Tíminn - 20.02.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.02.1982, Blaðsíða 5
■t'tfital1 Laugardagur 20. febrdár 1982 erlent yfirlit bridge ■ Tejero herforingi lýsir yfir úr ræöustóli á þingi Spánar 23. febrúar f fyrra, að þingið sé úr sögunni og ný stjórn verði mynduð. IH 1 gegn herforingjunum þrjátiu og tveimur muni standa i fleiri mán- uði. Réttarhöldin fara fram i ramgerðri byggingu i úthverfi Madrid og verður hún vandlega varin. Yfirvöldin óttast, að bæði skæruliðar Baska og hægri öfga- flokkar kunni að reyna að stofna :til óeirða. bá er herinn almennt látinn vera i varðstöðu af ótta við byltingartilraun. Það verður herdómstóll, sem dæmir i máli herforingjanna. Dóminn skipa 15 hershöfðingjar og tveir aðmirálar. Vafasamt þykir að þeir fallist á kröfur hins opinbera ákæranda um þunga fangelsisdóma. Herforingjunum 32 hefur verið vottuð margvisleg samúð af hálfu hægrimanna. 1 desember var t.d. birt ávarp frá 100 heríoringjum, þarsem þeir voru varðir og varað við þungum dómum yfir þeim. Svipaðar yfirlýsingar hafa verið birtar af hálfu ýmissa hægri sinnaðra samtaka. Talsvert er óttazt, að ástandið á Spáni geti orðið mjög tvisýnt, ef herforingjarnir 32 hljóta mjög harða dóma. Einnig geti orðið erfitt að framfylgja dómunum. Fjarri fari þvi, að lýðræðisskipu- lagið sé orðið traust i sessi á Spáni. ÝMSIR fjölmiðlamenn hafa látiði ljós þá skoðun, að málaferl- in gegn herforingjunum séu sett á svið meðan verið sé að fá þingin i aðildarrikjum Atlantshafsbanda- lagsins til að samþykkja aðild Spánar að bandalaginu. Minna verði svo úr dómunum og fram- kvæmd þeirra eftir að aðildin hefur verið samþykkt. Til þess að sýna að rikisstjórn- inni sé það alvara að treysta lýð- ræðið i sessi, hefur hún nýlega skiptum menn i öllum æðstu em- bættum hersins. Breyting þessi var auðveldari en ella sökum þess, að nær allir þeirra, sem fyrir voru, voru að komast á eftir- launaaldur. Hinn nýi yfirhershöfðingi er Alva Lacalle Leloup, 64 ára. Þeir, Hershöfdingjar fyrir rétti Sættir Spánarher sig I GÆR hófust eða áttu að hefj- ast i Madrid réttarhöld i málum, sem hafa verið höföuð gegn hers- höfðingjum og herforingjum þeim, sem stóðu að uppreisnartil- rauninni 23. febrúar i fyrra, þegar hópur þjóðvarðliða hertók þingið og hélt þingmönnum sem gislum i meira en sólarhring. Vegna skjótrar ihlutunar Jóhanns Karls konungs var byltingunni afstýrt, þvi að meiri hluti hershöfðingjanna reyndist konungi hollari en uppreisnar- mönnum. Fullvist þykir, að margir þeirra, sem reyndust kon- ungi trúir, hafi ekki gert það með glöðu geði. Alls hafa mál verið höfðuð gegn 32 herforingjum og einum blaða- manni, sem var i vitorði með þeim. Meðal herforingjanna eru þrir hershöfðingjar. Hinn opin- beri ákærandi krefst þess, að tveir þeirra, Jaime Milan del Bosh og Alfonso Armada, verði dæmdiri þrjáti'u ára fangelsi. Sök hins þriðja, Luis Torres Rojas, er talin nokkru minni og er þess krafizt.að hann verðidæmduri 20 ára fangelsi. Þá er þess kraíizt, að Antonio Tejero Molino herforingi verði dæmdur i 30 ára fangelsi. Það var hann, sem ruddist með 300 manna sveit inn i þinghúsið 23. febrúar i fyrra meðan á þingfundi stóð, sleit umræðu og lýsti yfir, aö mynduð yrði ný stjórn, sem hefði að markmiði að frelsa þjóðina. Þingmenn földu sig i fyrstu undir borðum samkvæmt skipun þjóðvarðliða, sem hótuðu ella aö skjóta. Siðar fengu þeir öllu meira frjálsræði. Þeim var haldið i þinghúsinu um nóttina, en sleppt næsta dag. Þá höfðu brugðizt þær byltingaraðgerðir, sem höfðu verið undirbúnar á ýmsum stöð- um. Meirihluti