Tíminn - 25.02.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.02.1982, Blaðsíða 11
10 Fimmtudagur 25. febrúar 1982 Fimmtudagur 25. febriiar 1982 11 <♦ li'íiíii: Úrval af Úrum Magnús Ásmundsson (Jra- og skartgripaverslun Ingólfsstræti 3 Úraviðgerðir. — Póstsendum Simi 17884. SUNN- LENDINGAR . i Fjölbreytt úrval Ýsa — Ýsuflök — Lúða — Gellur — Kinnar:_ Hrogn og lifur ofl. ofl. Tökum fisk í reyk Fiskbúð Glettings Gagnheiöi 5, Selfossi ■ Hér eru Islenskar vogir. Sú til vinstri ásamt fylgitækjunum þremur er frá Framleiðni, en sú lengst til hægri er frá Pólnum á isafirði. ■ Þetta eru fyrstu vogirnar, sem Löggildingarstofan notaði, en þær fluttust til landsins á árunum 1918-20. (Timamynd G.E.) Starfslaun handa listamönnum árið 1982 Hér með eru auglýst til umsóknar starfs- laun til handa islenskum listamönnum ár- ið 1982. Umsóknir skulu hafa borist út- hlutunarnefnd starfslauna, Menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 5. april n.k. Umsóknir skulu auðkenndar: Starfs- laun listamanna. í umsókn skulu eftirfarandi atriði til- greind: 1. Nafn, heimilisfang, fæðingardagur og ár, ásamt nafnnúmeri. 2. Upplýsingar um náms- og starfsferil. 3. Greinargerð um verkefni, sem liggur umsókn til grundvallar. 4. Sótt skal um starfslaun til ákveðins tima. Verða þau veitt til þriggja mánaða hið skemmsta, en eins árs hið lengsta, og nema sem næst byrjunarlaunum menntaskólakennara. 5. Umsækjandi skal tilgreina tekjur sinar árið 1981. 6. Skilyrði fyrir starfslaunum er að um- sækjandi sé ekki i föstu starfi, meðan hann nýtur starfslauna, enda til þess ætlast að hann helgi sig óskiptur verk- efni sinu. 7. Að loknu verkefni skal gerð grein fyrir árangri starfslauna. Tekið skal fram að umsóknir um starfs- laun árið 1981 gilda ekki i ár. Reykjavik 22. febrúar 1982. Úthlutunarnefnd starfslauna. Kennari Kennara vantar nú þegar að gagnfræða- skólanum Höfn i Hornafirði vegna for- falla. Upplýsingar veitir skólastjóri i sima 97- 8348 eða 97-8321. ■ Sigurður Axelsson, forstöðumaður Löggildingarstofunnar. (Tlma- mynd G.E.). 7 RETTIR PUNDARAR STIKIIR OG MÆU- KERÖLD...” Litið inn á Löggildingarstofunni ■ Þarna er veriö aðreyna ameriska vog, til nota I fiskiðnaði. Reynt er aö finna hugsanlega skekkju á mismunandi punktum á vogarboröinu. Við vogina stendur Friörik Guönason, fulltrúi. (Timamynd G.E.). i „Réttir pundarar, stikur og mælikeröld skulu jafnan liggja á Þingvelli undir lögmannslási og eftir þeim skulu sýslumenn rétta sín tæki og eftir þeim bændur", segir í elstu löggjöf um mál og vog á íslandi sem er að finna í Jónsbók frá 1280. Allar aldir síðan hafa umboðsmenn kon- ungs fylgst með því (eða átt að fylgjast með) að farið væri að lögum um þessa hluti, enda snertu þeir ekki lítið allt daglegt líf.og kjör landsmanna á hverjum tíma. Rétt mál og rétt vog er líka síður en svo neitt aukaatriði í nútímanum og þar sem hið flókna nútímasamfélag gerir meiri kröf ur um tækjakost til þess að sannreyna nákvæmni margflókinna voga og síðar rafeindabúnaðar en svo, að þeim tólum verði komið fyrir niðri á kistubotni undir lási eins embættismanns, hef ur Löggildingarstofan verið sett á