Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 18
11 t‘ * < • t ) aldarafmæli samvinnuhreyfingarinnar á íslandi Fimmtudagur 18. febrúar 1982 Hjörtur Guðmundsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Beruf jarðar: Mjólkursamlag K.Þ. á Húsavik. fólksins umsínfyrir- tæki hefur ekki rofnað „Jafnan sótt fram á við,” segir Teitur Björnsson á Brún, stjórnarformaður K.Þ. um rekstur félagsins í hundrað ár ■ „Kaupfélag Þingeyinga var stofnað að Þverá i Laxárdal 20. febrúar 1882. Helstu frumkvöðlar að stofnun þess hafa jafnan verið taldir þeir feðgar Jón Jóakimsson á Þverá og Benedikt sonur hans á Auðnum, Benedikt Kristjánsson i Múla, prestur og alþingismaöur, Jón Sigurðsson, bóndi á Gaut- löndum og alþingismaður að ógleymdum Jakobi Hálfdánar- syni, bónda á Grimsstöðum við Mývatn. En talið er aö alls hafi verið 15 menn viðstaddir á stofn- fundinum aðÞverá,” sagði Teitur Björnsson, stjórnarformaöur Kaupfélags Þingeyinga i viðtali sem blaðamaður Timans átti við hann i tilefni að aldarafmæli Kaupfélagsins. „Fyrstu stjórn íélagsins skipuðu þeir Jón Sigurðsson á Gautlöndum, sem var formaður, Benedikt Kristjánsson i Múla og Jakob Hálfdánarson en þegar á næsta ári kemur Benedikt á Auönum inni stjórn félagsins i staöinn fyrir Jakob Hálfdánar- son, sem þá hafði veriö ráðinn ■ Teitur Björnsson sölustjóri, sem var nokkurskonar framkvæmdastjóri. Hélst sú for- ystusveit nokkurnveginn óbreytt fyrstu árin.” — Hvað var það sem hvatti þessa menn til aö stofna kaup- félagið? „Fyrsta grein félagslaganna frá 1882 hljóðaði þannig: „Aðal- tilgangur félagsins er sá að ná svo góðum kaupum á útlendum varn- ingisem auðiðerog ber að útvega þær hverjum félagsmanni. Enn- fremur,-að fá til vegar komið meiri vöruverslun og afnema sem mestalla skuldaverslun”, Þannig var upphaf Kaupfélags Þingey- inga.” — Aður starfaði pöntunar- félag? „Já. A undanförnum árum hafði starfað smáfélagsskapur, nokkurskonar pöntunarfélag, sem reyndi að komast fram hjá útlendu versluninni á Húsavik. Þessi félagsskapur var nokkurra ára gamall og þaö má segja að með stoínun kaupfélagsins hafi sameinast helstu frumkvöðlar þess á svæðinu frá Kinnafjöllum aö vestan til Mývatnssveitar og Húsavikurhrepps, að norð-aust- an. — Finnst þér vel hafa tekist ef litið er yfir þessi hundrað ár? „Já, Það hefur nátturlega margt drifiö á daga félagsins á heilli öld, það hafa skipst á skin og skuggar. Þó tel ég aö jafnan hafi verið sótt fram á við. Kannski hefur tilvera kaup- félagsins aldrei verið meira virði fyrir félagsmennina heldur en einmitt þegar mest blés á móti i sambandi við verðhrunið uppúr 1920 og kreppuna m iklu i' kringum 1930. Þegar frá upphafi tók félag- ið við framleiðsluvörum okkar bændanna, i fyrstu aðallega sauði og ullarvörur. 1 sambandi við þær vörur voru harðindi áranna frá 1887 fram að aldamótum mörgum bændum erfið vegna fóðurskorts og þar með minnkandi afurða bændanna. Þá beitti félagið sér fyrir þvi, að koma á eftirliti með ásetningi búf jár og fóðurbirgðum handa þvi. Er enginn vafi á þvi að sú starfsemi bar töluverðan árangur i mikilli aukningu afurða búanna. Þessari starfsemi hélt kaupfélagið uppi allt þar tii að löggjafarvaldið setti lög um sem fólu sveitarfélögum að sjá um þessi mál.” — Vetrarflutningasjóöur var nýjung sem Kaupfélag Þingey- inga bryddaöi uppá? „Arið 1974 tók Mjólkursamlag Kaupfélags Þingeyinga til starfa og þar með hófst aukning mjólkurframleiðslu um allt félagssvæðið. Ég tel enga fram- kvæmd kaupfélagsins hafa oröið til jafnmikilla framfara hjá bændum og stofnun Mjólkursam- lagsins. En vissulega var lika við byrjunar örðugleika að fást i sambandi við mjólkurframleiðsl- una. Þá held ég aö flutningar mjólkurinnar frá bændum að mjólkurstöð hafi verið hvað erfið- astir. Vegir héraðsins voru á engan hátt undir þaö búnir að mögulegt væri að halda uppi dag- legum akstri allt áriö. Vist er um það að ekki tókst að koma allri mjólkinni fyrstu veturna til sam- lagsins. En með vaxandi tækni og byggingu veganna uppúr snjónum er nú svo komið aö siðustu árin hefur svo að segja hver mjólkurlitri skilað sér. Vetrarflutningasjóðurinn var stofnaður á fyrstu árum mjólkur- samlagsins. Tekjur sjóðsins hafa frá upphafi verið visst gjald á hvern innveginn mjólkurlítra og framlag frá kaupfélaginu og nú seinni árin árlegt framlag allra sveitarstjórna á félagssvæði K.