Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 6
Föstudagur 19. febrúar 1982 stuttar fréttir Sundlaug f afmælisgjöf á 100 ára afmæli ■ 1 tilefni 100 ára afmælis Hólaskóla á þessu ári hafa nokkrir af eldri búfræðingum frá Hólum tekið sig saman um að efna til sameiginlegrar gjafar til skólans. Framkvæmdanefnd hefur verið mynduð og mun hún á næstunni leita til allra Hóla- manna sem á lifi eru og næst til með ósk um þátttöku i gjöf- inni. Hugmyndin er að gefa skólanum sundlaug.Tilboöa hefur verið leitað og bendir allt til þess að koma megi upp góðri sundlaug og tilheyrandi aðstöðu við iþróttahúsið á Hól- um fyrir um það bil 500-600 þúsund krónur. Nefndin hefur þegar opnað sparisjóðsreikning i Búnaöar- bankanum á Sauðárkróki. Keikningsnúmerið er 11000. Bráðlega verða giróseölar stilaðir á þennan reikning sendir til allra „gamalla” Hólamanna. En þar sem ætla má aö ekki náist tii allra m.a. vegna breyttra heimilisfanga væntir nefndin þess að þeir sem ekki fá seðla næstu vikurnar og leggja vilja nokk- uð til gjafarinnar leggi það inn á nefndan reikning, en það er hægt að gera i hvaða banka sem er. Aörir sem hafa áhuga á að heiðra Hólastað i tilefni af- mælisins geta aö sjálfsögðu einnig komið framlögum til sundlaugarsjóösins á sama hátt. Ætlun er að varðveita nöfn allra gefenda i sérstakri bók á Hólum. bess má geta að fyrirtækið Fjölhönnun sem séð hefur um hitaveituna á Hólum hefur ákveðið að gefa alla vinnu við tæknilegan undirbúning máls- ins. 1 framkvæmdanefndinni eru: Gisli Pálsson, bóndi á Hofi i Vatnsdal, sem er for- maöur, Asgeir Bjarnason, bóndi i Asgarði, formaður Búnaðarfélags Islands, Guð-' mundur Jóhannsson bókari, Hjaltabakka 14, Reykjavik, Jónas Jónsson búnaðarmála- stjóri og Stefán H. Sigfússon, landgræðslufulltrúi Sogavegi 36, Reykjavik. Hitaveita var lögð að Hólum á siðastliðnu ári og þar er gnægð af heitu vatni sem ekki nýtist. Það væri vissulega ánægjulegt ef þar yrði komin vel búin sundlaug gjöf frá „gömlum Hólamönnum” þeg- ar 100 ára afmælis skólans verður minnst 4. júli á kom- andi sumri en að þvi er stefnt. Þrálát ótíð VESTFIRÐIR: „Ekki er ein báran stök” segir i gömlu máltæki sem Vestfirðingar fengu að rey na i janúar. Þegar sjómenn ætluðu sér loks að fara að hefja veiðar af kappi — eftir að verkfalli lauk um miðjan janúar — tók við þrálát ótið á Vestfjarðamiðum sem gerði mönnum örðugt að stunda sjó. Flestir togararnir héldu þvi strax austur fyrir land og luku þar fyrstu veiði- ferðinniá nýja árinu i bliðviðri á Austfjaröamiðum. Fengu þeir þar allir góðan afla og héldu nokkrir strax austur á ný að löndun lokinni. Guðbjörg frá ísafirði varð lang aflahæst togaranna i janúar með 233,5 lestir en i fyrra varð Bessi frá Súðavik aflahæstur með 377 lestir. Næstir urðu: Július Geir- mundsson með 195, Sigurey með 170 lestir, Dagrún 155 lestir og Páll Pálsson með 151 lest. Bátarnir gátu hins vegar ekki sótt i bliöuna fyrir austan og urðu að berjast við ótiöindi á heimamiðum. Þegar gaf til róðra fékkst þokkalegur afli. Alls stunduðu 25 bátar róðra — að undanskildum rækju- bátunum — þar af 23 meö linu en 2 með net. Afli linubátanna varð 1.272 lestir i samtals 165 róörum eöa 7,7 lestir aö meðaltali i róðri. I fyrra var meöalaflinn i róðri 9 lestir. Aflahæstur linubáta varð nú Dofri frá Patreksfirði með 106,7 lestir. Aðrir sem náöu 100 lestum voru Vestri frá Pat- reksfirði og Orri frá tsafirði.. Hólmavikurbátar fóru að- eins i 2 róðra hver og fengu frá 10,3-23,5 lestir samtals. —HEI Tvö skörð í varnargarð MÝRDALUR: „í óveðrinu sem fylgdi djúpu jægðinni sem gekk yfir landið i siðustu viku varð töluvert hásjávað hér og flæddi yfir allar fjörur hér vestan Dyrhólaeyjar. Miklar skemmdir urðu þá á varnar- garði sem liggur út i Dyrhóla- ey og er jafnframt vegur þangað. Komu á hann tvö skörð, annaö um 30-40 metra langt og hitt liklega um 10-20 metra auk annarra skemmda á gafðinum”, sagði Björgvin Salómonsson oddviti Dyrhóla- hrepps i samtali nýlega. Garður þessi er til varnar landskemmdum vegna flóöa frá Dyrhólaós. Ekki sagði Björgvin þó landsskemmdir hafa orðið að þessu sinni þar sem flóðið varð aðeins i eitt skipti á háflæöinu og lá þvi stutt á landinu. —HEI Neyslukönnunin: A YFIR 30% HEIM- ILA REYKIR ENGINN ■ Hjá nær þriðjungi (30,7%) þeirra fjölskyldna er þátt tóku i