Tíminn - 25.02.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.02.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. febrúar 1382 erlent yfirlit ■ Deng á fundi með visindamönnum I Peking 1980. Kfna hvetur til óháðrar Evrópu Deng undirbýr brottför sína ■ SÚ VAR tiðin, að rikisstjórn Kina hvatti Vestur-Evrópubúa mjög eindregið til að fylkja sér fastum Atlantshafsbandalagið og verjast þannig hinni geigvænlegu hættu úr austri, sem stafaði frá Sovétrikjunum. Þá héldu ráða- menn Kina þvi einnig fram, að þriðja heimsstyrjöldin væri dhjá- kvæmileg og flestar likur bentu til,að húnhæfisti Vestur-Evrópu. Nú ber orðið stórum minna á þessum varnaðarorðum af hálfu kinverskra ráðamanna. Þeir gefa orðið iskyn, að þriðja heimsstyr- jöldin sé ekki óhjákvæmileg. Það kunni að vera hægt að komast hjá henni. Þeir minnast jafnframt orðið miklu minna á Nato en áður, þótt þeir vari við þvi, sem þeirkalla heimsdrottnunarstefnu Sovétrikjanna. 1 kinverskum fjölmiðlum ber nú i vaxandi mæli á umraÆu um framtið Vestur-Evrópu, sem gengur i þá átt, að Vestur-Evrópa eigi hvorki að vera háð Sovétrikj- unum eða Bandarikjunum heldur sjálfstæður og óháður aðili, sem leggi fram sinn skerf til eigin varna og áhrifa á gang alþjóða- mála. Vestur-Evrópa hafi nægan styrk tilað gegna þessu hlutverki. Rök eru leidd að þvi, að það á- stand, sem hafi rikt i Evrópu fyrstu áratugina eftir siðari heimsstyrjöldina sé i umsköpun eða komi til umsköpunar innan tiðar. Vestur-Evrópa þurfi að fara að átta sig á þvi, hvað biði hennar og hvaða hlutverk hún ætli sér á þeim breytingatlmum, sem séu framundan. > Af hálfukinverskra ráðamanna er áfram varað við yfirdrottn- unarstefnu Sovétrikjanna, en athygli vekur, að þeir hafa ekki gagnrýnt herlögini Póllandi, þótt Bandarikin hafi mjög hvatt þá til þess. Sennilega ætla Kinverjar að biða átekta og sjá, hvortþau leiða til þess, að Pólverjar verða háðari Rússum eða ná sjálf- stæðari stöðu. Þá leggja Kinverjar ekki sömu áherzlu á samstarf við Bandarik- in og áður, og veldur Taivandeil- an þar mestu. Þeir segjast geta komizt af án Bandarikjanna og ætli sér ekki að vera háðir þeim á neinn hátt. Þeir taka undir þá kröfu Norður-Kóreu, að banda- riskt herlið fari frá Suöur-Kóreu. Loks er augljóst, að Kinverjar ætla sér að auka samstarfið við þriðja heiminn, enda segjast þeir tilheyra honum. Sennilega eiga þeir eftir að gegna þar vaxandi forustuhlutverki. EF TIL VILL er rangt að telja það, sem hér hefur ferið rakið, breytinguá utanrikisstefnu Kina, ■ 'Hu Yaobing formaður Kommúnistafiokks Kina. en ótvirætt er túlkun hennar nú verulega ónnur en áður. Enn er einnig of snemmt að dæma um, hvort þetta verður varanlegt eða ekki. Sennilega fer það eftir þvi, hvort þeir menn, sem Deng Xiaoping hefur valið til forustu, halda velli eða ekki. Opinberlega hefur litið borið á Deng að undanförnu og orðrdmur gengið um versnandi heilsufar hans, en hann erorðinn 77 ára. Þá gengur sú saga, að hann ætli að segja af sér embættum sinum á komandi sumri. Sennilegast er, að Deng hafi að undanförnu verið að vinna að þvi að styrkja i sessi eftirmenn sina og stefnu, þegar hans nytur dcki lengur við. Siðustu fjögur árin hefur Deng ótvirætt verið valda- mesti maður Kina og knúið