Þ. Vetrarflutningasjóður hefur átt stóran þátt i þvi að haga upp- byggingu vegakerfisins i héraðinu, með þvi að útbúa lánsfé og greiða vexti af þvi. Eins með þvi að greiða hluta af héraðshlut i snjómokstri á ýmsum aðal- leiðum. Þegar horft er til baka yfir far- inn veg Kaupfélags Þingeyinga vil ég segja að stofnun þess og rekstur hefur verið mikið heilla- verk. Bæði fjárhagslega og menningarlega séð. Von min er sú að ef stjórnendur þess og hinn almenni félagsmaður bera gæfu til að standa saman svo sem verið hefurum málefni félagsins, megi vænta þess að Kaupfélag Þingey- inga eigi eftir að vera sá aflvaki menningar og framfara sem munar um um langa framtið,” sagði Teitur Björnsson. —Sjó. ■ Eitt hundrað ár eru nú liðin frá stofnun Kaupfé- lags Þingeyinga og átta- tiu ár frá stofnun Sam- bands islenskra sam- vinnufélaga. Þegar félög þessi voru stofnuð voru aðstæður hér á landi ólíkar þvi sem nú er. Jón Sigurðsson for- seti, hafði meðal annars hvatt til stofnunar versl- unar á félagslegum grundvelli. Kaupfélag Berufjarðar var stofnað árið 1920 af ibúum Geit- hellnahrepps, Djúpavogs og Digraneshrepps. Þá munu hafa verið um 330 ár frá þvi að versl- unin var flutt hingað til Djúpa- vogs frá Gautavik, en allan þann tima var verslunin að lang mestu leyti i höndum útlendinga. Stór- stigari framfarir hafa orðið hér á Islandi á þessum árum en verið hafa á liðnum öldum, allt frá landnámi. Gjörbylting hefur orðið hér i landbúnaðarmálum. Bændur hér hafa stóraukið ræktun og byggt nýjan og stór- aukinn húsakost á jörðum sinum. Kauptúnið hér á Djúpavogi hefur byggst upp og eru hér nú um 400 ibúar. Kaupfélagið hefur séð um rekstur á sláturhúsi, mjólkurstöð, vélaverkstæði, gistihúsi, afgreiðslu fyrir skipa- félög og bifreiðar, ásamt trygg- ingaumboði og alhliða verslun hér á félagssvæðinu. Arið 1945 stofnak kaupfélagið ■ Hjörtur Guðmundsson og einstaklingar hér úr þessum þremur hreppum Búlandstind hf. 1948 var lokið við byggingu frysti- húss og má segja að eftir það hafi atvinnumál að mestu leyti hvilt á kaupfélaginu. 1953 var keyptur hingað 105 tonna bátur og aðrir stærri bátar siðan. Dró þá mjög úr þvi árstiðabundna atvinnu- leysi, sem hafði verið hér, en flestir sjómenn og verkamenn höfðu farið suður á land á vertiö- ar um áratugsskeið. 1963 var sildarsöltun sett hér á stofn af sömu aðilum og tveimur árum siðar sildarverksmiðja. 1972 var hafin bygging á nýju frystihúsi, sem var formlega tekið i notkun árið 1980. ídesember kom hingað nýlegur skuttogari, Sunnutindur SU-59, sem leggur afla sinn upp i frystihúsið. Við komu togarans var aukið hlutafé i Búlandstindi hf. og kom þá Sambandið og dótturfyrirtæki þar til ásamt Búlandshrepp. Jafnan hefur verið góð sam- vinna á milli þeirra, sem við sjávarsiðuna vinna og bændanna. Einnig hefur samstarf verið gott við hreppsfélögin og önnur félög hér á félagssvæðinu. Ibúar hér hafa kosiö að hafa þennan hátt á uppbyggingunni i þessum byggðarlögum. Þaðhefur sýnt sig að með þessu móti hefur verið hægt að vinna að stöðugri fram- þróun. Oft hefur þurft að glima við erfiðleika, en samstaða fólks- ins hér um sin fyrirtæki hefur ekki rofnað og orðið sú kjölfesta, sem þurft hefur til áframhaldandi starfsemi. Framundan er nú upp- bygging verslunarhúss til bættrar aðstöðu fyrir ibúa hér. Það er fyrirsjáanlegt að öflugt sam- vinnustarf stuðlar að farsælli uppbyggingu hér til sjós og lands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.