Tíminn - 20.02.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.02.1982, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 20. febrúar 1982 utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvaemdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig- uröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (íþróttir), Skafti Jónsson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Siöii: 8Í300. Auqlýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 6.00. Áskriftargjald á mánuði: kr. 100.00— Prentun: Blaðaprent hf. Meiri samvinna ■ Á 100 ára afmæli samvinnuhreyfingarinnar er hollt að lita til baka, þakka þeim, sem ruddu brautina, draga réttar ályktanir af mistökum og sigrum, en horfa þó fyrst og fremst fram á leið. Þetta gerir Erlendur Einarsson forstjóri SÍS i viðtali sem birtist við hann i Timanum siðastl. fimmtudag. Erlendur Einarsson segir þar m.a.: „Samvinnuhreyfingin hefur mörg framtiðar- verkefni á prjónunum, enda hlýtur svo ætið að vera, ef hreyfingin ætlar að gegna hlutverki sinu. Ég hefi áður orðað það svo að undiralda sam- vinnuhreyfingarinnar væru framfarir, óskir fólks um betra lif. Og timarnir breytast og mennirnir með. Virk samvinnuhreyfing mun ætið standa frammi fyrir nýjum óskum félagsmanna. 1 stuttu máli sagt: Framtiðarverkefnin eru að láta eðlilegar og skynsamlegar óskir félagsmanna samvinnu- félaganna verða að veruleika. En óskir eru aðeins frumkvæði og þá komum við að þvi veigamikla atriði, hvernig á að láta óskir fólks rætast, láta hugsjónirnar verða að veruleika. Þar komum við að þvi, sem snýr að starfs- mönnum samvinnuhreyfingarinnar. Þeir eru ráðnir til þess að láta hugsjónir verða að veru- leika. Þar komum við lika að þvi, hvernig sam- vinnufélögunum vegnar i samkeppninni. Ef sam- vinnufélag verður undir i samkeppni, verður litið fyrir óskum og hugsjónum. Þá verður þeim fljótt fieygt i bréfakörfuna. Til þess að tryggja góðan rekstur þarf góða starfsmenn. Það er þvi eitt allra þýðingarmesta málið i samvinnuhreyfingunni, að unnt sé að fá dugmikla menn til starfa i kaupfélögin og Sam- bandið. Dugnaður starfsmanna ræður mestu, hvernig samvinnufélagi vegnar. Þess vegna verður samvinnuhreyfingin að leggja kapp á að hafa ætið gott og duglegt starfsfólk. Hreyfingin verður að hjálpa starfsmönnum sinum að ná góð- um afköstum i störfum. Það þarf að stórauka starfsþjálfun, bæta rekstrarskipulag og notfæra sér nýja rekstrartækni. En samvinnuhreyfingin verður lika að leggja áherzlu á það, að starfsfólki megi vegna vel i störfum hjá samvinnufélögun- um. Það er mjög mikilvægt að sem flestir starfs- menn geti átt starfsgleði. Góður andi meðal starfsmanna er afar þýðingarmikill. Það er gagnkvæmt hagsmunamál, að jákvætt hugarfar stjórnenda gagnvart starfsmönnum sinum megi rikja og jákvætt hugarfar starfsmanna gagnvart vinnuveitanda sinum sé fyrir hendi. Að skapa þetta gagnkvæma, jákvæða hugarfar og viðhalda þvi verður ætið eitt af stórmálum i samvinnu- félögunum”. í lok viðtalsins svarar Erlendur Einarsson þeirri spurningu, hvaða óskir hann eigi til handa samvinnuhreyfingunni á þessum merku tima- mótum. Hann segir: „Óskiner sú að samvinnuhreyfingin megi eiga sem sterkust itök i fslenzkri þjóðarsál á ókomn- um árum: itök, sem gætu stuðlað að meiri sam- vinnu milli manna og minna sundurlyndi meðal þjóðarinnar”. Þ.