Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 4
 '082 Rmmni aldarafmæli samvinnuhreyfingarinnar á íslandi Fimmtudagur 18. febrúar 1982 Félagsstjórn Kaupfélags Þingeyinga 1883-1889 ■ Jakob Hálfdánarson boðaði fullnaðarstofnfund félagsins aö Þvelrá i' Laxárdal 20. febrúar 1882. Þverá var á þeim árum alltiður fundarstaður i miðhéraöinu. Eins og ferðaleiðum var þá háttað mátti telja hann vel fallinn til stefnu. Húsakynni voru þarnokk- ur, þar á meðal stofa talin i rýmra lagi á þeirri tið. Jón Jóakimsson bjó þá á Þverá, faðir Benedikts á Auönum og föður- bróðir Jakobs,gáðurbóndiog for- ystumaöur i fyrri verslunarsam- tokum i Helgastaöahreppi. Hann hélt mjög greinargóðar dagbækur langa hrið og erþar meðal annars nokkurra heimilda að leita um þetta fundarhald og veðurfar þessi þorradægur. ■ Jakob Hálfdánarson, fyrsti kaupfclagsstjóri félagsins. Jón Sigurðsson, Gautlöndum Benedikt Kristjánsson, Múla Benedikt Jónsson, Auðnum Stofnfundurinn á Þverá Arið 1882 var mikið hallærisár, svo að taliö er, aö búfjárstofn landsmanna minnkaði um þriðj- ung. Einkum var vorið hart og áfallasamt, lambadauði mikill, gróðurleysi og hafþök isa langt fram eftir sumri, svo að siglingar til hafna norðan lands tepptust og matvöruskortur varö i byggöum. Arið hófst þó skaplega og vetur- inn var ekki tiltakanlega harður framan af, en þó veðrasamur og mislyndur en snjóalög ekki þung svo að frá bæri. 1 febrúar lýsir Jón á Þverá veðrisvo i Laxárdal i dagbók sinni. „Fyrstu tiu daga mánaðarins var oftast frostlaust, en 8. febrúar kom hriðarkast og siöan bleyta. 12. dag mánaðarins var „hálfgildings stórhrið, siðan mikið-frost”. Þann sunnudag átti að messa á Þverá, ,,en kom hvorki prestur né fólk, þó var fremur litill snjór”. Dagana 13.- 18. „var oftast haröneskjutið, hriðar og frost, en setti ekki niður mikinn snjó, góðjörð”. Hinn 19. var föstuinngangur ,,og var sunn- an renningur”. 20. febrúar, sem var mánudag- ur, „var gott veður framan af degi”, en spilltist er leið á dag. „Fundur hér, boðaöur af Jakob Hálfdánarsynium verslunarsam- tök til aö panta vörur og voru á fundinum um 20 manns — stóð fram á nótt”, segir Jón bóndi i dagbókinni, annað ekki um fund- inn. 21. febrúar var „þiðvindi, sjö menn gistu hér i nótt, ofsaveður undir kvöldið”. Dagana 22.-25. voru „hriðar og mikil frost, 12-15 stig daglega noröaustan en ekki mikiö snjófall”. Lausleg fundargerð Þá er aö vikja aö fundinum, sem hófst á Þverá eftir hádegið og stóö fram á nótt. Fundargerðin i aöalfundabók K.Þ. er þvi' miður ekki sérlega ýtarleg. Hún er rituð með hendi Jóns á Gautlöndum, en einhvern tima siðar hefur Bene- dikt á Auðnum ritað þessa at- hugasemd með blýanti neðan viö hana: „Fundargerö þessa skrifaði ég á laus blöð lengri og ýtarlegri en hún er hér, en þó ófullgerða, og ætlaði að færa hana inn i þessa bók. En i' fundarlok lenti bókin og blöðin hjá formanninum Jóni Gauta og hefur honum þótt nóg að færa sjálfur inn fundargeröina eins og hún er hér, enda var hon- um eölilegra að standa i stór- ræðum og fá verkum lokið en að fást með nákvæmni við smá- muni. — B.J.” Númundu margir óska þess, að blöö Benedikts frá Þverárfundi væru til.eöa að hann hefði skrifað fundargerö sina sjálfur i bókina. Erþáliklegt.aðýmislegt, sem nú er nokkrum vafa orpið um mál fundarins, væri