Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 19. febriiar 1982 erlent yfirlit I UMI ■ Leiötogar Sovétrikjanna viö likbörur Suslovs. i fremstu röö eru Brésnjef, Tikhanov og Chernenko. 1 aftari röð Gromyko og Kiriienko. Tekur CHERNENKO við af Suslov? Líkur þykja benda í þá átt H ERLENDIR fréttamenn i Moskvu hafa reynt að fylgjast kappsamlega með þvi hver muni taka sæti Michaels Suslov innan framkvæmdanefndar Kommún- istaflokksins. Suslov var um langt skeið einn valdamesti maðurinn i fram- kvæmdanefndinni. Hann gegndi m.a. þvi hlutverki að vera helzti hugmyndafræðingur flokksins og marka afstöðu hans til nýrra við- horfa og breytinga jafnt innan- lands og erlendis. Hann er talinn hafa verið mjög náinn samverka- maður Brésnjefs og stutt hann i ágreiningsmáium, sem hafa risið innan framkvæmdanefndarinnar. Til skamins tima hefur verið talið að Andrei Kirilenko væri liklegastur til að taka við af Sus- lov og raunar einnig til aö taka við af Brésnjef, ef hann for- fallaðist skyndilega. Þetta hefur breytzt upp á siðkastið og veldur þvi aldur Kirilenkos. Kirilenko er nokkrum mánuðum eldri en Brésnjef. Hann verður 76 ára i ágúst- mánuði, en Brésnjef verður 76 ára i desember. Annar maður hefur einnig verið nefndur i þessu sambandi á siðari misserum, en aldurinn er honuvn enn meira að meini. Það er Niko- lai Tikhanov, sem tók við for- sætisráðherraembættinu af Kosy- gin. Tikhanov verður 77 ára i maimánuði næstkomandi. ÞAÐ er orðin regla hjá erlend- um fréttamönnum i Moskvu að fylgjast með breytingum, sem eiga sér stað i valdastiganum inn- an framkvæmdanefndarinnar, og dæma þær af þvi, hvernig með- limum hennar er raðað við hátiö- leg tækifæri. Þetta hafa þeir að sjálfsögðu gert nú. Niðurstaðan er sú, að sennilega hafi veriö ákveðið að Konstantin Chernenko taki við stöðu Suslovs. Hann er nú þar i röðinni, sem Suslov var áður. Sitthvað fleira styður þessa til- gátu. Chernenko hefur um langt skeið verið nánasti aðstoðar- maður Brésnjefs. Brésnjef er tal- inn hafa ráðið þvi að Chernenko fékksæti i framkvæmdanefndinni 1978, þótt ýmsir þættu liklegri til að hreppa hnossið. Talið er, að Brésnjef hafi talið þaö styrkja stöðu sina, að Chernenko fengi sæti i framkvæmdanefndinni. Aldurinn er Chernenko ekki sama hindrunin og þeim Kiri- lenko og Tikhanov. Chernenko er nýlega orðinn sjötugur og þvi fimm árum yngri en þeir Brésnjef og Kirilenko. Þá styrkir þaö stöðu Chernenkos, að hann er talinn sérfræðingur i málum rikjanna i Austur-Evrópu, ensennilega telja Kremlverjar nú fátt nauðsyn- legra en að styrkja stöðu sina þar. Chernenko er sagður hafa verið viðstaddur alla fundi, sem Brésnjef hefur átt með leiðtogum Austur-Evrópurikjanna á undan- förnum árum. Vegna þekkingar sinnar á mál- efnum Austur-Evrópu, átti Chernenko ýerulegt samstarf við Suslov, en það var eitt af helztu verkefnum hans að marka stefn- una i sambúðinni við þau. Alveg sérstaklega hafði Suslov látið sig afstöðuna til Póllands varða. Siðan Chernenko fékk sæti i framkvæmdanefndinni, hefur hann komið meira og meira fram opinberlega og flutt aðalræðuna við ýms meiriháttar tækiíæri. Chernenko er upprunninn á sömu slóðum og Brésnjef og hafa kynni þeirra helgazt af þvi, að þvi sagt er. SÁ ORÐRÓMUR hefur verið nokkuð á kreiki siðan Chernenko fékksæti i framkvæmdanefndinni að Brésnjef væri búinn að velja hann sem eítirmann sinn. Sumir fréttaskýrendur telja nú að það myndi styrkja Chernenko i þess- um efnum, ef hann hefði áöur gegnt um skeið sama hlutverki og Suslov. Aðrir benda á að Chernenko gæti aldrei verið lengi i embætti flokksforingjans sökum aldurs. Hann yrði þar aðeins i fá ár eða ■ Chernenko misseri meðan verið væri aö ná samkomulagi um annan yngri mann. 1 þessu sambandi er bent á að Krustjoff var 58 ára, þegar hann tók við ílokksforustunni og Brésnjeí 57 ára. Stalin var enn yngri eða 42 ára. Aðeins einn mann er að finna innan framkvæmdanefndarinnar, sem er yngri en þeir Krustjoff og Brésnjef voru þega r þeir tóku viö forustunni. Þaö er Mikhail Gorbachev sem fékk sæti i fram- kvæmdaneíndinni íyrir tæpum tveimur árum. Hann verður 51 árs i næsta mánuði. Hann er sér- fræðingur i landbúnaðarmálum. Næstyngsturhonum er Grigory Romanov sem er 59 ára. Hann hefur verið leiðtogi flokksins i Leningrad. Yuri Andropov, sem er yíir- maður KGB, hefur einnig verið nefndur i þessu sambandi. Hann er 67 ára. