Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Mikið úrval Sendum um land allt Kaupum nýlega oPið virka daga --í£ 9 19 • Laugar daga 10 16 HEDD HF. bíla til niðurrifs Sfmi (91) 7-75-51, (91) 7-80-30. UIT'TYrk TJTP Skemmuvegi 20 WHiJJll «.r . Kópavosi Gagnkvæmt tryggingaféJag labnei HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sfmi 36510 mm Tinna Gunnlaugsdóttir og lljalti Rögnvaldsson I hlutverkum sinum. (Tfmamynd Röbert). SOGUR UR VINARSKOGI Þjódleikhúsid sýnir þekktasta verk Ödön von Horváth ■ ,,Menn hafa getið sér þess til að vinsældir höfundar þessa verks sem nú er i mikiu meiri há- vegum hafður en ilifanda lifi, eigi rót si'na að rekja til þess að sam- timinn þykist þekkja það þema sem einkennir verk hans kreppu óstöðugleika og hrörnandi sið- ferði og þykir það eiga erindi við sig”, sagöi Sveinn Einarsson þeg- ar hann kynnti fyrir blaðamönn- um „Sögur úr Vinarskógi”, eftir ödön von Horváth, sem Þjóðleik- húsið mun frumsýna föstudaginn 26. febrúar. Höfundur verksins var af austurrisk-ungverskum ættum og var á dögum 1901-1938 og starfaði lengst af i Þýskalandi, þvi þótt hann teldi sig ekki fremur þýskan en t.d. ungverskan leit hann á sig sem þýskan rithöfund. Ekki voru byrlegir timar fyrir skáld af hans sauðahúsi i Þýskalandi eftir að nasistar komu til valda, enda beindi hann að þeim skeytum sin- um iskáldskap og hlaut litla þökk fyrir. Voru því mörg verka hans ekki frumsýnd fyrr en eftir strið en önnur þó á meðan hann lifði i Vinarborg og Prag eftir að allar dyr i' Berlín höfðu lokast honum. Eins og áður segir hefur Hor- váth átt sivaxandi vinsældum að fagna á siðari árum og er nú svo komið að verk hans eru sviðsett oftar i Þýskalandi en verk Brechts. Þekktustu leikverk hans auk „Sagnaúr Vinarskógi” eru „Kasmi'r og Karólina”, „Itölsk nótt”, „Trú von og kærleikur” og ,J)on Juan kemur heim úr striðinu”. Leikstjóri þessa verks hjá Þjóðleikhúsinu er Haukur J. Gunnarsson sem nú er búsettur i Osló og starfar að leikstjórn á Norðurlöndum. Leikmynd og búninga gerir hins vegar Alistair Powell, sem er gamalkunnur is- lenskum leikhúsgestum og hefur m.a. unnið hér að „ímyndunar- veikinni”, „Kátu Ekkjunni” og „Orfeius og Evridis”. 1 aöalhlutverkum eru þau Hjalti Rögnvaldsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Rúrik Haralds- son og Helga Bachmann. Þá eru einnig i stórum hlutverkum þau Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Björn Karlsson, Viðar Eggerts- son, Þóra Friöriksdóttir, Valur Gislason, Baldvin Halldórsson J. S. Gunnarsson og Þórhallur Sigurðsson. Anægjulegt er að fá Hauk J. Gunnarsson aftur til starfa fyrir Þjóðleikhúsið en svo sem menn muna setti hann upp tvo klassi'ska einþáttunga fyrir Þjóðleikhúsið árið 1979. Hann hefur nýlega sett upp „Suddenly last summer” eftir Tennessee Williams i Ala- borg og stjórnaöi útvarpsleikriti fyrirnorska rikisútvarpið. Næsta verkefni hans verður uppfærsla á „Terroristunum” eftir þýska skáldið Kolbein Falheit, sem fjallar um hryðjuverkamenn i V- Þýskalandi. —AM Föstudagur 19. febrúar 1982 síðustu fréttir Reykjavíkur- skákmótið ■ Úrslit urðu sem hér segir. L. Alburt vann Jón L. — Sahovic vann Helga Ólafsson — Samkovic vann Wed- berg — Ivanovic vann Horvath — Haukur Angatýsson vann Zaltsmann — Westerinen sigraði Stefán Briem — Guð- mundur Sigurjónsson sograði Höi — Hilmar Karlsson vann Leif Jósteinsson — Ásgeir Þ. Árnason sigraði Goodman — Savage vann Róbert Harðar- son — Jóhann örn vann Jóhann Þ. Jóns- son. Jafntefli gerðu þeir -Adorjan og Kog- an —. Forintos og Byrne — Helmers og Sævar Bjarnason — Bajovic og Kaizzuri — Mednis og Kinder- mann — Grunberg og Friðrik — Július Frið- jónsson og Margeir Pétursson. Aðrar skákir fóru í bið. Jafnréttismál fyrir Hæstarétti ■ Málflutningur vegna máls sem Jafn- réttisráð, fyrir hönd starfsstúlku á Kópa- vogshæli, höfðar á hendur heilbrigðisráð- herra og fjármálaráð- herra vegna meintra brota á jafnréttis- lögunum, fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. Starfsstúlkan, sem er i Starfsmanna- félaginu Sókn, krefst þess að hún fái viður- kennt með dómi að hún eigi rétt á þvi að fá sömu laun og karl- mennirnir, sem vinna sömu störf og hún, en hafa verið kallaðir gæslumenn og vinna samkvæmt taxta BSRB. Dæmt var i þessu máli i héraði 1979 og þá féll dómur á þann veg að starfsstúlkan ætti rétt á að fá laun samkvæmt sömu meginreglum og gæslumennirnir. Úr- skurðar er að vænta eftir fáa daga. —Sjó. dropar HUN HAfí EN SJ/ELDEN 06 FORNEH TjTEL - HMAD ER HUN - % g I tilefni Krctlandsheimsóknar Vigdisar eftirlátum við Dropalesendum aðráða þennan krossgátuhluta úr danska hlaðinu „Ude og lljemme” íboði fyrír blíðu k—„Hér íboigfinnast merai sem reyna að pnotfæra sér húsnæðisneyð uigrakvemg£ I A þriðjudaginn gat aö lita eftirfarandi fyrirsögn á lesendabréfi i DV.... , Varðandl hui*kifluna. Guömundur — (ékk ég . reyndar bugmynd I kvðkl þ«g*r *fl U I ruminu^ og Þjóðviljinn fylgdi svo málinu eftir á sinn hátt i gær. Heimtu- frekja ■ Mörgum Reykviking- um vex i augum sú þjón- usta sem borgin lætur ná- grannabyggðarlögunum i té án þess að mikið komi á móti. A þetta sérstak- lega við um Seltjarnar- nes. Ýmsum borgarráðs- mönnum þótti þó taka steininn úr með heimtu- frekjuna þegar fyrir þá var lagt bréf frá einum i- búa Seltjarnarness, nánar tiltekið Nirði P. Njarðvik, þar sem kvart- að var yfir slæmri þjón- ustu Strætisvagna Reykjavíkur. Varð mönn- um á orði að Nirði hefði verið nær að kvarta við yfirvöld i cigin sveitar- félagi yfir slæmum al- menningssamgöngum i' plássinu. Krummi ... ... sá i' Þjóðviljanum aö „islands- og unglinga- metin fuku flest hjá stúlkunum.” Það hefur verið vindgangur i lagi!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.