Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 12
20 söaii'i Utboð Láxárdalshreppur óskar eftir tilboðum i að steypa upp 2. áfanga grunnskóla i Búðardal. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu Laxár- dalshrepps Búðardal á arkitektastofunni s.f. Borgartúni 17 Reykjavik og Verkfræði og teiknistofunni s.f. Kirkjubraut 40, Akranesi gegn 500 kr. skilatryggingu. Sveitarstjórinn Búðardal Skilti - IMafnnælur - Ljósrit Nafnskilti á póstkassa og úti- og innihurðir úr plastefni. Ýmsir litir i stærðum allt að 10x20 cm. Nafnnælur i ýmsum stærðum og litum. Ljósritum, pappirsstærð: A4, A5, B4. Skilti og Ljósrit Hverfisgötu 41. — Simi 23520 Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu óskar eftir að ráða skólastjóra frá 1. sept. n.k. Upplýsingar veitir Margrét Jónsdóttir, Löngumýri simi 95-6116. Umsóknir sendist formanni skólanefndar Jóni Guðmundssyni Óslandi simi um Hofsós fyrir 10. april n.k. Auglýsing Með tilvisuntill7. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi i Grjótaþorpi. Tillagan tek- ur til lóðaskiptingar, landnotkunar, nýtingarhlutfalls, umferðarkerfis og húsahæða. Nánar tiltekið er hér um að ræða svæði, sem afmarkast af Túngötu, Garðastræti, Vesturgötu og Aðalstræti. Sá fýrirvari er gerður, að tillaga nær ekki til lóðanna nr. 2, 4, 6, 8, 12, 14, 16 og 18 við Aðalstræti, nema hvað lóðaskiptingu varðar, og haldast þvi ákvæði hins stað- festa aðalskipulags frá 1967 á þessum lóðum að öðru leyti. Uppdráttur ásamt greinargerð liggur frammi almenningi til sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavikur, Þverhoíti 15, frá og með föstudeginum 26. febrúar till3.april n.k. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skilað á sama stað eigi síðar en kl. 16.15 föstudaginn23. april 1982. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Borgarstjórinn í Reykjavík, 12. febrúar 1982 Egill Skúli Ingibergsson Snjóþotur m/ stýri Snjóþotur m/bremsum Einnig BOB-BORÐ o.m.fl. Enginn póstkröfu- kostnaður Póstkröfusími 14806 tttt Föstudagur 19. febrúar 1982 Styrktarsjódur íþróttaráðs Reykjavíkur: Átta adilar fengu styrk — heildarupphæðin nam 160 þúsund krónum — þriðja sinn sem veitt er úr sjóðnum ■ Heiðurs og styrkveitingar úr styrktarsjóði iþróttaráðs Reykjavikur voru veittar í gær i hófi sem iþróttaráö Reykjavik- ur hólt að Hótel Loftleiðum. Styrkveitingin nú var sú þriðja i rööinni og að þessu sinni fengu átta félög styrk úr sjóðn- um fyrir góða frammistöðu iþróttamanna innan þeirra vé- banda. Fé það sem kemur f styrktar- sjóðinn eru tekjur Reykjávikur- borgar af auglýsingaskiltum i iþróttamannvirkjum á vegum borgarinnar. Að þessu sinni voru til ráð- stöfunar 160 þúsund krónur sem skiptust á milli átta aðila. Þau félög sem hlutu styrk voru þessi: Knattspyrnufélagið Vfkingur 40 þúsund vegna góðrar frammistööu meistaraflokks félagsins i handknattleik og knattspyrnu, en Vikingur varð tslandsmeistari i báðum þess- um greinum. Eftirtalin félög fengu 20 þús- und krónur, Golfklúbbur Reykjavikur m.a. fyrir að standa fyrir Evrópumóti unglinga i golfi sem fram fór á Grafarholtsvellinum. T.B.R. forystufélag i badminton og þátttöku