Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 18
18 29. nóvember 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Um stöðuna í þjóðmálunum núna þá er full ástæða til þess að vara við. Fólk er reitt, kvíðið, óöruggt og vantreystir öllu og öllum. Undirtónninn er háskalegur. Kröfur sem eru tilræði við réttarríkið komast á kreik; um ákærur án þess að skýrt sakarefni liggi fyrir. Að einhver skipi einhverja í ríkisstjórn, sem ekki þurfi að styðjast við þingræði. Að nafngreindir séu tilteknir söku- dólgar sem svo axli áföllin. Við skulum gera okkur grein fyrir því að ábyrgðin á óförunum liggur hjá miklu fleirum en einhverjum 20 eða 30 einstakling- um. Fólk gat ekki séð bankahrunið fyrirfram en allt annað blasti við. „Góðærið“ var búið til með því að nýta sér sparifé annarra þjóða. Á fimm árum urðu íslensk heimili skuldsettustu heimili í víðri veröld. Íslendingar pöntuðu fleiri nýja Land Cruser-jeppa en nokkur önnur þjóð í heiminum að Rússum undanteknum; allt á lánum. Þúsundir íbúða voru byggðar með innflutningi vinnuafls frá útlönd- um, kostaðar með innflutningi lánsfjár frá útlöndum – og boðnar til kaups gegn lánveitingum frá útlöndum. Hélt fólk að þetta gæti gengið svona áfram? Menn vissu betur – en vildu ekki vita. Margir vöruðu við – en fáir vildu hlusta. Ekkert gat stöðvað framrásina. Íslendingar voru bestir í öllu. Þjóðin sýndi fingurinn og sagði „fokk jú“ við alla þá erlenda aðila, sem vöruðu við. Og hvað um Íslendinga, sem það gerðu? Var hlustað á þá, t.d. Steingrím Sigfússon, sem varaði við yfirlýsingum um að boðið yrði upp á 90% lán til íbúðakaupa? Á Þorvald Gylfason, sem varaði reglulega við skuldasöfnuninni í fjölmiðlum? Á Össur, sem árið 2004 sagði að Íslendingar sætu á „tifandi tímasprengju“? Á þá, sem sögðu varhugavert að lækka skatta í þenslunni? Á Vilhjálm Egilsson, sem varaði ítrekað við því að haldið væri uppi háum vaxtamun milli Íslands og útlanda, sem leiða myndi til óstöðvandi innflutnings lánsfjár í erlendum gjaldeyri og allt of hás gengis krónunnar - og síðan til hruns? Lagði þjóðin við hlustir? Eða fjölmiðlarnir? Stefnan, sem fylgt var, hún var líka innflutt frá útlöndum eins og lánsféð – þ.e. hin óhefta frjálsa markaðshyggja. „Hin dauða hönd ríkisins“ mátti hvergi koma nærri. „Hinn frjálsi markaður leiðréttir sig sjálfur“. Umfram allt bar að forðast vöxt „hins opinbera eftirlitsiðnaðar“. Þarf að rifja þetta upp? Hvernig stóð á því að þessi óhefta markaðshyggja náði slíkri fótfestu á Íslandi – langt umfram það sem gerðist í öðrum ríkjum Evrópu? Að hluta til vegna þess að þjóðin kaus hana yfir sig. Að hluta til vegna þess að þjóðin umbar hana. Við getum nefnt nokkra fánabera þessarar stjórnmála- stefnu; fánabera, sem nú hafa hljótt um sig. Stór hluti þjóðarinn- ar studdi þá. Aðrir „kóuðu“ með. Sökin er hins vegar ekki fyrst og fremst þeirra. Þeir voru bara fánaberar. Örlögunum réði sú stjórnmála- stefna, sem fylgt var. Þess vegna ber okkur nú ekki síður að ræða um pólitík en um einstaklinga þegar við ræðum um sakarefni. Hrun fyrrum Austantjaldsríkja var ekki bara sök Stalíns og Brésnefs og þeirra nóta heldur ekki síður þeirrar stefnu hverrar fánaberar þeir voru - kommúnism- ans. Hrun okkar Íslendinga var ekki fyrst og fremst orsakað af þeim einstaklingum, sem verið hafa fánaberar hins óhefta markaðsbúskapar og þjóðin lyfti til áhrifa - heldur fyrst og fremst af stefnunni sjálfri. Og útrásar „víkingarnir“ - ævintýramennirnir sem þjóðin er nú að þrífa upp skítinn eftir? Hverjir gáfu þeim „víkingsnafn- ið“? Hverjir töldu þá hafa hið sanna „víkingablóð“ í æðum – vera sanna Íslendinga? Hver voru viðbrögðin þegar forstöðumaður greiningardeildar Danske bank og aðrir „illgjarnir” og „öfundsjúkir” útlendingar leyfðu sér að gagn- rýna þá? Hver hefðu viðbrögðin orðið hjá þjóðinni ef „hin dauða hönd ríkisins“ hefði stoppað þá af? Heil kynslóð ungra og vel- menntaðra Íslendinga lifði í