Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 23. febrúar 1982 Útboð Ólafsvíkurhreppur óskar eftir tilboðum í byggingu2. áfanga Félagsheimilisbyggingar í Ólafsvík sem er uppsteypa hússins og frágangur í fokhelt ástand. Tilboðsgögn verða afhent frá og með mánudeginum 22. febr. á skrifstofu Ólafsvíkurhrepps og á teiknistofu Róberts Péturssonar arkitekts Freyjugötu 43 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 10. mars 1982, á skrifstofu Ólafsvíkurhrepps að Ólafsbraut 34 Ólafsvik. Skilatrygging er 1000 kr. Sveitarstjóri. Ráðskona óskast liáðskona óskast á fámennt sveitaheimili. IVlá liafa meö sér börn. Umsóknir sendist auglýsingadeild blaðs- ins merkt „Sveitaheimili.” milward Hringprjónar Fimmprjónar Tvíprjónar Heklunálar MILWARD Framleitt úr léttri álblöndu Heildsölubirgðir: Davií) íi. Jniissiiii & Oo. hf. Sími 24-333 Póstkröfusimi 14806 Snjóþotur m/ stýri Snjóþotur m/bremsum Einnig BOB-BORÐ o.m.fl. Enginn póstkröfu- kostnaður Auglýsingasími Tímans er 18300 SUNN- LENDINGAR Fjölbreytt úrval Ýsa — Ýsuflök — Lúða — Gellur—Kinnar__ Hrogn og lifur ofl. ofl. Tökum fisk í reyk Fiskbúð Glettings Mmhm menningarmál Nýtt alfræðirit um Sovétríkin The Cambridge Encyclopedia of Russia And The Soviet Uni- on: General Editors: Archie Brown, John Fennell, Michael Kaser, H.T. Willetts. Cambridge University Press 1982. 492 bls. ■ A undanförnum árum hefur áhugi Vesturlandabúa á Sovétrikjunum, sovéskum málefnum og rússneskri menningu fariö mjög vaxandi. Að sama skapi hefur þörf á hentugu en ýtarlegu upp- sláttarriti aukist. Uppsláttar- rit um Sovétríkin hafa vita- skuld veriö mörg til, en flest þeirra hafa aðeins náð til tak- markaðra sviða og þvi ekki nýst sem skyldi. 18. febrúar, kom út á vegum Cambridge University Press i Bretlandi nýtt uppsláttarrit um Rússland að fornu og nýju ef svo má að orði kveöa og fjallar það um Sovétrfki nú- timans og hið gamla Rúss- land. Aðalritstjórar bókarinnar eru fjórir háskólakennarar i Oxford, allir sérfróöir um sovésk málefni og hafa þeir kvatt til liös við sig liðlega eitt hundrað sérfræðinga, frá 33 háskólum i Bretlandi og Bandarikjunum. Þetta nýja uppsláttarrit um Sovétrikin er mikið að vöxt- um, tæpar 500 blaðsiður i stóru broti og tekur þaö til allra meginsviða sovésks sam- félags. Ritið hefst með ýtarlegum kafla um landafræði Sovét- rikjanna og er þar einnig fjallað um veðurfar, dýralif og plöntulif, náttúruauðlindir og náttúruvernd. Þvi næst segir frá mannfjölda og þjóðum Sovétrikjanna. Þar er fyrst greint frá landnámi á þvi landsvæði, sem nú tilheyrir Sovétrikjunum, rætt um mannf jöldabreytingar á siðustu áratugum og lýst öll- um þeim mörgu þjóðflokkum er Sovétrikin byggja. Ýtarlegur kafli er um sögu Rússlands allt frá upphafi vega og fram til allra siðustu ára. Hann hefst meö umfjöllun um fyrsta fólkið, er settist að i Evrópuhluta Rússlands og lýkur með frásögn af valda- skeiði Breshnevs. Afbragðsgóöur kafli er um trúarbrögð og sögu þeirra i Rússlandi og annar um bók- menntir og listir allt frá elstu tið og fram til vorra daga. Langur og einkar greinar- góöur þáttur er stjórnskipun Sovétrikjanna. Þar er fjallað um forsögu sovéska kommúnistaflokksins, lýst stjórnarfarslegri upp- byggingu rikisins, greint frá helstu valdastofnunum i land- inu, sagt frá andófsmönnum og baráttu þeirra, greint frá uppbyggingu efnahagslifsins og utanríkisviöskiptum Sovét- manna, lýst helstu fram- leiðsluþáttum, þjónustu og skipulagi peningamála. Sovésku samfélagi eru einn- ig gerð góð skil, fjallað um menntakerfiö, fjölskyldumál, misrétti og jafnrétti, verka- lýösfélög, glæpi, alkóhólisma og iþróttir. Loks er ýtarlegur þáttur um hernaðarstyrk Sovétrikjanna, skipulag her- mála, vopnabúnaö, áhrif Sovétrikjanna i öðrum, þátt- töku þeirra i alþjóðasamskipt- um og sambúðina við önnur kommúnistariki. 