Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 20
aldarafmæli samvinnuhreyfingarirmar á íslandi Fimmtudagur 18. febrúar 1982 Hermann Hansson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Austur-Skaftfellinga: „Höfum llermann Hansson ■ Á aldarafmæli Samvinnu- hreyfingarinnar á tslandi er ekki óeðlilegt að renna huganum yfir sviöiö og virða fyrir sér hvern sess hún skipar i islensku þjóölifi og hver áhrif hafa orðiö af aldar- löngu starfi. „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg?” Þar sem i upphafi samvinnu- hreyfingar á lslandi var öðru fremur um aö ræða bændasam- félag, var eðlilegt aö starfsemi kaupfélaganna beindist einkum aö þvi að útvega félagsmönnum vöru á hagstæðu verði og sjá um að koma afurðum þeirra á markað fyrir sem best verð. Þessi grundvallaratriði eru að sjálfsögðu enn i gildi, en með breyttum þjóðfélagsháttum s p a n n.a r starfsemi kaupfélaganna sifellt fleiri sviö. Til þess að viöhalda byggð i landinu er öllum ljós nauösyn þess að ibúarnir eigi völ á atvinnu við sitt hæfi. I vaxandi mæli hefur starfsemi kaupfélaganna beinst að ýmiss konar framleiðslu og at- vinnuskapandi starfsemi. Eink- um þó á sviði sjávarútvegs og iðnaðar. t munni stjórnmálamanna hafa „byggöastefna” og „jafnvægi i byggð landsins” verið rikjandi slagorð nú á annan áratug, en hverjir hafa i raun verið að fram- kvæma byggðastefnuna sl. eitt hundrað ár, aörir en kaupfélaög- in, — félagsmenn þeirra og starfsfólk? Um árangur af byggðastefnu kaupfélaganna er það hins vegar að segja, aö hann hefur veriö nokkuð misjafn frá einum tima til annars, meöal annars með tilliti til vilja stjórnvalda á hverjum tima. Af þessum sökum eru kaupfélögin i byggðum landsins vlðast hvar stærstu atvinnu- rekendurnir með beinum eða óbeinum hætti. t framhaldi af þvi er eðlilegt aö spurt sé: Er þetta bara ekki dæmi um drottnunar- stefnu kaupfélaganna? Þau vilja öllu ráða og gina yfir öllu. Staðreyndin er auðvitað sú, að félagsmenn kaupfélaganna hafa séö og fundið nauösyn atvinnu- uppbyggingar og ekki talið aðra leið vænlegri til árangurs, hvort heldur sem hugsað er til skamms eöa langs tima, en að óska eftir þvi að kaupfélagið þeirra hafi forgöngu um málin. 1 fyrsta lagi er þá vitað, að sá árangur sem næst i starfseminni kemur til góða heima i héraði. 1 öðru lagi hefur hinn almenni félagsmaður tækifæri til þess að segja sitt álit á málinu og leggja sin lóð á vogarskálarnar og i þriðja lagi er ekki óliklegt að kaupfélagið hafi öðrum fremur bolmagn til þess að standast þá byrjunarörðugleika, sem oft . steðja að nýrri atvinnustarfsemi og uppbyggingu fyrstu árin. Eöli sinu samkvæmt eru kaupfélögin öðru fremur til þjón- ustu. Til þess er ætlast, að þau hafi til þær vörur i verslunum sin- um sem neytandinn þarfnast á hverjum tima, nánast sama hvaö er. Þau selja landbúnaðarafurðir i umboðssölu og skila til bænda öllu afurðaandvirðinu að frádregnum óhjákvæmilegum kostnaði við umsýsluna og eðli- legum umboðslaunum. Þau byggja upp atvinnu- starfáemi til þess að skapa at- vinnu fyrir fólkið i byggðinni og skapa jafnvægi i byggð landsins. Auðvitaö er reiknaö með að kaupfélögin skili siöan góðri rekstrarafkomu, og þegar svo vel tekst til kemur sá árangur félags- mönnum til góða. Kaupfélögin gera hins vegar hvorki að ráða yfir öllu né vilja það. Það er alkunna, að hér á landi tiðkast einkum þrjú rekstrar- form. Það er einkarekstur sam- vinnurekstur og rikisrekstur. Rikisreksturinn er i flestum tilfellum á landsmælikvarða, annað hvort i formi þjónustu, — Póstur og simi — eða óbeinnar skattheimtu, — ATVR —, en i stöku tilfellum i atvinnustarfsemi i samkeppni við hin rekstrar- formin, — Sildarverksmiðjur rikisins. Samvinnurekstur og einka- rekstur eiga hins vegar viða i samkeppni. Sá meginmunur er þó á tilhögun i starfsemi þessara tveggja rekstrarforma, að einka- reksturinn er í yfirgnæfandi meirihluta á Reykjavikur- svæöinu, en viða um lands- byggðina er samvinnureksturinn rikjandi. Þar sem einkareksturinn hefur haslað sér völl úti á lands- byggðinni hefur það i mörgum tilfellum verið á afmörkuðum sviðum, verslunar, þjónustu eða framleiðslu, þar sem ábatavonin hefur verið nokkuð trygg, eða áhætta vegna f járfestingar tiltölulega litil. Rétt er og skylt að viðurkenna að hvort formið hefur til sins ágætis nokkuð, einkarekstur og samvinnurekstur. Kaupfélögin hafa sýnt það og sannað að þau eru reiðubúin aö taka þátt I at- vinnustarfsemi landsmanna. Þau eru tilbúin til samkeppni á eðli- legum grundvelli og telja raunar að hófleg samkeppni sé af hinu góða og almenningi á íslandi fremur til hagsbóta. Það er lika afdráttarlaus skoðun þess er þetta ritar, að svar Samvinnumanna við spurning- unni, sem fram kemur i ljóðlin- unni hér að framan, geti með góðri samvisku verið játandi. Húsavíkurkaupstaður sendir Kaupfélagi Þingeyinga bestu árnaðaróskir í tilefni aldarafmælis félagsins og óskar þvi velfamaðar um ókomin ár

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.