Tíminn - 25.02.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 25.02.1982, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 25. febrúar 1982 Kvikmyndir og leikhús Lvikmyndahornið y ■ Bo Derek I Tarsanmyndinni, sem Gamla bió hefur sýningar á á næstunni. Aftur kvikmyndir í Gamla bíó: Tarsanmynd Bo sýnd bráðlega ■ Þá eru kvikmyndasýningar aö hefjast aö nýju i Gamla bió eftir nokkurt hlé vegna breyt- inga á húsinu og rekstri þess. Og Islenska óperan sem nú á og rekur bióiö fer af staö meö þekkta kvikmynd — Tar- san-mynd Derekhjónanna — sem hefur aö visu hlotiö frekar slæma útreiö hjá gagnrýnend- um erlendis en hins vegar góöa aösókn. Þessi Tarsankvikmynd byggir aö nafninu til á fyrstu sögu Burroughs um Tarsan apafóstra, en fjallar i reynd fyrst og fremst um Bo Derek, er leikur Jane — sem Tarsan hittir og fellir ástarhug til. Að viisu sést ekki eins mikið af lik- amlegum yndisleika Bo og til stóö i upphafi, þar sem dómari vestur i Bandarikjunum komst að þvi, að helstu nekt- arsenurnar væru ekki i anda hins upprunalega verks, og lét þvi klippa þau atriði i burtu. Enguaösiðurhafa áhorfendur flykkst á myndina og þá fyrst og fremst til að sjá Bo. Scandinavian Film News Annað tölublaö norræna kvikmyndafréttablaðsins — „Scandinavian Film News” — er komið út og hefur að geyma fréttir um kvikmyndagerð og skyld mál á Noröurlöndum. Þar er m.a. skýrt frá þeim norrænu kvikmyndum, sem sendar verða i samkeppnina um bestu erlendu myndina við Oscarsverðlaunaafhending- una i næsta mánuði — en sem kunnugt er tekur „útlaginn” þátt i þeirri keppni fyrr hönd okkar Islendinga. Danir senda heimildarkvik- mynd til Hollywood. Sú heitir „Hotelof the Stars” og er eftir Jon Bang Carlsen. Finnska myndin nefnist „Pedon Merkki” sem á ensku er útlagt „Sign of the Beast” og er eftir Jaakko Pakkasvirta en Sviar myndina „Barnaeyjan” sem við könnumst við frá nýafstað- inni kvikmyndahátið. Af öðrum athyglisverðum fréttum i blaðinu má nefna, að Peter Cowie sem margir kannast við sem ritstjóra árs- ritsins „International Film Guide” hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Norrænu kvikmyndahátiðarinnar, sem haldin er annað hvort ár i Hanasaari i Finnlandi. Næsta hátið verður i janúar á næsta ári. Kvikmynd um ráðu- neyti Nokkuð óvenjuleg kvik- mynd hefur séð dagsins ljós i Sviþjóð. Sú nefnist „Departe- mentet” eða „Ráðuneytið” og fjallar um sænska viðskipta- ráðuneytið. Hér er að hluta til um heimildarkvikmynd að ræða, og meðal „leikara” eru sænski viðskiptaráðherrann auk þess sem Karl Gústaf kon- ungur kemur þar við sögu. I myndinni er leitast við að gera grein fyrir þeim verkefn- um, sem sænska viðskipta- ráðuneytið fjallar um, og hvernig embættismannakerfið vinnur i raun og veru. Viðbrögð hafa verið nokkuð misjöfn. Sumir telja, að leik- stjórunum, Carl Henrik og Stefaniu Svenstedt hafi tekist að gera heimildarkvikmynd sem sé öðru visi en venja er til og betri, en aðrir telja að myndin sé a.m.k. að hluta til misheppnuð, þar sem ógjör- legt sé að fara með myndavél inn i viðskiptaráðuneyti og höndla þar einhvern sannleika um hvað gerist i raun og veru. Auk þess sé of mikið gert af þvi að mynda embættismenn, þegar þeir vita ekki af þvi að myndavélinni er beint að þeim, til þess að fá af þeim kjánalegar myndir. En jafnvel þeir sem finna ýmislegt athugavert við myndina, telja þar einnig margt vel gert og „ráðuneyt- ið” þvi þrátt fyrir allt merki- legt framlag. — ESJ Elias Snæland Jónsson skrifar ★ ★ Tæling Joe Tynan ★ ★ Fljótt, fljótt ★ Hver kálar kokkunum? ★ ★ Private Benjamin Stjörnugjöf Tímans **** frábær • * * * mjög góð • ★ * góA • * sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.