Þ. menningarmál Nútímalist frá Búlgaríu VINATTUFALAG ÍSLANDS OG BULGARÍU Málverkasýning Listasafni ASt 24.1-7.2. 1982 Nútimalist frá Búlgarlu. Þjóðarafmæli ■ Þaö er ekki daglegur við- burður að hér séu sýnd málverk frá BUlgaríu enda þótt samskiptin milli Islands og Búlgariu hafi verið að aukast ár frá ári. Og svo er nú komið i seinni tið að menn hafa á Islandi myndaö sérstakt félag um áhuga sinn á Búlgariu. Nefnist það Vináttufélag Is- lands og BUlgariu og þessi sýning mun hafa verið liður I hátiðafiöld- um, vegna 13 alda þjóðarafmælis Búlgara sem hátiölegt var haldiö i fyrra, eða árið 1981. Það er ekki Ut i hött að m innast þess, að nú eru fá ár siðan Is- lendingar minntust ellefu alda Is- landsbyggðar, þannig að bUlgarska þjóðin er i vissum skilningi eldri. Ekki spruttu þess- ar tvær þjóðir samt upp úr jörð- unni á tiiteknu ári. Hér er aðeins um sögulegan áfanga að ræða i báðum tilfellunum. A vissan hátt er auðveldara að minnast tslands byggðar. Skip lætur úr höfn og sest er aö I landi, þar sem enginn býr, utan fáeinir munkar. Þeim er stuggað burt og fleiri skip koma og menn kaupa sér far. Ný þjóð verður til. t Búlganu stóö ekki eins á. Þar höfðu búið margar fornþjóðir er nU runnu saman I eina. Ingvar Gislason menntamálaráðherra, segir í ávarpi vegna þjóðaraf- mælis BUlgara m.a. á þessa leið: „Búlgarar voru þvi ærið blandaðirað kyni i upphafi rikis- stofnunar 681, en við þann atburð taka þeir að renna saman i eina þjóð, sem upp frá þvi’ á sér skýr þjóðareinkenni, sjálfstæða menn- ingu, eina tungu, sameiginlega sögu. Vegna tungu sinnar sem er slavnesk og annarra menningar- einkenna eru BUlgarar taldir meðal slavneskra þjóöa. En for- feður þeirra voru ekki Slavar ein- ir, heldur og Þrakiumenn, frum- byggjar á þessum slóðum og svo- kallaðir Forn-Búlgarar, tyrknesk þjóð, ættuð úr Mið-Asiu sem flakkaði vestur á boginn á 2. öld e. Kr. og ílentist þar sem nU er Búlgari'a og blandaðist frum- byggjum landsins. 13 alda saga Búlgara er með ólikindum viðburðarrik og skiptist f mörg timabil uppgangs og hnignunar sjálfstæöis og er- lendrar ánauöar. 1 500 ár á alda- bilinu 1380-1878, voru þeir undir- okaðir af Tyrkjum. Það kalla BUlgarar hinar myrku aldir i sögu sinni. Frá 1878-1946 var landið konungsriki að formi til, en konungsættin var útlend og kon- ungdæmið ekki annaö en pólitiskt uppátæki stórveldanna án allra tengsla við búlgarska sögu og þjóðarvilja. t siðari heimsstyrj- öld batt búlgarska rikisstiórnin trúss sitt við Þýskaland og lands menn lentu í harðvitugum styrj- aldarátökum. Að striöi loknu kom til pólitlsks uppgjörs i landinu sem endaði meö valdatöku kommúnista. Frá 1946 hefur þar þróast alþýðulýðveldi á austur- evrópska visu. En upp Ur hafróti sögu og stjórnmála ris fólkið sjálft, búlgarska þjóðin sem ekki hefur einasta reynstþrautseig undir oki erlendrar kUgunar og stjórn- málaihlutunar fyrr og siðar, heldur og mikil menningarþjóð með arf I sjóöi sem öld af öld hef- ur verið varðveittur og ávaxtaður af þjóðrækni og almennum menn- ingaráhuga. 