fram ýmsar breytingar, sem eru meiri á sviði innanlandsrnála en utan- rikismála, þótt tónninn þar hafi mikiö breytzt. Ásviði innanlandsmála er verið að framkvæma verulegar breytingar. Sú er vafalaust veigamest, að meiri áherzla er lögð á eflingu landbúnaðar og neyzluiðnaðar en áður, en dregið er úr áætlunum um eflingu stór- iönaðarins. Deng virðisthér hafa lært af mistökum Rússa, en jafn- framt er þetta óhjákvæmilegt vegna hinnar miklu fólksfjölg- unar i' Kina. Mikilvæg getur sú breyting einnig átt eftir að reynast, að veita stjórnendum fyrirtækja meira frjálsræði en áður og að auka samkeppni milli þeirra. Hér er leitazt við að hagnýta vestrænt markaðskerfi innan só- sialisks ramma. Sama gildir um þá breytingu aðleyfa einstakling- um að stofna og reka smáfyrir- tæki. Þá hafa kinversk stjórnvöld hafið herferð gegn óhóflegum starfsmannafjölda i rikiskerfinu. Hinn mikli fjöldi starfsmanna hefur ekki eins gert kerfið óhæfi- lega dýrt, heldur enn seinvirkara og þunglamalegra en ella. Ætlun Dengs og félaga hans er að endur- skipulagningin geri kerfið bæði ó- dýrara og fljótvirkara. VAFALITIÐ er að þessar breytingar sæta margvislegri mótspyrnu þvi að margir hafa hagnazt á hinu gamla kerfi. Sennilega hefur þessi mótspyrna orðið mest innan hersins.en hann hefur ráðið mikluá bak við tjöldin siðan kommúnistar hófust til valda. T.d. er trúlegt, að hann hafi haft úrslitaáhrif á það, að Hua hófst til valda á sinum tlma, og siðan Deng. Bersýnilega hefur Deng óttazt mest mótspyrnu innan hersins. Hann tók þvi að sér formennsku þeirrar nefndar, sem er æösta stofnun kinverska hersins. Sam- kvæmtfregn.semnýlega birtist I Los Angeles Times, sem hefur viðurkenndan fréttamann i Peking, hefur Deng nú tekizt að ná samkomulagi við hershöfð- ingjana. M.a. er talið, aðhann hafi orðið að vinna það til samkomulags við þá, að dregið yrði úr áróðri gegn Mao og kenningum hans sýndur meiri sómi en aö undanförnu. Gegn þessu og fleiri tilslökunum, hafi Deng fengið fram, að völd flokksins yfir hernum væri betur tryggð. Sennilega óttast Deng, að eftir- mönnum hans geti helzt stafað hætta frá hernum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir Miðstjórn pólska kommúnistaflokksins: Fundarí fyrsta sinn sídan f desember ■ Miðstjórn pólska kommún- istaflokksins fundar nú i Var- sjá I fyrsta sinn siðan herlög tóku gildi i landinu, 13. desem- ber sl. Að sögn pólsku frétta- stofunnar eru aðalviðfangs- efni fundarins um það á hvaða hátt hægt sé að treysta hug- myndafræðilega og stjórn- málalega einingu flokksins, auk þess sem spurningin um það á hvaða hátt sé hægt að endurvekja traust almennings i Póllandi á flokknum. Auk þess fjallar miðstjórnin um það hvert hlutverk flokksins sé, varðandi það að leiða pólsku þjóðina út úr þvi kreppuástandi sem þar rikir nú. Dreift hefur verið á meðal miðstjórnarmanna eintökum af áætlun sem ber titilinn „Fyrir hverju berjumst við og hvert stefnum við?” en þess- ari áætlun mun vera ætlað það hlutverk að vera út- gangspunktur umræðna um þessi vandamál um allt Pól- land. Jaruzelsky, leiðtogi flokks- ins ávarpaði miðstjórnina. Hann ásakaði Bandarikja- stjórn i ávarpi sinu um að vera ábyrga fyrir auknum ófriðar- blikum á lofti varðandi