skjóli þeirra í þeirri Séð-og-heyrt tilveru, sem einna helst líktist hinni ýktu mynd af aðdragandan- um að hruni Weimarlýðveldisins, sem söngleikurinn Kabarett dró upp. Þjóðin hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli, það er satt og rétt. En miklu fleiri deila þar sök en bara vonda fólkið á Alþingi. Nürnberg-réttarhöld yfir ein- hverjum fáum klára ekki málið. Það einfaldlega má ekki gerast að uppgjörið verði einungis fólgið í því að einhverjum millistjórnanda verði varpað á bálið eins og gerðist í olíufélagahneykslinu og þar með teljist málinu vera lokið. Við öll, sem myndum þessa þjóð, verðum að horfast í augu við okkur sjálf og gera okkur grein fyrir að við berum hvert og eitt hluta af þessari sök. Sumir með því bókstaflega að hafa valdið áfallinu, aðrir með því að hafa meðvirkað og enn aðrir með því að hafa ekki viljað hlusta - eða ekki þorað að tala. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og alþingismaður. UMRÆÐAN Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar um þjóðkirkjuna Síðastliðinn sunnudag flutti ég útvarps-predikun. Vegna viðbragða Biskups- stofu vil ég árétta eftirfarandi. Stjórnarskrá lýðveldisins kveður á um verndun evangelískrar lúterskrar kirkju. Frjálsar evangelískar kirkjur hafa vaxið gífurlega undanfarinn áratug hér á landi, vel á annan tug þúsunda tilheyra þeim í dag. Um það bil 65.000 Íslendingar hafa kosið af frjálsum vilja að standa utan þjóðkirkjunnar. Hlutfallslega fækkar í þjóðkirkjunni þrátt fyrir alla hennar árlegu ríkis milljarða. Þúsundir hafa skráð sig út en margfalt færri skráð sig inn. Kristni er eitt, en ríkisstyrkt þjóðkirkja er allt annað. Þetta er í samræmi við jákvæða þróun mála í löndunum í kring og víðast hvar í heimi og þetta er jákvæð þróun fyrir kristni í landinu. Á þetta hef ég bent. En það ámælisverða er að þjóð- kirkjustofnunin lætur nú enn sem hún sé eina kristna trúfélagið í landinu. Einmitt nú á föstudag mun auka-kirkjuþing afgreiða til kirkjumálaráðherra drög að nýjum þjóð- kirkjulögum. Þar er látið sem frjálsir lúter- skir söfnuðir séu ekki til! Þjóðkirkjan og kirkjumálaráðherra ætla ein áfram að höndla með gjörvallan trúarlegan arf allra landsmanna. En það var einmitt fyrir ára- tug sem gömlu lögin og samningur milli ríkis og þjóðkirkju útilokuðu frjáls evangel- ísk lútersk trúfélög frá sínum réttmæta trú- arlega arfi. Mótmælum Fríkirkjunnar var þá ekki sinnt. Í drögunum er að finna nýmæli sem virðast beinlínis sett öðrum trúfélögum til höfuðs. Kirkju- legur arfur allra landsmanna er ekkert einkamál einnar stofnunnar eða ráðuneytis. Hér eru á ferð- inni drög að siðlausri löggjöf sem sundrar. Full þörf er á að vara þjóðina við. Höfundur er prestur og forstöðumaður Fríkirkjunnar í Reykjavík. Siðlaus þjóðkirkjulög Vandinn lá í stefnunni HJÖRTUR MAGNI SIGHVATUR BJÖRGVINSSON Í DAG | Bankahrunið Skopteiknari í gálganum Skopteiknarinn frægi sendi Halli Hallssyni nýja skopteikningu en þar sést teiknarinn sjálfur hanga í Moggagálganum. Var þetta þakklæt- isvottur hans til Halls sem nýlega gagnrýndi ritstjóra Morgunblaðsins og sagði hann að þeim sem ekki samsinntu þeirri nýju stefnu blaðsins, að Ísland ætti að ganga í ESB, væri kastað út en Evrópusinnar ráðnir í staðinn. Þar sagði hann „Meira að segja Sigmund var settur í gálgann til þess að knýja fram hina nýju stefnu.