1 minningu þjóðlegrar einingar Búlgara sem nú er 1300 ára og staðist hefur hverja raun er þessi litla sýning bUlgarskrar mynd- listar sett á laggirnar. Þvi varð ekki við komið að sýning þessi yrði stærri i sniðum né f jölbreytt- ari. Komið hafði til tals að sýna ásamt þessum nútimaverkum ýmsar fornar helgimyndir (ikona) sem Búlgarar eru frægir fyrir en það verður að bíða betri tima”. Sýningin i listasafni ASÍ Á sýningunni I listasafni ASl eru 48 verk eftir 11 listamenn. Af aðdraganda sýningarinnar, sem sé þjóðarafmælinu og eins af ævi- ágripi listamannanna, má ráða, að þarna er tefltfram listamönn- um i fremstu röð bUlgarskra málara. Þeir eru: Stefan Ianev (f. 1952 i' Bistritza) Lagöi stund á málaralist undir handleiðslu prófessors Dobri Dobrev við BUlgarska Mstahá- skólann og lauk þaðan námi árið 1978. Hefur tekið þátt i sam- sýningum og ,,2. alþjóðlegu sam- keppninni fyrir unga málara”. Varð meðlimur BUlgarska lista- mannasambandsins árið 1979. Vassilka Moneva (f. 1945 i' Rousse) Lauk námi við Handfða- og listaskólann I Soffiu árið 1960. Fastur þátttakandi i rikissýning- um og héraössýningum. Hélt einkasýningu i Rousse árið 1976. Landslagsmálari. Hefur tekið þátt i kynningarsýningum er- lendis sem meðlimur BUlgarska listamannasambandsins, m.a. i Riga, Moskvu, Bratislava, Ber- h’n, Aþenu, Varsjá, New York, Washington og Paris. Verk henn- ar eru i eigu Rikislistasafnsins i Sofflu og mörgum öðrum söfnum i BUlgariu. Andrei Daniel (f. 1952 i' Rousse) Lagði stund á málaralist undir handleiðslu prófessors Dobri Dobrev við Búlgarska listahá- skólann og lauk þaðan námi árið 1977. Fastur þátttakandi i rikis- listasýningum. Hefur verið með- limur BUlgarska listamannasam- bandsins frá 1979. Fékk verðlaun fyrir andlitsmynd i „Samkeppn- inni um andlits-, landslags- og uppstillingarm yndir”. Hefur haldið einkasýningu i Soffiu. Vassil Valev (f. 1934 í Sigmen) Lauk námi i skreytilist frá Búlgarska listaháskólanum árið 1959. Fastur þátttakandi i rikis- sýningum. Hefur tekið þátt í sam- sýningum iLondon, Moskvu, Pól- landi og Tékkóslóvakiu. Hefur hlotið margar viðurkenningar frá Búlgarska listamannasamband- inu. Var verðlaunaður á „Mál- verka-biennal” i Koshitze i Tékkóslóvakiu. Verk hans eru i eigu Rikislistasafnsins I Soffiu og i ýmsum öðrum söfnum i Búlgari'u. Hélt einkasýningu árið 1967, 1974 Og 1978. Nadejda Kuteva (f. 1946 i' Soffiu) Stundaðinám i skreytilist undir handleiðslu prófessors Georgi Bogdanov við Búlgarska listahá- skólann og lauk þaðan námi árið 1971. Hefur haldið margar sýningar i' Soffiu og annars staðar i landinu. Hefur tekið þátt i sam- sýningum f