Tíminn - 16.02.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.02.1982, Blaðsíða 13
12 Þriöjudagur 16. febrúar 1982 Þriðjudagur 16. febrúar 1982 Jörð til sölu Jörðin Burstarbrekka i Ólafsfirði er til sölu, ef viðunandi verð fæst. Á jörðinni eru nýlegar góðar byggingar og henni fylgir veiðiréttindi i ólafsfjarðarvatni. Jörðin er i 2ja km. fjarlægð frá bænum. Allar upplýsingar veitir eigandi jarðar- innar, Konráð Gottliebsson, Burstar- brekku, simi 96-62462. Rauði kross íslands heldur NÁMSKEIÐ i aðhlynningu sjúkra og aldraðra 8.-12. mars næstkomandi i kennslusal Rauða krossins i Nóatúni 21, R. Kennsla hefst kl. 18.00 á kvöldin. Umsóknir sendist skrifstofu Rauða kross íslands, Nóatúni 21, Reykjavik, fyrir 25. febrúar nk. og þar eru veittar frekari upp- lýsingar. Skilti - IMafnnælur - Ljósrit Nafnskilti á póstkassa og úti- og innihurðir úr plastefni. Ýmsir litir i stærðum allt að 10x20 cm. Nafnnælur i ýmsum stærðum og litum. Ljósritum, pappirsstærð: A4, A5, B4. Skilti og Ljósrit Hverfisgötu 41. — Simi 23520 Land-Rover Eigum ávallt mikið úrval af Land- varahlutum á mjög hagstæðu verði Girkassahjól Girkassaöxlar Öxlar aftan öxulflansar Kambur/Pinion Stýrisendar Hurðarskrár Motorpúðar Hraðamælisbarkar Pakkdósir Tanklok o.mil. Sendum i póstkröfu. Bílhlutir h/f Suðurlandsbraut 24 — Reykjavik. S.38365. SUNN- LENDINGAR Fjölbreytt úrval Ýsa — Ýsuflök — Lúða — Gellur — Kinnar — ofl. ofl. Tökum fisk í reyk Fiskbúð Glettings Gagnheiði 5, Selfossi »?*au 13 fréttafrásögn „ÞETTfl ER OFT SUKKSAMT I VETRARVEÐRUM” Tíminn heimsækir hafnsögumenn við Reykjavíkurhöfn ■ 1 Eeykjavik hefur veriö fastur lóðs frá þvi á slðustu öld og þenn- an starfa höfðu jafnan með hönd- um gegnir og góðir skipstjórnar- menn, sem margir höföu dregið nökkvann i naust að langri sjó- mannsævi lokinni, likt og Þorgeir i Vik i kvæði Ibsens. Þótt nú sé starf lóðsins eða hafnsögumanns- ins orðið meö öörum og nýtisku- legri hætti, hafa hafnsögumenn- irnir við Reykjavikurhöfn enn langa skipstjórnarævi að baki enda hefur skipum úr fjarlægum heimshlutum jafnan verið vel borgið i þeirra höndum. Við Tima menn útum við hjá hafnsögu- mönnum nýlega og áttum spjall við þá um störf þeirra og fengum að auki aö fljóta með hafnsögu- bátnum Jötni um borð i leiguskip „Hafskips”, Lynx.sem var rétt i þvi að koma frá Haugasundi. „Helsta breytingin sem orðið I Rolf Flatset, skipstjóri og Páll Björnsson hafnsögumaður leggja sig allir fram við „navigasjónina”, en þeir yngri fylgjast með af athygli. (Timamynd Róbert). ■ Lynx frá Bergen bfður eftir lóðsinum (Timamynd Róbert) hefur á þessu frá þvi er ég byrjaði hér árið 1955, er sú að skipin eru sifellt að verða stærri”, segir Einar Thoroddsen yfirhafnsögu- maður við Reykjavikurhöfn frá 1962. Skipakomum hefur ekki fjölgað svo mikið, en rúmlesta- fjöldinn er þvi meiri. Sem betur fererSundahöínnú komin i' gagn- ið en án hennar væri ógjörningur að anna þessu. Oftast nægir sá bátakostur sem við höfum, en þegar mest er um að vera er hann of litill. Við erum nú með