Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 8
8 29. nóvember 2008 LAUGARDAGUR – stendur með þér GJALDEYRISHÖFT Á ÍSLANDI Meðferð og afgreiðsla Alþingis á frumvarpinu um gjaldeyrishöft var aðeins formsins vegna og að nafninu til. Þingmönnum var gert ljóst að höftin væru hluti af sam- komulagi stjórnvalda og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (AGS) og því eins gott að frumvarpið yrði að lögum. Stoð laganna er í nítjánda lið samkomulagsins. Þar segir að stjórnvöld séu reiðubúin að beita tímabundnum gjaldeyrishöftum á fjármagnsviðskipti. Er aðgerðin sögð nauðsynleg enda þótt hún hafi talsverð neikvæð áhrif. Breytingarnar sem gerðar voru á lögum um gjaldeyrismál í fyrri- nótt voru tvíþættar. Ná þær ann- ars vegar til refsikafla laganna og hins vegar til heimilda Seðlabank- ans til að ákveða reglur um höft á meðferð gjaldeyris. Skal Seðla- bankinn gefa út reglur sínar að fengnu samþykki viðskiptaráð- herra. Við upphaf fundar viðskipta- nefndar um málið, á milli fyrstu og annarrar þingumræðu þess á fimmtudagskvöldið og inn í nótt- ina, gerðu fulltrúar Seðlabankans nefndarmönnum ljóst að vilji bankans stæði til að ekki þyrfti samþykki ráðherrans fyrir reglun- um. Var þeim sjónarmiðum hafn- að. Tómas Örn Kristjánsson og Sig- ríður Logadóttir voru fulltrúar Seðlabankans á fundinum. Auk þeirra komu fyrir nefndina starfs- menn viðskiptaráðuneytisins, for- sætisráðuneytisins, utanríkisráðu- neytisins og Fjármálaeftirlitsins, fulltrúar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins og hag- fræðingar ríkisbankanna þriggja. Málið mætti einarðri andstöðu bankamannanna og fulltrúa vinnu- markaðarins. Ósk nefndarmanna úr minni- hlutanum um að fleiri hagfræðing- ar auk umsvifamikilla útflytjenda og lántakenda kæmu á fundinn var hafnað. Tímaskorti var borið við. Í allri málsmeðferðinni var þing- inu stillt upp við vegg. Því var ekki veitt svigrúm til að afla sjálf- stæðra álita eða taka upplýsta afstöðu til málsins. Í því ljósi sat stjórnarandstaðan hjá við atkvæða- greiðsluna, rétt undir klukkan fimm um nóttina. - bþs Þingið upp við vegg Þingmenn fengu ekki að taka upplýsta afstöðu til gjaldeyrishaftafrumvarpsins. Þeim var sagt að höftin væru hluti samkomulagsins við AGS. Álits hagsmuna- aðila var ekki leitað. Seðlabankinn vildi hafa sjálfdæmi um reglusetningu. 1. gr. Fjárfesting og viðskipti. Fjárfesting í verðbréfum, hlutdeildarskírteinum verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, peningamarkaðsskjölum eða öðrum framseljanlegum fjármálagerningum með erlendum gjaldeyri er óheimil. Þó er aðilum sem fjárfest hafa í slíkum fjármálagerningum fyrir gildistöku reglna þessara heimilt að endurfjárfesta. Söluandvirði vegna viðskipta með fjármálagerning skv. 1. mgr. í íslenskum krónum milli innlendra og erlendra aðila og gerð eru upp hérlendis skal leggja inn á reikning viðkomandi seljanda í fjármálafyrirtæki hér á landi. Uppgjör viðskipta í erlendum gjaldeyri með fjármála- gerninga skv. 1. mgr. útgefnum í íslenskum krónum er óheimilt. Gjaldeyrisviðskipti vegna fjármagnshreyfinga skv. 1. mgr. bráðabirgðaákvæðis laga um gjaldeyrismál, með síð- ari breytingum, á milli landa með úttektum af reikning- um í íslenskum krónum í fjármálafyrirtækjum hér á landi eða Seðlabanka Íslands eru óheimil. Fjármagnshreyfingar skv. 1. mgr. bráðabirgðaákvæðis laga um gjaldeyrismál, með síðari breytingum, vegna yfirfærslu eða flutnings á fjármunum frá landinu sem tengjast sölu á beinum fjárfestingum eru óheimilar. 