Tíminn - 21.02.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.02.1982, Blaðsíða 9
Sunnudagur 21. febrúar 1982 9 „Einn hinn besti og vissasti vísir til sjálfsforræðis” '■ Um þessar mundir eöa nán- ara tiltekið 20. þ.m. er elzta starfandi kaupfélagið i landinu 100 ára. Samvinnuhreyfingin hyggst minnast þess afmælis á margvislegan hátt. Aður en Þingeyingar ruddu brautina með stofnun Kaup- félags Þingeyinga voru lands- menn búnir að gera allmargar tilraunir til samvinnuverzlunar með ýmsum hætti og oft náð verulegum árangri. Allar höfðu þessar tilraunir farið út um þúf- ur. Þær höfðu þó eigi að siður hvatt menn til að halda áfram og reyna betur. Þannig byggði Kaupfélag Þingeyinga á nokk- urri reynslu sem hefur vafalitið reynzt þvi veganesti og kennt stofnendum þess, hvað bæri að gera og hvað bæri að forðast. Vafasamt er, að þessar til- raunir hefðu veriðgerðar og það hvaðeftir annað ef sá Islending- ur, sem áhrifamestur var á 19. öldinni, Jón Sigurðsson forseti, hefði ekki hvatt landa sina lög- eggjan til að efla félagsskap um verzlunina. Eitt fyrsta verk Jóns Sigurðs- sonar eftir að hann hófst til for- ustu var að berjast fyrir verzlunarfrelsi. Um þetta mál fjölluðu itarlegar ritgerðir hans i Nýjum félagsritum á árunum 1843, 1844 og 1845. Þessi barátta Jóns átti rikan þátt i þvi, að Is- lendingar fengu verzlunarfrelsi 1855. Það gekk hægt hjá Islending- um i fyrstu að hagnýta sér verzlunarfrelsið. örfáir kaup- menn komu til sögu og nokkrar tilraunir voru gerðar til sam- vinnuverzlunar. Jón Sigurðsson taldi alltof mikinn hægagang á þessum málum. I Nýjum félagsritum 1872 fjallar aðalritgerð Jóns þvi um þessi málefni. Hún nefnist: Um verzlun og verzlunarsamtök. Þar lýsir hann þvi hörmungar- ástandi sem enn riki i verzlun- inni. Jafnframt dregur hann saman yfirlit um allar helztu til- raunir sem bændur hafa gert til að koma á samvinnuverzlun. 1 lok ritgerðarinnar hvetur Jón Sigurðsson landa sina ein- dregið til að efla slik samtök og svarar jafnframt þeirri gagn- rýni sem haldið hafði verið uppi gegn slikum samtökum. Það er ekki óeðlilegt á þessum timamótum að rifja upp svör forsetans við þessari gagnrýni. Verzlunarfélög og kaupmenn Jón Sigurðsson vikur fyrst að þeirri gagnrýni, að verzlunar- félögin muni útrýma kaup- mönnum og kaupstöðum en talsvert bar þá á þeirri mót- báru. Hann segir: „Menn geta sagt, að þessi félög séu til þess að eyðileggja alla kaupmenn, alla fasta verzlun i landinu, alla kaup- staði, og undireins og félögin dragi alla verzlun undir sig, þá leiði þau til þess, að gjöra alla bændur að kaupmönnum, eða með öðrum orðum: að gjöra alla verzlun landsins að vit- leysu, þvi enginn bóndi geti ver- ið kaupmaður jafnframt, eptir þvi sem nú hagar til, nema til þess að skemma hvorttveggja bæði fyrir sér og landinu. Þetta er ekki ósennilega talað, ef það væri svo hætt við að sú aðferð, yrði höfð, sem leiddi i þessa stefnu: en hér er ekki hætt við þvi. Sú stefna, sem verzlunar- félögin taka, er aö oss virðist allt öðruvisi og hættulaus. Það er nú fyrst, að ekki er að gjöra ráð fyrir að allir menn, hver einn einstakur, gangi i þessi verzlunarfélög: þar munu æfin- lega verða nógir eptir handa kaupmönnum, þeim sem hafa lag á að koma sér betur eða gefa betri