Magna sem er fyrsta stálskip smiðað á Islandi, en hann er byggöur i Sál- smiðjunni 1955 og er 183 lestir. Gamli Magni sem var þýskur gufudráttarbátur var stærri, yfir 200 lestir og var búinn að duga vel, þegar sá nýi leysti hann af hólmi, en sá gamli var smiðaður 1923. Auk nýja Magna erum viö með Jötunr sem byggður er 1965 og Haka sem er orðinn aldraður, byggður 1947. ■ Tor Sörensen stýrimaður. Þeir Rolf Flatset skiptast á um skipstjórnina þegar annar tekur sér fri. (Tímamynd Róbert). að lofa ykkur að vera meö út i Lynx, sem liggur hér úti fyrir núna, — ég held að tollararnir séu búnir að kiarera skipið og óhætt að leggja i hann”. 25 þusund tonna Rússar A leið um borð í Jötunn stað- festir Páll Björnsson sem verið hefur hafnsögumaður frá 1960, þau orð Einars að skipin fari si- fellt stækkandi. „Rússarnir sem hérna koma eru sumir 25 þúsund lestir. Það eru þau skip sem koma með dieseloliuna og þau losa hér i úti i örfirisey. Þar eru nú verið að gera sérstakan garð og bæta mót- tökuskilyrði. Kannske verður bensinið losað þar lika bráðum, en það er nú losað i Skerjafirði. Skipin sem fara i Skerjafjörð eru ekki eins stór, þetta 16-20 þúsund tonn. Það er ekki alltaf leikur Oft sukksamt i vetrarveðrum „Við vinnum hér á þriskiptum vöktum, hafnsögumennirnir, en viö erum nú 6-7 talsins. A bátun- um eru svo 10 menn og er sá hátt- ur á haföur að tveir menn fylgja hverjum hafnsögumanni aö störf- um. Við förum á móti skipum hér út að dufli 7, en þó alla leið út að Gróttu, ef þess er óskað. Þetta er oft sukksamt starf i vetrar- veðrum, þvi talsverð kólga og sjór er oft hér úti fyrir”. Þú ertsjálfur gamall skipstjóri, Einar? „Já, ég var skipstjóri frá 1942 til 1955. Siðast var ég með togar- ana Pétur Halldórsson og áður á Jóni Þorlákssyni frá B.Ú.R. Mitt fyrsta skip var annars Baldur frá Bildudal og Forseti en þessi skip vorubæði i eigu „Hængs” hf. sem Gisli Jónsson, alþingismaður átti. En þið ætlið vist ekki að fara að rekja garnirnar úr mér um minn sjómehnskuferil? Það gæti orðið efni i viðtal sem entist i nokkur blöð. Hann Páll Björnsson ætlar ■ Slökkviliö og lögregla beiö eftir dynamitfarminum á kajanum (Timamynd Róbert). Einar Thoroddsen, yfirhafnsögumaöur. (Timamynd Róbert). “ fyrirokkurað „maneuvera með þessi skip en þó er sú bót i máli aö mörgerukomin meö hliðarskrúf- ur sem létta verkið og nokkur skip eins og hjá Eimskip eru meö Becker-stýri, sem auðveldar þeim mikið að athafna sig. f vondum veðrum koma tal- stöðvarnar lika að miklu haldi, þvi þá getum viö látið skipin elta okkur úr ólgusjó og innar, þar sem lygnara er”. Hafnsogumaður og skipstjóri fylgjast að Nú er komið niður á hafnar- bakka og senn kemur Jötunn ösl- andi upp að og við stigum um borð. Með okkur Timamönnum eruþrirnemar úr framhaldsdeild Samvinnuskólans i starfskynn- ingu og hitta um borö tvo jafn- aldra sina, sem eru i starfskynn- ingu lika og eru að kynna sér störf hafnsögumanna. Það er þvi nokk- ur þróng á þingi um borö í Jötni sem þrátt fyrir nafnið er ekki störskip. En