Tíminn - 26.02.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.02.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 26. febrúar 1982 fréttir Útsýn og Samvinnuferðir í hár saman vegna tilboðs þeirra síðarnefndu um ókeypis innanlandsflug: . J\UG LÝSINGABRELLA” — segir Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar ■ , ,Með tilvisun til lagasetningar um samkeppnishömlur, þá fæ ég ekki betur séð en að þessi aug- lýsingastarfsemi ferðaskrifstof- unnar Samvinnuferðir-Landsýn sé dlögleg”, sagði Ingólfur Guð- brandsson forstjóri ferðaskrif- stofunnar titsýnar i viðtali viö Timann i gær, þegar hann var spurður Ut i bréf það *sem hann hefur ritað alþingismönnum og farið fram á að Alþingi léti fara fram rannsókn á ferðaskrifstofu- þjönustu i landinu og visaði Ingólfur sérstaklega i bréfi sinu til frétta f fjölmiðlum og aug- lýsingar Samvinnuferða-Land- sýnar um ökeypis flutninga fólks af landsbyggðinni til Reykjavikur i tengslum við utanlandsferðir. Ingólfur var að þvi spurður, hvort ekki hefði verið eðlilegra af hans hálfu að kæra Samvinnu- ferðir-Landsýn beint til sam- keppnisnefndar, i stað þess að rita alþingismönnum bréf: „Astæðan fyrir því að ég sendi þetta bréf til alþingismanna, er sií að það liggur nU fyrir þinginu frumvarp um viðskiptahætti og samkeppnishömlur.En samtsem áður getur vel verið að það komi til umfjöllunar annars staðar. Mér fannst einfaldlega vera ástæða til þess að vekja athygli á þessu máli þvi' ég tel að þarna sé bara um auglýsingablekkingu að ræða”, svaraði Ingólfur. Ingólfur sagði jafnframt að þetta mál myndi fara til sam- keppnisnefndar til athugunar, „en ég er nú enginn illdeilu- maður”, sagði Ingólfur, ,,en hins vegar getur vel verið að ég sjái mig knUinn til þess að kæra þetta”. Ingólfur var að því spurður hvort hann hefði orðið var við að dregið hefði úr viðskiptum hjá þeim i Útsýn, eftir að Samvinnu- ferðir-Landsýn fóru að auglýsa þessi friu fargjöld innanlands: ,,Það er siður en svo. Það hefur aldrei bókast meira hjá okkur en i þessar siðustu vik- ur — það koma um 200 nýjar bókanir á dag í sólarlandaferðir. Það er þvi engin örvænting á bak við þetta bréf mitt. Viðbrögð frá Samvinnuferðum við þessu bréfi minu.hafa engin verið enda fæ ég ekki séð hvaða vörnum þeir fengju viðkomið þvi þarna er bara bent á staðreyndir. útsýn mun eftir sem áður reyna að veita fólki alls staðar að á landinu bestu fáanleg kjör i utanlands- ferðum og nú erum við einmitt að leggja siðustu hönd á samning um sérhópferðarfargjöld fyrir far- þega utan að landi, sem tengjast utanlandsflugi Útsýnar”, sagði Ingólfur Guðbrandsson. —AB Ingólfur Guðbrandsson MARKMIÐ OKKAR AÐ 77 BJOÐfl HAGKVÆM — en Útsýnar að ná hámarkshagnaði”, segir Eysteinn Helgason, forstjóri Samvinnuferða-Landsýn ■ „Viðbrögð Ferðaskrifstofunn- ar útsýnar koma okkur i sjálfu sér ekki svo mjög á óvart — við höfum áður orðið varir við að jafnvægi forstjóra Útsýnar færi úr skorðum, þegar að keppinaut- ar f itja upp á r.ý iungum, sem eru fólkinu i landinu til góðs,” sagði Eysteinn Helgason, forstjóri Samvinnuferða-Landsýnar i við- tali við Timann i gær , þegar blaðamaður innti hann álits á ásökunum Ingólfs Guðbrandsson- ar, forstjóra Útsýnar, i' garð Sam- vinnuferða-Landsýnar. „Það verður að hafa það i huga þegar þessi mál eru rædd,” sagði Eysteinn, „að Ferðaskrifstofan Útsýn er i einkaeign og er til- gangurinn með rekstri hennar, þvi væntanlega sá,að ná fram há- markshagnaði, eins og skatt- skýrslur undanfarinna ára bera glöggt vitni um. Samvinnuíerðir- Landsýn byggist hins vegar á að- ild fjölmargra félagasamtaka, sem hafa það markmið fyrst og fremst að reka ferðaskrifstofu á heilbrigðum grunni, sem er fær um að veita félagsmönnum ferðir á samkeppnisfæru verði. Þarna skilur á milli okkar og Útsýnar. Ef forstjóri Útsýnar álitur að það að bjóða hagstæð kjör, sé þjóðhagslega óhagkvæmt og reyndar ólöglegt, eins og hann ýj- ar að, þá væri rétla leiðin