prisa, að vér ekki nefnum hina, sem eru skuldbundnir með árgjaldi til að verzla við kaup- menn æfilángt alla æfi sina. Þar næst má gjöra ráð fyrir, að félögin verði ýmsum breyting- um undirorpin, svo að þau stækki nokkuð stundum, en minki aptur stundum, sameini sig stundum, en klofni aptur stundum. Enn má og gjöra ráð fyrir að margir verði þeir, sem þyki óhættara að verzla við vissan kaupmann, en að bendla sig við félag i þvi efni”. Hagnaður allrar alþýðu Jón Sigurðsson segir, að óhjá- kvæmilegt sé, að verzlunarfélög ráði sér forstöðumann og starfs- menn. Að sjálfsögðu fylgi þvi kostnaður. Siðan segir hann: „Það geta menn og sagt, að þegar félagsverzlanir fari fram á þennan hátt, sem hér er gjört ráð fyrir, þá sé ekki liklegt að félögin geti selt eða keypt með betri kjörum en kaupmenn en ef félögin ekki geti það, þá sé ekk- ert gagn i þeim: aptur á móti ef þau geti það, þá eyðileggi þau kaupmennina, og þegar það sé búið, þá einoki þau allt landið, ver en nokkurntima áður. Þegar menn tala á þennan hátt, þá gá menn ekkert að þvi að ef svo væri, að kaupmenn seldi og keypti með sama verði og félög- in — sjálfsagt með þvi fororöi, aðfélögunum væri vel stjórnað, og hvorirtveggja flytti jafn- góðan varning — þá væri þetta einmitt félögunum að þakka, þvi kaupmanna væri annað- hvort nauðugur einn kostur, að halda til jafns við félögin i öllum kaupum og sölum, eða að verða af allri verzlun: eða að öðrum kosti hefði hann þá liklega von um að geta sligað félagið með þvi að yfirbjóða það, — eins og Höpfner gerði ráð fyrir að fara með Gránufélagið i fyrra — og hugsaði sér svo að vinna upp á eptir það sem hann yrði að leggja i sölurnar i bráð. Sá hagnaður, sem félagsmenn hafa á þessu, og ekki einúngis félags- menn, heldur öll alþýða, hún er þvi félögunum að þakka; en þá er ekki þar með búið, heldur er það einnig félögunum að þakka að verzlanin verður öll fjörugri og hagkvæmari samgaungur tiðari, vörur meiri og betri, að- sókn meiri, og — það sem mest er vert — kunnátta landsmanna meiri bæði i verzlunarefnum og i öllu þvi, sem snertir þeirra efnahag- og atvinnu, en þar undir er komin öll þeirra fram- för i veraldlegum efnum, og vér getum bætt við — enda i andleg- um efnum, þvi sá sem ekki hefir nein úrræði fyrir vanefna sakir að leita sér neinnar menningar, hanngetur ekki átt von á mikilli mentun”. Aö hafa prisana i hendi sér Jón Sigurðsson heldur áfram: „Þessvegna er það mjög mik- il skammsýni og eintrjánings- skapur, að lita allajafna einúngis á „prisana”, sem manni eru boðnir af öðrum, en gæta ekkert að hinu, hver mun- ur er á að hafa ekkert vald á ■neinum prisum sjálfur, hvorki i hönd né úr og ekki hafa neina minnstu hugmynd um, hvernig prisarnir ætti að vera ef þeir væri réttir, ellegar á hinu, að hafa alla prisa i hendi sér bæði að og frá, og vita þar að auki hverir réttir og sannir prisar ■ Jdn Sigurðsson, forseti eru, þvi þetta geta félagsmenn vitað og eiga að vita, þegar þeir hafa verzlun sina saman, og hyggja að ráði sinu og félagsins einsog skynsamir og greindir menn. Það er þetta sjálfsfor- ræði i öllum verzlunarefnum, sem er aðalgagn af verzlunar- félögunum, og sem er margra peninga virði. Enginn ætti að geta metið það eins og vér Is- lendingar, sem höfum svo