i Evrópukeppni félags- liða en þar unnust tveir sigrar gegn Sviss i Frakklandi. Frjálsiþróttadeild KR vegna góðrarframmistöðuSigurðar T. Sigurðssonarsem stökk yfir 5m i stangarstökki og Guðrúnar Ingólfsdóttur sem m.a. kastaði kringlu yfir 50 m fyrst islenskra kvenna. Knattspyrnudeild Fylkis, Reykjavikurmeistari i knatt- spyrnu i fyrsta skipti i sögu félagsins. Handknattleiksdeild Þróttar fyrir góða frammistöðu meistaraflokks sem m.a. varð Bikarmeistari á siðasta ári og góðs gengis i Evrópukeppni bikarhafa. Þá hlaut lyftingadeild KR 10 þúsund krónur vegna góðs á- rangurs Jóns Páls Sigmars- sonar lyftingakappa sem m.a. var kosinn iþróttamaður ársins 1981. Skiðadeild Ármanns hlaut einnig 10 þúsund krónur vegna góðs árangurs Arna Þ. Árna- sonar skiðamanns. Þá veitti iþróttaráð Reykja- vikur veglegan grip fyrir sér- stætt iþróttaafrek, afrek sem sker sig úr og að þessu sinni hlaut það Ragnar Olafsson golf- maður fyrirað hann var valinn i Evrópuúrvalsliðið i golfi. Viðurkenningar Þá hlutu hjónin Jóakim Páls- son og Björg Þorsteinsdóttir viðurkenningufyrir störf sin á frjálsiþróttamótum og þau hefur sjaldan vantað er slik mót fara fram. Valdimar örnólfsson hlauteinnig viðurkenningu fyrir störf að félagsmálum innan iþróttahreyfingarinnar. Þá voru einnig veittar viður- kenningar fyrir gott fordæmi fyrir almenningsiþróttir og þær viðurkenningar hiutu, Kcmráð Gislason en hann lætur sig sjaldan vanta i' Sundhöll Reykjavikur. Asgeir Asgeirsson sem notar hvert hádegi i trimm á Melavélli og Davið Ólafssðn en Davið er brautryðjandi i skiðagöngu og virkur þátttak- andi i Ferðafélagi Islands. Það var Eirikur Tómasson formaöur iþróttaráðs Reykja- vi"kur sem afhenti styrid og viðurkenningar fyrir hönd ráðs- ins. röp-. ■ Margmenni var er Iþróttaráð Reykjavlkur veitti úr styrktarsjóö ráðsins gær. Eirikur Tómasson formaður ráðsins er I ræðustól. i hófi á Hótel Loftleiöum I Tlmamynd Róbert. Valsmenn leika vid Njardvíkinga í úrvalsdeildirmi á morgun og KR og ÍR leika á sunnudaginn ■ Tveirleikir fara fram i úrvals- deildinni i körfuknattleik nú um þessa helgi. Valsmenn fá Njarð- vikinga i heimsókn i iþróttahús Hagaskóla á morgun kl. 14. Leik- ur þessi ætti að geta orðið nokkuð jafn þó spennan i úrvalsdeildinni sé nú orðin frekar litil. Njarðvik- Punktamót í borðtennis ■ Opið punktamót i borðtennis verðurhaldiðá morgun og verður punktamótið aðeins fyrir meistaraflokk og verður það haldið i Fossvogsskóla og hefst kl. 13. Leikinn verður tvöfaldur úr- sláttur en með þeim fyrirvara að sá sem tapar leik i undankeppn- inni á aðeins möguleika á að ná 3 sæti. ingar eru nú svo gott sem orðnir íslandsmeistarar og tryggja sér titilinn örugglega með sigri gegn Val.Enþað ersigurútaf fyrir sig að sigra verðandi íslandsmeist- ara og það hyggjast Valsmenn örugglega gera. Siðari ieikurinn er á miiliKR og ÍR og verður hann einnig i iþróttahúsi Hagaskóla á sunnu- daginn og hefst hann kl. 14. Með sigri 1R i þeim leik hafa þeir neglt siðasta naglann i' kistu Stúdenta. Leikur þessi ætti að geta orðið jafn, þóKR-ingar séu óneitanlega sigurstranglegri. röp-.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.