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir 7 Kosningar í Irska lýðveldinu ■ Þingkosningar fóru fram i Irska lýöveldinu i gær eftir fal 1 rikisstjórnarinnar sem aöeins hafði verið við völd i tæpa 7 mánuöi. Rikisst jórnin sem var sam- steypustjórn féll eftir að ekki haföi tekist aö ná fram þing- meirihluta með fjarlagafrum- varpi stjórnarinnar. Aðalágreiningsefnið i kosningabaráttunni hefur verið efnahagsástand landsins en þar er nú um 20% verð- bólga, svo og hvort og hvenær eigi að taka skref i þá átt að sameinast Norður-Irlandi. 1 gær var talið liklegt aö mjóttyrði á mununum iúrslit- um kosninganna og treystu spámenn sér ekki til að spá um hver yrði sigurvegari kosninganna. Fyrsta talning fer ekki fram idag,ogþað veröur sennilega ekki fyrr en siðdegis á morgun sem endanleg úrslit liggja fyrir. Tímarit Ein- ingar gefið út í Póllandi í gær _ 1 gær var dreift fyrstu Ut- gáfu timaritssem hin bönnuðu verkalýössamtök i Póliandi, Eining gefa út. Var timaritinú dreift á götum Varsjárborgar. Fyrsta útgáfan átti að koma út daginn eftir að herlog voru sett á i landinu, en ritstjóri timaritsins framdi þá sjálfs- morð. Utgáfa sú sem kom út i gær, er tileinkuð m inningu rit- stjö rans. Aöalblaðamaður þessarar fyrstu Utgáfu er einn forystu- manna Einingar, og er hann einn fárra sem gengur laus i Póllandi nú, en hann er samt sem áður i felum. Hann segir i blaöinu að ef Einingu verði leyft að starfa opinberlega á nýjan leik, jafn- vel þótt samtökin fái aðeins að láta málefni verkalýösins til sin taka, þá verði það þess virði. Auk þessa eru i timaritinu munnleg skilaboð frá Lech Walesa, formanni Einingar, en þar segir Walesa einnig aö Eining eigi aðeins að láta til sin taka þau málefni sem skipti verkalýðinn i Póllandi máli, og láta af öllum stjórn- málalegum markmiðum. Kfnversk kona tekin af lífi ■ Kínversk kona, leigubil- stjóri i Peking var i gær tekin af lffi i Peking. Hún hafði verið að aka ferðamönnum og þegar þeir voru að skilja við bilinn kom upp ágreiningur um það hve hátt fargjaldið skyldi vera. Skipti engum togum að konan tók sig til og ók á brott og kom siöan aftur á fullri ferö akandi, og ók inn I þvögu ferðamanna, með þeim af- leiðingum að fimm létu lifiö og 19 særöust. Var konan dæmd til dauða og hefur dómnum nú verið fullnægt. Dauðarefsingar eru enn talsvert algengar i Kina, en þó heyrir það undantekningum til aö konur séu Hflátnar. Vestur-Þjóðverjar standa við samn- inginn við Rússa um Síberíuleiðsluna ■ Efnahagsmálaráðherra Vestur-Þýskalands sagði i gær að Vestur-Þjóðverjar myndu standa viö samning þann sem þeir hafa gert viö Sovétrikin um lagningu gasleiðslunnar frá Siberiu, en þaðan verður gasi dælt til landa i Vestur- Evrópu. Sagði ráöherrann i viötali við fulltrúa þýsku pressunnar aö allar tilraunir Bandarikja- manna I þá átt að reyna aö koma i veg fyrir byggingu gasleiöslunnar væru f and- stöðu við vilja þýskra stjórn- valda. Egyptar fá kín- verska kaf báta ■ Egyptar staðfestu i gær að þeir hefðu tekið viö tveimur kafbátum, byggöum i Kina. Sagði yfirmaður egypska flot- ans i gær, aö kafbátarnir tveir væru væntanlegir til Egypta- lands, i' fylgd egypskra her- skipa ibyrjun næsta mánaöar. Bflasprengja í Damaskus ■ Bilasprengja sprakk i Damaskus, i gær og stór- skemmdi hús upp- lýsingaráðuneytisins oghöfuö- stöðvar einsdagblaðsins. Ekki var um nein meiriháttar meiðsli að ræða, og enginn lét Ufiö i þessu sprengitilræði, en skemmdir eru taldar veruleg- ar. Voru múhammeðskir öfgamenn sakaðir I gær um aö bera ábyrgð á sprengitilræð- inu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.