þrá- faldlega orðið að missa nauðsynja • vorra ár eptir ár, láta oss lynda úrþvætti úr öllum varningi, sem enginn vildi nýta annarsstaðar og engum þótti boðlegur, taka á móti skemmdri matvöru, maðkaðri og fullri af allskonar óþrifum, og þakka fyrir að fá heldur þetta en ekki neitt.og segja með manninum sem keypti sér brennivins- dregg: „spyrjum ekki að hvað það kostar, þökkum guði það fæst!” — Þvi betur sem vér styrkjum verzlunarfélögin þvi hægra eigum vér með að fá allt það sem vér þörfnumst, valið eptir skynsamlegum óskum og þörfum sjálfra vor, og þar að auki með svo góðu verði sem að likindum er að fá: þá getur og öll alþýða haft færi á hver sem tekur þátt i félögunum og lætur sér um það hugað að komast niður i hinu sanna verðlagi á hverjum hlut sem er, að þekkja vörur og vörugæði og i öllum greinum að geta hagað sér skynsamlega i verzlun sinni, i stað þess að renna öldúngis blint 1 sjóinn, að kalla má, einsog hingað til”. Einokunarhættan Jón Sigurðsson vikur aftur að þeirri grýlu að verzlunarfélögin geti leitt til einokunar og segir: „Vér verðum enn að fara nokkrum orðum um þann ótta, sem sumir þykjast hafa, að ef verzlunarfélögin yrði drottn- andi þá mundu þau einoka verzlunina miklu ver en nokkur kaupmaður nú.þvi opt heyra menn það á Islandi að enginn sé verri blóðsuga á löndum sinum i kaupum og sölum heldur en tslendingar, þeir sem gefi sig að verzlun. Vér skulum nú ekkert orðlengja um þann vitnisburö, — hver veit nema hann sé vottur um, að Islendingar hafi meiri gáfurtil verzlunar en lærimeist- arar þeirra, þegar þeir fá að njóta sin? — en vér getum einúngis sagt, að hvort sem nokkuð væri hæft i honum eða ekki þá getur hann ekki með neinu móti náð til félaganna. Þetta er að oss virðist i augum uppi, þvi þegar ætti að g jöra ráð fyrir þesskonar einokun, þá yrði félögin að vera sundruð og eyði- lögð.og verzlun þeirra að vera komin i hendur einstakra manna. Þegar félögin væri i fullu f jöri og nálega hver maður i héraðinu ætti þátt i þeim, meiri eða minni, þá gæti slik félög aldrei orðið einokunarfélög vegna þess beinlinis, að þau gæti engan einokaö nema sjálf sig”. Hið bezta ráð Ritgerð sinni lýkur Jón Sigurðsson með þessum oröum: „Það er þvi hið bezta ráð sem vér að endingu getum gefiö lesendum vorum á tslandi að tefja ekki við að gánga i verzlunaríélög, sem hafi þann tilgáng að gjöra verzlun vora innlenda i eiginleg- asta skilningi heldur aö þeir kappkosti sem mest.að ná hlut i þessum félögum og koma þeim i blóma. Þess eins skyldi félags- menn gæta nákvæmlega, að vera vandir að þeim forstöðu- mönnum, sem þeir kjósa, og aö sjá sér út únga efnilega menn til að læra til verzlunar og gánga i þjónustu félaganna undir stjórn forstöðumanna þeirra. Upp- gángur félaganna er mjög undir stjórn þeirra kominn en þó verða menn jafnframt aö treysta uppá heppni og lán og eins lika að vera við því búnir, að óheppni kunni að henda sem enginn getur fyrir séð. Það er einkenni hinnar góðu stjórnar aðfæra sér heppnina forsjálega i nyt til hagnaðar félaginu og að sjá svo við óheppninni að hún valdi sem minnstu tjóni. I verzlunarfélögunum og góöri stjórn þeirra er fenginn einn hinn bezti og vissasti visir til sjálfsforræðis”. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.