Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 18. febrúar 1982 • r Í9 flokksstarf Kópavogur Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna heldur fund mánudag- inn 22. febr. kl. 20.30 að Hamraborg 5. Fundarefni: Bæjarfulltrúarnir Jóhann H. Jónsson og Skúli Sigurgrims- son, ræða fjárhagsáætlun Kópavogs árið 1982. önnur mál. Stjórnin. Selfoss Opið prófkjör fyrir bæjarstjórnarkosningar i Fram- sóknarsaUaugardaginn 20. febr. kl. 10-22. Þátttaka heimil öllum sem eru 18ára á þessuári og eldri. Framsóknarfélag Selfoss. Ungt framsóknarfólk Hafnarfirði Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 18. febr. kl. 20.30 að Hverfisgötu 25. Fundarefni: 1. Kosningarstarf 2. Kosning kjörmanna forval. Félagar fjölmennigð. Framsóknarfélag Hveragerðis og Ölfuss heldur aðalfund þriðjudaginn 2. marsn.k.kl. 20.30að Blá- skógum 2. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Stjórnin. Húsavik Framsóknarfélag Húsavikur efnir til skoðanakönnunar um röðun á framboðslista Framsóknarflokksins i næstu bæ jarstjórnarkosningum. Skoðanakönnunin fer fram um helgina 6.-7. mars n.k. Væntanlegir frambjóðendur gefi sig fram á flokksskrif- stofunniGarðarsem verðuropin kl. 20.30-22.00 dagana 22,- 26. febr. Þar munu reglur um þátttöku og framboð liggja frammi. Nánari upplýsingar gefa Tryggvi Finnsson, Hreiðar Karlsson og Finnur Kristjánsson. Prófkjör — Vík ■Prófkjör til uppstillingar á lista framsóknarmanna i Hvammshreppi fer fram sunnudaginn 21. febr. n.k. i Félagsheimilinu Leikskálum Vikmillikl. 10 og 16. Öllum framsóknarmönnum og stuðningsmönnum er heimil þátttaka i prófkjörinu. Akranes Félag ungra framsóknarmanna á Akranesi heldur fund i Framsóknarhúsinu Sunnubraut 21 fimmtudaginn 18. febr. n.k,. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Fjölskyldupólitik 2. Félagsmálanámskeið. 3. önnur mál. Stjórnin. Eskifjörður — Fljótsdalshérað Almennir fundir um efnahagsmál og stjórnarsamstarfið verða haldnir á eftirfarandi stöðum. Valhöll, Eskifirði, fimmtudagin 18. febrúar kl. 20.30. Valaskjálf , Egilsstöðum, föstudaginn 19. febrúar kl. 20.30. Framsögumenn Tómas Árnascn, viðskiptaráðherra og Halldór Asgrimsson, alþingismaður. Allir velkomnir. Aðalfundur Framsóknarfélags Sel- tjarnarness. verður haldinn i félagsheimilinu Seltjarnarnesi fimmtu- daginn 18. febr. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Aðalfundarstörf. 2. Frainboö til bæjarstjórnar og hugsanlegt samstarf við aðra flokka. Avarp Jóhann Einvarðsson alþingismaður. Stjórnin Njarðvikingar ath. Niðurstaða prófkjörsins um helgina verður bindandi fyrir þrjú efstu sæti framboðslista Framsóknarfélags Njarö- vikur ef kjörsókn fer yfir 25% af atkvæðafjölda flokksins i siðustu sveitarstjórnarkosningum. Uppstillingarnefnd. ömmuhillur byggjast á einingum (hillum og renndum keflum) sem hægt er að setja saman á ýmsa vegu. Fást i 90. sm. lengdum og ýmsum breiddum. Verð: 20sm. br. kr. 116.00 25sm. br. kr. 148.00 30sm. br. kr. 194.00 40sm. br. kr. 217.00 milli-kefli 27 sm. 42.00 lappir 12 sm. 30.00 hnúðar 12sm. 17.00 Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Furuhúsið h.f. Suðurlandsbr. 86605. 30 simi IVIDEO- Jnarkuwwnn (HAHRABðneið Höfum VHS myndbouó og original spólur i VHS. Opið frá kl. 9 til 21 alla virka daga, laugardaga frá kl. 14—18ogsunnudagafrákl. 