Tíminn - 26.02.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.02.1982, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. febrúar 1982 3 „LEITA EKKI EFTIR T1LNEFN- INGU SEM BORGARSTJÓRAEFNI” Segir Albert Guðmundsson ■ „Ég hef ekki hugsaö mér aö leitast eftir tilnefningu sem borgarstjóraefni Sjálfstæðis- flokksins fyrir borgarstjórnar- kosningarnar i vor”, sagði Albert Guðmundsson, borgarfulltrúi, að- spurður i samtali við Timann. Sjálfstæðismenn i Reykjavik hafa enn ekki valið borgarstjóra- efni sitt fyrir kosningarnar. Eng- ar formlegar reglur eru til um það innan flokksins i Reykjavik hverjir komi til með að' útnefna borgarstjóraefnið enda hefur flokkurinn verið i þeirri aðstöðu undanfarna áratugi að hafa borgarstjórann innan sinna vé- banda, jafnframt þvi sem hann hefur verið oddviti borgar- stjórnarflokks sjálfstæðismanna, og alltaf verið gengið út frá þvi að hann héldi sinum starfa áfram. „Menn hugsuðu ekki út i það að þessi ósköp gætu gerst, að við misstum meirihlutann”, sagði einn af forvigismönnum innan borgarstjórnarflokksins i samtali við Timann. Davið Oddsson hefur verið kos- inn oddviti núverandi borgar- stjórnarflokks sjálfstæðismanna út þetta kjörtimabil. Hins vegar hefur verið litið svo á að væntan- legur borgarstjórnarflokkur velji borgarstjóraefnið sem væntan- lega yrði þá jafnframt oddviti flokksins eftir kosningarnar. Það liggur hins vegar ekki fyrir hversu margir eigi að taka þátt i þeirri tilnefningu enda verður fulltrúatala flokksins ekki ljós fyrr en eftir borgarstjórnar- kosningarnar. „Það er ekki sjálfgefið að ég myndi taka við embættinu yrði ég beðinn um það”, sagði Albert Guðmundsson. ,,Ég er upptekin á svo mörgum sviðum og er með 3-4 fyrirtæki á minum herðum, auk setu i borgarstjórn, borgarráði og á Alþingi. Ég yrði að taka mér umhugsunarfrest til að gera upp huga minn, en ég mun ekki biðja um aðfá að vera borgarstjóraefni flokksins”, sagði Albert. —Kás Kaupfélag Hafnfirðinga styrkir félagsstarf aldraðra: Gefur rúm 62 þúsund sagði stjórnarformaður Kaup- félags Hafnfirðinga, Hörður Zóphaniasson, um leið og hann afhenti i gær fyrir hönd Kaup- félagsins samtals 62.280 kr. til efl- ingar félagsstarfsemi aldraðra i þessum bæjarfélögum. Þessi upphæð er þannig til komin að auk þess sem Kaupfélag Hafnfirðinga minntist aldaraf- mælis samvinnustarfs á Islandi með þvi að bjóða upp á veitingar i verslun félagsins við Garðaflöt var ákveðið að veita félagsstarfi aldraðra á félagssvæðinu tiundu hverja krónu sem verslað var fyrir i öllum verslunardeildum Kaupfélags Hafnfirðinga þann dag. Þegar talið hafði verið upp úr verslunarkössunum að kvöldi kom i ljós að þennan dag föstud. 19. febrúar hafði verið keypt fyrir ■ ,,Ég bið ykkur vel að njóta og veit og vona að þessir peningar verði til þess að létta öldruðum stundirnar i góðum félagahópi, bæði i Hafnarfiröi og Garðabæ”, Aðalfundur Verslunarráðs íslands: Ríkisumsvif takmörkuð við þriðjung þjóðartekna Hörður Zophaniasson afhendir peningana Timamynd: Róbert. 622,795 krónur i öllum verslunum kaupfélagsins. Af þeirri upphæð var 10% eða 62.280 kr. sem fyrr segir, skipt þannig að 75% eða 46.710 krónur voru i gær afhentar Sverri Magnússyni formanni Styrktar- félags aldraðra i Hafnarfirði sem stjórn félagsins skal verja að eig- in vali til eflingar félagsstarfi aldraðra i Hafnarfirði. 