æðstu manna hersins hlýddi kalli konungs, sem snerist gegn byltingartilrauninni á hetjulegan hátt. Byltingarmenn höfðu treyst á, að þeir fengju konung til fylgis við sig, þegar hann sæi, að byltingin væri að takast. Þvi var einkum treyst, að konungur mýndi fará að ráðum Alfonso Armada, sem var eitt sinn kennari hans og siðan náinn vinur. JÓHANN KARL konungur hlaut mikla alþýðuhylli fyrir að bjarga lýðræðisstjórninni, en varla mun gróið um heilt milli hansog sumra hershöfðingjanna. Þeir hlýddu honum nauðugir. Vafasamtþykir, að þeir geri það i annað sinn, ef tækifæri gefst. Innan hersins hafa byltingará- formin ekki verið lögð á hilluna. Uppvist var i júnimánuði siðastl., að herforingjar voru að undirbúa nýja byltingartilraun. Komið var i veg fyrir hana i fæðingunni. Siðar mun þeim, sem voru riðnir við hana, stefnt fyrir rétt. Talið er liklegt, að málaferlin við það? sem eru tortryggnir á þessa breytingu, benda á, að Leloup barðist i heimsstyrjöldinni i bláu hersveitinni svoneíndu i Sovét- rikjunum, en svo voru nefndar sjálfboðasveitir, sem Franco lét berjast með Þjóðverjum. Aðrir segja, að þrátt fyrir þetta sé Leloup einna frjálslyndastur af hershöfðingjunum. Meðan þessu fer fram, eykst klofningur i Miðfylkingunni, sem nú fer með stjórn landsins og náði næstum hreinum meirihluta i siðustu þingkosningum. Nýlega gegnu 15 þingmenn, sem tilheyrðu vinstri arminum, úr þingflokki Miðfylkingarinnar. Forustumaður þeirra er Fernandez Ordonez fyrrv. dóms- málaráðherra. Brottfarara'stæða þeirra var sú, að rikisstjórnin, sem er undir forustu Calvos Sotelo, væri að færast um of til hægri. Ýmsir spá þvi, að þessir þingmenn muni stofna flokk, sem taki upp sam- vinnu viö sósialista, en skoöana- kannanir þykja benda til, að þeir séu nú stærsti flokkur landsins. Margir spá þvi, að næstu þingkosningar veröi eins konar einvigi milli sósialista og hægri flokka. Hvað gerir herinn ef só- sialistar vinna? Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Reykjavfkurmót- inu lýkur í dag Þrjár si'ðustu umferðir Reykjavikurmótsins i sveita- keppni verða spilaðar i dag kl. 10 árdegis; Fjórar efstu sveitirnar komast í úrslitakeppnina sem spiluð veröur helgina 5.-6. mars n.k. Sveit Arnar hefur nú foryst- una sem fyrr með 207 stig, en heldur hefur saxast á forskotið þvi sveit Karls Sigurhjartarsonar er komin meö 200 stig. Þá vill þátturinn minna á, að i dag lýkur skráningu i Islands- mótið fyrir spilara 25 ára og yngri, sem haldið verður um næstu helgi. Skráning fer fram hjá Guömundi Hermannssyni i sima 24371. Breiðfirðingar Þegar 30 um ferðum af 47 er lok- ið i tvimenningskeppni félagsins er staða efstu para þannig: 1-2. Bergsveinn Breiöf jörö — Tómas Sigurðsson 470 1-2. Jón G. Jónsson — Magnús Oddsson 470 3. Kristófer Magnússon — Ólafur Gíslason 459 4. Guðjón Kristjánsson — Þorvaldur Matthiasson 451 5. Jóhann Jóhannesson — Kristján Sigurgeirsson 434 6. Halldór Helgason — Sveinn Helgason 397 7. Ólafur Valgeirsson — Ragna ólafsdóttir 340 Talsvert bil er niður i næstu pör en þó ber þess að gæta að miklar sveiflur geta auðveldlega áttsér stað. T.d. fengu þær Steinunn Snorradóttir og Vigdis Guðjóns- dóttir ein 90 stig af 115 möguleg- um { einni umferðinni s.l. fimmtudag, Úrslitaleikur i TBK Þegar ein umferð er eftir af sveitakeppni félagsins hefur sveit Bernharös Guðmundssonar góöa fwystu með 162 stig. 1 ööru sæti kemursveit Gests Jónssonar meö 148 stig. Svo skemmtilega vill til að þessar sveitir spila saman i siöustu umfa-ðinni n.k. fimmtu- dagskvöld. Aörar sveitir eiga ekki