Sovétrikjunum, Mongóliu, Hamborg, JUgóslaviu o.v. Hélt einkasýningu I Soffiu árið 1975 og i Chepelare árið 1979. Fékk viðurkenningu frá Slóvakiska listamannasjóðnum I Koshitze. Hristo Simeonov (f. 1935 f Soffiu) Lauk námi við Búlgarska lista- háskólann árið 1960. Málari og grafiklistamaður. Frá árinu 1961 hefur hann tekið þátt i ríkis- sýningum og samsýningum. Hélt sýningu í Soffi'u árin 1974 og 1978 og árið 1980 hélt hann einkasýn- ingar i Vin, Varsjá og Krakov. Verk hans eru m.a. i eigu safna i Búlgariu, Grikklandi, Sviss, Belgi'u og Tékkóslóvakíu. Nikifor Tzonev (f. 1928 í Neykovtsi) Hefur verið þátttakandi I rikis- sýningum og héraðssýningum frá árinu 1962. Hefur sem meðlimur Búlgarska listamannasambands- ins tekið þátt i kynningarsýning- um í Póllandi, Frakklandi, Tékkóslóvakiu, Kúbu og Grikk- landi. Hefur oft haldið einka- sýningar. Málar aðallega uppstillingar- og landslags- myndir. Hefur fengið margar viðurkenningar frá Búlgarska listamannasambandinu. Verk eftirhann eru i Rikislistasafninu i Soffiu og i ýmsum söfnum i Búlgaríu svo og i mörgum einka- söfnum. Magda Abazova (f. 1923 I Soffiu) Lauk námi Ur málaradeild Búl- garska listaháskólans árið 1948. Hefur tekið þátt i mörgum sýn- ingum I Búlgariu, Frakklandi, Hollandi, Póllandi, Tékkó- slóvakiu og Alsir. Verk hans eru m.a. i eigu Rikislistasafnsins og Borgarsafnsins i Soffiu og i ýms- um öðrum söfnum i Búlgariu og erlendis. Ioan Leviev (f. 1934 f Plovdiv) Lagði stund á skreytilist undir handleiðslu prófessors Georgi Bogdanov i Búlgarska listahá- skólanum og lauk þaðan námi árið 1958. Allt frá árinu 1961 hefur hann tekið þátt i rikissýningum og héraðssýningum i Búlgariu. Hefur haldið einkasýningar i Paris, Belgrad, Búkarest, Prag, Búdapest, Hollandi og Póllandi. Hefur unniö viö höggmyndalist, skreytingar og leikmyndagerð. Verk hans eru m.a. i Rikislista- safninu i Soffíu og I mörgum öðrum söfnum i Búlgariu og er- lendis. Hefur fengið „Kolyo Fitcheto”-verðlaunin fyrir högg- myndaverk sin. Nikolai Dabov (f 1936 I Lovetch) Lagði stund á skreytilist undir handleiðslu pnófessors Georgi Bogdanov við Búlgarska listahá- skólann og lauk þaðan námi árið 1963. Málar aðallega landslags- myndir. Fastur þátttakandi i rikissýningum. Hélt árið 1975 einkasýningar i Tékkóslóvakiu, Rúmeni'u, Sovétrikjunum og fleiri löndum. Verk eftir hann eru i Rikislistasafninu i Soffíu, og I söfnum i Búlgariu, Júgóslaviu og Ungverjalandi. Petar Dochev (f. 1934 i Lessidren) Hefur tekið þátt i opinberum listsýningum frá árinu 1963 og haldið einkasýningar, m.a. i Soffi'u. Það viröist helsta einkenni þessararsýningar,að hún er ljóð- ræn. Sósialrealisminn eða myndir eins og Stalin lét mála i Rússlandi eru ekki hér, og er þó atvinnulif ekki sniðgengið, Búlgarar mála manneskjuna, umhverfið, lands- lagið og blómin. Einnig er að finna afstraktionir. Þetta er vel valin og vönduð sýning, að vorum dómi, og hún veitir innsýn í búlgarskan mynd- heim á vorum dögum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.