Tíminn - 25.02.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.02.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. febrúár 1982 Íw fréttir Fasteignasala til meðferðar hjá Rannsóknarlögreglunni: SÖKIIÐ (IM FJAR- DRATT OG SVIK ■ Rannsókn fer nú fram á veg- um Rannsóknarlögreglunnar á kæru á hendur ákveðinnar fast- eignasölu i Reykjavik, sölustjóra hennar og skráöum eiganda. I kærunni er þeim gefið að sök að hafa gerst sekir um fjárdrátt og umboðssvik i sambandi við sölu á ibúð kæranda i júnimánuði s.l. sumar. Samkvæmt kærunni tjáði sölumaður fasteignasölunnar kæranda að hann yrði að taka við öllum greiðslum frá kaupanda og annast uppgjör, þar eð hún var á nauðungaruppboði. Kærandi kveðst siðan árang- urslaust i lengri tima hafa reynt að fá uppgjör vegna sölunnar, en þá ávallt verið visað milli sölu- stjóra og eiganda fasteignasöl- unnar, þar til hann og kaupandi ibúðarinnar höfðu báðir fengið sér lögfræðinga til aðstoðar, að skriður komst á málið. Uppgjör fékkst loks hinn 15. janúar s.l. Samkvæmt uppgjörinu hafði sölumaður þá tekið við 170.000 kr. greiðslum frá kaupanda ibúðar- innar, en reitt af höndum greiðsl- ur — að meðtöldum eigin sölu- launum — að upphæð 159.126 kr. Inneign kæranda var samkvæmt þvi 10.874 kr. sem hann hefur þó ekki fengið greidda. Móti kröfu um greiðslu kvaðst eigandi fast- eignasölunnar þá leggja fram jafn háan reikning fyrir lögfræði- störf við eignaumsýslu fyrir hönd kæranda. Er kærandi kvaðst þá hafa i hyggju að afhenda f jölmiðl- um afrit af kærunni kvaðst' lög- maður ekki óttast það þar sem Heitt í kolunum í umræðum um „bandorminn”: Breytingar- tillögur felldar á jöfnu ■ Heitt var i kolunum i neðri deild i gær er önnur og þriðja um- ræða um „bandorminn”fór fram. Breytingartillögur stjórnarand- stæðinga voru felldar á jöfnum atkvæðum, 19 gegn 19, en lyktir urðu þær að frumvarpið i heild, með breytingartillögum minni- hluta fjárhags- og viðskipta- nefndar, þ.e. stjórnarliða, var samþykkt með 19 atkvæðum, en enginn greiddi atkvæöi á móti, og frumvarpið sent til efri deildar. Eggert Haukdal sat hjá við at- kvæðagreiðslur. önnur mál komust ekki að i deildinni, en þingmenn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks héldu uppi miklu málþófi og veitt- ust m.a. mjög að Guðmundi Þórarinssyni fyrir að draga til baka breytingar tillögu sína um að launaskatt bæri að lækka á öll- um iðnaði, en ekki aöeins út- flutnings- og samkeppnisiðnaði eins og upphaflega var ráð fyrir gert i frumvarpinu. Skýrt hefur verið frá gangi þessa máls héri blaðinu, en þegar Guðmundur dró tillögu sina til baka geröihann grein fyrir þvi að með þvi að fella niöur ströng viöurlög um vangoldinn launa- skatt og aö mun fleiri greinar iðnaöar nytu lækkunar launa- skattseftir að breytingarnar sem minnihluti fjárhags- og viöskipta- nefndar geröu á upphaflegu frumvarpi væri góðum áfanga náð I aö létta skattabyröi á at- vinnurekstri i iðnaði. Guömundur svaraði ásökunum i gær og benti á að i þeirri mynd sem margumrætt ákvæði frum- varpsins um hvaöa greinar iðnaðar það næöi yfir væri það miklu viðtækara og næði til fleiri atvinnugreina en upphaflega var gert ráð fyrir. Páll Pétursson sagði að veist væri að Guðmundi með ósönnum fullyrðingum og hefði