neyslukönnun til öflunar efni- viðar nýs visitölugrundvallar var enginn á heimilinu sem notaði tó- bak. Tekið skal fram að eingöngu er um fjölskyldur að ræða með börn undir 16 ára aldri eða barn- lausar. Skipt milli kvenna og karla varð útkoman sú að 41,5% reyktu ekkert auk 8% sem fiktuðu smá- vegis viö reykingar eða eina til tvær sigarettur á dag. Af þeim heimingi karlanna sem reyktu að einhverju marki reyktu um 1 af hverjum 5 eingöngu pipu og nær einn af hverjum 10 eingöngu vindla. Af konunum voru um 6 af hverjum 10 sem reyktu ekki og hinar nær eingöngu sigarettur. Ekki er skýrt frá tölulegum niðurstöðum varðandi áfengis- neyslu en hún er þó sögð hafa aukist verulega frá þvi sem reiknaðer með i gildandi visitölu- grunni. A hinn bóginn var áfengisneysla könnunarhópsins undir landsmeðaltali samkvæmt öðrum heimildum um áfengis- neyslu. —HEI T uttugu og fimm „nýir,, ís- lendingar ■ Frumvarp liggur fyrir Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að 25 manns verði veittur islenskur rikisborgararéttur og fullnægja þeim skilyrðum sem sett eru um veitingu rikisborgararéttar. Um- sækjendureru: Ágúst Smári Henrýsson, barn i Reykjavik, f. 26. ágúst 1976 á ís- landi Bach, Rita NÖrgaard, húsmóðir i Borgarnesi f. 20. febrúar 1943 i Danmörku. Cilia, Maria Dis, barn i Reykja- vik, f. 29. ágúst 1968 á islandi. Christiansen, Judith, húsmóðir i Reykjavik, f. 21. október 1944 i Færeyjum. Einar Magnússon, fulltrúi i Reykjavik, f. 29. september 1928 á islándi. Evans, Trausti barn á Akur- eyri, f. 27. ágúst 1976 á islandi. Favre, Galariel Christian kenn- ari iReykjavik, f. 28. febrúar 1944 I Frakklandi. Guðrún Eliasdóttir, skrif- stofustúlka i Keflavik, f. 9. september 1919 á íslandi. Helgi Már Hannesson, barn i Keflavik, f. 22. janúar 1980 i Guatemala Július Þór Sigurjónsson, barn i Keflavik, f. 18. febrúar 1981 i Indónesiu Kelley, Donald Thor, verka- maður á Akúreyri, f. 6. júli 1964 i Bandarikjunum. Kettler, Ernst Rudolf, kvik- myndatökumaður i Reykjavik, f. 23. febrúar 1942 í Austurriki. Keyser, William Gisli, nemi i Reykjavik, f. á íslandi 8. júni 1957. Lassen, Helle, húsmóðir I Breiödalshreppi, f. 2. janúar 1952, iDanmörku. Lindgren, Milda Elvira, hús- móðir I Reykjavik, f. 5. október 1912 i Finnlandi. Marlowe, Christopher George, tölvufræðingur á isafirði, f. 30. júli 1951 i Bandarikjunum. Marlowe, Halldóra Patricia, barn á isafirði, f. 21. nóvember 1975 i Bandarikjunum. Marlowe, Maria Berglind, barn á Isafirði, f. 26. janúar 1980 á is- landi Mikkelsen, Ann, röntgentæknir i Reykjavik, f. 19. júni 1950 i Danmörku. Miinoz, Simeona, ljósmóðir á Akureyri f. 18. febrúar 1951 i Filipseyjum. Olsen, Johannes Martin, sjómað- ur i Reykjavik, f. 1. mars 1927 i Færeyjum. Rakel Rós Maria Njálsdóttir, barn á Seltjarnarnesi, f. 2. janúar 1981 i Guatemala. Singh, Manjit, Singh Nand Singh Santa, þjónn i Reykjavik, f. 7. október 1949 i Kenya. Winkel, Jón Ólafur, nemi i Reykjavik, f. 4. mai 1967 i Danmörku. Winkel, Poul Eigil, nemi i Reykjavik, f. 10. júli 1973 i Danmörku . B útgáfan Skálholt hefur ráðið Jóhönnu Sigþórsdóttur blaöamann framkvæmda- stjóra frá 1. mars n.k. ■ Jóhanra hefur unnið að blaða- mennsku um alllangt skeiö, nú siöast á Dagblaöinu og Visi. Útgáfan Skálholt var sem kunnugt er stofnsett á siðasta ári aö frumkvæði Kirkjuráðs. Valdi- mar Jóhannsson bókaútgefandi i Iðunni átti firmanafniö en gaf þaö til útgáfunnar. Útgáfan Skálholt hefur nú tekið við útgáfustarfi Æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar, sem hefur verið umfangsmestur aðili á kirkjuleg- um vettvangi i útgáfu fræðslu- efnis til nota i skólum og söfnuð- um. Auk þess mun útgáfan Skál- holt vinna að margvislegri ann- arri útgáfustarfsemi, bæði á snældum, i myndum sem rituðu máli. Rósa Björk Þorbjarnardóttir endurmenntunarstjóri Kennara- háskólans er stjórnarformaður Skálholts en framkvæmdanefnd skipa: Jón Sigurðsson skólastjóri Samvinnuskólans i Bifröst, Páll Bragi Kristjónsson rekstrarhag- fræðingur og sr. Bernharður Guð- mundsson fréttafulltrúi þjóö- __kirkjunnar. ■ Þetta er greinilega ekki réttifótabúnaðurinn I slagveðriö eins og þaö hefur verið undanfarna daga. Tiinamynd: Róbert Jóhanna Sigþórs- dóttir ráðin fram- kvæmdastjóri út- gáfunnar Skálholt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.