Tíminn - 21.02.1982, Blaðsíða 26

Tíminn - 21.02.1982, Blaðsíða 26
I'1 4 4 26 > /VO Miihftf; 17 1, ,( t.\ ‘J.l.í Sunnudagur 21. febrúar 1982 ■ Lech Walesa skaut upp á stjörnuhimin alþjóöast jórn- málanna f verkfallinu I Gdansk i ágúst 1980. Þessiobreyttirafvirki varö á sextán mánuöum einn af frægustu mönnum f heimi, lciö- togi og tákn sjálfstæöa verka- lýösfélagsins Samstööu og um 10 milijön Pólverja. Hann var enn i fararbroddi Samstööu 13da des- ember i fyrra þegar Jaruzelski hershöföingi lýsti yfir herlögum I PóIIandi, leysti Samstööu upp og Lech Walesa — Hetja skipasmíðastöðvanna lét handtaka flesta leiötoga henn- ar. t greininni sem hér fer á eftir, sem er by ggö á grein eftir mckinn I’ól 1 ands sérf ræöing, Neal Ascherson, er leitaö svara viö þeirri spurningu hvernig menn eins og Walesa veröi til. Þetta er æviágrip, Lech Waiesa eins og hann kom samferöarmönnum sinum fyrir sjónir. í fjölrituðu æviágripi sem Sam- staöa lét prenta stendur einfald- lega: „Lech Walesa fæddist 29da september 1943 i Popowo i Lipno- héraöi. ,,Ég lagöi upp i norðurátt frá héraöshöfuðborginni Wlocl- awek og haföi verið sagt að handan viö bæinn og brúna yfir Vistulu-á tæki annað landsvæði við. Hér væri Kujawy, þar, á hægri bakka árinnar, væri Dobrzyn. Landslagiö svipaö, en menningarlega gjörólik svæði. „Annar heimur, annaö fólk”, segja þeir. „Fólkið i Kujawy er rólegt og hljóðlátt en fólkið I Dobrzynerþrjósktog ofsafengiö.” Frá miðju Chalin-þorpi, þar sem Lech Walesa gekk í barna- skóla, liggur vegurinn Ut á við- áttumikil engi. Meðfram vegin- um eru lotin tré. Við sjóndeildar- hringinn eru fáein hUs á stangli: þarna er Popowo, nær því ekki einu sinni aö vera þorp. Ég nem staöarframan við hússem virðist vera þaö siöasta, handan við það er aðeins birkikjarr og þar fyrir handan auön og tóm. Hundur gelti og i dyrunum birt- ist bóndi. Hann útskýröi leiöina að setri Walesa-fólksins: þvert yfir hlaðið, handan við hlööuna er stigur sem liggur aö tjörn, með- fram henni, yfir hólinn og þar stendur hUsið. Handan viö birki- lund var hagi og litill einmana- legur kofi og pinulitið fjós. Þar fyrirhandan voru nokkur plómu- tré. Dyrnar voru læstar. Ég sneri aftur á bóndabæinn og þar var mér boðiö inn. Það kom á daginn aö Kosztowny-fjölskyldan, næstu nágrannar Walesa fjölskyld- unnar, var vel heima i sögu ná- grannanna. „Hvort ég man eftir Leszek? Auövitað man ég eftir honum. Þegar við giftumst var hann ný- byrjaöur I skóla og átti alltaf leið yfir hlaðið hjá okkur. Hann var vel upp alinn, bauð alltaf góðan daginn. Hann átti engan föður, bara stjúpföður. Faðir hans dó rétt eftir striðiö. Siöasta striösáriö var farið meö okkur til Mlyniec i nánd viö Torun til aö vinna nauðungarvinnu viö aö grafa skotgrafir. Faöir Lechs vildi ekki grafa. Þeir komu og sóttu hann, börðu hann og fóru meö hann i búðirnar i Mlyniec. Það var svo kalt aö háriö á manni fraus fast við veggi. Boleslaw varð veikur af bar- smiöunum og kuldanum. Hann skildi eftir f jögur litil börn. Móðir Lechs giftist öðrum Walesa, Stanislaw bróður Boleslaws. Hann var þá ógiftur og yngstur af Walesa bræðrunum sjö. Faðir Lechs var trésmiöur. Hann og bróöirhansbyggðuhlöðurog fjós, þeir voru bestu andverksmenn- irnir i sveitinni. Bolek lét ef tir sig fjögur börn, þrjii komu undir i ööru hjónabandinu. Svo Lesek er uppalinn I fátækt. Fyrst bjuggu þau ileirkofa og þaö var ekki fyrr en löngu siöar að stjúpfaöir hans byggði múrsteinshús. Þau fóru til Ameriku aö heim- sækja móðurömmu Lechs. Stjúp- faðirinn er ennþá þar. Móðir Lechs sneri aftur, i kistu. Hún