Tíminn - 16.02.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 16.02.1982, Blaðsíða 17
17 Þribjudagur 16. febrúar 1982 fþróttir íslenska liðið fékk aftur skell — Rússar sigruðu 27-16 í síðasta leiknum í Keflavík í gærkvöldi ■//Strákarnir byrjuðu mjög illa í leiknum þeir voru of ragir í sókninni og Rússarnir komust i 6-0" sagði Hilmar Björnsson þjálfari íslenska lands- liðsins í handknattleik eftir að Rússar höfðu sigrað íslenska liðið 27-16 i íþróttahúsinu i Keflavík i þriðja og siðasta leikn- um í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 17-11 fyrir Rússa. ,/Ætli það hafi ekki ver- ið langt liðið á 10. mínút- una er okkur tókst að skora fyrsta markið. Okkur tókst siðan að skora þrjú mörk gegn að- eins einu frá Rússum og staðan breyttist í 7-4 fyrir Rússa. Rússarnir fóru síðan hægt og sigandi að auka forskotið og í hálf- leik höfðu þeir náð sex marka forystu" sagði Hilmar. Rússar juku sföan enn foryst- una i seinni hálfleik og undir lokin náðu þeir ellefu marka forystu og sá munur var i leiks- lok 27-16. „Okkur gekk illa aö stööva hraðaupphlaupin hjá þeim. Einnig létum við verja frá okk- ur þrjú viti og nokkur færi tókst okkur ekki að nýta, dauðafæri,” Hilmar sagði að hann hefði látið fimm leikmenn hvila i leiknum, leikmenn sem hann hyggst nota i leiknum gegn Svi- um i kvöld. Þeir sem hvildu voru Þorbergur Aðalsteinsson, Kristján Arason, Steindór Gunnarsson, Kristján Sig- mundsson og Ólafur Jónsson. Hilmar sagði að allir þessir leikmenn myndu koma inn i liö- ið i kvöld i fyrri leiknum gegn Svium. „Við leggjum áherslu á að ná okkur upp og takast sem bes t gegn Sviunum i kvöld”. Sigurður Sveinsson var at- kvæöamestur i leiknum i gær- kvöldi skoraði sex mörk þar af þrjú úr vitum. Þorbjörn Jensson skoraöi 3, Páll og óttar tvö hvor, Sigurður Gunnarsson, Al- freð Gislason og Guðmundur Guðmundsson skoruöu eitt mark hver. röp —. samdS viðKA ■ Samningar hafa nú tekist á milli Danans Jan Larsens og handknattleiksdeildar KA um að Larsen taki að sér þjálfun meist- ara og 2. flokks h já félaginu næsta keppnistimabil. Þá mun Larsen einnig þjálfa alla markverði félagsins en Larsen léklengisem markvörður, i danska handknatt- leiknum áður en hann gerðist þjálfari hjá danska félaginu Ribe. Möguleiki er einnig á þvi að til liðs við KA komi reyndur leik- maður frá danska liðinu Ribe og muni hann leika með KA næsta keppnistímabil. KA-menn vænta góðs af komu danska þjálfarans til félagsins og ætla sérað gera stdra hluti næsta keppnistímabil. GK-Ak/röp-. TEKST STRAKUNUM VEL UPP GEGN SVÍUM? Heiðursgestur: Ragnar Arnalds fjármáiaráðherra Aógöngumióahappdrætti- glæsilegur vinningur Dregiö / leikhléi Handknatt/eikssambandió er handhafi /þróttastyrks Sambands ís/enskra samvinnufélaga 1982 O&riNQ «1 m ýS2 ■SwwSD SVÍMÓD Laugarda/shöH: Þriðjud. 16.feb. k/.2030 / Fimmtud. 18.feb. k/.2030

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.