Tíminn - 25.02.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.02.1982, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25. febrúar 1982 fréttir ™ „ÞAÐ KOM ALDREI TIL GREINA AÐ SNÚA AFTUR” — segir pólski stórmeistarinn Kuligowski sem fengið hefur dvalarleyfi hér á landi ■ „Þaö kom aldrei til greina að ég sneri aftur til Póllands, eftir að herlögin voru sett þar á”, segir pólski stórmeistarinn Adam Kuligowski meðal annars i viðtali sem birt verður i heild i næsta Helgar-Tima. Kuligowski var sem kunnugt er meðal keppenda á Reykjavikur- skákmótinu sem nú er nýlokið en honum hefur nú verið veitt þriggja mánaða dvalarleyfi hér á landi til bráðabirgða. Stórmeistarinn sem er ungur að árum, kvaðst hafa verið að tefla á skákmóti á Englandi er herlögin voru sett á i heimalandi hans þann 13. desember. ,,Ég átti að snúa heim þann 15. desember, svo ég var heppinn”, segir hann. Siðan hefur Kuligowski aðallega dvalist i Frakklandi, þar til hann kom hingað til lands. Kuligowski kvað margar ástæður valda þvi að hann hefði tekið þá ákvörðun að snúa ekki ,Vil ekki tefla i Sovétrikjunum”, segir Kuligowski. Timamynd: Ella heim til sin og væru þær bæði pólitiskar og persónulegar. Al- menn mannréttindi væru ekki virt i Póllandi nú og efnahagslega væri landið að hruni komið. Þá heföi honum verið ljóst að færi hann aftur til Póllands yrðu lagðar hömlur á skákiðkanir hans og hann fengi til dæmis ekki aö tefla erlendis nema þá i Sovét- rikjunum, ,,og þar vil ég ekki tefla”. Kuligowski kvað ákvörðun sina hafa verið erfiða að skiljast við bæði fjölskyldu og vini, en þó hefði sem fyrr segir aldrei komiö annað til greina en að verða eftir á Vesturlöndum. Framtið sina sagði hann vera i óvissu og hann kvaðst ekki ráðinn i hvort hann óskaði eftir að setjast að hér á landi eða flytti annað. Sem áður segir verður ýtarlegt viðtal við Adam Kuligowski birt i Helgar-Timanum næsta laugar- dag. —ij „Samskiptin um fiskimiðin mun auðveldari á þennan máta” — segir Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, um kosningaúrslitin í Grænlandi ■ ,,Ég hef lagt áherslu á það bæði i heimsókn minni til Græn- lands og eftir það að segja ekkert sem mætti túlka á þann veg að ég væri að reyna að hafa áhrif á ákvörðun Grænlendinga um það hvort þeir kjósa að vera áfram i Efnahagsbandalaginu, eða ekki, en nú þegar atkvæðagreiðslan er um garð gengin og þessi niður- staða liggur fyrir, þá vil ég fagna þvi”, sagði Steingrimur Her- mannsson sjávarútvegsráðherra i viðtali við blm. Timans i gær, þegar hann var spurður álits á vilja meirihluta kjósenda i Græn- landi um að segja sig úr Efna- hagsbandalaginu. „Ég held að samskipti þjóð- anna um fiskimiðin verði mun auöveldari á þennan máta, heldur en i gegnum Efnahagsbanda- lagið. Sú reynsla sem við höfum fengið af þvi með itrekuðum til- raunum að ná þar fram skilningi og samstöðu bendir til þess”, sagði Steingrimur. Steingrimur sagði jafnframt: „Hitt vil ég svo segja, að Græn- lendingar eru aö sumu leyti öfundsverðir af þessari ákvörðun sem þeir taka af sjálfstæðis- metnaöi þvi Efnahagsbandalagið hefur veitt þeim styrki til ýmissa hluta, sem nú veröa dregnir til baka og ég held að sú skylda hvili á okkur nágrannaþjóöunum að veita Grænlendingum ýmiskonar aðstoð til þess að ná tökum á sin- um sjávarútvegi. Ég get upplýst það aö ég var aö ganga frá þvi einmitt núna áðan að allmörg grænlensk skip fá að landa rækju og öðrum aíla i is- lenskum höfnum, og ég held að við þurfum að gera meira af sliku. Við þurfum að bjóða Græn- lendingum að kynnast okkar tækni og yfirleitt að fá aðgang að þvi sem við höfum, eins og rann- sóknum og þess háttar”. _AB Einhell vandaöar vörur ■ Frá fundi með umboðsmönnum og starfsfólki sl. sunnudag og þar sem ferðadagskráin var kynnt. Bændur - Hestamenn Framleiði: Heyvagna — Gripavagna Jeppakerrur — Fólksbilakerrur Geri upp gamla vagna Ailir vagnar á fjeðrum. Hafið samband sem fyrst og tryggið ykkur vagn fyrir vorið. Upplýsingar i sima 99-6367 eða Klængsseli, Gaulverjabæ. Nýjung hjá Samvinnuferdum-Landssýn: Sama verd fyrir alla landsmenn ■ Meðal þeirra nýjunga sem Samvinnuferðir-Landsýn bjóða upp á i sumaráætlun sinni er að sama verð gildir fyrir alla lands- menn. Þetta þýðir að viðskipta- vinum utan höfuðborgarsvæðis- ins er boðið ókeypis flugfar til Reykjavikur. Þá er einnig boðið upp á greiðslukjör sem nefnast ,,SL- ferðaveltan” og er það gert i samstarfi við Samvinnubankann sem býöur lán i tengslum við ákveðinn reglubundinn sparnað. Lánin endurgreiðast siðan á lengri tima en sambærileg bankalán önnur vegna þátttöku ferðaskrifstofunnar. Enn ein nýjungin er svo barna- afslátturinn. 1 sumar verður bryddað upp á nýjum áfangastað sem er Vouliagmeni i Grikklandi auk ferðanna tjl Italiu og Júgó- slaviu. Einnig verður haldið áfram með Torontoferðirnar. Gerðir hafa verið samningar um gagn- kvæmtleiguflug,sem byggistupp á þvi aö Kanadamenn fljúgi til ls- lands á sama tima og íslendingar fljúga út. EKG/HL Heildsala Smásala PORTVAL Hlemmtorgi — Simi 14390 Öryggisins vegna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.