er grafin við hliðina á fyrri manni sinum. Strákarnir urðu að hinum ágætustu mönnum. Edward er verkfræðingur, Stanislav býr I Bydgoszcz. Já, og Lezek... Við höfðum ekki heyrt neitt af honum i mörg ár og þá birtist hann allt i einu — i sjónvarpinu. Kosztowny-fólkið sagðist hafa heyrt um verkfalliö 1 Gdansk, en vissi ekki mikiö um það. Það var uppskerutimi, allir aö vinna á ökrunum. Þetta er afskekkt svæöi, þaö berast éngin dagblöð. En allt í einu heyrðu þau I sjón- varpi að Waiesa væri foringi þessa mikla verkfalls. ,,A maður aö trúa þvi eða ekki?” hugsaði Kosztowny upphátt... I barnaskólanum í Chalin eru allir kennararnir horfnir sem kenndu Walesa. Skólinn er gamalt sveitasetur frá siðustu öld, með sillum og stigum sem brestur og brakar i. Fyrir forvitni sakir flettu kennararnir upp I gömlum eink- unnarklöddum: það litur út fyrir aö Lech hafi veriö meöal nem- andi, engan veginn framdrskar- andi. Hann gekk f gagnfræöaskóla i smábænum Lipno. 1 ferða- bæklingum stendur að Pola Negri, kvikmyndastjarna og „fegursta kona i heimi”, hafi fæðst þar. Hún hét i raun Apolonia Chalupiec, i fyrra hjónabandi sinu varö hUn her- togayngja og i' hinu síðara prins- essa. t Lipno ætla ástvinir sög- unnar að setja upp byggðasafn til að varðveita endurminningar héraðsins, þar verður krókur helgaður Polu Negri, og kannski i framtfðinni annar helgaður Lech Walesa. ,,Ef hann vinnur,” bætti borgarritarinn við. Fyrir utan bæinn stendur versl- unarskólinn i skjóli viö hæð. Skólastjórinn, Jezy Rybacki, sat og las i þykkri bók. Hann var fús að gefa upplýsingar um nemanda sinn. „Hérna er það, árið 1958, númer 1488, Lech Walesa, sonur Boleslaws og Felixu. 1 fyrstu spuröum við hvort þetta væri gamli nemandinn okkar eða ekki? Artaliöpassaði, útlitið lika. Viö grófum upp gömlu einkunna- bækurnar hans. Hann var I meðallagi. Fékk sæmilegt i hag- fræbi og likamsrækt og ágætt i hegðun, en hann var verstur i sögu. Maður sem nú er aö skapa söguna.” 1 annarri bók voru umsagnir frá heimavistinni þar sem hann dvaldi. Hann reykir og lemur félaga sina, stóö i einni.. I ann- arri, Lech Walesa gengur um berhöfðaöur, jafnvel þótt hann sé með húfu í vasanum. Handa- vinnukennari sagðium nemanda sinn aðhann hefði verið hálfgerö- ur slágsmálahundur, en við- kunnanlegur fyrir þvi. Skólastjórinn mundi eftir Lech — ,,þó ég hafigleymtfiestum hin- um. Hann hafði sérstaklega gott skipulag á hlutunum. Til dæmis þurftu krakkarnir á heimavist- inni alltaf að þrifa gangana, álmurnarskiptustá. Þegar röðin kom aö álmu Walesa þurfti kenn- arinn ekki aö reka þau áfram. Klukkan hálf sjö á morgnana vakti hann strákana, skipaði einium hóp að skúra gólfin og öörum aö bóna þau. Þegar kenn- arinn vaknaði voru gólfin gljá- andi. Ég var að rifja upp gamlar endurminningar með nokkrum kollegum um daginn og við vor- um sammála um að strax þá heföi hann sýnt greiniiega skipu- lagshæfileika.” Hann leit aftur i kladdann: „Lech lauk skólanum 1961, hann vann i áhaldahúsi rikisins og siðan fór hann eins og margir nemendur okkar sem laðast að hafinu að vinna i skipasmiða- stöö.” 2. júni' 1967 byrjaði Walesa að vinna sem rafvirki i skipasmiða- stöðinni i Gdansk. Verkstjóri hans þar minnist þess aö hann hafi verið „áhugasamur, agaöur og aldrei seinn til vinnu”. Annar starfsbróöir hans þar Henryk Lenarciak var i verkfallsnefnd i verkfallinu i desember 1970. „Ég vann I sama skipi og Wal- esa.Hann varfrekar þögullpiltur og skar sig ekki Ur fjöldanum. Stundum tók hann til máls á fund- um en hann var aldrei mjög her- skár. 1 mars 1968 heyrði ég hann