laggirnar. Þessi stofnun, jafn mikilvægu hlutverki og hún hefur að gegna, hef ur samt ekki haft mjög hátt um sig, en vinnur störf sín hávaðalaust og örugglega, rétt eins og góð vog mundi einnig gera. Þar sem okkur býður í grun að allur almenningur hafi ekki glögga hugmynd um það hvernig þessi störf fara fram, fengum við að líta inn á Löggilding- arstofunni og spyrja forstöðumann hennar, Sigurð Axels- son um hlutverk hennar. ■ ,,Já, ég býst við þvi að fæstir hafi mikla hugmynd um störf okkar hérna,” segir Sigurður „nema þá helst þeir sem eiga nokkuð reglu- lega viöskipti við okkur. Löggild- ingarstofan er nú oröin 63ja ára, stofnsett þann 1. janúar 1919, skv. lögum frá 14.11. 1917. Þann 12. febrúar 1919 var gefin út konung- leg tilskipun um löggilt mælitæki og vogaráhöld fyrir Island og fyrsta löggilding stofunnar var gerð þann 12.4. sama ár. 1 upphafi voru starfsmenn fjórir ásamt for- stöðumanni og þeim hefur raunar ekki fjölgað mikiö i áranna rás, þvi hér starfa aðeins sjö manns og satt best að segja fáum við ekki annað öllum þeim fjölda verkefna sem fyrir liggja. Þó hefur okkur tekist að halda i horfinu af þeim sökum að hér höfum við verið heppnir meö starfsfólk og valinn maður er hér i hverju rúmi”. Mikil verðmæti í húfi Hvert er starfssvið ykkar i sem fæstum orðum? „Starfssvið okkar er að sjá um eftirlit.prófun, stillingu og löggild- ingu á vogum og mælitækjum á landinu öllu. Til marks um hve við- tækt þetta svið er má nefna að þetta tekur til mælitækja allt frá 60 lesta bflavogum og niður i 3ja desi- litra vinmál. öll oliu- og bensinvið- skipti fara fram um löggilt mæli- tæki, svo og öll mjólkurvinnsla, sláturafurðir og svo ótal margt fleira. Hér eru þvi griðarmikil verö- mæti i húfi, en t.d. hver oliubfll tek- ur um 50 þúsund lftra og má af þvl ráða að háar upphæðir eru i húfi, skeiki um nokkur prósent á hverj- um litra. Olfufélögin eru lika á- kaflega eftirgangsöm um að tækin séu rétt og samstarfið viö þau hið ánægjulegasta, enda eru þau þeir aðilar sem við eigum hvað mest samskipti við. Sérhver ný bensin- dæla er þrautprófuð hér, áður en hún er tekin i notkun. Þá má geta sér til um hvllikt tap þaö væri ef vogir, sem tengjast útflutningi, eins og I fiskvinnslu, eru ekki ná- kvæmar.” Þið eruð þá væntanlega mikið á ferðinni um iandið? „Viö förum mikið I eftirlitsferðir og notum sumrin til ferða á fjar- lægari staöi, en þá höfum viö nokk- urn liðsauka. Á vetrum er reynt að vinna að verkefnum sem nær okkur eru. Ekki er auðvelt að koma viö umboðsmanni úti á landi, þar sem tækjakostur er ekki nægur, en samt hefur komið til tals að fá slikan mann, sem unnið gæti að minni verkefnum. Annars kemur mjög mikið af tækjum hér inn á okkar vinnustað til prófunar. Viö notum hér sér- stakar prófvogir og lóð og ýmis tæki, mjög margbreytilegrar gerð- ar, enda fer nú hratt vaxandi notk- un rafeindavoga. Prófaðar allt að 700 sinnum öll mælitæki sem hingaö berast eru prófuö og það þótt þeim fylgi vottorð erlendis frá. Samt óskum við fremur eftir aö slik vottorð fylgji. Mikil ásókn er i innflutningi mælitækja til landsins og af sjálfu leiöir að mörgum þeirra er hafnaö, ekki