Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 52
● heimili&hönnun „Efnið sem ég vinn úr er ýmist lopi eða þæfð ull en ég hef líka prófað gæru. Stundum hekla ég utan um spiladósirnar og handunninn pappi hefur verið notaður líka þannig að ég leik mér með ýmis efni. Skemmtilegast finnst mér að rifja upp gamlar íslenskar handavinnu- hefðir,“ segir Margrét Guðnadóttir, sem fyrir löngu er orðin þekkt fyrir spiladósir sínar úr tágum sem til eru í nokkrum litum. Hún hefur líka bætt við nýjum lögum. „Ég byrjaði með Vísur Vatns- enda-Rósu og Krummavísur. Fyrir tveimur árum bættist við jólalag- ið Það á að gefa börnum brauð eftir Jórunni Viðar og núna var ég að fá Sofðu unga ástin mín. Jólalagið er bara í rauðu kúlunum og krumma- vísur í þeim svörtu.“ Þannig lýsir Margrét þróuninni í lagavalinu. Ein af nýjungunum hjá Margréti er tuskudúkka úr íslenskum efnum sem spilar Sofðu unga ástin mín. Hún var með þær á mark- aði Handverks og hönnunar í Ráðhúsinu og þar fékk hún viður- kenningu fyrir þær. „Þær bara eru ekki til þessa stund- ina því þær seljast út úr höndunum á mér,“ segir hún afsakandi. - gun Ull og íslensk þjóðlög ● Spiladósir með íslenskum þjóðlögum hafa notið vinsælda undanfarin ár. Hingað til hafa þær verið úr tágum en nú eru komnar nýjar, íklæddar ull. Listakonan á bak við þær er Margrét Guðnadóttir. Hún hlaut viðurkenningu fyrir þessa snjöllu hönnun nýlega. Margrét er með spiladósir sínar í Kirsuberjatrénu á Vesturgötunni og þær fást einnig í Epal. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lopa- húfan er þjóðleg umgjörð utan um íslenskt lag. Krummi svaf í klettagjá hljómar úr þessari svörtu spiladós. Hrosshár er notað í sumar skreytingarnar. G uðrún Lilja Gunnlaugsdóttir er einn þeirra íslensku hönnuða sem fá snjallar hugmyndir og hrindir þeim í framkvæmd. Huldufólkshellurnar hennar eru gott dæmi um það. Þær eru með eftirlíkingu af hringstiga. Þar má ímynda sér að litlir álfar og aðrar verur skjóti upp kollunum. „Þetta er aðgangurinn að hinni veröldinni bæði fyrir huliðsverurnar og okkur,“ útskýrir Guðrún Lilja. „Í okkar heimi snýst þetta um hugaraðgengi.“ Ekki er hægt að kaupa huldufólkshellurnar í búð heldur býr Guðrún Lilja þær til eftir pöntunum í garða hvers og eins því eins og hún bendir á eru hellur í stéttum misstórar. „Ég geri mót eftir hellunum sem fyrir eru og bý til eina fyrir hollvættir heimilis- ins,“ segir hún og er dulræn í augunum. Guðrún Lilja segir efnahagsástand landsins nýtast hönnuðum nokk- uð vel og allar sprotahugmyndir fá greiðari farveg en ella. „Það eru mun færri veggir sem maður lendir á nú en oft áður,“ segir hún og hefur örugglega hollvættirnar með sér. Gægjugat í huliðsheima Þ ýska hönnunarfyrirtækið Studio Jo Meesters sýndi vörulínu sína Odds and Ends, Bits and Pieces á þýsku hönnunarsýningunni 2008 en hún er afsprengi af svokölluðu Testlab verkefni. Línunni tilheyra tvær misstórar hillur, svefnbekkur og kollur en efni- viðurinn í húsgögnin eru 34 viðarbútar og gömul teppi. Jo Meesters leggur mikið upp úr endurvinnslu og því að samþætta ólíka verkkunnáttu. Teppin eru ofin og síðan eru húsgögnin bólstruð á nýstárlegan hátt. Útkoman er mjúkt afbrigði af hversdagslegum mublum. Áklæðin eru búin til úr gömlum teppum 29. NÓVEMBER 2008 LAUGARDAGUR8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.