ráöleggja verkamönnum að fara ekki á fund hjá stúdentunum (sem þá voru i uppreisnarhug). Þaö fór fyrst aö bera á honum 1970, hann barst upp á við i hring- iöu þeirra daga. Þá sýndi hann fyrst leiðtogahæfileika sina.” 12ta desember 1970 voru aug- lýstar verðhækkanir í Póllandi. Næsta mánudag safnaðist hópur manns saman fyrir framan skrifstofu skipasmiðastöövar- innar i Gdansk. Nokkrir vinnu- hópar lögðu strax niður vinnu. Næsta morgun var mótmæla- ganga frá skipasmiðastööinni inn i borgina til lögreglustöðv- arinnar i Swiercczewskigötu. Klukkan átta um morgun- inn höfðu mótmælendurnir her- tekiö hluta af jaröhæðhiissins. Þá heyröust fyrstu skotin og fyrstu fórnarlömbin féllu. Stjórnvöld sendu skriödreka á vettvang. Eina leiöin til að verja vigi verk- fallsmanna var að ráöast að her- mönnunum með þviað aka bilum á þá á fuliri ferð. Umhádegiövar skollin á orrusta þar sem um 20.000 verkamenn börðust gegn her og lögreglu. Hvarvar Walesa? Sjónarvottar segja að hann hafi veriö i göng- unni, sumir i fylkingarbroddi. Einhver sagðiað hannhafi haldið ræöu standandi uppi á simaklefa. Þegar árásin á lögreglustöðina var gerð birtist hann óvænt i glugga á annarri hæð. Hann mæltisttilþessaðhættyrði við að ráðast á fangelsi i nágrenninu. Fólksfjöldinn lét sér segjast. Þegar verkam ennirnir sneru aftur I skipasmiðastöðina var lýst yfir setuverkfalli og Walesa kjör- inn I verkfallsnefnd. Það var svo áriö 1973 að byrjað var að reka verkfallsmennina frá þvi i desember 1970 úr vinnu undir ýmsu yfirskini. En það var ekki fyrr en þrem árum slöar að barst bréf þar sem var sagt að „vinnusamningnum við borgara Lech Walesa skyldi rift strax.” Ástæðurnar voru: „Þaö er erfitt að vinna með honum. Rætin orð opinberlega um yfirmennina og stjórnmálafélög, sem skapa slæmt andrúmsloft á vinnustaðn- um. Sannleikurinn var sá að Walesa hafði hallmælt stjórn Giereks á verkamannafundi. Þegar hann reyndi að fá Ieiðréttingu mála fyrir dómstóli var úrskurðað að gagnfýni á verkalýðsfélagsfundi væri næg ástæða fyrir brott- rekstrinum. Engu siður fann Wlaesa sér aðra vinnu nokkru siðar og réði sig hjá fyrirtæki sem framleiddi þungavinnuvélar. Fólk sem vann meðhonum þarsegir: „Hann var góður handverksmaöur, vann hratt.” „Hann gerði við bila, hann þoldi ekki biiaða bila. Hann fiktaði i þeim þar til þeir gengu aftur. Hann drakk sig aldrei full- an, kom aldrei of seint. Forstjór- inn kunni vel við hann. Og þegar þeir báðu hann um að gefa Walesa slæman vitnisburð neitaði hann. En þeir þráuðust við vegna þess vegna þess aöWalesa hafði þá byrjað að starfa í frjálsu ver ka lýðsfé lög un um. ” Stofnnefnd frjálsu verkalýðs- félaganna var sett á lagginrar I Gdansk lsta mai 1978. Aðal- hvatamaðurinn var rafverkfræð- ingurinn Andrezej Gwiazda. Wal- esa þekkti hann og þegar nefndin var stofnuð varð hann einn af virkustu félögunum. Hann starfaði einnig á ritstjórn blaös- ins „Strandverkamaðurinn”. í fyrsta tölublaði þess sem kom út iágúst 1978 var þessi yfirlýsing „Við höfum engin pólitisk mark- mið, v® viljum ekki þröngva neinum pólitiskum skoðunum upp á félagsmenn okkar og þá sem hafa samúð með okkur, viö ætlum ekki aö taka völdin. Þó gerum við okkur grein fyrir þvi að við mun- um verða ásakaöir fyrir aö taka þátt I stjórnmálastarfsemi. Það er svo margt sem er álitið vera pólitiskt i okkar landi, eiginlega allt annað en að tina sveppi út I sveit.” Vinnufélagi hans segir: „Wal- esa kom með flugrit og til- kynningar. Þaöhvarfallt á auga- bragöi. Ég hjálpaði Walesa að iima plaköt og tilkynningar á veggi. Eittsinn reif einn af