Tíminn - 20.02.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.02.1982, Blaðsíða 14
14 Kvikmyndir og leikhús Laueardagur 20. febrúar 1982 kvikmyndahornid Blikur á lofti í Ástralíu ■ Svipmynd úr nýrri ástralskri kvikmynd, „We of the Never Never” sem Igor Au/.ins gerði og segir frá ungri konu sem kynn- ist frumbyggjum Astraliu á Viktoríutimanum. ■ Velgcngni ástralskra kvikmynda að undanförnu hefur ekki að öllu leyti veriö til góðs fyrir ástralska kvikmyndagerð. Ástæðan er sú, að peningasterkir aöilar bjóða bestu kvikmyndagerðar- mönnum þar i landi mikla f jarmuni til að vinna að kvikmyndum ut*an Astraliu, og eru þeir svartsýnustu þar i Iandi nú vissir um, að svo fari að ástralskir kvikmyndagerðarmenn verði i fram- tiöinni aðeins leiguliðar á bandariska kvikmyndaóðalinu. Dæmin um þaö, hvernig peningasterkir aðilar i Banda- rikjunum hafa náð tii sin góðum kvikmyndageröar- mönnum i Astraliu, eru mý- mörg. Margaret Fink, einn af þekktari kvikmyndaframieið- endum andlætlinga, hugðist þannig nýverið fá Don McAlp- ine til að annast myndatöku i nýrri mynd, sem átti aö kosta 3—4 milljónir dala. McAlpine hafði myndað ýmsar þekktar ástralskar kvikmyndir svo sem ,,My Brilliant Career” og „Breaker Morant”. ,,Ég greiddi honum 8 þúsund dali fyrir My Brilliant Car- eer”, sagði Margaret Fink, ,,en nú var hann upptekinn þvi Paul Mazursky hafði boðiö honum ÖOþúsund dali, og eftir það fær hann vafalaust 100 þúsund dali fyrir myndina. Sliku höfum við ekki efni á i Ástraliu”. Sama er að segja um ýmsa ástralska leikstjóra. Bruce Beresford, sem er m.a. þekkt- ur fyrir „Breaker Morant", en nú að störlum i Texas og áætlað er að hann geri kvik- mynd fyrir Paramount. Fred Shepisi, sem gerði „The Chant of Jimmie Black- smith”, sem sýnd var hér i Háskólabió, er nú aö gera kvikmynd fyrir breskt íyrir- tæki. Gillian Armstrong, leik- stjóri „Picnic at Hanging Rock”, sem einnig hefur veriö sýnd hér, hefur ráðið sig til að gera tvær kvikmyndir i Bandarikjunum, Tveir þekktustu kvikmyndaleikarar Astraliu, Judi Davis og Jack Thompson, eru að leika i mynd íyrir sjónvarpsdeild Paramount, Og McAlpine, sem áður var nefndur er að vinna við „Tempest”, sem Paul Mazursky leikstýrir og John Cassavetes, Gena How- lands og Susan Sarandon leika aðalhlutverkið i. ,,Það var óhjákvæmilegt, að kvikmyndaiðnaðurinn hér kæmist á þetta stig”, segir James Mitchell, sem er for- maður samtaka kvikmynda- gerðarmanna i Astraliu. „Þótt við styðjum allir ástralska kvikmyridagerð, veröum við jafnframt að liía. Ef leikstjóri vill gera kvikmynd, sem kostar verulega fjármuni, verður hann aö leita út íyrir Ástraliu”. Að sögn New York Times telja þeir svartsýnu, að Astr- alia verði eins konar þjálf- unarstöð og hjáleiga fyrir bandariska kvikmyndaóðalið Hinir bjartsýnu segja hins vegar , að þjóðarstoltiö muni koma i veg íyrir slikt, og að áströlsku kvikmyndagerðar- mennirnir muni snúa aftur heim eftir að hafa kynnst vinnubrögðum i Bandarikj- unum og lært ýmislegt af þeirri reynslu. Eitt vandamálið i viðbót er vaxandi kostnaður við að gera kvikmyndir i Astraliu. í upphafi ástralskrar kvik- myndagerðar, þegar þeir, sem unnu að gerð myndanna, voru jafnvel reiðubúnir til að vinna kauplaust, kostaði leikin kvikmynd um 200 þúsund dali. En siðustu þrjú árin hefur kostnaður við gerð myndanna hækkað stórkostlega, og kostar venjuleg mynd nú ekki minna en þrjár milljónir dala. Það þýðir um leið, að erfitt er að fá nægar tekjur á móti nema selja myndina erlendis. Það er u þvi ýmsar blikur á lofti i kvikmyndagerð Ástraliumanna. Philip Adams, kvikmyndaframleið- andi, sem átti verulegan þátt i eflingu kvikmyndaiðnaöar þar i landi fyrir tiu árum siðan, segir, að allir séu hræddir við framtiðina. „Ef ekkert jákvætt gerist er hætt við aö við missum okkar besta fólk og verðum þvi að byrja upp á nýtt”, segir hann. — ESJ. ★ ★ Fljótt, fljótt ★ Hver kálar kokkunum? ★ ★ Private Benjamin Stjörnugjöf Tímans * * * * frábær • * * * mjög göð • * * góö • * sæmileg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.