að bera sliktundirdómstólana, en ekki að trufla Alþingi með sliku kvabbi. Ég vil itreka að þessi nýjung okkar, hún hefur mælst mjög vel fyrir, og fólk alls staðar að hefur tekið henni vel og við höfum feng- iðmiklar bókanir, jafnt frá lands- byggðinni, og ekki siður hér af Suð-Vesturlandinu, enda bjóðum við upp á hagkvæmasta verðið, ef gerður er hlutlaus samanbui öur á verðlistum ferðaskrifstolanna. Þar að auki er veittur sérstakur aðildarafsláttur, sem hvorki er greiddur úr orlofssjóðum verka- lýðsfélaganna, né af rikisf'ram- lagi, eins og Útsýnaríorstjórinn ýjar að, heldur er þessi aísláttur einfaldlega kominn til vegna mis- munandi markmiða ferðaskrif- stofanna, eins og að framan greinir, en þar sagði ég aö mark- mið Ferðaskrifstofunnar Útsýnar er að ná hámarkshagnaði, en markmið Samvinnuferða-Land- sýnar er að geta boðið upp á sem Eysteinn Helgason hagkvæmustu kjörin fyrir við- skiptavini sina.” — AB Um 7,5 milljörðum króna ?Tstolid” frá sparifjáreigendum á síðasta áratug: Verðmæti 150 skuttogara! ■ „I árslok 1980 höfðu sparif jár- eigendur tapað 7.5 milljörðum nýkróna (á verðlagif árslok 1980) á áratugnum 1971-1980 vegna þess tolls sem verðbólgan tók af inni- stæðum þeirra i innlánsstofnun- um áþessum árum”, segir inýrri skýrslu Verslunarráðs Islands. Þessi rýrnun fjármagnsins jafn- gildir verðmæti 150 nýrra skut- togara eða um 20.000 miðlungs ibúða á sama tima. Þá segir að þar til útlánakjör- um fjárfestingarlánasjóða var breyttbrunnu öll framlög þeirra upp i verðbólgunni og eigið fé þeirra rýrnaði um 20% að meðal- tali á ári. Það sama átti við um hina 90 lifeyrissjóði landsmanna semtöpuðuógrynnifjár og eru nú sumir i reynd orðnir gjaldþrota. Jafnframt segir að fjárfesting landsmanna sem nam um þriðjungi af tekjum þjóðarinnar, hafi einungis skilað hálfum arði samanborið við aðrar þjóðir. Kostnaðinn af þessari stefnu hafi almenningur þurftað greiða i ýmsum myndum, einkum hærra vöruverði, lægri launum og töpuðu verðgildi sparifjár. NU á allra siðustu árum hafa þó mikilvægar breytingar orðið i vaxtamálum og viðtæk verð- Landskeppni Is- lands og Svíþjóðar hefst á laugardag ■ Landskeppni Islands og Sviþjóðar, sem er liður i Evr- ópumeistarakeppni landsliða i skák, hefst nú á laugardag i Vighólaskóla við Digranesveg I Kópavogi og hefst klukkan 13. 1 viðtali við dr. Ingimar Jónsson i gær kom fram að Is- lendingar eru nú i riðli með Englendingum og Svium og nú á laugardag og sunnudag munum við útkljá málin við Sviana, en Englendinga i júni nk. Teflt verður á átta borðum i Vighólaskóla og eru keppend- ur Islands þessir: Friðrik Ólafsson, Guðmundur Sigur- geirsson, Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson, Margeir Pét- ursson, Haukur Angantýsson, Jón Hjartarson. og Ingvar Ás- mundsson. Varamenn eru þeir Magnús Sólmundarson og Björn Þorsteinsson. Sviar koma hingað til lands nú i kvöld. Þeir munu tefla við Englendinga um miðjan mars. — AM trygging verið tekin upp. Þær breytingar hafa nú þegar sýnt verulegan árangur i að örva sparnað og draga úr útlánum að dómi Verslunarráðsins. HEI ■ Á þessu linuriti má sjá hvernig 10.000 kr. sem lagðar voru inn á aimenna sparisjóðsbók I ársbyrj- un 1970 hafa stöðugt rýrnað að verðgildi. Þótt upp- haflegu 10.000 krónurnar hafi um siðustu áramót með vöxtum og vaxtavöxtum verið orðnar um 57.000kr. er raungildi þeirra aðeins orðið um 16% af upphaflegu upphæðinni eða um 1.620 krónur. ■ Ávöxtunarkjörin ráða sparnaði segir Verslunar- ráðið og birtir þessa mynd af inneign landsmanna i bankakerfinu (innlán seðla og mynt i umferð) i hlutfalli við þjóðartekjur. Þar sést að á áratugnum 1960-70 hefur inneignin numið frá um 38 til 48% af þjóðarframleiðslu en siðan stöðugt hrapað á siðasta áratug allt niður I um 22% af þjóðartekjum siðustu ár áratugarins 1970-80. í kjölfar verötryggingarinn- ar er sparnaður verulega farinn að aukast á ný.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.