verka- mönnunum niður plakat sem var á vegg skrifstofubyggingar- innar. Skömmu siðar var hann að gera við vélarhluta sem datt niður á löppina á honum þannig að hann fótbrotnaði. Þá sagöi Lech við hann: „Mundu þetta: einhver limdi sannleikann upp á vegg, ekki snerta við honum aftur. Guð hefur refsaö þér. Walesa var undir stöðugu eftir- liti. Einu sinni fórum við saman i jarðarför og eftir á bauö ég hon- um heim i kaffi. „Ég held aö ég ætti ekki að gera það, ekki núna,” svaraöi hann. „Það er fylgst með mér. Ef ég heimsæki þig gætu þeir átt þaö til að gera húsleit hjá þér.” 1 nóvember 1978 ákvaö stjórn þungavinnuvélafyrirtækisins að svipta borgara Walesa vinnunni. Gott álit forstjórans gat ekki orö- ið honum til bjargar. Hann sagði sannleikann, en slikt fann ekki mikinn hljdmgrunn. Hann skipti ekki um skoðun og var lækkaður i tign og i launum um 2000 zloty á mánuði. „Þegar við heyröum aðWalesa hefði verið rekinn urðum við æfir af reiði,” segir vinnufélagi hans. „Við ákváöum að mótmæla. Wal- esa fékk okkur ofan af þvi að gera verkfall. „Reyniö ekki aö berj- ast,”sagði hann. „Þá verðið þiö hinir reknir lika. Þið eigið börn. Við erum ekki nógu sterkir núna. En sá timikemur þegar viö verð- um sterkari en þeir og þá gerum við eitthvað.” Ég tárfelldi þegar hann fór.” 1 stuttan ti'ma vann Walesa á bifreiðaverkstæði. Samverka- maður hans þar minnist þess að „Walesa hafi fljtítt fengið það orð á sig að hann væri besti bifreiðavirkinn, sá langbesti. Strax og hann fór að vinna hjá fyrirtækinu var hann undir stöð- ugu eftirliti. A gangstéttinni fyrir framan verkstæðið var alltaf ókunnuglegur bill, óein- kennisklæddir lögregluþjónar voru alitaf að stjákla i kring og annað veifið komu þeir inn á verkstæöið.Þratt fyrirþetta fjölgaði þeim sem aðhylltust hug- myndir hans stööugt. Hann kom með lesefni og kom af stað um- ræöum. Hann hafði ótrúlega hæfi- leika til aö ná sambandi við fólk og orð hans um hlutverk frjálsra verkaiýð6félaga höföu gott lag á að sannfæra áheyrendurna.” Og þá var hann rekinn á nýjan leik. Walesa var atvinnulaus allt þar til verkföllin I ágúst 1980 byr juðu. „Þeir voru alltaf að reyna að klófesta hann”, segir frú Parol, nágranni Walesa-fjölskyldunnar. „Mest höfðu þeir þó við þegar Szczpanski var jarðaður. Hann hafði unnið með Walesa og þeir voru reknirum svipað leyti. Einn daginn hvarf hann sporlaust. Nokkru s®ar fannst lik hans i skurði. Fæturnir höföu verið skornir af honum og nöglunum kippt burt. Margt fólk héðan úr hverfinu ætlaði að fara i jarðar- förina.Umnóttina komuherbilar. „Þetta varekki i eina skiptið að Walesa var stungið inn,” heldur frú Popol áfram. „Einu sinni handtóku þeir hann I bænum. Hann var á gangi með dóttursina Mögdu og limdi upp nokkur pla- köt i leiðinni. Þeir tróöu honum inn i bil, keyröu heim, skiidu barnavagninn eftir og fóru burt með hann. Sjötta barn þeirra fæddist meðan Walðsa sat inni. Þeir komu og náðu i hann sama kvöld og kona hans átti að fæða. Hún öskraði hástöfum: „Ekki taka manninn minn”, svo allt húsiö heyrði. Þeir slepptu honum næsta morgun. Eftir það fór hann huldu höfði nokkra hrið.” Gamall starfsbróðir hans i skipasmiðastöðinni hitti Walesa nokkrum sinnum á brautarstöð i nánd við stöðina. Walesa var að útbýtta dreifimBum. Hann segir: „Walesa heimsótti mig sunnu- daginn lOda ágúst. Hann var að flýta sér. Hann sagöi mér að það yrði verkfall iskipasmiöastöðinni eftir nokkra daga. „Og ég mun koma fram á réttu augnabliki,” sagöi hann. Og þaö gerði hann.” Þýtt og endursagt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.