Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 18. febrúar 1982 Nr. / H I u t a b r j o f Kaupfjt'laas |»ln«oyIn^a. Ákvæðicvorð UluUtbrjofa pessa Kr. 10, oo wm t í u k r fi n u r er að fullu greitt kaupljclagi þingej inga. Fjrir pvl A eigandi brjefs pesaa tiitólulegan lilut I oigum Qelugsius, sem rjettur fjolagsmaður, og tckur sðmuleiðia pátt I skyldum Pess og ijettiudum, saiuktæmt lögunum. ! ■ Myndin sýnir hlutabréf Kaupfélags Þingeyinga nr. 1. Hvert hluta- bréf var 10 kr. að nafnverði. Það bar enga vexti eða arð, var aðeins félagsgjaid og framlag til húsa og áhaida, svo að sá kostnaður þyrfti ekki að raska sannvirðis- eða kostnaðarreglu við hverja vörutegund. Meöferö andvirðis þessara „hlutabréfa er einhver skýrasta sönnun um samvinnucðli félagsins frá upphafi. Hún sýnir samvinnumeðferð fjármagns f stofnun og rekstri, en ekki hlutafélagameðferð þótt bréfun- um væri gefið þctta nafn. ■ Þverárbær (Mynd: Vigfús Sigurgeirsson) Úr Aldarsögu Kaupfélags Þingeyinga, eftir Andrés Kristjánsson: Undirbúningur Þverárfundar ■ Heimildir um undirbúnings- timann milli Grenjaöarstaðar- fundar og Þverárfundar um veturinn eru ekki vel ljósar, og er einkum viö að styöjast m inningar skrifaðar löngu siðar. Þó er ljóst að undirbiíningsvinnan hefur að langmestu leyti hvilt á herðum Jakobs, enda æ.laðist Grenjaðar- staðafundur beinlinis til þess. Jakob sagði i minningum nokkru siðar, að hann hefði fyrr um sumarið liklega i ágúst farið að leita eftir þvi við Húsavi'kur- prest, séra Kjartan Einarsson, að hann seldi eða leigði tiltekna lóðarspildu á bakkanum sunnan viö lækinn við Naustatún, einmitt á þeim staö, þar sem Formanns- hússtendur nú og elstu byggingar K.Þ. suður af því. Þarna taldi Jakob vera hægasta uppskipun. Vel getur verið, að Jakob hafi En sumarið 1881 höfðu þeir yfir- gefið þessar stöðvar, rifið þak af iskjallaranum en látið Sigurjóni kofann eftiri Þennan timburskúr keypti Jakob af Sigurjóni. Þarna hafði einnig staðið skemmuskrif li það, sem Jakob fékk lánað hjá Naustabónda til vöruskipta þetta haust. Þegar Jaköb ætlaði að samningsbinda lóðarréttindin eftir Grenjaðarstaðarfund vildi hann teygja þau lengra suður á bakkann allt suður á móts við þann stað sem kirkjan stendur nú á, og mun þar hafa ráðið fram- sýni hans og stórhugur, ,,en þá var svo komið, aö verslunarstjóri örum & Wulff var búinn að auka öllu stykkinu, allt að áður tiltekn- um takmörkum á minni lóð, við sina gömlu lóð, sem áður náði ekki nema rétt norður fyrir hið nýja fbúðarhús. Við þetta varð mér heldur hverft. Bar ég ærinn kviöboga fyrir þrengslum á lóð- inni i máski fjarlægri framtið, en varð þó glaður yfir því að hafa orðið i tíma fyrri til að ná þessum bletti áður en hann fór með hann úr greipum prests. Til viðbótar heimUaði prestur mér svo móinn austur af skurðinum, sem Þ.G. hefur látið grafa norður úr garðs- horni sínu hinu vestara”. Þetta segir Jakob i minningum sinum og kveðst hafa lokið að ganga al- veg frá þessum lóðamálum fyrir lok árs 1881. Annað undirbúningsverkefni stofnfundar var að sjálfsögðu fundahöld i sveitunum, ekki að- eins i hverjum hreppi heldur hverri sveit til stofnunar félaga eða „sveita” i aðalfélaginu, þvi að nafnið deild hafði ekki fengið staðfestingu sem heiti á þessum einingum þá. Vafalitið hafa menn er voru á Grenjaðarstaðarfundi beitt sér fyrir fundum i Reykja- hverfi, Reykjadal og Aðaldal, en um forgöngumenn i Bárðardal, Kinn, á Tjörnesi eða i Kelduhverf i er ekki glögglega vitað. Jakog getur um fund i Mý- vatnssveitog segir, að þótt engir aðrir en hann hafi veriö á oröað þetta við prest um sumarið, en hann bætir þó við frásögn sína af þessu: ,,Eigi mun þetta samt hafa gjörst fyrri en eftir markaðina um haustið”. Milli markaðanna og Grenjaðarstaða- fundar gát Jakob ekki um frjálst höfuð strokið fyrir annriki, svo að varla er liklegt, að hann hafi haft ráðrúm til þessara athafna þá, en vel gat hann hafa reifað þessa hugmynd á Grenjaðarstaðaf undi, og það hefur vafalaust verið eitt- hvert fyrsta verk hans eftir fund- inn að sem ja um þetta viö prest- inn og leigusamningurinn um lóðina er formlega gerður 16. nóv. 1881 og bundinn við nafn Jakobs en ekki félagsins. A þvi eru þær eðlilegu skýringar, að félagið var i raun ekki fullstofnaö þá og ekki orðinn aðili, sem unnt var að gera löggildan samning við, og ekki er ástæða til að ætla að Jakob hafi verið að hugsa um eiginnhag þá, þótt siðar mætti ef til vill gera sliku skóna, er hann var orðinn borgari og rak sjálfstæða verslun við hlið félagsins. Hitt er þó jafn- vist.aðhann reyndi aldrei svo að séð verði aö nýta sér þennan lóðarrétt til gjalds úr hendi félagsins og leyfði þvi öll umsvif er það vildi og þurfti á þessari lóð. Þessi lóðarfesting Jakobs á sitt nafr, en ekki félagsins varð þó fljótlega og siðar tilefni nokkurr- ar óánægju einkum milli Bene- dikts á Auðnum og hans. — Eftir- gjald af lóðinni var ákveðið 30 kr. á ári og þótti Jakobi það hátt. Svo stóð á aö Sigurjón á Laxa- mýri hafði siðustu árin haft veru- legan hluta þessarar lóðar á leigu og lánað hann enskum laxkaup- mönnum sem byggðu þarna is- kjallara framan i bakkanum en óvandað timburskýli fyrir ofan. ■ Þremenningarnir Benedikt Jónsson, Jakob Hálfdúnarson og Pétur Jónsson á Gautlöndum. ■ Nú er i prentun Aldarsaga Kaupfé- lags Þingeyinga eftir Andrés Kristjánsson og kemur út eftir nokkrar vikur. Þetta er allstór bók, rúmar 400 blaösíður meö nokkuð á annaö hundrað myndum. Þar er saga félagsins rakin frá aðdraganda til þessa dags. — Tím- inn hefur fengið leyfi höfundar til birtingar kafla bókarinnar, þar sem segir frá undir- búningi stofnfundar ins og fundinum sjálfum að Þverá í Laxárdal 20. febrúar 1882.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.