Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 19. febrúar 1982 Keimilistíminn Umsjón A.K.B. Sveins- stykkinu var stolið ■ Heimsóknin i dag er til Björgvins Svavarssonar, kenn- ara og silfursmiðs. Hann býr i Kópavogi ásamt konu sinni, Kristinu Garðarsdóttur, kenn- ara, og þremur börnum, Helgu 12, ára, Svavari 9 ára og Herði Garðari 1. ársi Björgvin heíur smiöaö nokkuð af kirkjumunum, skirnarl'onta, altarisstjaka og rekur. Ég spyr þvi Björgvin fyrst: Hvað heíur þú smiðað muni i margar kirkjur á landinu? — Ég held að það séu um 20 kirkjur, sem eiga muni, sem ég hef smiðað. Ég smiðaöi t.d. ný- lega reku íyrir Hallgrimskirkju i Iteykjavik. Ég geri lika mikiö við gamla kirkjumuni úr málmi, aðallega úr kirkjum sem Þjóð- minjasalnið sér um viðgeröir á. Núna er ég að vinna við altaris- stjaka úr messing, en þeir eru úr Hvammskirkju i Dölum. Einnig er ég nú að vinna við að gera kópiu af 200—300 ára gam- alli skirnarskál, sem var i kirkj- unni á Kálfalelli i Fljótshverl'i i Austur-Skaftafellssyslu. Þjóð- minjasalniö á nú skálina, en el't- irlikingin, sem ég er að vinna aö á aö fara i kirkjuna, þar sem skálin var upphaflega. — En ekki er þetta þitt aðal- starf, er það? — Nei, ég er kennari i Vig- hólaskóla og kenni einnig 10 tima á viku í Kennaraháskólan- um. En ég var búinn að vinna við málmsmiðina lengi áður en ég fór út i námið og fékk sveins- prófið. — Lærðiröu hér á landi? — Nei, við tókum okkur upp fjölskyldan 1977 og héldum til Sviþjóöar. Ég sótti um að komast i lista- háskóla i Slokkhólmi, sem heitir Konstfackskolan, en það er gamall og mjög góöur skóli. Þar heimsókn eru ekki tekin inntökupróf, held- ur á að senda myndir af ein- hverju, sem viðkomandi hefur smiðað og einnig myndir af teikningum. Ég var svo heppinn að fá inngöngu i skólann og lauk þaðan sveinsprófi eftir tvö ár. Ég fékk einnig tækifæri til að taka sveinspróf i gullsmiði. Ég gat lokiö þessum prófum á svo skömmum tima á þeim forsend- um, aðég var búinn aö vinna við þetta mörg ár áöur. Ég á lika Jens Guðjónssyni, gullsmið, að þakka margar góðar ráölegg- ingar, en hann heimsótti ég oft á þeim árum, sem ég var að byrja i málmsmiðinni. — En þú lentir i heilmiklu ævintýri með sveinsstykkið. Hvernig var það? — Já, það var heilmikil saka- málasaga. Sveinsstykkiö mitt var silíurbakki, tvöföld silfur- flaska og sex silíurbikarar með gullhúð að innan. Svo var það einhverju sinni rétt íyrir prófið að ég brá mér aðeins l'rá, þar sem ég var meö sveinsstykkið og skildi það eftir á borði. Nú, þegar ég kom aftur var búið að stela ílöskunni og tveimur bik- urum. Þaö höfðu þá einhverjir ná- ungar fylgst meö mér og þegar ég brá mér frá notuðu þeir tæki- færið, en skildu eftir bakkann og fjóra bikara. Það tóku allir að leita, nem- endur og kennarar, en ekkert fannst. Þjófnaðurinn var svo til- kynnturlögreglunniogmeira að segja Interpol. 