011 er þessi mikla bók af- bragðsvel unnin. Efnis- skipanin er einkar skýr og skilmerkileg, upplýsingar traustar og hlutlægar og flest- ar greinarnar mjög læsilegar. Hér er geipimikill fróðleikur samankomin og er ekki að efa, að margir munu geta haft af henni gott gagn. Má þar nefna sem dæmi alla þá mörgu, sem viðskipti eiga við Svovétrikin og þá ekki siður skólamenn fjölmiölafólk, sem stöðugt þarf að leita eftir og miðla fræöslu um Sovétrikin. Loks skal þess getið, að bók- in er prýdd miklum fjölda mynda og korta og i henni eru ótal töflur, linurit og súlurit. Jón Þ. Þór MÞorskastríðM ■ Nýlega hafa borist um- sagnir nokkurra danskra blaða um bók Armanns Kr. Einarssonar, Þorskastríðið, en hún kom út hjá BHB’s Ice- landic World Literature, i nóvember siöast liðinn. Sigvald Hansen i Fredriks- borg Amts Avis segir m.a. 10. nóv. s.l.: Humlebækforlagið BHB’s Icelandic World Literature, sendir frá sér i dag barnabók- ina Þorskastriðið eftir is- lenska rithöfundinn Armann Kr. Einarsson i ágætri þýð- ingu rithöfundarins og bókaút- gefandans, Þorsteins Stefáns- sonar. Hið svonefnda þorskastrið, — barátta Islendinga um land- helgina viö stórveldið Eng- land, — var að sjálfsögðu mjög alvarlegt mál, þar sem aðalatvinnuvegur þjóðarinnar er fiskveiðar. Það var prýði- leg hugmynd hjá höfundi að rekja i góðri barnabók gang þessa máls, sem vakti athygli margra á öllum Norður- löndunum. Og honum tekst það svo vel, að allir sem vilja geta skiliö það. Mál þetta var nefnilega ekki tengt Islandi einu, — það varð samnorrænt mál. Humlebækforlagið á skiliö sérstaka viöurkenningu fyrir það að hafa gefið út þessa áhugaverðu bók. Við fáum nána innsýn i atburðina, og persónurnar eru einkar lif- | andi. bað gefur sögunni vissu- ' lega mikið gildi. í Lektörudtalelse frá Ind- bindingscentralen segir lektor Johs. Herskind m.a.: Ármann Kr. Einarsson: Torskekrigen. Bókin er gefin út með styrk frá Norræna í Danmörku þýöingarsjóönum og segir frá lifinu á islenska varöskipinu Tý, sem tók þátt i þorskastrið- inu milli íslands og Englands vorið 1976. Við fylgjumst með Magna, sem er 16 ára messa- drengur á Tý og er þvi þátt- takandi i átökum skipsins við breska togara og herskip. I einum þessum árekstri fellur ungur, enskur háseti fyrir borð, en Magna tekst meö snarræði aö bjarga honum frá drukknun. Þetta afrek leiðir til þess að drengirnir kynnast, og þeim kemur saman um að reyna að vinna eindregið aö þvi, að þessi hættulega deila leysist með samningum. Og þessi draumur drengjanna rættist nokkru siðar. Bókin er skemmtileg og spennandi með ágætum myndum sem gefa góða inn- sýn i þá áhrifamiklu og átakanlegu atburði, sem urðu viö lslandsstrendur þetta vor. Ég mæli með henni sem lestr- ar- og samræðuefni i 7.-10. bekk. I Lektörudtalelse frá Ind- bindingscentralen segir lektor Margot Andreasen m.a.: Magni (aðalpersóna sög- unnar) er i fyrstu sjóferð sinni með varðskipinu Tý i þorska- striðinu milli íslands og Eng- lands. Lýsingarnar i sögunni eru áhrifarikar, einkum þegar herskipin, sem gæta enska fiskveiðiflotans gerast virk i átökunum, t.d. er bresk frei- gáta siglir á Tý og skemmir hann stórlega. Armann Kr. Einarsson hef- ur hlotið verðlaun fyrir barna- bækur sinar. Margar af bók- um hans hafa verið þýddar á dönsku. tekinn tali ■ Skólinn á Núpi i Dýrafirði átti 75 ára afmæli 4. janúar sl. Þann dag árið 1907 hóf séra Sigtryggur Guðlaugsson kennslu i ung- mennaskóla sinum. Á þessum afmælisdegi var