Tíminn - 16.02.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.02.1982, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 16. febrúar 1982 „Það er útilokað að virkja uppbyggingu hins islenska iðnaðar miðstýrt frá ein- hverju skrifborði embættismanna eða stjórnmálamanns. Þarna riður fyrst og fremst á að grunnur atvinnulifsins sé réttur, að álögur séu ekki meiri en i þeim löndum þar sem okkar iðnaður á að keppa”. hafa menn mikið talað um inn- flutt húsgögn. Mér virðist það sem ég hef skoðað til, að innlend húsgagnaframleiðsla standi yfir- leitt verulega framar þeim inn- flutningi, sem fram fer á þessu sviði. Mér sýnist þess vegna nauðsynlegt, að gæðamati verði komið á i fyrsta lagi sem neyt- endavernd og minni þá enn á innflutning tilbúinna húsa, sem gert hefur verið að umræðuefni hér á Alþingi og veruleg hætta er fólgin i, en jafnframt vegna þess að það er alveg ljóst, að við- skiptalönd okkar beita sliku gæðamati beinlinis sem hömlun i innflutningi. Þaðeralveg ljost, að mörg okkar viðskiptalönd beita sliku gæðamati sem nokkurs konar ,,non tarife barrier”, sem þeir kalla, og islensk iðnfyrirtæki hafa orðið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar fyrir barðinu á þvi að vörur þeirra eru settar i gæðamatáður en innflutningur er heimilaður, en siðan tekur mánuði eða hálft ár að fá ein- hverja afgreiðslu frá sli'ku gæða- mati, það er einfaldlega svo mikið sem liggur fyrir , að það er ekki hægt að koma málinu þar i gegn og það dregst og dregst. Ég vil sérstaklega leggja eru verðmæt og það er áriðandi að Alþingi marki stefnu á þvi sviðiað efla einmitt framleiðslu i lifefnaiðnaði og nýtingu þessara mikilsverðu hráefna. Annað sem i' hugann kemur þegar um þetta er rætt, er auð- vitað sjóefnavinnslan, fram- leiðsla salts og magnesium- málms og annars sliks. Ég ætla ekki að fara nánar út i það hér nú en fjölbreytilegur og margvis- legur efnaiðnaður er mögulegur hér einmitt á grundvelli sjávarins. Ég vil vekja athygli á þvi að íslendingar eiga mikla orku i sinu landi og kannske meiri orku á ibúa heldur en nokkur önnur þjóð veraldar. Það er hægt um vik að bera saman við Kanadamenn, þeir eiga mikla orku og miklar auðlindir i jörðu. Kanadamenn eru komnir það langt að þeir nota og nýta meiri orku á hvern ibúa i landinu en nokkur önnur þjóð veraldar. Eigi að síður eru Kandamenn ekki rik þjóð á mælikvarða þeirra þjóða, sem við viljum helst bera okkur saman við. Kanadamenn eru nánast fátæk þjóð, ef borin er saman þjóðarframleiðsla pr. ibúa miðað við þær þjóðir, sem við viljum helst bera okkur saman viö. En hvernig stendur á þvi úr áherslu á það hugtak, sem þeir hafa mótað, virk yfirráð i orku- iðnaði og atvinnulifi landsmanna, sem felur i sérekki aðeins það að tslendingar eigi meirihluta i þessum fyrirtækjum vegna þess að meirihluta aðild tryggir ekki virk yfirráð, heldur að tslend- ingar taki sjálfir að sér tækni- málin i eins rikum mæli og unnt er og markaðsmálin einnig. Heimurinn er ekki það flókinn, Islendingar verða að stiga það skref, að markaðsmál orku- iðnaðar verði mikilvæg atvinnu- grein i þessu landi. öðrum kosti er sú hætta fyrir hendi, að við lendum i svipuðum sporum og þær þjóðir, sem að verulegu leyti hafa nýttsinar orkulindir en njóta ekki afrakstursins af þeim i þeim mæli sem skyldi. Við stöndum á timamótum i' þessari stefnu- mörkun um atvinnulif á þessu landi, svipað og við íslendingar gerðum, þegar við færðum út fiskveiðilögsöguna. Menn veröa að gera sér grein fyrir þvi, að þegar við færðum út fisk- veiðilögsöguna og efldum okkar skipaflota til þess að sækja fisk- inn, þá lögðum við grunninn að þvi lslandi sem við búum i i dag. Ef þau skref hefðu ekki verið stig- in þá og þurfti þó til að rifta áherslu á grundvöllinn sjálfan, þegar rætt er um eflingu inn- lends iðnaðar. Hann er það sem skiptir máli. Ef hann er réttur, þá laðast sem flestir að þvi að efla þessa