1 öllum dagblöð- unum i Stokkhólmi voru birtar myndir af silfurmununum, sem eftir voru og fólk var beöiö að aðstoða við að finna þýfiö. Þetta var ævintýralegt og ótrúlegast af öllu að á endanum fékk ég silfurflöskuna og bikarana aft- ur. Silfrið fannst á griskum matsölustaö og hafði þá gengið kaupum og sölum. Það voru margar góðar ábendingar, sem leiddu til þess að munirnir fund- Helga Björgvinsdóttir við sveinsstykkiö hans pabba sins, sem lenti I þjófa höndum, en komst aftur til eiganda sins. ■ Svavar með messinghatt litinn, sem pabbi hans smið- aði. I Björgvin Svavarsson með skirnarskálina frá Kálfafelli, sem hann er að gera af kópiu. Þjóðminjasafniö á gömlu skirnarskálina, en kópian á að fara i kirkjuna á Kálfafeili. ustog t.d. var gömul kona, sem alltaf situr á Sergels torgi og spilar á orgel, sem gat bent á að eiturlyfjaneytendur, sem oft eru á torginu, hafi verið með hlut- ina. Við urðum náttúrlega öll mjög glöð þegar munirnir fundust og ég gat lagt þá fyrir prófdómar- ana. Nú, en mér gekk vel, fékk meira að segja silfurmedaliu fyrir prófverkefniö. Svo eftir prófin var haldin mikil garð- veisla i skólagarðinum, en það er siður i Konstfackskolen að halda slika veisluá vorin. — Hvað viltu ráðleggja ungu fólki, sem hefði áhuga á sliku námi við þennan skóla? — Það er þá helst að ná sér i sem mesta þekkingu i málm- smiði, áður en sótt er um, þvi að inntökuskilyrði eru nokkuð ströng. Hvað á ég að vera á grímuballinu? ■ Nú fer timi grimuballanna i hönd. Þá vandast máliö hjá mörgum, þegar börnin þurfa að fá búninga til að fara i á grimu- ball. Flestir leysa málið með þvi að sauma búninga heima eða láta nægja grimur og kórónur eöa kúrekahatta. En margir leita til þeirra, sem leigja út grimubún- inga. Ég hringdi I fyrradag i eina grimubúningaleigu i Reykjavik og spuröist fyrir um grimubún- inga — Það eru allir búningar farnir út núna, sagði konan, sem varð fyrir svörum hjá búninga- leigunni. —,,Þaö er svo mikið af grimuböllum nú um helgina og fram á öskudag, að siöustu búningarnir fóru i dag. Annars erum við eingöngu meö búninga fyrir börn og leigan er 50 krónur. Við vorum með búninga fyrir fullorðna, en það gafst svo illa, að við hættum þvi. Búningarnir komu oft skemmdir til baka, t.d. með brunagötum eftir sigarettur, og blettum, sem mjög erfitt var að ná úr. — Hvað eru vinsælustu búning- arnir hjá ykkur? — Vinsælustu strákabúningarn- ir hafa verið Superman, Batman, kúreka- og Indiánabúningar, en hjá stelpunum eru prinsessurnar vinsælar og Indiánar. Trúðsbún- ingar eru lika alltaf vinsælir. Þaö er bara það versta við aö reka svona búningaleigu, að fólk trassar að skila búningnum og það eru t.d. tveir búningar ókomnir, sem ég lánaöi út i fyrra.. En við sendum þó nokkuð út á land og ég vil taka það fram að fólk úti á landsbyggðinni skilar búningum fljótt og vel, mun betur en þeir, sem eru hér svo að segja við húsveggin hjá mér”. — En hvernig er með hreinsun á búningunum? — Við látum hreinsa þá búninga, sem eru úr þannig efn- um, aö ekki má þvo þá, en alla búninga, sem má þvo, þvæ ég i þvottavélinni. — Er eitthvað um búningaleigu á öðrum timum árs en fyrir ösku- daginn? — Það er nú eitthvað litils hátt- ar, en mest er þetta fyrir ösku- daginn og þá getum við alls ekki annaö eftirspurn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.