Tíminn - 21.02.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 21.02.1982, Blaðsíða 17
Sunnudagur 21. febrúar 1982 17 Historien begynder ved en brand- stander t - ag dtta er til »t 1« ojg grtxdet over. 'y - UBSPOKSIDEKAF iv irn |SS Dette er den fuldstœndige historie om en pose glasskár. Beretningen be- gynder pá et fortov i det indre K0ben- havn, er en tur rundt om overborgme- steren, Kobenhavns Brandvœsen, po- litidirektaren og en boligforening for at slutte i Hendes Majestœt Dronnin- gens forkontor. Historien om en pose glasskár ■ (Jrklippur úr Jyllands-Posten um glerbrotin i plastpokanum Bauni í banastuði — Danskur Henry Root í heilögu striði gegn glerbrotum ■ Fyrir nokkrum vikum sögðum við hér i blaðinu frá æruverðug- um Henry Root, fiskkaupmanni úr Bretaveldi, sem skemmti sér dável við að senda mektarmönn- um iþvisa landi bréf títrúlegustu erinda og fékk kostuleg svör. Henry Root er að sönnu ekki til, hann er tilbúningur einhvers prakkarans, en Helge Malling Andreasen er hins vegar óum- deilanlega til. Það fylgir meira að segja mynd af honum þessari grein og hefur enginn svo vitað sé borið á móti þviað þetta sé hann. Við fengum sendingu frá Andrea- sen þykkan búnka af allskonar skjölum: kvörtunarbréfum sem hann hafði sent dönskum yfir- völdum, svarbréfum úr ýmsum áttum, úrklif^um Ur blöðum sem tekið höfðu mál hans upp á arma sina. Helge Malling Andreasen er maður sem kann að koma áhugamálum sinum á framfæri. Áhugamál hans? Jú — glerbrot. Það var fjórða nóvember 1977 aö dönsk yfirvöld fengu fyrst að heyra frá Andreasen þá sendi hann bréf til yfirborgarstjórans i Kaupinhöfn. Það var, ögn stytt, á þessa leið: Kæri herra yfirborgarstjóri. Ég á við alvarlegt vandamál að striða — fyrir utan öll hin — og vona ég að herra yfirborgarstjór- inn vilji vera svo vænn að leggja eyrun við og koma málinu áfram til réttra aðila sem vonandi verða svo elskulegir að taka á þvi af til- heyrandi alvöru. Ég bið yður af- sökunar ef inngangur minn kem- ur yður undarlega fyrir sjónir — það er ekkert við þvi að gera, ég er fæddur svona. Þetta byrjaði vist allt saman með að ég fluttist fyrir á að giska fjórum mánuðum i húsnæði að Holbergsgötu 7. Það kom mér mjög á óvart að Holberg — sem ég geng framhjá nálega daglega þar sem hann stendur fyrir utan Konunglega leikhúsið — starði jafnan á mig með vandlætingu: það var eins og han'n vildi segja: Og þú býrð i Holbergsgötu.Ennþá hefur þú ekki tekið þig til og bent borgurunum á hversu sóðalegar gangstéttirnar eru i götunni sem ber mitt nafn. Glerbrot i plastpoka Svo ég snúi mér beint að efn- inu: þann 24. október siðastliðinn mánudag, skrapp ég inn til kaupmannsins á horni Holbergs- götu og Peder Skramsgötu og þegar ég kom þaðan út tók ég eftir þvi að fyrir neðan bruna- boðann sem stendur á gang- stéttarbrúninni á nefndu horni lá haugur af glerbrotum. Flest þeirra voru fast upp við bruna- boðann en nokkur þeirra i allt að eins metra fjarlægð. Herra yfirborgarstjóranum er ef til vill kunnugt um að ég er næstum þvihaldinn ofnæmigagn- vart glerbrotum, svo ég tók mig tilog safnaöi þeim saman. Er ég hafði hirt flest þeirra upp af göt- unni veitti ég þvi athygli að á þeimvoru ljósar rendur. Með þvi að lita leiftursnöggt á bruna- boðann fyrrnefnda gekk ég Ur skugga um að rendurnar væru hinar sömu. Af þessu dró ég þá ályktun að glerbrotin væru úr brunaboðanum. Þessu næstminntist