atvinnugrein, taka þátt i henni og fyrirtækin blómstra. I þessu sambandi er auðvitað rétt, sem fram hefur komið, að þær iðngreinar sem nýta orkuna, þær iðngreinar, sem nýta sérstaklega innlent hugvit og þær iðngreinar sem nýta innlend hráefni sérstak- lega ættu að hafa meiri mögu- leika en aörar. Enn á ný vil ég benda á, að Islendingar sem mflriir matvælaframleiðendur, Islendingar sem framleiðendur fiskafurða á heimsmælikvarða eiga mjög mikla möguleika i nýtingu fisk- og sláturúrgangs. Það er ljóst, að e.t.v. sá iðnaður, sem hvað mest dafnar i iðn- rikjunum i dag er einmitt fram- leiðsla margs konar lifhvata, enzyma og hormóna einmitt úr fisk-og sláturúrgangi. Þar virðist vera feiknarlegur vöxtur og nýting þessara afurða á hinum ýmsu sviöum er stöðugt aö vaxa og sviðin að verða fleiri. ts- lendingar eiga þarna mikla möguleika. Fiskúrgangurinn hjá okkur getur leitt okkur inn iég vil segja beinlinis stóriðju á þessu sviði.Hráefnin eru til staðar, þau eru nánast ekkert notuð, en þau þvi að þeir eiga þessar miklu orku- og auðlindir og hafa nýtt þær þegar i' þessum mikla mæli? Skýringin er sú að þeir hafa ekki virk yfirráð yfir atvinnulifi sjálfir. Það er meginpunturinn. Það eru erlend fyrirtæki, sem eiga og reka þennan afrakstur auðlind- anna i Kanda. Kanadamenn selja þessum erlendu fyrirtækjum, sem i ,mörgum tilvikum eru b.'mdarísk , orkuna á tiltölulega lágu verði og siðan vinna Kanadamenn hjá þessum fyrir- tækjum og hafa svona sæmileg laun fyrir það. Þarna held ég að sporin hræði. Ég held að við sjáum hvað þarna hefur skeð, og ég held þess vegna, að virk yfir- ráð tslendinga sjálfra yfir þessu atvinnulifi, sem upp af þessum auðlindum sprettur, sé megin- mál. öðrum kosti er veruleg hætta á þvi að okkar land verði nokkurs konar hálfnýlenda er- lendra stórfyrirtækja, að islensk þjóð verði nokkurs konar vinnu- mannaþjóð hj'á erlendum stór- fyrirtækjum. Og ég vek athygli á þvi að einmitt stefnan á þessu sviði núna áður en lengra er haldið felur i sér grunninn að þvi hvers konar þjóðfélag það verður, sem tslendingar munu lifa i hér um aldamótin. Framsóknarmenn hafa þess vegna lagt megin- samningum sem búið var að gera og virða þá ná nánast að vettugi þá væru lffskjörin önnur i þessu landi en þau eru nú. Þegar Islendingar hófust handa viö það að nýta sinar fiskiauð- lindir sjálfir, þá stigu þeir það skref að eiga sin fiskiskip sjálfir. Það kann að vera að menn hafi eitthvað greint á um það á sínum tima hvort tslendingar skyldu eiga sina togara eða hvort útlend- ingar ættu að einhverju leyti að koma inn i það. Sem betur fer var það alveg ráðandi stefna, að tslendingar eignuðust sjálfir tog- skipin, og þeir nýta sin fiskimið sjálfir. Það er grunnurinn undir það þjóðlíf.sem á tslandi er i dag. A sama hátt verður það grunnurinn undir okkar þjóðlifi um aidamótin, að tslendingar sjálfir hafi forræði yfir atvinnu- lifinu í þessu landi, að þeir marki þá stefnu að þeir hafi virk yfirráð yfir þessu atvinnulifi, en verði ekki nokkurs konar hálfnýlenda erlendra fjölþjóðafyrirtækja. Hér er um svo stórt mál að ræða að hjá þvi verður ekki komist að gera það að umræðueíni.að i þess- ari annars itarlegu og að mörgu leyti athyglisverðu þál. tillögu sjálfstæðismanna er þetta atriði ekki með. frímerkjasafnarinn »RGE 200 !! ,)W Noregur - Svíþjóð Noregur ■ Norðmenn gefa út smá- merki i sömu stærð og við sem „brúksmerki”, og hófst þessi útgáfa hjá þeim 1977. Þar sem burðargjöld i Noregi hækka þann 1. mars og þegarervitað hvað þau verða, þá erog búið að ákveða útgáfu merkja til að mæta þessari burðargjaldahækkun. 