einnig komið með eigin muni í yfirhalningu þegar fram líða stundir. -rve/sjá Heimili og hönnun Endurvinnslumiðuð hönnun: Gamlir hlutir öðlast annað líf FRAKKLAND, AP Franskur áfrýjun- ardómstóll hefur úrskurðað að vúdú-brúður af Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, megi selja, með því skilyrði að með fylgi áminning um að það særi virðingu persónu forsetans að stinga nálum í brúðuna. Lögmaður Sarkozys hafði farið fram á að brúðurnar yrðu teknar úr sölu, á þeim forsendum að forsetinn ætti eins og hver annar einstaklingur réttinn á persónu- ímynd sinni. Áfrýjunardómurinn staðfesti úrskurð héraðsdóms um að selja mætti brúðurnar í nafni tjáning- arfrelsis. - aa Sérstætt dómsmál: Selja má Sar- kozy-vúdúbrúðu SÆRIR VIRÐINGU Dómurinn skyldar seljandann til að taka fram að það særi virðingu forsetans að stinga nálum í brúðuna. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.