Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. febrúar 1982 aldarafmæli samvinnuhreyfingarinnar á Islandi ■r0sré/a^jcas-sr 6* ylfœrS-^ < t j/É&^ee-r <SH 'afJac--earZc/&s. ý's?/'/& jfc- /-z/ &.'--, . *. f, . r S&rJ.tXt!' /------ - v '"/> _ . i/fét /. , . /%/j* , /'/&> - J/jzS . ** fjj/ssc/,. . ‘'rcs-Z/’/ Ze/a-s'jys' /•i^ Z/€-cy ’ScSSr CH ■y . /^ srá / . ^erJJ s et^). * f/ot'a / /reJ'/J'. Jjptr ,) t&r-e/sj kaJ~k/á €&***< </-6c-ra< / c &■ /z <c< /& J&h/. e^V 'yza/f'ct&s* Ý/'^^~ra ** ’ -. . r • .r ✓ . ✓v ^7 Myndin sýnir upphaf stofnfundargeröar Kaupfélags Þingeyinga að Þverá 20. febr. 1882, ritaða i fundargerðarbók meö h ~*«>1 ’V v,C4 ^1%%) löndum. Grenjaðarstaöarfundi, „sóttu þeir vel fund á Skútustöðum litlu seinna sem ég boðaði til i tilefni af félagsstofnuninni. — Leitaði ég þar undirtekta sveitunga. Þar komu fram nokkur úrtöluorð frá Jóni alþingismanni Sigurðssyni — taldi hann litið traust í dalamönn- um þeim, er komnir voru á félagslistann hjá mér og lýsti heldur daufri trú á samheldni i þessum félagsskap sem vist var engin furða eins og hann hafði þreytt við ýmsan félagsskap. — Að öðru leyti gerðu fundarmenn góðan róm að málinu og skrifuðu sig þar 22 menn fyrir 31 hlut. Fremstur þeirra var þá Jón al- þingismaður með 5 hluti, þarsem enginn annar tók meira en tvo”. Þótt rétt kunni að vera það, sem Jakob segir um afstöðu Jóns á Gautlöndum á þessum fundi er ekki um neinar úrtölur að ræða hjá honum, heldur fremur varnað hans við of mikilli bjartsýni, byggðan á langri og stundum bit- urri reynslu af þvi litið hafði áður orðið úr tilraunum i þessa átt. Hann var þrátt fyrir þetta ódeig- ur til þessara stórræða. Þriðja aðfararverkefnið var að sjálfsögðu undirbúningur og upp- haf pöntunar félagsmanna á næsta ári. Jakob gerði þá eyðu- blöð fyrir pöntunarskrár og sendi með formála og listum yfir vörur þær sem i boði voru til forsvars- manna i „sveitum” félagsins. Þessar vörupantanir og vafalaust einnig loforð gjaldeyrisvara og sauða, átti siðan að senda Jakobi eða afhenda i siðasta lagi á stofnfundi i febrúar. Jakob efndi ekki til mikils kostnaðar af þessu tilefniog strikaði pappirinn sjálfur með blýanti. Pöntunar- vörur þær sem Jakob bauð upp á voru ótrúlega margar og fjöl- breyttar, nálega hundrað vöru- heiti, en ekki hvatti hann til þess að menn pöntuðu meira en nauðsyn bæri til. Fjórða verkefnið var samning draga að lögum fyrir félagið. Það hafði Jakobi einnig verið falið á Grenjaöarstaðarfundi. Hann seg- ist hafa gert uppkast en farið siðan með það á fund Jóns á Gautlöndum, „sem gerði við það einhverjar breytingar, sem ég var sammála”. Jakob getur þess ekki, að hann hafi borið frum- varpiö undir séra Benedikt i Múla eða Benedikt á Auðnum. Hver fann nafn- ið kaupfélag? Fimmta verkefnið var prentun hlutabréfanna. Sigfús Magnússon i Múla tók að sér að annast það, og séra Benedikt f Múla,,stilaði hlutabréfið”. Nokkurn veginn vist má telja að nafnið „verslunarfélag” hafi verið i lagadrögum Jakobs eins og það var lagt fram d Þverárfundinum 20. febrúar. Þd var þá búið að ákveöa félaginu annaö nafn — kaupfélag. Það veröur nú ekki með vissu sagt, hver var höf- undur þess snjalla nafns. Jakob segir 1 minningum sinum : „Séra Benedikt i Múla valdi félaginu nafn”. Hann segir lika 1 æviágripi sinu, er hann reit 1908 í tilefni af 50 ára afmæli Lestrarfélags My- vatnssveitar, aö þegar hlutabréf- in hafi verið prentuð hafi „félagið verið nefnt Kaupfélag Þingeyinga (sr. Ben. Kr). „Engar heimildir mælaþvií gegn, að séra Benedikt sé höfundur nafnsins og hafi fest þaö er hann samdi texta hluta- bréfanna, vafalitið áður en árið 1881 var liðið. Hitt er engan veg- inn útilokað að fleiri hafi átt þar hlut að, til að mynda Benedikt á Auðnum og Sigfús Magnússon, og nafnið sé þvi i raun sameiginleg uppfinning, þótt séra Benedikt kæmi tillögunni á framfæri með þessum hætti. Um það eru ekki heldur heimildir, hvort séra Benedikthafi borið þessa nafngift undiraðra forystumenn félagsins áður en hann setti hana á hluta- bréfin eða gert það á eindæmi. Mestar Hkur eru til, að i þessum umræðum öllum milli forystu- manna, einkum Benedikts á Auðnum og séra Benedikts, hafi orðið tiörætt um það, hvaö hægt væri að kalla félagiö og rétt sé sem Benedikt á Auðnum sagöi siöar, að þeim hafi þtítt pöntunar- félag stirölegt og ekki nógu mál- prútt og verslunarfélag ekki rétt- nefni á þá starfsemi er þeir ætluöu samtökunum. Segir þaö raunarnokkra sögu um þá tilfinn- ingu, ef ekki greinilegar hug- myndir, sem forvigismennirnir höfðu um eðli þessa félagsskapar þegar við stofnun. Pöntunarfélag mun hafa verið það nafn, sem félagið gekk oftast undir milli stofnfundanna, þótt Jakob kallaði það verslunarfélag ilagauppkasti sinu. Elsta hús K.Þ. Jaðar byggt árið 1883. Sendum öllum viðskiptavinum okkar og öðrum velunnurum bestu kveðjur með þökk fyrir samstarf liðinna ára KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA HÚSAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.