ég þess að i húsnæði þvi sem ég bý i — Hol- bergsgötu 7 — hafði fyrir um það bil mánuði brotist út minni háttar eldur upp á kvisti er verið var að gera við þakið — og tel ég senni- legt að brunaboðinn hafi verið brotinn er slökkvilið borgarinnar var kallað á vettvang til að kæfa þann eld. Þvi' miöur hlýt ég aö álykta að er nýtt gler var sett i brunaboðann hafi starfsmenn borgarinnar vanræktað stípa upp glerbrotunum og þau þvi' legiö á gangstéttinni i á giska mánuð. Raunar kemur þetta mér ekki ýkja mikið á óvart þar sem mjög sjaldan er gerö gangskör aö þvi að hreinsa umrædda gangstétt. Ég vil þvið biðja herra yfir- borgarstjórann að kanna þetta mál ofan i kjölinn og rannsaka hvernig þetta gat átt sér stað. Vona ég að þér leyfið mér að heyra niðurstööur embættis yðar. Hjálagtsendiég plastpoka sem inniheldur umrædd glerbrot. Með kærri kveðju, osfrv”. Málinu visað til hreinsunardeildar Ekki stóð á svarinu frá yfir- borgarstjóranum. Hann skrifaði 8. nóvember og kvaðst hafa visað málinu til fógeta þess sem hreinsunardeild borgarinnar heyrði undir sem og slökkviliðið. Fógeti tók sér langan tima til að ihuga máliðen 18. janúar 1978 svaraði hann pg sagði að sam- kvæmt reglugerð heyrði hreinsun á gangstéttum undir ibúa viðkomandi húss og þvi ætlaðist hann ekkert frekar fyrir i málinu. En var þá málinu lokið? Ekki aldeilis. Helge Malling Andreasen sætti sig nefnilega ekki við þessa niður- stöðu. Um miöjan febrúar 1978 ■ Hluti af bréfunum sem H.M.A. sendi og fékk... sendi hann lögreglustjóranum i Kaupmannahöfn bréf þar sem hann kvartan sáran yfir svari borgaryfirvalda og aðgerðaleysi þeirra i þessu alvarlega máli og nefnir fleiri dæmi um glerbrot máli sinu til stuðnings. Krafðist hann þess að lögreglan tækist á hendur nákvæma rannsókn á málinu. Lögreglustjóri svaraði skömmu siðar og sagðist ekki sjá ástæðu til að halda málinu áfram. Það var einungis til að æsa Helge Malling Andreasen upp, hann fylltist nú heilagri reiði. Næstu vikur sendi hann hvert bréfið af öðru til lögreglunnar og lét jafnan fylgja með glerbrot úr bruna- boðanum margfræga. Lögreglan taldi málinu sýnilega alveg lokið og hafði ekki einu sinni fyrirþvi að svara þessum æsta borgara. Um vorið sumarið og haustið 1978 varð nokkurt hlé á bréfaskriftum Andreasen en i nóvember ttík hann uppþráðinn enda var þá eitt ár liðið frá þvi hann fann gler- brotin alræmdu á götu. Rannsókn hefst Iþessu bréfikom i ljós aö Helge Malling hafði framkvæmt sinar eigin rannsóknir á þeim tima sem liðinn var siðan hann lét siðast i sér heyra. Hafði hann með hjálp vinsamlegra lögreglumanna komist að þeirri niðurstöðu aö það væri vist á ábyrgð yfirvalda að hreinsa gangstéttir af gler- brotum og þvi heimtaöi hann að- gerðir i' málinu. Hvað hefði orðið þess valdandi að glerbrotin voru látin liggja og hver var sekur? 1 bréfinu sagði Andreasen enn- fremur raunsögu hunds sins. Smút, sem varla mátti hreyfa sig úti á götu vegna hættu á að hann fengi glerbrot — úr brunaboðum og fleiru — upp i mjúka þófa sfna. Nefndi hann ýmis dæmi um gler- brot sem hann hafði tint upp á leið sinni um götur bæjarins. Og nú var hann orðinn svo æstur og ákafuraö hann sendi afritaf bréfi sinu til allra hugsanlegra aðila: drottningarinnar, borgarstjór- ans, ftígetans, marga háttsettra lögreglumanna, Dýraverndunar- félagsins; dómsmálaráðherrans og nokkurra dagblaða. Fyrsta svarbréfiö kom frá