Tíminn - 21.02.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.02.1982, Blaðsíða 16
16 Sunnudagur 21. febrúar 1982 „Vegfarendur , sýnið kvikmyndafólki umburðarlyndi!” _ koma þessu i framkvæmd. A end- anum hefði þetta likast til orbið jafndýrt og að kvikmynda bókina eins og hún leggur sig. En hugsunin var að bjóða upþ á nýj- an valkost i kvikmyndun á sög- um, þó þetta hafi kannski fyrst og fremst verið brandari. Aug- lýsingar sem við hengdum upp voru eiginlega hluti af verkinu lika, við auglýstum til dæmis við Þjóðveldisbæinn og á Þingvöll- um: „Vegfarendur, synið kvik- myndagerðarfólki tillit og um- burðarlyndi. Brennu-Njálssaga. A meöan var maður kannski á Eyrarbakka að gera viö hús. En þegarBrennu-Njálssaga var sýnd fór ég að vinna með hljóm- sveitinni Þey og þá kom þessi hugmynd að gera mynd um rokk- lifiö i Reykjavik”. Konseptlist og kvikmyndablað — Brennu-Njálssögumyndin minnir óneitanlega á nýlist og þú varst einn af frumkvöðlum Galleris Suðurgötu 7, hefurðu sagt skilið við nýlist, konseptlist og þesslagað? „Kannski segir maður aldrei endanlega skilið við svona hluti. Þegar ég heyrði til dæmis fyrst um Sigurð F'ilippusson fannst mér hann vera efniviður i ein- hvers konar konseptverk — reyndar vill enginn kannast við orðið konsept lengur — til dæmis datt mér fyrst i hug að hafa sýn- ingu á Kjarvalsstöðum á öllum hans smiðagripum eða ljósmynd- um af þeim. Það hefði verið ein leiðin af mörgum til að koma Sigurði tii skila. 1 framhaldi af þvi má benda á að Sigurður merkir sér hvern hlut, greipir i hann stafina sina og ártal, rétt eins og borgaralegur listamaður. Hann litur á hvern hlut sem sjálf- stætt verk og það má segja að honum sé þessi konsept- hugsunarháttur eðlilegur. En sjálfur þvældist ég með i að stofna Galleri Suðurgötu i gegn- um kvikmyndir, tilraunakvik- myndir, siðan leiddist ég út i ein- hverjar nýlistarpælingar út frá tungumálinu en það var aldrei i mikilli alvöru”. — Er galleriið búið að syngja sitt siðasta? ,,já....” — En tímaritið, Svart á hvitu „Þarersmávonennþá. Það eru menn úti i bæ sem hafa áhuga á að reisa það við og eru að reyna það þessa dagana. En nú hefur timaritið ekki komið út i eitt og hálftárogþaöþyrlti mikinn kraft til aðdrifa það aítur i sama horf”. — En þú ert orðinn ritstjóri annars timarits, Kvikmyndablaðsins? „Reyndar tdk ég bara þátt i Svart á hvitu i sambandi við kvik- myndaefni.draumurinn var alltaf að gefa út kvikmyndatimarit. Og nú þegar það er loksins komið hefur Kvikmyndablaðið fengið ágætar móttökur, Utgáfan er komin á nokkuð fastan grunn og reynslan frá siðasta ári sýnir að hægt er að gefa Ut blaðið svona fjórum sinnum á ári án þess að trufla kvikmyndagerðina of mik- ið. Svo að framvegis verður Kvik- myndablaðið ársfjórðungsrit. NáttUrulega eru menn að þessu i sjálfboðavinnu og litil sem engin laun greidd, nema hvaö við reyn- um að greiða einhver smávægileg ritlaun fyrir stærri greinar. Með þessu móti stendur blaöið ágæt- lega undir sér, ekkert basl á þvi eins og var á Svart á hvitu”. Fyrirtækið Hugrenning — Framtiðin, hefurðu hugsað þér að reyna að gera leiknar kvikmyndir? ,,Það er á stefnuskránni. Við stofnuðum kvikmyndafyrirtæki þrirsaman, Ari Kristinsson kvik- myndatökumaður, Jón Karl Helgason og ég og gerðum Eld- smiðinn. Siðn sáum við að við höfðum ekki bolmagn til að gera Rokk i Reykjavik þrir og fengum Þorgeir Gunnarsson inn i fyrir- tækið og stofnuðum Hugrenningu formlega. Og stefnan er að gera kvikmyndir. Nú kemst ekki annað en að ljúka þessari mynd, en ef hún gerir sig peningalega förum við liklega Ut i leiknar myndir”. — Hafið þið reynt að festa kaup á tækjabUnaði? „Nei, við eigum engin tæki, tök- um allt á leigu. Enginn af okkur átti peninga, við vorum næstum þvi á götunni, og tæki úreldast lika svo fljótt. Og hingað til höfum við ekki fengið neina styrki Ur Kvikmyndasjóði, erum lifandi dæmi um frjálst framtak, einka- framtakið! ” — Heldurðu að Kvikmynda- sjóður reynist ekki jákvæðari nU þegar Eldsmiðurinn heppnaöist þetta vel? „Ég var býsna bjartsýnn þegar ég sótti um fyrir Eldsmiöinn