Hreinn Sveinsson skipstjóri og Páll hafnsögumaður láta sem ekkert sé enda er mikiö bliðskaparveður og litil hætta á að menn falli fyrir borð þrátt fyrir þröngina. Við leggjum þvi óhikaö i hann og sjórinn er blár eins og á póst- korti og stefnan er tekin á Lynx, sem vaggar á lognöldunni úti á, eldrauður á litinn. Þetta er ekki löng sjóferð. Við dokum við meðan Páll fer upp og biður leyfis fyrir gestina að stiga um borð og það er ekki löng bið, þvi hinir norsku skipstjórnar- menn hafa ekkert á móti heim- sókn blaðamanna, þegar þeir hafa sannfrétt að fulltrúar þess- arar óútreiknanlegu starfsstéttar hafa ekkert illt i huga. Okkur verður hugsað til þess að Cook skinstióri varð einnig að velta þvi fyrir sér á ferðum sinum, hverju frumbyggjar á óþekktum Suður- hafseyjum byggju yfir, þegar þeir komu róandi út i skip hans á eintrjáningum sinum! 9 tonn af dynamiti Rolf Flatset, skipstjóri og stýri- maður hans, Tor Sörensen eru ljúfir og brosmildir menn og heilsa okkur komumönnum af alúð. Sem fyrr segir er skipiö i leigusiglingum fyrir Hafskip og er nú að koma frá Haugasundi,en annars er hin vanalega rúta þess Kaupmannahöfn, Gautaborg, Fredriksstad og Reykjavik. Vanalegafara þeir beint til Kaup- mannahafnar, þegar losun hér lýkur en að þessu sinni munu þeir fara norður fyrir og koma við á Húsavik, áður en kúrsinn er tek- inn á Danmörku. Farmurinn er „general cargo”, sem sé allra handa varningur. „Við erum meira að segja með 9 tonn af dýnamiti, liklega til þess að sprengja upp herstöðina i Kefla- vik”, segir skipstjóri og hefur greinilega sannfrétt af langvinn- um væringum landans vegna þessa hitamáls. Hann bendir upp i sigluna — og mikið rétt: Þar hangir eldrautt flagg sem þýðir sprengiefni um borö þótt þaö hefði lika getað sómt sér sem fáni þeirra striðsmanna, sem viljað hefðu gera alvöru úr hugdettu skipstjóra. Lynx er eitt þeirra skipa sem vel er búið hliðarskrúfum og öðrum hjálparbúnaði enda er áhöfnin ekki nema 8 manns. Þvi er hlutverk Páls létt að þessu sinni og fyrr en varir er skipið komið upp að kajanum viö Grandann. Þar biður slökkvilið og lögregla, vegna hins ógnvæn- lega farms og fylgist fránum aug- um með öllu sem fram fer svo lik- lega fer dynamitið ekki hávaöa- laust i hendur einhverra ofstopa- manna. Við gestirnir kveðjum hina norsku yfirmenn og þiggjum enn ■ Hreinn Sveinsson skipstjóri á Jotni. (Tlmamynd RóoertK far með Jötni yfir að Verbúðar- bryggjunum, þar sem við stigum á land. Þetta verður stuttur stans hjá Jötni, þvi nú biður afgreiðslu finnskt oliuskip sem komiö er með bensinfarm frá Portúgal og Páll á fvrir höndum hina mestu glæfraför upp kaöalstigann á skipshliðinni sem er á viö meðal fjölbýlishús á hæð. Þar sem les- endur skilja að okkur blaðamenn fýsti ekki að klifra þetta á eftir honum, varð dagurinn með hafn- sögumönnum Reykjavikurhafnar ekki lengri en þetta að þessu sinni. Þvi þökkuðum við fyrir þessa skemmtilegu sólskinssigl- inguog kvöddum þá skipsmenn á Jötni. —AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.