hann gert athugasemdir við þennan liö frumvarpsins þegar er það var lagt fram á þingflokksfundi og boðað að hann myndi gera breytingartillögu en framsóknar- menn legöu mikla áherslu á að iönaðinum verði búin sem best starfsskilyrði og væri Guð- mundur G. mikill talsmaöur þess. Alexander Stefánsson fjallaöi um þann þátt frumvarpsins er aö tollafgreiðslugjaldi lýtur og kvaðst leggja þann skilning i ákvæði þess liöar frumvarpsins að gjaldið yrði ekki lagt á ýmis tæki til öryrkja svo sem bila og fleira, aö gjaldið yrði ekki lagt á þær vörutegundir sem Alþingi hefur samþykkt að fella niður tolla og aðfiutningsgjöld af. OÓ Nýja síddegisbladid: „Sýnist að ekkert verði af þessu,” segir Guðmundur Árni ■ „Nei, þaö er ekki búið aö jarða hugmyndina um nýtt siödegisblað ennþá, en ég persónulega hef þá trú aðekkerteigieftirað verða úr þessu”, sagði Guömundur Arni Stefánsson ritstjórnarfulltrúi Al- þýðublaösins I viðtali við Timann igær, en eins og kunnugt er, hefur Guðmundur gjarnan verið orðaður við ritstjórastól á nýja blaðinu ef af útgáfu þess yröi. „Það eru hugmyndir um það að koma saman á nýjan leik og ræða máliri nú fyrir helgi en eins og ég sagði áðan, þá sýnist mér aðekk- ert veröi af þessu, en þaö er nú bara min tilfinning”, sagði Guð- mundur Árni. —AB hann væri „óskrifandi aumingi”. En samkvæmt uppgjörinu kom jafnframt fram að sölumaður hefur, eftir að hann tekur við greiðslum af kaupanda, dregið allflestar greiðslur — að undan- skildum sölulaunum til sjálfs sin — auk þess sem hann hefur ekki ávaxtað innborgað fé sem hann hafði i sinni vörslu. Jafnframt kemur fram, að er kærandi tók að undrasthve illa gekk að losa veð- in af ibúðinni og hóf þvi með að- stoð systur sinnar að ræða við lögmenn kröfuhafa, að sölumaður hafði i sumum tilvikum svikist um að gera upp við þá og i öðrum tilvikum afhent þeim ávisanir stilaðar svo og svo langt fram i timann, sem að sjálfsögðu gerði allan kostnað og dráttarvexti óþarflega mikla. Auk greiðslu á inneign sinni fer kærandi þvi fram á endurgreiðslu 18.850kr. dráttarvaxta af þvi fé er fasteignasalan hefur haft i vörslu sinni um lengri og skemmri tima, endurgreiðslu sölulauna, að- keyptrar lögmannsaðstoðar og innheimtukostnaðar, samtals að upphæð 43.251 kr. auk dráttar- vaxta frá 15. janúar s.l. —HEI KULDAKLÆÐNAÐUR FYRIR VINNU 0G LEIK HETTA JAKKI 0G BUXUR SAMFESTINGAR, VELSLEÐAGALLAR Margra ára reyns/a hór/endis af' UUdÚ/Í kuida- k/æðnaðinum hefur sannað einstaka endingu og kukJaþoi. Takmarkaðar birgðir Sendum i póstkröfu ÁRNI ÓLAFSS0N HF. Vatnagarðar 14, 2 hæð, sími 83188 SKOSK VIKA að Hótel Loftleiðum 27. febrúar til 5. marz, ALLA DAGA í BLÖMASALNUM Á hverju kvöldi skozkur matseðill og skozk skemmtiatriði. Einsöngur: Calum Kennedy. Sekkjapípuleikari: Duncan McFadden. Harmóníkuleikari: John Carmichael. Hjónin Rosemarie og Christopher Day dansa skozka dansa. „Miners Wellfare Club” opinn öll kvöld. „Oath of Haggis” leikinn og framreitt Haggis. Skozk ferðakynning í Auditorium Hótel Loftleiða 1. og 2. marz kl. 20.30. Sýndar kvikmyndir og slides. Borðapantanir í símum 22321/22. HÓTEL LOFTLEIÐIR €SÞ Ferðaskrifstofa KJARTANS HELGASONAR Gnoðavog 44-104 Reykjavik Sími86255 FLUGLEIDIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.