2. gr. Útgáfa og sala fjármálagerninga. Óheimilt er að gefa út og selja verðbréf, hlutdeildarskír- teini verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, peningamarkaðs- skjöl eða aðra framseljanlega fjármálagerninga þar sem uppgjör fer fram í öðrum gjaldeyri en útgáfan og íslensk króna er einn af gjaldmiðlum uppgjörs. Hafi útgáfa farið fram í íslenskum krónum er skylt að leggja andvirði sölu inn á reikning í íslenskum krónum á nafni útgefanda í fjármálafyrirtæki hér á landi. 3. gr. Lántökur og lánveitingar. Lántökur og lánveitingar milli innlendra og erlendra aðila í öðrum tilvikum en vegna viðskipta á milli landa með vöru og þjónustu skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði: 1. Lán hvers aðila sé eigi hærra en sem nemur 10.000.000 kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í gjaldeyri á almanaksárinu. 2. Lánstími sé eigi skemmri en eitt ár. 3. Gjaldeyrisyfirfærslur vegna lánsins séu í samræmi við ákvæði 8. gr. reglna þessara. 4. Lánssamningar, þ.m.t. allir viðaukar og fylgiskjöl, séu sendir til þess fjármálafyrirtækis sem annast um fjár- magnshreyfingar, innan einnar viku frá undirskrift slíkra samninga. Ákvæði þessarar greinar gilda ekki um lántökur og lánveitingar milli félaga innan samstæðu. 4. gr. Ábyrgðir. Óheimilt er að ganga í eða takast á hendur ábyrgð á greiðslum á milli innlendra og erlendra aðila. Nr. 1082 28. nóvember 2008 Ákvæði þessarar greinar gilda hvorki um ábyrgðir vegna vöru- og þjónustuviðskipta né um ábyrgðir milli félaga innan samstæðu. 5. gr. Afleiðuviðskipti. Óheimilt er að eiga afleiðuviðskipti þar sem íslensk króna er í samningi gagnvart erlendum gjaldeyri, hvort sem um er að ræða gjaldeyris- eða verðbréfasamning eða sam- bland gjaldeyris- og verðbréfasamnings eða sambæri- legra fjármálagerninga. Afleiðuviðskipti sem eingöngu eru vegna vöru- og þjónustuviðskipta falla ekki undir þetta ákvæði. 6. gr. Ýmsir fjármagnsflutningar. Fjármagnsflutningar vegna gjafa, styrkja og annarra fjármagnsflutninga skv. 6. tl. 1. mgr. bráðabirgðaákvæðis laga um gjaldeyrismál, með síðari breytingum, umfram 10.000.000 kr. á almanaksárinu eru óheimilir. 7. gr. Vextir, verðbætur, arður, hagnaðarhlutur og afborg- anir. Vextir, verðbætur, arður, hagnaðarhlutur af fjárfesting- um og samningsbundnar afborganir teljast ekki vera fjármagnsflutningur í skilningi reglna þessara. Laun teljast ekki vera fjármagnsflutningur í skilningi reglna þessara. Fyrirframgreiðslur af fjármálagerningum milli landa eru hins vegar óheimilar. 8. gr. Skilaskylda á erlendum gjaldeyri. Öllum erlendum gjaldeyri sem innlendir aðilar eignast fyrir seldar vörur og þjónustu eða á annan hátt, skal skilað til fjármálafyrirtækis hér á landi innan tveggja vikna frá því að gjaldeyririnn komst eða gat komist í umráð eiganda eða umboðsmanns hans. Takist skilaskylda ekki innan ofangreinds frests skal skýringum komið á framfæri við fjármálafyrirtæki. Skilaskyldu samkvæmt 1. málsl. er unnt að uppfylla með því að varðveita erlendan gjaldeyri á gjaldeyrisreikningi hjá fjármálafyrirtæki hér á landi. Skilaskylda nær ekki til innlendra aðila sem hafa fasta búsetu erlendis vegna starfs eða náms. 9. gr. Úttektir af gjaldeyrisreikningum. Úttekt af gjaldeyrisreikningum eða kaup á gjaldeyri hjá fjármálafyrirtækjum hér á landi skal háð því skilyrði að sýnt sé fram á að notkun fjárins sé í samræmi við reglur þessar. Óheimilt er að taka út af gjaldeyrisreikningum reiðufé í erlendum gjaldeyri, nema sýnt sé fram á að það verði notað til að greiða fyrir vöru eða þjónustu, þ.m.t. ferðalög. 10. gr. Inn- og útflutningur gjaldeyris. Óheimilt er að flytja út gjaldeyri í reiðufé umfram jafnvirði 500.000 kr. hjá hverjum aðila í hverjum almanaksmán- uði. ÚR REGLUM UM GJALDEYRISMÁL ÚTI Í HORNI Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um gjaldeyrismál á Alþingi. Stjórnarandstaðan sat hjá við atkvæðagreiðsluna. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.