mögu- leika á sigri en i næstu sætum koma sveitir Sigurðar Stein- grimssonar með 124 stig og Þór- halls Þorsteinssonar með 122 stig. Að þessari keppni afstaöinni verður liklegast spilaður tvi- menningur en ekkihefurenn ver- ið ákveðið með hvaða keppnis- fyrirkomulagi hann verður. Breiðholt Sveit Fjölbrautaskólans sigraði i sveitakeppni félagsins sem lauk s.l. þriðjudag. Hlaut sveitín 132 stig, en i henni voru þeir Guð- mundur Auöunsson, Friðjón Þór- hallsson, ólafur ólafsson, Þórir Haraldsson, Arni Alexandersson og J ón Hjartarson. 1 næstu sætum komu: 2. Árni M. Björnsson 124 3. Gunnar Guðmundsson 123 4. Baldur Bjartmarsson 120 N.k. þriðjudag verður spilaður eins kvölda tvimenningur, en siðan hefst Butler keppni félags- ins. 1 dag fær félagiö hins vegar heimsókn norðan frá Húsavik og eru félagar hvattir til að mæta vel og stundvislega kl. 13 i tvi- menningskeppnina. Bridgefélag kvenna Staðan i aðalsveitakeppni Bridgefélags kvenna eftir 10 um- ferðir: Vigdis Guðjónsdóttir 137 Gunnþórunn Erlingsd. 132 AldisSchram 129 Alda Hansen 125 Guðrún Einarsdóttir 110 Sigriður Jónsdóttir 104 Anna Lúðviksd. 104 Frá Bridgefélagi Reykjavikur Að loknum 23 umferðum I aðal- tvimenningskeppni félagsins hafa Jón og Simon ennþá örugga for- ustu, en Asmundur og Karl tóku sprett upp I annað sæti á miöviku- daginn. Jón Asbjörnsson — Simon Simonarson Asmundur Pálsson — 323 Karl Sigurhjartarson Karl Logason — 266 Vigfús Pálsson Guölaugur Jóhannsson — 247 Orn Arnþórsson Friörik Guðmundsson — 237 Hreinn Hreinsson Óli M. Guðmundsson — 224 Runólfur Pálsson Hermann Lárusson — 209 Ólafur Lárusson 202 Næstu átta umferðir veröa spil- aðar næstkomandi miövikudag i Domus Medica kl. 19.30 stundvis- lega. Siglufjörður Mánudaginn 15. feb. var spiluö siðasta umferð aðalsveitakeppni félagsins. Leikar fóru þannig að sveit Boga Sigurbjörnssonar sigr- aði nokkuö örugglega. Aðrir i sveit | Boga voru Anton Sigurbjörnsson, Guðjón Pálsson og Viðar Jónsson. Röð efstu sveita varö sem hér segir: stig 1. Boga Sigurbjörnssonar 94 2. Ara Más Þorkelssonar 76 3. Nielsar Friðbjörnssonar 75 4. Georgs Ragnarssonar 57 5. Valtýs Jónassonar 48 Næst á dagskrá félagsins er fyrirtækjakeppni, sem verður tveggja kvölda hraðsveitakeppni. Siðan tekur við firmakeppni fé- lagsins, sem veröur þriggja kvölda einmenningskeppni. Spil- að er á mánudögum i Sjálfstæöis- húsinu. Ahugafólk um bridge er hvatt til að vera með. Frá Bridgedeild Skagfirðinga tlrslit sveitakeppni uröu þau aö efst varö sveit Lárusar Her- mannssonar, en I henni spiluðu auk Lárusar Jóhann Jónson, Hannes Jónsson, Rúnar Lárus- son, Ólafur Lárusson og Björn Hermannsson. Röð efstu sveita er þessi: Sveit stig 1. Lárusar Hermannssonar 384 2. Guörúnar Hinriksdóttur 325 3. Jóns Stefánssonar 323 4.Sigmars Jónssonar 261 5. Erlendar Björgvinssonar 246 6. Hjálmars Pálssonar 246 Barometer hefst þriöjudaginn I 23. febrúar, vinsamlegast til- kynnið þátttöku til Jóns Her- mannssonar i sima 85535 eða Sig- mars Jónssonar I sima 16737 — 12817 Spilað verður i Drangey, ] Síöumúla 35 Frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Þegar aöeins einni umferð er ólokið i Aöalsveitakeppni BH. er staða efstu sveita þannig: 1. Kristófer Magnússon 2. Aðalsteinn Jörgensen 3. Sævar Magnússon 4. Guöni Þorsteinsson 5. Sigurður Emilsson 6. Ólafur Gislason stig | 183 176 122 118 113 112 Sveitir Kristófers og Aöalsteins hafa áberandi bestu stöðuna og svo skemmtilega vill til aö þær eiga innbyröisleik I siðustu um- feröinni. Magnús Ólafsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.