5 ný verðgildi verða gefin út i sam- stæðunni til að mæta þessum hækkunum, en það eru verð- gildin 1,75 kr. 2,00 kr. 2,25 kr. 2,75 kr. og 3,00 kr. Þar sem við höfum myndefnið fána, er þeirra myndefni, þekktir staðir. Nú hefir svo póst- stjórnin norska tekið upp þann hátt, að i stað þess að skipta bara um verðgildi á merkjum meö sömu myndum og eru i notkun, þá eru nú gefin út ný frimerki með nýjum myndum og með góöum fyrirvara. Þann 16. febrúar kemur sam- staðan eða þessi hluti sam- stæöunnar út og eru þar myndir af: Minnismerki sjó- manna i Stavern. Stórbærinn Tofte á Dovra. Óskarshöllin i Osló. Dams húsið i Bergen og Selje klaustrið i ytri Norður- firöi. Norðmenn eiga ekki aðeins kirkjurnar, þar sem bygg- ingarlist úr tré hefir risið hæst, heldur og Dams húsið i Bergen, sem er stórkostleg- asta rokokkóby ggingin úr tré, sem er að finna i Noregi. Sumarhöll Öskars konungs Svia ogNorömanna hefirlöng- um veriö eitt af meistaraverk- um byggingarlistarinnar, ekki aöeins sem bygging, heldur ekki siður sökum allra lista- verka úr tré og málverkanna er skreyta húsið að innan. Merkin eru prentuð i stál- prentun hjá seðlaprentsmiðju Noregsbanka og listamenn- irnir sem lagt hafa hönd að verki eru: Knut Lökke Sören- sen, Sverre Morken og Henry Welde. Þá er heimsmeistarakeppn- in á skiðum einn aöaliþrótta- viðburður ársins i Noregi og fer fram i Holmenkollen. Raunar höfðu verið gefin út frimerki i 90 ár i Noregi, áður en fyrsti skiðastökkvarinn birtist á norsku frimerki. Svo kom lítil 1 herflokkur skiða- manna á Lundúnamerkjunum árið 1945. Svona hefir svo haldið áfram, að Noregur hef- ir getið þess æ oftar á þessum „nafnspjöldum þjóðarinnar” að hér væri skiðaþjóð á ferð. Enn koma skiðamerki frá þessu landi iþróttarinnar, einnig þann 16. febrúar. Póst- málastjómin minnist heims- mástarakeppninnar i norræn- um greinum, með þvi að gefa úttvöfrimerkiaf þessu tilefni. Sama skeði er samskonar Sigurður H. Þorsteinsson skrifar keppni átti sérstað 1966, en þá komu út fjögur merki. Hin nýju frimerki eru teikn- uð af Leif F. Anisdahl og eru i einfóldum dráttum ef svo má segja og i fánalitum þjóðar- innar. Þá verða ennfremur þrir mismunandi sérstimplar notaðir af þessu tilefni. A opnunardeginum er sérstakur stimpill. Þá er önnur mynd á stimpli þeim er notaður verður þá daga sem keppt er, enþriðja myndin verðursvo á stimpli lokadagsins. Keppni þessi stendur frá 17. til 29. febrúar. Þá gefur nefndin sem sér um keppnina út sérstök kort til að láta stimpla fri- merkin á, svo að hlutur fri- merkjasafnara verður hreint ekki svo lítill i þessari keppni. Sviþjóð Enn kemur 16. febrúar við sögu, en þá hjá Svium. Þeir gefa þann dag út tvær sam- stæöur frimerkja. önnur þeirra er til að m innast aldar- afmælis ævintýrahöfundarins John Bauer (1882-1918) en hann bjó: bæði til ævintýri um prinsessur og tröll og myndir hans af sögupersónum ævin- týra eru dnstakar i sinni röð. Hann sótti raunar um upptöku i konunglegu myndlistaraka- demiuna er hann var 16 ára, en varð að biða i nokkur ár. Ekki var það sökum þess að hann væri ekkihæfurfrá lista- hæfni sjónarmiöi. Nei.þaðvar aldurinn, það þótti ótækt að hleypa svo ungum manni i þennan merka skóla. Þetta verða 4 merki, sem gefin eru út i' hefti með verð- gildinu 1,65 kr. Stálprentuð eru merkin i prentsmiðju Póstmálastjórnar. Þá koma út sama dag 5 almenn merki i verðgildunum: 0,25 aurar með mynd af óhlutrænu listaverki sömuleiðis 50 og 75 aurarmeð myndum af slikum verkum. 1,35 kr. meö mynd af hinum nafnlausa blaðbera.sem vim- ur störf sín fyrir allar aldir á morgnana. Loks 5,00 kr. merki með myndinni Graziella eftir Carl Larson. Sömu prentunaraöferð er beitt hjá sömu prentsmiðju. Teikningar frimerkjanna hafa gert: Osrar Reutersvard, Svenolof Ehrén og Carl Lar- son. Merkin eru grafin af Cze- slav Slania, Mavjor Franzén, Zlatko, Jakus og Arne Walhorn. Kannske var ekki alveg rétt að tala um óhlutrænar myndir héraðofan frekarum ómögu- legar myndir. Þær eiga það allar sameiginlegt að sýna myndefni sem er þannig samansett að augað neitar að þetta sé hægt, sé verkið skoðað nánar. En mynd- fletimir eru hreinir og falleg- ir. (Sjá myndir).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.