drottningunni. Þaö var handritað af persónulegum ritara Möggu Þórhildar og hljóðar svo: ,,Mér hefur verið falið aö færa yöur þakkir hennar hátignar Margrétar II fyrir bréf yöar frá 10. þessa mánaðar. Kær kveðja, Alette Bardenfelth”. Einnig kom bréf frá forsætis- ráðuneytinu eftir aö Andreasen hafði ákveöið aö ekki væri for- svaranlegt að Anker Jörgensen væði um i villu og svima um þetta merkilega mál — ritari Jörgen- sens sagði forsætisráöherrann þakka bréfið og aö hann hefði kynnt sér þau sjónarmið sem þar kæmu fram. lJér hafið dirfst að trufla hennar hátign! Næstu vikur og mánuöi hélt herferð Andreasens áfram af si- vaxandi krafti. Hann lét bréfum rigna yfir lögreglu og dómsmála- yfirvöld, gagnrýndi upphaflega ákvörðun yfirborgarstjórans og heimtaöi enn að gengið væri úr skugga um hvernig i öllu lægi. Svarbréfin sem hann fékk voru flest á einn veg — það væri verið að athuga þetta mál og niður- staða myndi liggja fyrir innan skamms. Andreasen hélt málinu gangandi með þvi að senda sifellt inn ný og ný glerbrot sem hann fann á gangstéttum um allan bæ og hann spurði hvernig á þessu Mynd af Helge Malling Andrea- sen sem birtist i tengslum við grein um glerbrotamálið i llilleröd blaðinu. gæti staðið. Heldur fannst honum svör yfirvalda vera slæleg og hann leitaði sifellt til fleiri aðila meðal annars allra dagblaða Danmerkur. Sendi hann þeim öll málskjöl i glerbrotamálinu. Sum dagblaðanna tóku málið upp á sina arma og fjölluðu ýtar- lega um það á siðum sinum. önn- ur tóku ekki eins vel i beitai Andreasens. Þannig skrifaði Er- ling Bröndum ritstjóri Horsens Folkeblad: „Lestur bréfa yðar hefur vakið áhuga minn. Jafnframt hefur undrun min verið vakin. Þér hafiö dirfst að trufla henn- ar hátign Margréti aöra drottn- ingu. Þér hafið haft samband við fjölmargar deildir i stjórnkerfi Kaupmannahafnar viö lögreglu- yfirvöld og fjölda félagasamtaka. Þessir aðilar hafa haft ónæði af skrifum yðar og um leið hefur skrifstofukostnaður þeirra auk- ist. Þannig hafið þér lagt byrði á samborgara yðar, skatt- greiðendur en kostnaðurinn lendir jú að endingu á þeim. Og þvi spyr ég: hefðuð þér ekki sýnt meiri þegnlund ef þér heföuð sjálfir hreinsað glerbrotin upp?” Þessi sjúklegu skrif yftar... Það hafði Helge Malling Andreasen að visu gert, eins og leynir sér ekki af bréfum hans en altént er ritstjórinn ekki ýkja hrifinn. Og þaðan af siður Ras- mus Svendsen ritstjóri viö Frederiksberg Avis. Bréf hans vár stuttaralegt: „Þessi sjúklegu skrif yöar vekja ekki áhuga okkar”. Aörir tóku sem fyrr segir betur i málaleitan Andreasens, Jyl- landspostens skrifaði mjög mikiö um þetta og dagblaðið Ny Dag skrifaði leiðara um málið. Þá lýsti blað hundavina yfir sérstök- um stuðningi við baráttu hans, enda haföi það merka blað lengi barist fyrirað glerbrotyrðu jafn- óðum fjarlægð af gangstéttum þar sem búast mátti við umferö gangandi dýra af tegundinni hundur. Herferð Helge Mallings Andreasens stendur enn og hann lætur ekki deigan siga. Nýjasta bréfið i búnkanum sem hann sendi okkur er stílað til Ólafs Pálma fyrrverandi forsætis- ráöherra Sviþjóðar og frammá- manns í norrænu samstarfi. Vill Helge Malling að mál þetta og önnur skyld — svo sem ofsóknir á hendur fririkinu Kristjaniu — verði tekið fyrir á fundi Norður- landaráös sem hefst innan skamms. Við eigum eftir að sjá það... —ij tók saman.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.