Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 10
lil'JliilííJlí aldarafmæli samvinnuhreyfingarinnar á Islandi Tíminn heimsækir Hamra- ■ Að Hávallagötu 24 í Reykjavík er félags- heimilið Hamragarðar# þar sem er miðstöð fyrir félagsstarf samvinnu- starfsmanna. Hús þetta var áður heimili Jónasar Jónssonar frá Hriflu, ráðherra/ skólastjóra Samvinnuskólans og rit - stjóra Samvinnunnar um langa hríð. Arið 1971 af- henti Sambandið samtök- um samvinnustarfsmanna húsið til afnota fyrir félagsstarfsemi sína. Aðild að rekstri þess eiga félög samvinnu- starfsmanna i Reykjavik, og einnig LIS og Nemenda- samband Samvinnu- skólans. í Hamragörðum er haldið uppi margskonar félagsstarfsemi, einkum á vetrum, en þar er m.a. gufubað og aðstaða til margskonar tómstunda- iðkana. Þar er lika haldið Fimmtudagur 18. febrúar 1982 Félagsheimili samvinnustarfsmanna, Hamragarðar Hávallagötu 24. Upphafiega var húsiö byggt fyrir Jönas Jónsson frá Hrifiu. ?TStarfsemin með miklum blóma/f segir Reynir Ingibjartsson, húsvörður uppi margvíslegri fræðslu- starfsemi, i formi námskeiða, fyrirlestra og fundahalda. Góð aðstaða er til smærri listsýninga í Hamragörðum og hafa margir myndlistarmenn fengið þar inni fyrir sýningar á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að félagsheimilið var tekið í notkun. „Ég held aö þaö sé komiö vel I ljós núna aö það var þarfa þing aö setja á stofn félagsheimili fyrir samvinnustarfsmenn, það sést best á þvi aö sambandið milli hinna einstöku samvinnufyr- irtækja er orðið mikiö meira en það var fyrir nokkrum árum. Hér stofnuðum viö Starfsmannafélag Samvinnumanna árið 1973, fyrir þann tima var nánast ekkert samband milli fyrirtækjanna,” sagöi Reynir Ingibjartsson, sem ásamt konu sinni, Ritvu Jouhki, hefur veg og vanda af daglegum rekstri félagsheimilisins, þegar blaðamaður Timans heimsótti þau að Hamragörðum fyrir skömmu. „Með vexti Samvinnuhreyf- ingarinnar dreifðist starfsemi hennar svo mikið að bara i Reykjavik voru vinnustaðir sam- vinnufyrirtækjanna orðnir rúm- lega 30 fyrir 10 árum. Svo ekki ■ Reynir Ingibjartsson, húsvöröur Hamragaröa Timamynd uc, ■ Nemendur Samvinnuskólans eru tiöir gestir i Hamragöröum. Þegar Timainenn voru þar i heimsókn voru Samvinnuskólanemarnir aö spila billjard. Timamynd GE. var von á miklum samgangi. Áður fór öll þessi starfsemi fram undir sama þaki að mestu leyti. Þá hafði starfsfólk vettvang til að ræða sin mál i vinnunni, en þegar það var ekki hægt lengur varð að fá samastað.” — Var hægt að fara inn án þess að gera nokkrar breytingar á húsinu? „Nei, þvi var náttúrlega breytt með tilliti til þess að hér ætti að fara fram félagsstarfsemi. Breytingin var að mestu gerð i sjálfboðavinnu þeirra sem mest lögðu sig fram við að úr stofnun félagsheimilis yrði. Menn gengu á milli samvinnufyrirtækja og betl- uðu það sem til þurfti, það gekk mjög vel, þótt ekki hafi allt verið frágengið strax. Það var ekki fyrr en I fyrravetur að almennileg aöstaða skapaðist til að bera fram veitingar og þá var lika hús- varðaribúðinni gert ýmislegt til góða.” 2200 félagsmenn — Hvað eru það margir sem eiga aðild aö þeim félögum sem hafa aðgang að Hamragörðum? „Þeim fer fjölgandi, hægt og bitandi, en nú eru þeir um 2200. Hússtjórnin, sem skipuð er einum manni frá hverju aðildarfélagi, sendir frá sér dagskrár um starf- semina til allra félagsmanna.” — Hvernig gengur svo starf- semin? „Hún stendur með miklum blóma og þeim fer alltaf fjölgandi sem hingað leggja leið sina. T.d. var þátttakan i námskeiðunum sem hér voru haldin á sl. ári meiri en nokkru sinni fyrr og námskeiðin voru lika fleiri og valið meira. Það var fariö af stað með námskeið i jarð- og steina- fræði, postulinsmálun, barna- fatasaum, bútasaum, ættfræði, garyrkju og frönsku, sem reynd- ist vinsælasta námsefnið. Námskeiðin voru alls 23 og þátt- takendur á þriðja hundrað fyrir utan þau námskeið sem Sam- vinnuskólinn stóð fyrir”, sagði Reynir að lokum. —Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.