Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. febrúar 1982 ■ Þcssa dagana má sjá hinar fjölbreytilegustu skreytingar f giuggum kaupfélaganna i tilefni afmælishátiöarhaldanna. Þessi mynd var tekin af glugga Kaupfélags Hafnfirðinga við Strand- götu. TImamynd:GE Afmælisveisla hjá samvinnuhreyfingunni: Opid hús á 66 stödum ■ „Já allir landsmenn eru velkomnir til þessarar af- mælisveislu. Samvinnu- hreyfinginer landshreyfing og þessvegna höldum við veislu um allt landið, enda tilefnið verulega mikið”, svaraði Haukur Ingibergsson, — hjá Sambandinu,erTiminn spurði hann um tilhögun á „afmælis- veislu aldarinnar” I tilefni af 100 ára afmæli Samvinnu- hreyfingarinnar. „Það er opið hús hjá öllum Kaupfélögunum. Þetta verður á 66 stöðum um allt land og ég býst við að þetta sé einhver stærsta afmælisveisla sem haldin hefur verið. Hjá sum- um kaupfélögunum eru há- tiðarhöldin siðdegisá föstudag og öðrum á laugardag. Sums staðar verða dagskrár og annarsstaðar ekki. Veitingar eru mismunandi, m.a. eftir aðstöðu og þvi hvernig þetta er byggt upp á hverjum staö, en allstaðar er um að ræða af- mælisveislu þar sem allir eru velkomnir”,, sagði Haukur. — Hvað er búist viö mörgum gestum? — Ég hef reynt að gera mér einhverja grein fyrir þvi, en sliku er óskaplega erfitt að spá, svo ég þori ekki aö nefna neina tölu. Eitthvað mun það m.a. fara eftir veöri, svo við skulum bara vona að það verði gott.” HEI. Bjarni Felixson, íþrótta- fréttamaður Sjónvarpsins „Júlíus fer með rakin ósannindi” ■ Bjarni Felixson, iþrttafrétta- maður sjónvarpsins, kom aö máli við Timann í gær, vegna fréttar blaðsins i fyrradag, þar sem viðtal var við Július Hafstein, for- mann H.S.I., en þar sagði Július orðrétt: „Rikisútvarpið sjónvarp annars vegar og Handknattleiks- samband Islands hins vegar, hafa enn ekki náð að gera skriflegt samkomulag um það hvernig skuli staðið að beinum útsend- ingum eða sýningum samdægurs, á landsleikjum, og þess vegna bönnuðumvið að sýnt yrði meira frá leiknum i gær, en þriggja minútna fréttamynd”. Bjarni sagði: „Július fer þarna með rakin ósannindi, og er ég búinn að fá nóg af samskiptum minum við Július Hafstein, sem þrátt fyrir skriflega samninga, sem eru i fullu gildi, reynir stööugt að kria út meiri peninga af sjónvarpinu til handa H.S.t. en sambandinu ber samningum samkvæmt”. Sú grein samningsins, sem talað er um hér að framan, er svohljóðandi: 2. gr. „Rikisút- varpið skal hafa heimild til aö taka upp og flytja hvers kyns efni frá öllum Iþróttaviðburðum, sem fram fara hérlendis á vegum aðila, sem sérsamböndin hafa tjáö sig hafa umboð til að semja fyrir (sbr. 6. gr. samnings þessa). Skal réttur þessi gilda jafnt um flutning beint á sama tima og iþróttaviðburður á sér stað og flutning eftir á. (Leturbreyting blm.) Bein útsending sjónvarps og útsending samdægurs, sem auglýst hefur verið fyrirfram, eru þó háðar sérstöku samþykki viö- komandi sérsambands.” Stjórnarfrumvarp um verðgæslu í stað beinna verðlagsákvæða: SAMKEPPNISNEFND BÖGD NIÐUR breytingu á lögum um samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti hefur verið lagt fram á Alþingi. Höfuðbreytingin felst i þvi að draga úr opinberum afskiptum af verðmyndun og stefna að þvi að verðgæsla komi i vaxandi mæli i' stað beinna verð- lagsákvæða. Lagt er til að samkeppnisnefnd verði lögð niður en þriggja manna nefnd, sem skipuð er verðlags- stjóra og fulltrúum