14—18. ALLIR ÞURFA AD ÞEKKJA MERKIN! ^ þú sérb X þau f símaskránni «IXEn“R y minning Sigurrós Lovísa Sigurðar dóttir F. 20/8 — 1902 D. 25/1 — 1982 Þegar ég heyröi lát Lovisu setti mig hljóða. Eins og leiftur flugu i gegn um huga minn minningar frá liðnum árum þegar ég kynntist Lovisu fyrst. Ég var þá nýfarin aö búa hér 1 Hafnarfiröi I sömu götu, Herjólfsgötunni, þar sem þau Lovisa og Jón hafa búiö næstum öll sin búskaparár. Þau höfðu hænsnabú og komu þvi margir til þeirra á Herjólfs- götuna að kaupa egg og var ég ein af þeim. Þótt ég þekkti litið til ættar Lovi'su veit égþó að hún var ein fimm systkina. Foreldrar hennar voru hjónin Kristin Jóns- dóttir og Siguröur Sigurösson. Þau bjuggu iBug i' Fróöárhreppi, Snæfellsnesi. Strax eftir fermingu fór Lovisa suður til Reykjavikur, fyrst I vist eins og þá tiðkaöist og var þar í rúm tvö ár. Siðan fór hún aö vinna hjá Hjálpræðis- hernum og fór svo tilDanmerkur á vegum hans. Þar var hún i nokkur ár.Siðan kemur hún heim til Islands og fer aö vinna á ýmsum stöðum. Réðst hún þá til frú Asu san var forstöðukona á Sólheimum, hún er mörgum kunn.og þar varLovisa matráðs- kona i mörg ár viö góöan orðstir. Um þetta leyti kynntist hún eftir- lifandi manni sinum, Jóni VigfUs- syni. Þau giftust 26. jUni 1945, og bjuggu þau fyrst i Onundarholti i Villingaholtshreppi i Flóa. Þar var Jón fæddur og alinn upp. Þar bjuggu þau i eitt ár en siðan brugöu þau búi og fluttu til Hafnarfjarðar. Þar byggöu þau sér hús við Herjólfsgötu 8 og áttu þar svo alltaf heima. 1979 fóru þau hjónin á Hrafnistu i Hafnar- firði. Þá var heilsan farin að bila. Eina dóttur átti Lovisa, Páli'nu Kreiss. HUn ólst upp hjá foreldrum Lovisu. Pálina er nú látin. Einn kjörson áttu þau, Vigfús Þór Jónsson, og veit ég aö hann var þeim ákaflega hjartfólginn og tel ég aö það hafi veriö mikil gæfa fyrir hann að hafa alist upp hjá svona góðum manneskjum. Ég tel það einnig hafa veriö mikil gæfa fyrir mig aö hafa kynnst manneskju eins og Lovisu. Mér er það alltaf minnisstætt þegar ég sá Lovisu fyrst. Það var fyrir 25 árum. Hún hefur þá verið á miðjum aldri en samt var eins og einhver mikill ljómi væri yfir- henni og mikil birta i augunum. Hún hafði alla tiö ákaflega bjart vfirlit sem virkaði ákaflega vel á mann. Það er sjaldan sem maður hittirfólk sem hefur svona áhrif á mann. Þó var hún nokkuð stór- lynd en fór vel með skap sitt og hún var ákaflega kvik i öllum hreyfingum. Mér fannst alltaf, þegar ég kom til hjónanna, Lovisu og Jóns, aö ég væri komin I einhverja friöarsveit. Þaö var svo mikil ró og mikill friður yfir heimilinu, sem maöur finnur sjaldan nú á dögum. Það er þvi ekki svo litils virði þegar fólk er yfirþjakaöaf streitu og allskonar llfsálagi eins og það getur veriö i sinni verstu mynd, aö geta leitað til svona heimilis. Ég vil geyma minninguna um góða konu i' hjarta mér þvi margs ber aö minnast og margs er að sakna og margt ber að þakka um leið. Ég votta manni hennar og syni, systur og mágkonu innilega samúð mína. Far þú i friöi, friöur guðs þig blessi. Haföu þökk fyrir allt og ,allt. Matthildur Matthiasdóttir Skilti - Nafnnælur - Ljósrit Nafnskilti á póstkassa og úti- og innihurðir úr plastefni. Ýmsir litir i stærðum allt að 10x20 cm. Nafnnælur i ýmsum stærðum og litum. Ljósritum, pappirsstærð: A4, A5, B4. Skilti og Ljósrit Hverfisgötu 41. — Simi 23520 EG BYRJAÐI 1.OKTÓBER — ÞETTA ER EKKERT MÁL X. ||UI^FERÐAR SUNN- LENDINGAR Fjölbreytt úrval Ýsa — Ýsuflök — Lúða — Gellur —Kinnar _ Hrogn og lifur ofl. ofl. Tökum fisk í reyk Fiskbúð Glettings Gagnheiði 5, Selfossi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.