heims- friðinn. Hann sagði að Banda- rikin væru að vinna að um- skiptum frá þvi sem verið hefðu samningaviðræður yfir i það sem hann nefndi ögrun. Jaruzelski sagði að vestræn riki hefðu að undanförnu notað Pólland sem vopn i áróðurs- herferð sinni gegn Sovét- rlkjunum og til þess að auka þrýsting á Sovétrikin með ýmiskonar refsiaðgerðum. Sagði hershöfðinginn jafn- framt i ávarpi sinu að mark- mið Bandarikjanna væri að grafa undan einingu sósialskra rikja og koma af stað upplausn. Opinbera fréttastofan I Pól- landi greindi frá þvi i gær að talsvert magn af dagblaða- pappir og prentsvertu hefði fundist falið i matarbögglum frá Sviþjóð. Sagði fréttastofan að pappir þennan og prent- svertu hefði átt að nota til ólöglegrar útgáfustarfsemi. Páll páfi hefur enn látið opinberlega i ljós stuðning sinn við óháðu verkalýössam- tökin i Póllandi, Einingu. Hann sagði i ræðu i gær að hann hefði áhyggjur af þeim sem handteknir hefðu verið i Póllandi og að Eining væri samnefnari þess sem gætti mannréttinda og sjálfstæðis þjóðarinnar. Flugvélarán í Beirút ■ Hópur vopnaðra manna rændi I gær Boeing 707 flugvél frá Kuwait, á flugvellinum i Beirút. Flugvélarræningjarn- ir óku i svörtum Mercedes Benz að landgangi vélarinnar, stukku út og hófu skothrið með vélbyssum. Otvarpið i Beirút útvarpaði i gær viðtali við foringja flug- vélaræningjanna, sem sagði i viðtalinu að þeir væru 12 i hóp og að þeir héldu 150 manns i gíslingu. Flugvellinum var i eftirmiðdaginn i gær lokað vegna þessa. Flugvélin sem var á leið frá Libýu til Kuwait hafði aðeins lent á flugvellinum i Beirút til þess að taka eldsneyti. Gerðu ræningjarnir það að kröfu sinni að flugvélin fengi elds- neyti og yröi búin undir flug- tak. Rólegra í Kampala ■ Allt virtíst vera með kyrr- um kjörum i Kampala, höfuð- borg Uganda i gær, eftir mikla bardaga i borginni i fyrradag, á milli skæruliða og stjórnar- hermanna. Stjórnvöld greindu frá þvi i gær, að um 70 manns hefðu látið lifið i bardögunum, og héldu stjórnvöld þvi fram að þeir látnu hefðu næstum allir verið skæruliðar úr Frelsishreyfingu Uganda. Skæruliðarnir halda þvi aftur á móti fram að aðeins fjórir þeirra hafi látið lifið. Fregnir frá Kampala i gær hermdu að stjórnarhermenn hefðu i gær framkvæmt hús- leit i mörgum húsum borgar- innar og einnig i úthverfum, i leit sinni að skæruliðum, vopnum og stuðningsmönnum þeirra. Var mikið um hand- tökur vegna þessa, en ekki er ljóst hvort þeir handteknu voru aðeins teknir til yfir- heyrslna, eða til fangelsisvist- ar. Mitterrand og Schmidt raed- ast vid í París ■ Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýskalands fór i gær til Parisar, til viðræðna við Mitterrand, Frakklandsfor- seta. Munu viðræður þeirra standa i tvo daga, og er talið að það sem leiðtogarnir munu einkum ræða á fundum sinum, verði vandamál varðandi Efnahagsbandalag Evrópu, einkum og sér i lagi ágreining um verðlagningu matvæla og kröfur Breta um að fjárfram- lag þeirra til bandalagsins verði minnkað. Einnig er talið að leiðtogarn- ir muni ræða viðskiptasam- bönd Vestur-Evrópurikja við Bandarikin og það á hvaða hátt vernda megi lönd Vestur- Evrópu gegn áhrifum hinna háu vaxta i Bandarikjunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.