tilnefndum af ASÍ og VI taki við störfum hennar. Mun sú nefnd einnig hafa með höndum undirbúning þeirra mála er leggja skal fyrir verNagsráö. Nefndin getur einnig tekið ákvarðanirum einstök mál, sem siöar verða tekin til með- ferðar i verðlagsráði. Aðalbreytingin felst I 4. gr. frumvarpsins, sem er svohljóð- andi: „Þær samþykktir um há- marksálagningu, hámarksverð og aðra verðlagningu, sem I gildi eru þegar lög þessi koma til framkvæmda, skulu gilda áfram. Verðlagsráð getur tekiö ákvarð- anir um breytingar á þessum samþykktum og þegar sam- keppni er að mati ráðsins nægileg til þess að tryggja æskilega verð- myndun og sanngjarnt verðlag, getur það fellt verðlagningu á vöru og þjónustu undan verölags- ákvæðum. Nú hafa verölagsákvæði verið afnumin og getur verölagsstofnun þá skyldað hlutaðeigandi aöila til að tilkynna stofnuninni verð- hækkanir. Nú er samkeppni tak- mörkuð aö mati verðlagsráðs á sviði þarsem verölagning er ekki undir verðlagsákvæðum, eða samkeppni er ekki nægileg til að tryggja sanngjarnt verölag eða horfur eru á ósanngjarnri þróun verðlags og álagningar, og getur þá ráðið ákveðið eftirtaldar að- gerðir til aö ná þvi takmarki sem um ræöir i 1. gr.: 1. Hámarksverð og hámarksá- lagningu. 2. Gerð verðútreikninga eftir nánar ákveðnum reglum. 3. Verðstöðvun i allt að sex mán- uði i senn. 4. Setningu annarra reglna um verðlagningu og viðskiptakjör sem verðlagsráö telur nauð- synlegar hverju sinni.” Samkvæmt þessari grein mun verölagsráð geta fellt verðlagn- ingu á vöru og þjónustu undan verölagsákvæðum þegar sam- keppni er nægileg aö mati ráðs- ins til að tryggja æskilega verð- myndun og sanngjarnt verðlag. Slikar ákvarðanir öölast gildi án þess að samþykki rikisstjórnar- innar þurfi a& koma til,eins og gert er ráð fyrir i gildandi lögum. Enn fremur er kveðiö svo á að verðlagsráð geti gripið til ákveð- inna aðhaldsaögerða, svo sem há- marksverðs og hámarksálagn- ingar, ef samkeppni er takmörk- uð eða önnur tilgreind skilyrði eru til staöar á sviöi þar sem verölagning er frjáls. Oó ■ Þeir Grettir Ásmundarson og Lárus Salómonsson létu sér ekki bregða við að fækka fötum og fá sér snjóbað hér á öldum og árum áður. Og hafi einhver haldið að allur þróttur sé úr þjóðinni dreginn, eftir að hitaveitan komog rjúkandi vatnstankar á öskjuhllð, þá sannar ungi maðurinn á myndinni hér, að þvl fer viðs fjarri. (Tlmamynd Ella). Landsvirkjun hættir orkuskömmtun ■ Þar sem veðurfar hefur veriö hagstætt fyrir vatnsbúskap Landsvirkjunar að undanförnu, hefur verið ákveðið að hætta skerðingu á forgangsorku til stór- iðju og Keflavikurflugvallar. Skerðingin hófst 1. þessa mánaðar og þá var útlitið svo slæmt vegna óhagstæörar vatns- stöðu á hálendinu að taliö var óhjákvæmilegt að skerða for- gangsaflsþörfina um 10% eöa 35.5MW. Vegna hagstæðrar tiðar varð skeröingin hins vegar aldrei meiri en 6.7% þ.e.a.s. 23.8MW og bitnaði hún eingöngu á stóriðj- unni og Keflavikurflugvelli. Henni hefur nú verið aflétt eins og áður segir. Brotist inn í Rán ■ Innbrot var framið í Veitinga- húsið Rán við Skólavöröustig 12 i fyrrinótt. Að sögn rannsóknarlögreglu rikisins var stolið þaðan 5000 krónum auk þess sem talsvert hvarf af áfengi og fjórar hurðir voru skemmdar. Innbrotsmenn- irnir eru ófundnir. Heildsala Smásala A, SP0RTVAL Hlemmtorgi — Simi 14390 SALOMOIMí Öryggisins vegna —Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.