Tíminn - 16.02.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.02.1982, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 16. febrúar 1982 7 Eigum fyrirliggjandi örfáa af hinum vinsælu AGROMET áburðardreifurum fyrir 350 kg. Verð með drifskafti kr. 3.300,00 VHÆcce Sundaborg 10 — Simar 8-66-55 8 8-66-80^ Jarötætari 60" um kr. 9.500,00. Jarðtætari 70" um kr. 12.000,00. VHABCC6 Sundaborg 10 — Simar 8-66-55 & 8-66-80 erlent yfirlit Viola og Galtieri VETRARVERÐ Argentínskur her til El Salvador? ■ Isabei Peron f Madrid Fyrstu mánuðina, sem hann fór meö völd, færðist dýrtiðin , sem hefurgert Argentinu fræga, enn i aukana og komst yfir 120%. Jafn- framt magnaðist lika atvinnu- leysi. Sennilega hefur þetta átt sinn þátt i þvi, að þvi var lýst yfir siöastliðið haust,að Viola hefði tekið sér veikindafri, enda þótt ýmsir fréttaskýrendur drægju i efa veikindi hans. Tveir menn gegndu forsetaembættinu i skamman tima hvor i fjarveru hans. Að lokum var svo tilkynnt, að Viola hefði alveg dregið sig i hlé og afsalað sér forsetaem- bættinu. Galtieri var kjörinn eftirmaður hans. Galtieri.sem er 55 ára gamall, hefur hafizt til valda á skömmum tima. Arið 1976, þegar Isabel Peron var steypt af stóli, var hann óþekktur undirforingi sem stjórnaði baráttu gegn skæru- liöum. Helzt vakti þaö athygli i sambandi við hann, að hann var minna mestur vexti eða meir en tveggja metra hár og þreklegur að sama skapi. Galtieri hefur ákveðiö að halda áfram yfirhershöfðingjaembætt- inu, ásamt forsetaembættinu. Hann telur sig þurfa að hafa full yfirráö yfir hernum. EITT af embættisverkum Viola sem getur átt eftir aö draga dilk á eftirsér varað leyfa Isabel Peron að fara úr landi. Þegar herinn svipti hana völdum, var hún fyrst sett i stofufangelsi og fleiri mál höfðuð gegn henni.Eftir dómunum yfir henni hefði hún að réttu lagi átt aö sitja nú i fangelsi. Viola lét undan kröfum fylgismanna henn- ar að veita henni náðun og leyfa henniað fara úr landi. Hún dvelur nú á Spáni. Enn er fylgi Peronista öflugt i Argentinu. Fréttaskýrendur telja liklegt, að forsetaefni þeirra myndi ná kjöri, ef efnt væri til kosninga og vafalitið yrði Isabel sigursælasta forsetaefni þeirra. Það á hún þó ekki hinni skamm- vinnu stjórn sinni að þakka, heidur hinum látna eiginmanni sinum, Juan Peron og þó öllu heldur fyrri konu hans, Evu Peron. Isabel Peron lætur litið á sér bera i útlegðinni, en er þó talin hafa allgóð sambönd viö flokks- menn sina. Þótt stjórn hennar þætti ekki takst vel hefur vegur hennar vaxið siðan herinn tókvið stjórninni 1976 Hryöjuverkum hefur stórfjölgað og sú skoöun . hefur styrkzt að þar sé lögreglan mest að verki. Þótt ísabel tækist illa efnahagsstjórnin hefur hún tekizt enn verr hjá hershöföingj- unum. Það er þvi alls ekki talið útilokað að Peronistar eigi eftir að komast til valda i þriðja sinn, en Juan Peron var forseti Argen- tinu 1946-55 og aftur 1973-1974. Eftir fráfall hans 1974, stjórnaöi kona hans i tvö ár, en Peron haföi látiö kjósa hana varaforseta sinn. Fer Galtieri í slóð Castrós? ■ FYRIR nokkrum dögum komst sá orðrómur á kreik, að rikisstjórn Argentinu hefði i undirbúningi að senda herlið til E1 Salvador til stuðnings her- stjórninni þar. Reynist þessi orðrómur réttur, myndi Argentina taka að sér svipað hlutverk fyrir Bandarikin i E1 Salvador og Kúba fyrir Sovét- rikin i Angóla. Engin staðfesting hefur enn fengizt á þessum orðrómi. Ef til vill rekur hann rætur til þess, að 22. desember siðastliðinn kom nýr forseti til valda i Argentinu, Leopoldo Fortunato Galtieri, sem er mikill hægri maður. Hann hef- ur verið talinn liklegur til að láta að sér kveða jafnt innanlands og utan. Það getur einnig hafa styrkt þennan orðróm að argentinski herinn er talinn sá öflugasti i Suður-Ameriku og gæti þvi helzt látið til sin taka erlendis. Þess er einnig að gæta að her- stjórnin i E1 Salvador nýtur stuðnings allra rikisstjórna i Suöur-Ameriku, einnig þeirra, sem eru lýðræðislega kjörnar, eins og i Venezúela og Cólombiu. Hugsanlegt væri þvi að þær lýstu yfir stuðningi við áðurnefnda i- hlutun Argentinu ef til hennar kæmi. Þótt ýmislegt gæti þannig bent til að þessi orðrómur hefði við rök að styðjast, verður hitt þó aö telj- ast eins liklegt, að hér sé fyrst og fremst um aö ræða vangaveltur, sem ekki komi til framkvæmda. GALTIERI forseti hefur lika i nógu að snúast, þótt hann láti her Argentinu ekki skerast i leikinn i E1 Salvador. Efnahagsástandiö hefur oft verið bágt i Argentinu, en þó aldrei bágbornara en nú. Forsetaskipti urðu i Argentinu á siðastliðnu vori. Jorge Rafael Videla hershöfðingi sem herinn geröi að forseta 1976, þegar Isabel Peron var svipt völdum, lét þá af forsetaembættinu, en við þvi tók náinn vinur hans, Roberto Eduardo Viola hershöföingi. Mikil átök höfðu átt sér stað innan hershöfðingjaklikunnar áöur en Viola var útnefndur for- seti, en stuðningur Videla við hann réði úrslitum. Helzti keppinautur Viola um forsetatignina var Galtieri, sem þá var æðsti maður hersins. Hann var studdur af hægri mönnum, sem töldu Viola ekki nógu harðan i horn að taka. Jafnframt hafði hann látið á sér skilja aö hann myndi vinna að þvi á kjörtimabil- inu að koma á lýðræðislegri stjórn i landinu að nýju. Það þótti reynt fljótt,að Viola væri ekki vandanum vaxinn. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar VETRÁRVERÐ á Agremet tæturum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.