sist þeim sem koma frá fjar- lægum löndum utan Evrópu, þar sem menn eru ekki nógu vel kunnir Evrópukerfinu. Við leitum að öll- um hugsanlegum atriðum, sem geta skekkt vogina á einhvern hátt og sumar vogir, ekki sist af ókunnri gerö og án vottorða, eru prófaöar þetta 5-700 sinnum. Prófun á nýrri vog tekur hér minnst 3 mánuöi og upp i 7 mánuði, en I Danmörku 8 mánuði og i Bretlandi 1-2 ár. Þá má nú segja að full langt sé gengiö, þvi vogin getur þá verið orðin úrelt, jafn geysistórstigar og framfarir eru I þessu, en t.d. rafeindavogirn- ar fara sifellt minnkandi og gerast samþjappaðri. Þvi verðum viö að fylgjast vel með öllum nýjungum og er þar vissulega stoð af þvi aö við höfum náið samstarf við löggildingarstof- ur á hinum Norðurlöndunum. Sjómenn og gullsmiðir „Já, verkefnin eru mjög fjöl- breytileg. Sjómenn hringja og biðja okkur um að prófa ýmis áhöld sem notuö eru við að vigta upp úr bát- um, gullsmiöir biðja um prófun á gulli og stundum sinnum við verk- efnum fyrir Verðlagseftirlitiö, Lyfjaverslunina ofl. 1 þessu starfi höfum við oröiö þess visari að stundum er pottur brotinn og stöku sinnum mjög al- varlega. En við höfum þar i móti aldrei oröið þess visari að nokkur maður, hvort sem hann vinnur við vigtun eöa mælingu á föstum eöa fljótandi efnum, hafi af ásettu ráði viljaö hlunnfara annan. Þetta eru æti6 óviljaverk, aldrei vitandi vits, svo viö höfum staöreynt. Við gefum mönnum ábendingu um hverju áfátt er og treystum á aö lagfæring sé gerð, en ef kæmi i ljós að þvi hefur ekki verið sinnt, er tækið innsiglað eöa enn harðari aö- feröum beitt. 2800 mælitæki prófuð „Arið 1981 voru prófuö hjá okkur 2800 ný tæki og að auki voru 5000 tæki tekin til skoöunar. Af þessu má sjá að verkefnaleysi er ekki vandamál hérna.” Sigurður Axelsson fylgir okkur nú um húsakynni Löggildingarstof- unnar, ásamt Friðrik Guðnasyni, fulltrúa. Veriöer aðprófa islenskar vogir til að nota i fiskiðnaði frá Pólnum á Isafiröi og frá Fram- leiöni, sem hannað hefur vogir á vegum Sambandsins. Þessi nýju tæki eiga eftir að gangast undir mörg hundruð lögboönar prófanir, áður en þær fá tilskilin vottorð. A öðrum stað er ný amerfsk vog I prófun, ætluö til vigtunar á salt- fiski. Aö mörgu er að hyggja, þvi á voginni kunna að vera viðkvæmir staöir t.d. á horni eða á miðju, sem reynt er að finna með þvi aö færa lóð fram og aftur á voginni eftir kúnstarinnar reglum. Þá er ekki dæmalaust að vogin; hækki það sem vega á um einingu i aukastaf, ef fargið stendur lengi á henni, — eöa lækki töluna. Allt er þrautpróf- að. Löggildinarstofan hefur og látiö smiða mælitæki, svo sem 1000 lítra tank til mælinga á bensini og olium i geymslustöövum, þarna er mæli- kerald fyrir mjólkurvöru ofl. Þessi tæki eru flutt landshluta i milli, þegar t.d. nýtt mjólkurbú tekur til starfa og er til þess notaöur sérút- búinn bfll. Er von á nýjum slikum innan tiðar og kvað Sigurður góðan skilning hafi veriö fyrir hendi á þvi nauösynjamáli I ráöuneyti, enda orðiö ljóst af framansögðu að mikið er I húfi aö þessi nákvæmnisvinna sé framkvæmd með sem nútima- legustum tækjum. — AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.