tek- in mynd sú af tveimur af fyrstu nemendunum, sem fylgir þessari frásögn. Þau eru nú bæði vist- menn á Elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund, fluttu þangað á siðasta ári. Þykirmér hlýða að gera hér i stuttu máli grein fyrir þeim áður en lengra er haldið. Guðný Gilsdóttir er fædd á Arnarnesi i Dýrafirði 22. septem- ber 1891. Foreldrar hennar voru Gils Þórarinsson bóndi þar og Guðrún Gisladóttir kona hans. Guðný ólst upp i foreldrahúsum. Hún giftist Guðjóni Sigurðssyni vélstjóra og með honum fluttist hún til Reykjavikur 1921. Þar var svo heimili hennar þar til hún, ekkja68 ára gömul, fluttiá föður- leifð sina sem þá var komin í eyöi og bjó hún þá á Amarnesi i nokkur ár, einsetukona. Þykir mörgum að þar hafi hún best sýnt sjálfstæði sitt og aö hún fer ekki troðnar slóðir umfram það sem henni sjálf ri gott þykir. Bæði áður en hún fór vestur og eftir að hún kom suður aftur hefur hún tekið drúgan þátt i safnaðarstarfi við Hallgrimskirkju. Þar var hún lyftuvörður þegar hún var á ni- ræðisaldri. Ingimar Jóhannesson er fædd- ur i Meiri-Garði i Dýrafirði 13. nóvember 1891. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Guömunds son ogSólveig Þórðardóttir. Hann er löngu þjóðkunnur maður af kennslustörfum og félagsmálum. Hann iauk búfræðinámi á Hvann- eyri 1913 en árið 1920 tók hann kennarapróf. Starfsferill hans verður ekki rakinn hér. Ingimar giftist 1922. Kona hans var Sólveig dóttir Guðmundar Is- leifssonar á Háeyri. Hún andaðist 1971. Þegar ég heimsótti þau Guð- nýju og Ingimar i tileíni af þessu 75ára námsafmæli, spurði ég þau eftir þessu skólahaldi. Og það stóð ekki á svörum. Þegar sr. Sigtryggur kom i Dýrafjörð sumariö 1905 var hann ákveðinn i' þvi að starfa að unglingafræðslu. Honum var nokkuö kunnugt um fortið skóla- mála isveitinni. Kristinná Núpi, bróöir hans, og sr. Þórður Ólafs- son höfðu beitt sér fyrir þvi að barnaskóli yröi byggöur fyrir hreppinn. Varkomið svo langt að byrjað var aö vinna við grunn skólahúss á Núpi. En þá varð ó- samkomulag um skólastaðinn og jafnframt munu þeir hafa náö meirihluta sem vildu sætta sig við farkennslu. Urðu þetta forgöngu- mönnum mikil vonbrigði og ekki sársaukalaus. Strax fyrsta vetur sr. Sigtryggs vestra var stofnuö Góðtemplara- stúka á Núpi. Stofndagur hennar var 5. janúar 1906 og Ingimar tek- ur það fram að siðan hafi þau Guðný verið templarar þó að Guðný hafi að sönnu ekki alltaf verið starfandi i stúku.En stúkan snertir sögu skólans þvi' að strax á fyrstu fundum hennar var á- kveðið að hún byggði hús. Bæði vantaði iundarstaö en eins og engu siðar var stefnt að þvi að koma upp skólahúsnæði. Ákveöið var að byggja i félagi við Jdn Kristjánsson skipstjóra og Guð- rúnu konu hans.en hún var systir Guðnýjar á Arnarnesi. Haustið 1906 var svo samþykkt á safnaðarfundi i Núpssókn að söfnuðurinn efndi til skólahalds i stúkuhúsinu. Húsið var kallað stúkuhús en þó átti stúkan aldrei neitti' þvi.segir Ingimar. Og söfnuðurinn lagði aldrei neitt til skólahaldsins nema nafn sitt i fyrstu og þá á- byrgð sem þvi fyígdi. Séra Sig- tryggur útvegaði lán til byggingarinnar og fékk félaga sína i stúkunni til að ábyrgjast það með sér og sá svo um greiðsiu þess á reikningum skól- ans. Skólinn var frá upphafi sjálfseignarstofnun sem hann bar ábyrgð á og hélt uppi. Nemendur skólans fyrsta veturinn voru 20 talsins, á aldrin- um 15-25 ára. Þeir voru allir úr Mýrahreppi. Tiu þeirra gengu heiman frá sér, fimm höfðu hús- næði og fæði hjá Kristniá NUpi en fimm hjá Jóni Kristjánssyni og Guðrúnu Gilsdóttur. Smiði húss- ins var ekki lokið svo fljótt að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.