25% eða 15.570 krónur voru afhentar Guð- finnu Snæbjörnsdóttur félags- málafulltrúa Garðabæjar og skal þeim varið til að efla og auka félagsstarfsemi fyrir aldraða i Garðabæ. —HEI ■ „Ný framfarasókn er nauö- synleg” segir i samþykkt aöal- fundar Verslunarráðs tslands sem haldinn var i gær. En ráöið telur að fslenskt efnahagslif standi nú á timamótum. Þótt íslendingar virðist búa við góð lifskjör, kaupgeta sé mikil og atvinna næg, byggisú velmegun á fölskum grunni. Erlend lán séu tekin til að standa undir tap- rekstri fyrirtækja og neyslu al- mennings,en sliktgeti ekki geng- ið til lengdar. Til að efla á ný islenskt at- vinnulif héfur V.t. lagt fram stefnu á grundvelli frjálsra at- vinnuhátta. Lögð er áhersla á að rlkisumsvif verði takmörkuð við þriðjung þjóðartekna, en einka- aðilar taki yfir hluta þeirrar starfsemi sem rikið hefur nú með höndum. Arðsemi verði leiðarljós i öllum opinberum framkvæmd- um og sömu kröfur verði geröar til hagræðingar i rikisrekstri og I einkarekstri. Verðmyndun verði gefin frjáls, samningar um fri- verslun í heiðri hafðir, gengi krónunnar rétt skráð, og vextir og verðtrygging sparifjár gefin frjáls. Jafnframt þvi sem skattar lækki með minnkuðum rikisum- svifum veröi skattakerfið einfald- að og fyrirtæki skattlögð miðað við afkomu þeirra. Þá var samþykkt áskorun á Al- þingi og fjármálaráðherra að af- létta nú þegar 24% vörugjaldi af innflutningsverslun og fram- leiðsluiðnaði i landinu. Hjalti Geir Kristjánsson sem verið hefur formaður Verslunar- ráösins s.l. f jögur ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Nýr formað- urvarkosinn RagnarS. Halldórs- son, forstjóri lsal. — HEI 39 mál fyrir Búnaðar- þingi ■ Við setningu Búnaðar|ángs lágu 26 mál fyrir þinginu, en voru orðin 39 i gær og búister við fleir- um. Fyrsta málið komfrá nefnd á fundi þingsins i gærmorgun, en það var um breytingar á þing- sköpum Búnaðarþings. t öðrum málum eru nefndir að starfa dag- lega. Af þeimmálumsem liggja fyrir jsnginu má m.a. nefna: Niður- feilingu bdvörugjalds til Stofn- lánadeildar, jaröabótaframlag til uppsetningar vökvunar- og frost- varnarkerfa i kartöflugöröum, fækkun hreindýra i upprekstrar- landi Norðfjarðarbænda, endur- skoðun laga um lax- og silungs- veiði, stefnumörkun i virkjunar- málum og sóun á landi undir miðlunarlón og breyting á ákvæð- um búfjárræktarlaga um hvaö teljist lausaganga stóðhests. Sið- astnefnda erindið er sem vænta mátti komiö frá Birni Pálssyni á Löngumýri og það næst siðasta einnig frá þein> norðanmönnum. I fyrradag sátu þingfulltrúar ásamtmtacum sinum og starfsliöi Búnaðarfélagsins boð forseta Is- lands, Vigdisar Finnbogadóttur, að Bessastöðum. Einnig hafa þeir farið i heimsóknir til stofnana landbúnaðarins á höfuöborgar- svæöinu. — HEI Veist þú mikkT um brautir og stangir ? T.d. að tiieru gardínustangir úr gjörvulegu smíðajárni? Stangir sérstaklega hannaðar fyrir litla glugga sem leysa af hólmi þrýstistangir og kappastangir? Að til eru ömmustangir í fjórum litum Stangir sem hqegt er að lengja úr 50 cm í 95 og úr 80 cm í 1J/.0 cm Það er til úrval af brautum og stöngum hjá okkur sem þú hafðir ekki hugmynd um að væru til Svo pöntum við gardínustangir með gullhúð, sé þess sérstaklega óskað Líttu inn Þá veist þú meir um og stangir brautir brautir og stangir Ármúla 32 Sími86602

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.