ljósara, þvi að minningar Benedikts,Jakobs og fleirimanna, ritaðarlöngu siðar, hafa við samanburö og könnun bréfa og annarra gagna reynst ótraustar svo sem eðlilegt er. 1 fundargerðinni segir, að Jakob á Grimsstöðum hafi sett ■ Húsavik 1903. fundinn, er hann hafi boðað mönnum úr þeim Shreppum sýsl- unnar er sækja verslun til Húsa- vikur. Fundarmenn eru taldir þessir: „Úr Kelduneshreppi 2, úr Húsavikurhreppi 2, úr Helga- staðahreppi 7, úr Ljósavatns- hreppi 2 og úr Skútustaðahreppi 2, alls 15”. Vafalitiö mun hér átt við kjörna fulltrúa úr „sveitum” sem þá höföu verið stofnaðar, og skýrir það ef til vill að sjö fulltrú- ar voru úr Helgastaöahreppi, þar sem a.m.k. þrjár deildir voru þá komnar til sögu. Jón á Þverá seg- ir fundarmenn hafa verið um 20 i dagbók sinni, og vitaö er af ýms- um heimildum, að fleiri menn hafa að minnsta kosti komið á fundinn á Þverá þennan dag Siðan segir fundargerðin a ð Jón á Gautlöndum hafi veriö kosinn fundarstjóri en Benedikt á Auön- um fundarritari. Um fyrsta lið dagskrárinnar segir i fundargerðinni: ,,Var lagt fram frumvarp til laga um Kaupfélag Þingeyinga og faliö þriggja manna nefnd til yfirskoðunar. Eftir að nefndin hafði ihugað frumvarpið og gert viðþað ýmsar breytingar var það ýtarlega rætt og að lokum sam- þykkt i einu hljóði með þeim breytingum, sem nefndin gerði á þvi”. Vafalitiö er þarna um að ræöa lagauppkast þaö, sem Jakob hafði samið áöur og boriö undir Jón á Gautlöndum og fleiri, þar sem talað var um „Verslunar- félag Þingeyinga”, hvort sem hann hefur verið búinn að strika yfir það og setja hið nýja nafn séra Benedikts i staðinn. Þetta var eitt þeirra atriða sem fundur- inn varð aö skera úr og umræður urðu um. Jakob segir aðeins i minningum sinum um þessa lagaafgreiðslu: „Fyrsta atriðinu ■ Kaupféiagshúsin á Húsavík. lauk fundurinn með litlum ágreiningi eða engum”. Það er rétt svo langt sem það nær. En hvaö segir Benedikt á Auðnum um lagaafgreiðsluna i sinum minningum: I byrjun fundarins lagði Jakob fram „drög til laga fyrir Verslunarfélag Þingeyinga” sem strax var auðséð að ekki mundi ná samþykki fundarins. Var þá kjörin þriggja manna nefnd til þess að semja frumvarp til full- komnari félagslaga sem lagt væri fyrir fundinn. í þá nefnd voru kosnir séra Benedikt i Múla, Benedikt á Auðnum og Kristján Jónasarson. Nauman tima hafði nefndin til starfa en ræddi þó svo sem föng voru til um tilgang og verksvið félagsins. Við um- ræðurnar varð okkur nefndar- mönnum æ ljósara að hér var um skipulagsnýmæli að ræða ólikt venjulegri verslun, og það vildum við láta lögin sýna sem ljósast. Jafnvel nafn félagsins var ýtar- lega rætt i nefndinni. Verslunar- félag þótti okkur ekki hafandi vegna þessað það benti til, að hér væri verið að stofna venjulega verslun, og það sáum við að hvorki var rétt né heppilegt. Margir voru farnir að nota nafnið pöntunarfélag, en það þótti okkur ljótt og óislenskulegt. Niður- staðan varð sú að við bjuggum til nafnið kaupfélag og var það ný- mæli eins og félagið sjálft. Kaupfélags- nafnið Tvennt er einkum við þessa minningu að athuga. Staðfest virðist af fundargerð að laga- nefndin hafi verið þriggja manna og vafalaust i henni tveir hinir ■- K/tUPrÉUC . ÞiNCEYINCA Kaupfélag Þingeyinga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.