“ Hann var sem sagt ekki rekinn fyrir að hanga í vinnunni. Furðuváfugl Hallur er aldeilis á skjön við þessa Evrópustefnu en hann var að gefa út bókina Váfugl þar sem varað er við því að Íslendingar taki það víxlspor sem felst í því að ganga í ESB. Það er athyglisvert að bókin er sögð vera söguleg skáldsaga um framtíð þjóðar. Þetta er algjör nýlunda í sagnfræði og býður upp á mikla möguleika. Kannski að maður fari að kynna sér sögu 22. aldar. Fleiri mótmæli, takk! Við Íslendingar erum kannski ekki svo misheppnaðir í her- ferðum og mótmælum eftir allt saman. Í fyrradag voru tvær gullfallegar stúlkur á nærbuxunum einum saman að brýna það fyrir okkur að vera ekki í loðfeldi. Eflaust hafa fjölmargir hugsað sem svo að það væri um að gera að gefa stúlkum sem þessum færi á að mótmæla sem mest. Þannig að ef einhvern tímann er ástæða til að klæðast loðfeldi þá er það nú. jse@frettabladid.is Rauðarárstíg 6 Sími: 567-7888 www.art2b.is Nýtt sölugallerý Vönduð olíumálverk og listmunir eftir íslenska og erlenda listamenn. Verið velkomin í glæsilegan sýningarsal okkar, sjón er sögu ríkari. V iðskiptaráðherra hefur ákveðið að breyta ráðuneyti sínu í ráðuneyti hafta og gjaldeyrisskömmtunar. Samhliða hefur Alþingi samþykkt að framselja Seðlabankanum vald til að stýra gjaldeyrisskömmtunarkerfi með öllum gömlu refsiheimildum haftaáranna. Skömmtunarstjórn verður nú aðalhlutverk bankans. Ákvæði laga um sjálfstæði Seðlabankans hefur vikið að hluta til með því að viðskiptaráðherra þarf nú að samþykkja haftareglur bankans. Í reynd hefur yfirstjórn bankans verið skipt milli for- sætisráðuneytisins og ráðuneytis hafta og gjaldeyrisskömmtunar. Það viðamikla nýja vald sem Seðlabankanum er fengið varðandi framkvæmd haftastefnunnar sýnir að bankastjórnin nýtur óskor- aðs trausts til slíkra verka. Aðalhlutverk Seðlabankans er nú að stýra fjármála- og viðskipta- umhverfi sem í eðli sínu byggist á pólitískri mismunun. Þegar hefðbundnum aðferðum við stjórn peninga- og viðskiptamála er vikið til hliðar eins og gert hefur verið losnar ríkisstjórnin, meðan það ástand varir, við að taka á þeim vandamálum sem risið hafa vegna vantrausts á Seðlabankanum. Bankinn gegnir einfaldlega ekki lengur hlutverki sem kallar á traust. Allra athyglisverðast við nýju haftalöggjöfina er að henni fylgir ekki yfirlýsing um nein önnur áform í peningamálum eða um nýja framtíðarmynt. Skortur á slíkri stefnumörkun veldur því að með engu móti er unnt að ræða þessa skipan mála á þeirri forsendu að hún sé ákveðin til skamms tíma eða bráðabirgða. Kreppan sem hófst með verðbréfafallinu 1929 leiddi til hafta- og skömmtunarstjórnar á Íslandi í þrjá áratugi. Það tímabil hófst einmitt með tiltölulega einföldum og sakleysislegum reglum um skilaskyldu á gjaldeyri. Smám saman varð haftareglukerfið flóknara og viðameira. Það þurfti að stoppa í göt á kerfinu. Höft- in veiktu framleiðslugetuna. Takmörkuð verðmætasköpun kallaði síðan á meiri höft. Saga þrjátíuárahaftanna byrjaði með nákvæmlega sömu yfirlýs- ingum um skammtímaráðstafanir eins og fylgja þessum ákvörð- unum. Pólitíska baksviðið var að því leyti líkt að menn komu sér ekki saman um nýja stefnu í peningamálum. Rökstuðningurinn fyrir höftunum þá var nákvæmlega sá sami og nú. Að auki er nú efnt til pólitískra deilna um flestar ákvarðanir nýju ríkisviðskipta- bankanna. Það minnir óþyrmilega á sögur af viðskiptabankahátt- um haftaáranna. Að einu leyti er þó verulegur munur á aðstæðum nú og í byrjun gömlu haftasögunnar. Í dag vitum við að þær ráðstafanir sem ráð- herra hafta og gjaldeyrisskömmtunar hefur kynnt eru vegvísir að leiðinni til fátæktar. Spurningin er þá þessi: Dugar sú þekking til að koma í veg fyrir að nýju höftin verði að varanlegum veruleika? Svarið er óvissu undirorpið. Það ræðst af því hvort ríkisstjórnin kynnir ný áform í peningamálum eða ekki. Hugsanlega má líta svo á að nýju haftalögin feli í sér viðurkenn- ingu ríkisstjórnarinnar á að krónan dugi ekki sem gjaldmiðill. Slík jákvæð túlkun á þessum gerningi festir þó tæpast rætur nema í kjölfarið fylgi yfirlýsing um trúverðuga framtíðarstefnu í pen- ingamálum og ákvarðanir um yfirstjórn peningamála sem nýtur trausts heima og erlendis. Að þessu virtu sýnast nýju haftalögin að öðru óbreyttu auka á óvissuna. Á hana var ekki bætandi. Verðmæti haftakrónunnar verður alltaf falskt. Það er því kallað á framtíðarstefnu. Tímabundin skilaskylda var byrjunin. Þjóð í hafti ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.