i fyrra,héltað ég væripottþéttur á að fá styrk út á það verkefni, og ég er kannski ennþá bjartsýnni núna”. Ný kvikmyndalög — En nýja frumvarpið að kvik- myndalögum, verður það ekki traustur grunnur fyrir islenska kvikmyndagerð í framti'ðinni? „Ef verður af þessum nýju lög- um þá gerir jað þeim alla vega auðveldara fyrir sem hljóta styrki. Hins vegar er ég ekki al- veg sáttur viðþað aö i lögunum er gert ráö fyrir að hér séu gerðar tværtilþrjárlangfilmur á ári þær mættu vera fleiri, ég held að það séalveg pláss fyrir fimm tit sex. Það er ef menn fara að hætta að gera þessar periódumyndir, fara að taka fyrir eitthvað i sinum samtima i periódumyndunum liggur oft helmingurinn af fjár- hagsáætlun kvikmyndar i sviðs- myndinni einni. Það sem hefur spillt fyrir flest- um nýju islensku myndunum er þessi ofsalega tímapressa sem er á mönnum, þeim geturorðið á al- varleg handvömm i þessu kapp- hlaupi við timann siðustu dagana. t Rokk i Reykjavik miðum við til dæmis allt við að vera búnir I2ta april annan i páskum, þá fellur nefnilega tonn af lánum á okkur. Þannig eru allar islensku myndirnar gerðar, fyrst er gerð mjög knöpp áætlun sem miðast við að halda vaxtakostnaöi i lág- marki i þjóöfélagi,þar sem eru upp undir 40 prósent vextir,gefur auga leið að það verður bara að hespa þessu af. 1 nýju lögunum opnast sá möguleiki að menn geti unnið að einni mynd i þetta tvö til þrjú ár og þá ætti útkoman að veröa þeim mun vandaðri verk. Svo held ég að margar af þessum myndum hafi verið mjög illa skipulagðar og menn ekki gert sér grein fyrir þvi Ut i hvað þeir voru eiginlega að leggja. t lögun- um er gert ráð fyrir að menn geti tekið lán sem sjóðurinn ábyrgist og ég vona að það stuðli að þvi að menn taki sér lengri tima til að hugsa og yfirvega hvað þeir ætla að gera. Hefðu þessar islensku kvik- myndir verið gerðar á svona helmingi lengri tima sætum við uppi með miklu betri verk þvi efniviðurinn sem menn hafa valið sér hefur verið nokkuð þokka- legur. Veistu að það eru komin upp hérna um sex alvarleg kvik- myndafyrirtæki sem stefna á gerð langmynda, leikinna lang- mynda”. íslenskur kvikmyndastíll? — Menn hafa talað um islensk- an kvikmyndastil, hvaða merk- ingu leggurðu i það? „Það má kannski greina eitt- hvað sér-islenskt i Landi og son- um og Öðali feðranna eða öllu heldur eitthvað sem við imyndum okkur að sé sér-islenskt, eitthvað sem við erum búin að missa, ein- hver nostalgia sveitarinnar. Þetta finnst fólki mjög islenskt við fyrstu sýn. Þessi sveitasælu- hugsunarháttur var sérstaklega áberandi i Landi og sonum. En það hlýtur náttúrulega að koma að þvi aö þessi timi verði gerður upp á raunsæjari hátt. Hins vegar held ég aö timi sögulegra kvik- mynda sé alls ekki runninn upp hér og að það hafi verið nokkur óvarkámi að ráðast i gerð Útlag- ans. Það var vitað mál að hún myndi aldrei borga sig hér á landi og hún hefði getað þýtt bakslag fyrir alla kvikmyndagerð i land- inu. Og menn eru enn að biða eftir fyrstu myndinni sem verður al- gjört ftopp... Það væri kannski ekki úr vegi að minnast aðems á þátt leikar- anna. Leikararnir okkar hafa verið erfiðir og verða alltaf erfiðari og erfiðari. Þeir sjá að fleiri áhorfendur koma á myndir eins og Land og syni og Óðalið heldur en samanlögð aðsókn að leikhúsunum gerir i heilt ár. Þá halda leikararnir að þarna séu einhverjir stórpeningar sem séu betur komnir i þeirra vösum en einhverra annarra. Siðan setja þeir upp fáránlegar kröfur eins og þegar þeir heimtuðu til dæmis að fjórir af hverjum fimm sem kæmu fram i kvikmynd væru at- vinnuleikarar. í svona litlu landi er þetta bara heimska og ef þetta lið sér ekki að sér þá gæti það náð að drepa niður þá litlu kvik- myndagerð sem hér hefur sprott- ið upp”. — Að lokum, heldurðu að kvik- myndagerð fari að færast nær kjarna islensks samtima? „Annað kemur ekki til greina og i raun hefðu allar þessar is- lensku myndir átt að gerast i nU- timanum, það er lang skynsam- legasta leiðin til að gera íslenskar kvikmyndir og eiginlega eina leiðin”. eh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.